Norðurslóð - 25.09.1991, Qupperneq 3

Norðurslóð - 25.09.1991, Qupperneq 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Syngjandi systkin. Arngríniur Stefánsson frá Gröf, kona hans Kristjana Sigurpálsdóttir og börn þeirra f.v. Anna Kristín , Kristjana, Einar, Kolbrún, Örn, Stefán, Sigrún og Margrét. Ljósm. Guðrún Lárusdóttir dóttir, hálfsystir afa. Jóhanna var mæt kona, iðjusöm og hjálpfús. Ég ólst upp á heimili hennar til níu ára aldurs og sannarlega var hún mérgóð. Jóhanna lifði mann sinn og var síðast hjá Sigurlaugu dóttur sinni. En hún dó í Ási í Glerárhverfi, var í heimsókn hjá yngri dóttur sinni 3. nóv. 1946. Börn þeirra hjóna urðu fjögur. Þau voru: Sigurjón, f. 28. febrúar 1885, d. 1. júlí 1905. Jóhann, f . 15. júní 1888, d. 31. desember 1949, bóndi í Hlíð, kvæntur Ingi- björgu Árnadóttur. Sigurlaug Sesselja, f. 9 ágúst 1891, d. 22. sept 1955. Maki Steingrímur Sig- urðsson, bóndi á Hjaltastöðum. Soffía Fanney, f. 24. mars 1895, d. 28. júní 1982, ógift og barnlaus. Nú er ættleggur Sigur- jóns og kvenna hans orðinn all- fjölmennur og dreifður um landið. En hvers konar maður var Sigurjón í Gröf? Að útliti var hann hár maður vexti, þéttur á velli og þrekgóð- ur. Pað entist honum fram á efri ár. Ég man er eg var vinnumaður á Völlum. Þar fannst engin hlaða. Varð því að setja heyskap- inn saman í hey. Stundum urðu þau stór og há. Sérstakan mann þurft i til að láta baggana á reip- ið, sem lá á jörðinni ofan úr hey- inu, kasta svo reipisendanum upp til leysingamannsins og ýta undir baggann, þegar hann var dreginn upp. Þetta var lýjandi og erfitt verk, ef baggarnir voru þungir. Afi var hættur búskap þegar hér var komið sögu og fékk hann ein- hver ár að sumarlagi að taka til hendinni á prestsetrinu. Ég leysti í heyin, en afi velti upp. Stundum stóð bindingur all- an daginn, en afi gafst ekki upp. Og mig furðar enn meira nú en þá, á þoli hans og endingu, þá kominn fast að sjötugu og jafnan unnið stranga erfiðisvinnu um dagana. Afi átti ekki fríðleikann, en hann var sviphreinn og vandist vel og fólki leið vel í návist hans. Góður verkmaður var afi, lag- inn og meira en í meðallagi að afköstum. Hann var vegghagur, en svo voru þeir nefndir, sem snillingar voru að hlaða veggi úr torfi og grjóti. Gekk þeim mönn- um vel að fá sér vinnu. Afi vann talsvert hjá öðrum og drýgði með þv í tekjur búsins. Ekki veitti af. Hann bjó í Gröf í 45 ár. Jörðin var mesta rýrðarkot. Áhöfn var varla meira en 2-3 kýr, 20-30 kindur og einn hestur. Er það undrunarefni hvernig hægt var að framfleyta barnaheimili á svo smáum kostum. Kröfunum het'ur víst verið haldið í skefjum. Svo fóru börnin snemma að vinna af bæ og elsti sonurinn Kristján, stundaði sjó þegar getan leyfði. Var það mikil búbót. Víst hefur afi reynt að bæta jörðina. Fyrst er eg man eftir voru sléttur hingað og þangað um Grafartúnið og grafinn skurður, sem varnaði árennsli á ræktað land. Petta hafði afi látið gera. Ég ber þess örlitlar menjar um að unnið var að jarðabótum í Gröf i tíð afa. Líklega var eg á þriðja ári, er svo vildi til að verið var að rista ofan af í Gröf og afi skar fyrir með grasljá. Parna var stórþýft. Eg var að sniglast í kring um þá sem voru að vinna og hvarf í skorningana annað slagið. Pá bar svo til, að eg kom afa að óvörum og rétti vinstri höndina uppá þúfuna, sem hann var að skera yfir. Fingurna hef ég haft eitthvað kreppta, nema löngutöng, hún lenti undir lján- um og skarst framan af fingr- inum. Afa var mikið um þetta. Þá var ekki læknir á Dalvík. Sá sem þjónaði hér í sveit sat á Grenivík. Afi dreif í því að farið var með mig yfir á Grenivík. En þegar þangað var komið var stubburinn steindauður, svo ekkert varð um ágræðslu. Læknirinn bjó um fing- urinn og sárið gréri fljótt. Pessi fingurstytting hefur ekki valdið mér neinum baga. En stundum hefi eg skemmt mér, þegar eg hef sýnt krökkum hönd- ina, svo skringileg hafa viðbrögð- in orðið. Aldrei gekk afi í skóla, en hann vantaði ekki greind og nám- fýsi svo að hann var fljótur að læra af því, sem hann heyrði og sá og einhver veigur var í. Lík- legt er að Gísli Magnússon hafi kennt honum, því Gísli var vel að sér. Mér virðist að afi hafi verið efni í góðan lærdómsmann og hann hefði notið sín betur, ef hann hefði starfað á sviði mennta og menningar heldur en stunda smábúskap á vesældarjörð, þó hann sýndi þar sæmileg tök. En fátæktin stóð í vegi fyrir að skólaganga yrði nokkur eins og algengt var á þeirri tíð. Hann kunni býsn af kvæðum, vísum og sögum. Hann sagði skemmtilega frá, las prýðilega og var ágætur kvæðamaður. Hann hafði sterk- an róm og þægilegan. Hann mun oft hafa fariðp á aðra bæi til að kveða rímur, sem þá þótti hin besta skemmtun. Vísur eftir sjálfan sig hefði hann getað kveðið, en þeim flík- aði hann ekki, svo fáir vissu um getu hans á því sviði. Því miður er næstum allt, sem afi orti, glatað. Hér koma fjórar vísur sem sýnishorn. Pessi vísa er um Kristján son afa: Yndi og heiður alla tíð angurs greiði úr pínu Kristján leiði lukkan blíð lífs á skeiði sínu. Hér er vísa um Sigurjón son hans: Ei þér hafni auðnan svinn að þér safnist farsældin ef að dafnar aldur þinn elsku nafni, litli minn. Pá kemur vísa um börnin af fyrra hjónabandi: Kristján, Guðrún, Pórunn þýð með þelið hlýja, Filippía fingraeyja furðulítil yngismeyja. Loks er fyrsta vísa af lengra kvæði: Veröld hrekkja hefur hvoft hlý og mild í svörum vinarkoss hún kyssir oft en kalsi er undir vörum. Þó að afi væri alla ævi fátækur var hann laus við alla lífsbeiskju og sárindi, og kvartanir heyrðust ekki. Hann var í eðli sínu skapríkur, en taumhaldið á lund- inni var svo strangt, að naumast kom fyrir, að hann slægi út, þó að reiðin blossaði upp, en andlitið bar vott um hörð átök. Hvers- dagslega var afi ákaflega hógvær og geðrór, vandaður til orðs og æðis, ekki stórorður og bölv og ragn lágu honum ekki á tungu. Afi var góður eiginmaður og heimilisfaðir. Öll framkoma hans var börnum til fyrirmyndar og þau elskuðu hann. Trúaður var afi og kirkjurækinn. Hann setti traust sitt á guð og var bænheitur maður. Afi var virtur af samferða- mönnum sínum og sýnd mikil vinsemd. Afi hætti búskap 1915. Fóru hjónin þá í Skriðu og voru þar í fá ár. Síðan voru þau á Þor- leifsstöðum, hjá Jóhanni syni sín- um og Ingibjörgu konu hans, og síðast á Hjaltastöðum, hjá dóttur sinni, Sigurlaugu og manni hennar. Þar andaðist afi 10. nóv. 1927. Var hann þrotinn að kröft- um og líðanin slæm, en það breytti ekki geðprýði hans eða lífsmáta á nokkurn hátt. Vel get- ur verið, aó einhverjir sem ekk- ert þekkir til Sigurjóns í Gröf, álíti að eg setji fram of glæsta mynd af honum. Það er sannfæring mín að ekk- ert sé hér ofsagt. Mér er þó ljóst að gallalaus hefur afi ekki verið, en eg var þeirra ekki var. Að lokum ætla eg að tilfæra ummæli tveggja manna um afa. Björn R. Árnason segir í minningargrein um Stefán Arn- grímsson, tengdason afa: „Sig- urjón í Gröf, föður Filippíu, kynntist ég löngu siðar, þá á gam- als aldri. Þóttist eg þar kenna vitring í tötrum og höfðingja í hreysi.“ Hinn maðurinn er Stefán Kristinsson, prestur á Völlum í 40 ár. Auðvitað jarðsöng Stefán afa. Sem ávarpsorð að líkræð- unni hafði Stefán þessar ljóðlín- ur: Pótt á jörð mér ami að örbirgðin og fleira. Himinninn er á hverjum stað og hvergi þarf eg meira. Hann getur þess, að lengi hafi þetta erindi verið í huga sínum, en ekki fyrr en nú treyst sér að nota það. Nú eigi það vei við. Síðar í ræðunni segir hann orðrétt: „Hann bar af samtíð- armönnum, hve góður hann var og vel siðaður.“ Og á öðrum stað: „Hann bar langt af öðrum að stillingu og geðprýði.“ Og öll ræðan lýsir aðdáun prestsins á lífsstíl hins látna. Blessuð sé minning Sigurjóns í Gröf og kvenna hans. Avarp á ættarmótí - Ljóð flutt á ættarmóti í Svarfaðardal 10. ágúst 1991 Komið þið blessaðir, ættirtgjar allir. Ykkur eg þakka, er voruð svo srtjallir að efna til samveru í svarfdælskum högum. Nú sýnir mér vitrast frá bernskunnar dögum. Fjöllin og byggðirnar faðminn út breiða og fortíðardraumarnir laða og seiða. Samheldni ættingja þarf ekki að þrotna, er þróttmiklir kvistir af stofninum brotna. Minningu þeirra t heiðri skal hafa og halda uppi merki, sem burt tekur vafa, að greinarnar þroskist með þrótti og vilja. Petta er auðvelt að muna og skilja. Víst er að gleðin er stopul á stundum. Pað styrkir að mætast á endurfundum. Trúin er máttur svo mikill og þarfur og mönnunum reynist hinn dýrasti arfur í baráttu lífsins og brautargengi á brattanum jafnt sem á greiðfæru engi. Oft finnst mér tíminn svo undarlegur, á eftir sér ráðþrota kynslóðir dregur. Og sjóndeildarhringurinn sýnist það naumur, að sjálfið og hugmyndir verða sem draumur. Pá gott er að vita af stjórnanda sterkum. Við stjórnvölinn almættið sjálft er í verkum. Pví örugg við fetum um æfinnar daga engu við kvíðum, sem verður til baga. Nú sumarið gull sín um brekkurnar breiðir, og blómskrúðið angar, þótt skiljist nú leiðir. Nú hverfum við héðan, til heimila höldum og hugljúfa samvist með þakklæti gjöldum. Við hugsum til þeirra, er hér hafa dvalið, og horfum til landsins, sem augum er falið. Engu við gleymum, það ætl’ eg að vona. Orð þessi mælir fram gamalreynd kona. Athvarf mitt var hér í öruggu skjóli hjá ástvinum kærum á Brautarhóli. Pangað kom afi minn oftast svo glaður. í umgengni reyndist hann drenglyndur maður. Greindur og ráðsnjall hann gáturnar leysti, grenjandi telpu til manndóms hann reisti. Er ódælskan olli mér tárum og trega hann tók mig og hughreysti föðurlega. Drottinn minn tók hana ömmu svo unga. en afa var stætt undir reynslunnar þunga. Seinni með konunni yndi hann átti, af hennar kærleika huggast hann mátti. Blessuð sé minningin þessara þriggja. Peim skal ei ráðfátt, er dalinn minn byggja. Filippía Kristjánsdóttir - Hugrún -

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.