Norðurslóð - 25.09.1991, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 25.09.1991, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir 20. júní var skírð í Dalvíkurkirkju Sóley Inga. Foreldrar hennar eru Halla Steingrímsdóttir og Guðbjörn Gíslason, Böggvisbraut 21, Dalvík. 30. júní var skírður í Dalvíkurkirkju Vilhelm. Foreldrar hans eru Ingibjörg María Ingvadóttir og Friðrik Vilhelmsson, Reynihólum 14, Dalvík. 13. júlí var skírður á Kóngsstöðum Hans Friðrik. Foreldrar hans eru Valgerður María Jóhannsdóttir og Guðmundur Freyr Hansson, Bragagötu 36, Reykjavík. 20. júlí var skírður í Urðakirkju Kjartan Atli. Foreldrar hans eru Lovísa Jónsdóttir og Oskar Þór Halldórson (frá Jarðbrú), Tjarnarlundi 17 e, Akureyri. 24. júlí var skírður í Dalvíkurkirkju Jóhann Björgvin. Foreldrar hans eru Steinunn Jóhannsdóttir og Leifur Kristinn Harðarson, Hjarðarslóð 6 c, Dalvík. 26. júlí var skírð í Svæði, Dalvík, Iða. Foreldrar hennar eru Sigrún Halla Halldórsdóttir og Þorri Hringsson, Asvallagötu 16 a, Reykjavík. 28. júlí var skírð í Dalvíkurkirkju Þorbjörg. Foreldrar hennar eru Dóróþea Guðrún Rcimarsdótlir og Viðar Kristmundsson, Steintúni 3, Dalvfk. 3. ágúst var skírð að Böggvisbraut 19, Dalvík, Jóna Bergrós. Foreldrar hcnnar eru Gunnlaug Osk Sigurðardóttir, Böggvisbraut 19, Dalvík og Þorsteinn Vignisson, Rauðumýri 22, Akureyri. 25. ágúst var skíður í Vallakirkju Stefán Geir. Foreldrar hans eru Unnur Sæmundsdóltir (Stefánssonar, Völlum) ' og Sveinn Þór Stefánsson, Sæbraut 7, Seltjarnarnesi. I. ágúst var skfrð í Dalvíkurkirkju Ingibjörg Osk. Foreldrar hennar eru Kolbrún Gunnarsdóttir, Lækjarstíg 3, Dalvík og Víkingur Arnar Arnason (Oskarssonar), Smáravegi 8. Dalvík. 22. seplember var skírð í Vallakirkju Stcinunn Osk. Foreldrar hennar eru Sigríður Pálrún Stefánsdóttir (Hofi) og Eyþór Matthíasson, Melasíðu 5 b, Akureyri. Hjónavígslur 29. júní voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Þórarinn Geir Gunnarsson (Þórarinssonar) og Ólöf Gunnlaugsdóttir (Sig- valdasonar). Heimili Þeirra er að Svarfaðarbraut 16, Dalvík. 6. júlí var systkinabrúkaup í Dalvíkurkirkju. Gefin voru saman í hjónaband Valur Björgvin Júlíusson (Eiðssonar) og Ester Margrét Öttósdóttir (Jakobssonar), Lokastíg 1, Dalvík, og Svanur Bjarni Ottósson (Jakobssonar) og Sigrún Júlíusdóttir (Steingrímssonar) Hjarðarslóð 3 b, Dalvík. 20 júlí voru gelin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Oskar Aðalsteinn Óskarsson (Valtýssonar) og Anna Hafdís Jóhannes- dóttir. Heimili þcirra er að Reynihólum 2, Dalvík. 27. júlí voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Hafþór Ingi Heimisson og Jenný Valdimarsdóttir (Snorrasonar). Heimili þeirra er að Klingstrupvænget 69, 1 tv, 5230, Odense M, Danmörku. Andlát 3. júlí lést á Dalbæ, Dalvík, Anna Björg Arngrímsdóttir. Anna fæddist í Brúarlandi, Deildardal í Skagafirði, 10. janúar 1898 dóttir Arn- gríms Jónssonar og Ingigerðar Sigfús- dóttur. Hún var næst elst af sjö börnum þeirra hjóna. Látin eru Jón, Bjöm Zóphonías, Svanbjörg, Snorri Arngrímur, og Guðrún Rósa en Kristín býr á Dalvfk. Foreldrar Önnu voru báðir úr Svarf- aðardal og hingað í dalinn tlytur hún með foreldrum sínum á fyrstu árum sínum. 1920 giftist hún Kristjáni Eldjárn Jóhann- essyni frá Ytra-Holti síðar hreppstjóra Dalvíkurhrepps. Þau keyptu Brekku á Dalvík árið 1925 og bjuggu þar í tæpa sex áratugi. Anna og Kristján eignuðust Ijögur börn, Þórarinn, sem er látin, Hrönn, Ingunni Guðrúnu og Birnu Soffíu. Þá ólu þau upp sem eigin dóttur Guðlaugu Hólmfnði Þorgbergsdóttur. Fyrir rúmum átta árum fluttu þau á Dalbæ, heimili aldraðra þar sem Kristján lést í október á síðasta ári. Anna lést þar 3. júlí og var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 13. júlí. 5. júlí lést á Dalbæ, Dalvík, Guðlaug Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Guðlaug fæddist í Argerði, Svarfaðardal, 6. júní 1903 dóttir Þorvaldar Jóns Baldvinssonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Hún fluttist ung með foreldrum sínum að Tungufelli og ólst þar upp. Þau hjón eignuðust níu böm og af þeim eru nú sjö látin en þau voru auk Guðlaugar, Þóra, Baldvin, Sigurður, Kristín, Hartmann og Rósa. Þau tvö systkinanna sem lifa eru Jóhann og Elíngunnur. 1924 giftist Guðlaug Kristjáni Hallgrímssyni frá Ytra Garðshorni. Þau byrjuðu búskap í Syðra-Holti, en fluttu 1931 til Dalvíkur. Fyrst bjuggu þau í Höfn, þá í Bárugötu 8 en luku búskaparárum sínum að Karlsrauðatorgi 19 og lést Kristján þar 1968. Þau eignuðust fimm börn. Kristín Sigríður og Þórhallur Sigurpáll eru látin en eftir lifa Birgir, Páll og Hartmann. Guðlaug flutti á Dalbæ fyrir rúmum tveimur árunt þar sem hún lést 5.júlí. Hún var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 12. júlí. Framhald á bls. 5. Fréttahomið Steypt undirstaða undir miölunartankinn. Fjöröurinn í haksýn: Ljósm. J.A. Senn verður miðlunartankur vatnsveitunnar tekinn í notkun. Framkvæmdir við tank- inn hafa staðið yfir í sumar og eru nú á lokastigi. Um síðustu helgi var verið að hleypa vatni á tank- inn til reynslu. Tankurinn getur tekið um 960 tonn af vatni og safnast í hann það sem dælt er umfram notkun veitukerfisins. Við tankinn verður settur stýr- ibúnaður sem tengdur verður dælum vatnsveitunnar á eyrunum fram í Svarfaðardal. Þegar vatnið er komið í ákveðna hæð í tankn- um minnkar dæling. þannig verð- ur um sjálfvirka stýringu að ræða sem mun spara rafmagn við dæl- ingu talsvert. s Aður en vetur sest að verður gerður vegur í framhaldi af Mímisveginum fram hjá gamla fjárhúsahverfinu og upp í hólana að bílaplaninu meðan við skíða- lyftuna. Þar með er komin fram- tíðar tenging skíðasvæðisins og raunar fólkvangsins í fjallinu við gatnakerfi bæjarins. Fjárhúsa- hverfið sem er neðan við Stórhól- inn verður rifið í haust og næsta vor. Syðstu húsin í hverfinu ná inn á vegastæðið svo þau þurfa að hverfa um leið og vegurinn verð- ur lagður. Allt búfjárhald bæjar- búa mun flytjast í Ytra- Holtsland. Raunar er hér nær eingöngu um hesta að ræða því fjárhúsin gömlu voru orðin að hesthúsum. s Isstöðin hf. hóf starfsemi sína í byrjun júní sl. Framleiðsla fyrirtækisins hefur verið mikil alveg frá byrjun. Þar hafa verið framleidd og seld um 2000 tonn af ís. í áætlunum sem gerðar voru áður en fyrirtækið var stofnsett var gert ráð fyrir 5000 tonna árs- framleiðslu. Reynslan af fyrstu mánuðum starfseminnar gefa vís- bendu um að sú áætlun hafi verið raunhæf og kannski frekar í lægri kantinum. Vorið og sumarið eru aðal framleiðslutíminn en minna er selt af ís yfir veturinn. Loka- frágangur við hús fyrirtækis ins er enn eftir og einnig að setja upp blásturskerfi þannig að ísnum verði blásið um borð í skip sem liggja við norðurgarðinn. Frá þessu verður gengið í vetur og næsta vor. / Ilok októbermánaðar er reikn- að með að bensínstöð Olís verði frágengin og tekin í notkun. Nú um helgina varð hús- byggingin fokheld og fljótlega verður farið að innrétta hana. Afgreiðsluhúsið er 150 fm. að grunnfleti og verður því skipt nokkurn vegin til helminga milli hefðbundinna Olísvara og sjoppu. OLís er með auk hefð- bundinnar olíuvöru, verkfæri, hreinsiefni og pappírsvörur. í sjoppunni verður hægt að fá kaffi og meðlæti, pylsur, hamborgara og franskar kartöflur auk sæl- gætis. Borð og stólar verða í sjoppu nni. Utanvið verður með- al annars þvottaaðstaða fyrir þrjá fólksbíla. Um næstu mánaðarmót verð- ur lokið uppfyllingu lónsins sem myndaðist milli gamla norðurgarðsins og nýja brim- varnargarðsins sem gerður var á síðastliðnu ári. Að vísu verður uppfyllingin ekki komin í endan- lega hæð allstaðar. Eimskipafé- lag íslands hefur sótt um og feng- ið lóð á uppfyllingunni en síðustu fréttir lierma að ekki hafi enn verið ákveðið í smáatriðum um bygginguna eða hvenær fram- kvæmdir hefjast. Uppfyllingin var fyrst fengin með dýpkun smábátahafnarinnar og síðan var efni tekið austan af sandi. Þá er einnig verið að nota efni sem tek- ið er úr bakkanum á lóð milli gamla „Allahúsins" og Blika h/f og myndast þá þar mjög góð byggingarhæf lóð. Samtals verð- ur búið að flytja um 25.000 m3 í lónið á þessu sumri og er þá eftir að setja um 10.000 m3 til viðbótar t il að hægt verði að ganga frá öllu þessu svæði. Með fram- kvæmdunum er sem sagt verið að útbúa góðar lóðir á besta stað við höfnina. ú er starfsemi skólanna haf- in eftir árvisst sumarfrí og allt ungviði sest á skólabekk aftur. Eins og vant er hafa ein- staka kennarar og starfsmenn hætt og aðrir tekið við. Að vanda reynir Norðurslóð að halda les- endum sínum vel upplýstum um þetta efni og leitaði upplýsinga hjá forráðamönnum skólanna. í Grunnskóla Dalvíkur hafa tvær kennslukonur snúið aftur til starfa eftir nokkurra ára stúss í öðru. Það eru þær Svanfríður Jónasdóttir og Guðbjörg Ringsted. Aðrar tvær eru alveg nýjar af nálinni; þær Katrín Guðmundsdóttir og Elísabet Vala Guðmundsdóttir. í Sjávarútvegsdeildinni hafa komið til starfa Elín Björk Gunnarsdóttir, Kristján Önund- arson og Þorsteinn Egilsson. Þar stunda nú nám 50-60 nemendur og einnig má geta þess að nokkrir bæjarbúar sitja þar í einstaka áföngum, einkum ensku, og er það afar ánægjulegt að sögn Þórunnar Bergsdóttur skólastjóra. Annars hefur framhaldsedeild- in æ meira verið að færast undan valdsviði Þórunnar og verða sjálfstæðari nteð hverju árinu sem líöur. Deildin er nú til húsa bæði á lofti Ráðhússins og Kaup- félagsins. Nýr áfangi Grunnskólabygg- ingarinnar var tekinn í notkun í haust og fer nú allt bóklegt nám fram í nýja skólanum en verk- greinar eru kenndar í gamla skólanum auk þess sem Tónlist- arskóli Dalvíkur er korninn þang- að með starfsemi sína. Nemend- ur Grunnskólans eru nú 254 tals- ins og hafa óvenju margir nýir nemendur komið í skólann þetta haustið. Að sögn Þórunnar hefur öll aðstaða til náms og kennslu batnað til mikilla muna eftir að nýbyggingin er komin í gagnið og eru allir hlutaðeigandi í sjöunda himni yfir því. Frá Húsabakkaskóla er það helst að frétta að einn nýr kenn- ari er þar tekinn til starfa. Sá heitir Aðalsteinn Hjartarson. Af nýbreytni í starfseminni er þess helst að geta að nemendur í fyrsta bekk sem áður hét núll- bekkur mæta nú þrisvar í viku í skólann en ekki tvisvar eins og áður var. Þá er það nýlunda að nú komast nemendur skólans einu sinni í viku í íþróttatíma í íþróttahúsinu á Dalvík þar sem bæði er hátt til lofts og vítt til veggja. I sumar var lagt brunavarnar- kerfi í allar kompur skólans, settar upp eldvarnarhurðir og allt gert löglegt gagnvart Eldvarnareftir- liti Ríkisins. Biskup Islands vísiterar Eyj afj arðar pr ófastsdæmi Dagana 22. september til 3. október vísiterar biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, söfnuði Eyjafjarðarprófastdæmis. Hann kemur á liverja kirkju, skoðar ástand kirkjuhúss og eignir sem og kirkjugarða. Þá ræðir hann við sóknarpresta, sóknarnefndir, messar á hverjum stað og ræðir við sóknarbörn. Biskup íslands hefur ekki vísiterað Eyjafjarðarprófastsdæmi síðan 1965 er Sigurbjörn Einarsson biskup kom hér. Sóknarbörn eru hvött til að fjölmenna til guðsþjónuslu og taka þannig vel á móti biskupi. Með biskupi cr kona hans frú Ebba Sigurðardóttir og prófastur Eyjafjarðarprófastsdæmis sr. Birgir Snæbjömsson og kona hans Rósa Garðarsdóttir. Biskup vísiterar söfnuði Dalvíkurprestakalls eftirfarandi daga: Vallakirkja, föstudagurinn 27. september. Kl. 20 kirkjuskoðun, kl. 21 messa, kl. 22 kaffi á Völlum fyrir alla kirkjugesti. Tjarnarkirkja, mánudagurinn 30. september. kl. 13 kirkjuskoðun, kl. 14 messa, kl. 15 kaffi að Tjöm fyrir alla kirkjugesti. Urðakirkja, mánudagurinn 30. september. Kl. 20 kirkjuskoðun, kl. 21 messa, kl. 22 kaffi á Urðum fyrir alla kirkjugesti. Biskupinn hefur helgistund á Dalbæ miðvikudaginn 2. okóber kl. 16.30. Dalvíkurkirkja, miðvikudagurinn 2. október. Kl. 18 kvöldverður í boði sóknarnefndar. Kl. 19.30 kirkjuskoðun, kl. 20.30 messa. kl.21.30 kaffisopi í safnaðarheimili fyrir alla kirkjugesti. Sóknarprestur

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.