Norðurslóð - 25.09.1991, Qupperneq 5

Norðurslóð - 25.09.1991, Qupperneq 5
NORÐURSLÓÐ - 5 TIMAMOT 7. júlf lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Aðalrós Björnsdóttir, Gríms- nesi, Dalvík. Aðalrós fæddist á Kaðalstöðum í Hvalvatnsfirði 23. september 1910 For- eldar hennar voru Björn Olafsson og María Sigurðardóttir. Aðalrós átti tvær alsystur, Sigríði og Ragnheiði og þrjú hálfsystkini, Böðvar og Sigmar, sem eru látnir, og Olveigu Agústsdóttur. 9 ára gömul fluttist hún að Grímsnesi, Látraströnd, til Elínar Gísladóttir og Jóns Halldórssonar. 1931 giftist hún syni þeirra Steingrími, og hófu ungu hjónin búskap þar heima. 1938 fluttu þau til Dalvíkur ásamt foreldrum hans. Byggðu þau hús er nú stendur við Stórhólsveg og nefndu Grímsnes. Þau eignuðust þrjú börn Þorstein, Maríu og Jón Eyfjörð. Eftir að Steingrímur lést bjó hún áfram í Grímsnesi ásamt Jóni syni sínum. Hún lést 7. júlí. Aðalrós var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 15. júlí. 12.júií lést á Dalbæ, Dalvfk, Kristbjörg Eiðsdóttir. Kristbjörg fæddist á Hverhóli, Skíðadal, 27.júlí 1913 dóttir Eiðs Sigurðssonar og Valgerðar Júlfusdóttur sem síðast bjuggu á Ingvörum. Kristbjörg var elst af sjö bömum þeirra hjóna. Rósant Steingrímur er látin en eftir lifa Freylaug, Júlíus, Rósfríður, Sigurður og Kristín. 1936 giftist hún Friðriki Sigurðssyni. Þau hófu búskap í Sauðaneskoti og voru þar í eitt ár, síðustu ábúendur. 1941 fluttu þau í Hánefsstaði hvar þau áttu heimili næstu fjóra áratugina. Börn þeirra eru sjö: Eyvör, Sigrún, Sigursveinn, Eiður, Valgerður, Lilja og Halliði. Kristbjörg reyndist mörgum vel, var hún glöð í viðmóti og tók öllum hlýlega. 1981 lluttust þau að Böggvisbraut 3 og þar lést Friðrik 1985. Kristbjörg flutti á Dalbæ 1988 og átti þar heimili eftir það. Kristbjörg var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 20. júlf. 2. ágúst lést á Dalvík, Skafti Þor- steinsson. Efstakoti. Skafti fæddist á Hamri, Svarfaðardal, 26.nóvember 1914 sonur Kristrúnar Frið- björnsdóttur frá Efstakoti og Þorsteins Antonssonar á Hamri. Elstir barna þeirra hjóna voru tvfburarnir Hjalti og Skafti, næst komu Freyja, Þórunn og Hólmfríður sem eru látnar, en yngst er Þórunn Inga. Skafti ólst upp í Efstakoti ásamt fjölskyldu sinni og bjó þar allt til dauðadags. 1945 kvæntist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Jóhannsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Þorstein og Jóhönnu. Scm ungur maður hóf Skafti að starfa við netagerð og netaviðgerðir og stofnaði ásamt fleirunt Netagerð Dalvíkur h/f þar sem hann starfaöi til síðuslu stundar. Skafti var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 10. ágúst. 8. ágúst lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Svanfríður Gunnlaugsdóttir, Gröf, Svarfaðardal. Svanfríður fæddist á Þrastarhóii í Möðruvallarsókn, 27.nóvember 1911 dóttir Agústu Sigurðardóttur og Gunn- laugs Jónssonar sem bæði voru héðan úr Svarfaðardal. Var Svanfríður yngst sjö barna þeirra hjóna en þau eru nú öll látin. Systkini hennar hétu Gunnlaug, Sigurðut;, Steinunn, Helga, Magnús og Soffía. A öðru ári var Svanfríður tekin í fóstur að Hverhóli í Skíðadal til Júlíusar Hallssonar og' Kristínar Rögnvaldsdóttur og ólst þar upp ásamt fjórum fóstursystkinum sem nú eru látin, nema Oskar er býr á Dalbæ. Barn að aldri missti hún fóstru sína en í hennar stað kom að heimilinu Jakobína Halldórsdóttir og sonur hennar Halldór Jónsson, kenndur við Gil í Glerárþorpi og voru þau Svanfríður sem bestu systkin meðan bæði lifðu. 1921 giftist Svanfríður Friðriki Jónssyni. Þau fengu Hverhól í Skíðadal til ábúðar 1925 og voru þar í 22 ár, síðustu ábúendur. 1947 lluttu þau í Gröf og bjuggu allt til 1982 er þau fluttu á Dalbæ. Júlíus sonur þeirra hafði þá séð um búið hátt í þrjá áratugi. Þau hjón eignuðust sjö börn sem eru: Anna Sigurlína, Birna Guðrún, Júlíus Dalmann, Kristinn Dalmann, Soffía Heiðveig, Vorsveinn Dalmann og Tryggvi Dalmann. Friðrik lést árið 1985 en Svanfríður 8. ágúst, 90 ára að aldri. Svanfríður var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 17. ágúst. 22. ágúst lést á Dalbæ, Dalvík, Friðbjörn Hólmfreð Jóhannsson, Hlíð, Skíðadal. Friðbjörn fæddist á Völlum, Svarfaðardal, 30. janúar 1920. Foreldar hans voru Ingibjörg Amadóttir og Jóhann Sigur- jónsson kenndur við Gröf. Af systkinum Friðbjörns eru látin Jóhanna Soffía og Alexander en þrjú lifa: Þórey og Sigurjón sem búa í Hiíð og Kristján sem býr í Reykjavík. Fjölskyldan flyst frá Völlum 1921 í Þorleifsstaði og þegar Friðbjörn er 8 ára flytjast þau í Hlíð þar sem Friðbjörn bjó æ síðan. 1943 taka þeir bræður Friðbjöm og Alexander við búinu í Hlíð og kaupa jörðina. Sá Friðbjörn þó að töluverðu leyti um búskapinn enda Alexander gjarnan við kennslu á vetrum. Þórey systir þeirra hefur og búið heima í Hlíð alla sína tíð og séð um heimilishald. 1961 hófu Friðbjörn og Soffía Stefánssdóttir búskap saman. Eignuðust þau eina dóttur, Jóhönnu Hafdísi sem býr á Akureyri. Fyrir einu ári fluttu þau bæði á Dalbæ þar sem Friðbjörn lést 22. ágúst. Hann var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 29. ágúst og var jarðsettur í Akureyrarkirkjugarði. jpjÞ Gangnadagar Á síðasta vetri var fjáreign Svarfdælinga komin í tæp 1100. Það er lítið en þó tölu- vert miðað við undanfarin ár. Göngur og réttir eru farnar að minna töluvert á göngur og réttir frá því fyrir síðasta niður- skurð. Það er fagnaðarefni. Hvað væri lífið á landsbyggð- inni án gangna og rétta? Miklu fátækara. í hverju liggja töfrar gangnanna? Líklega í hinni góðu blöndu af brasi og gleðskap. Gleðskapur- inn er þeim mun gleðilegri, að hann er verðskuldaður eftir brasið. Þriðji þátturinn í blöndunni er svo blessað fjallalambið eftir slátrun, lambið á diskinum, með allri þeirri lífshamingju sem það býður uppá. Gangnafólki af flestum svæð- urn bar saman um að göngur hafi verið fremur erfiðar, a.m.k. mið- að við fjölda fjárins og það að ntörg svæði voru fjárlaus. Kind- urnar eru ungar, hafa lítið átta- skyn og rekast illa, en auk þess þollitlar vegna fitu. í ofanálag var á laugardag vont veður með þoku og rigningu. „Gangnamanna- félagið“ Af öllum heillandi göngum hefur Sveinsstaðaafréttin sem áður mest aðdráttarafl á hrausta sveina, (sveina já, enn er hún vígi karla, eitt af fáum.) Þar eru ekki lengur lögð nein skil á bændur, heldur hefur „Gangnamannafé- lagið" tekið að sér verkið og er mannaskortur síst vandamál þar á bæ. Til að komast þar inn, - ver- andi ekki í gamla „kjarna" gangnamanna - verða menn ann- að hvort að ganga grátandi fyrir stjórn félagsins, eða leggja frant beiðni í bundnu máli, eins og seg- ir í einni vísunni. Ég brýst um á hæl bæði og hnakka því hópur í Afrétt er þröngur. Eg ákalla Baldur á Bakka: æ. bjargaðu mér nú um göngur! (Baldur Þórarinsson er formaður félagsins.) Eftir býsna brösóttar göngur hjá sumum og langa bið hjá öðr- um í forblautu fúlviðri í Afrétt- inni, var hlýtt skjól Stekkjarhúss- ins þeint mun kærkomnara. „...og kneifum vínið blíða.“ Það skal aldrei annað sagt um Afréttarmenn að kvöldi gangna- dags en að hjá þeim ríkir innileg gleði. Þar rennur saman rökkur- skraf, fleygaveitingar, hákarl, söngur og súkkulaði. Drykkju- menning og söngmenning er góð. Kjarni gangnamanna er reyndir menn sem bæði kunna meðalhóf- ið við drykkjuna og eru orðnir ágætlega samsungnir. Þeir kunna töluverða söngskrá eigin Afrétta- söngva og syngja margraddað. „Við hyllum Gunnar Hæringsstaða“... Gunnar Jónsson, Hær. var boð- aður á staðinn og með forntlegri athöfn gerður að heiðursfélaga í Gangnamannafélaginu, fyrir sitt rnikla gangnamálaframlag og eldhug. Veður á réttardag var bjart og þurrt, en svalt. Héldu menn góðri gleði sinni í rekstrinum úr Afréttinni sem og á Tungurétt. Þar hefði þó söngur mátt vera meiri að þessu sinni. Á Tungunum reyndi maður að venju margt misjafnt úr pelun- um, glundur og eðalvín. Bakari einn hafði hæg hcimatökin og blandaði í uppleyst súkkulaði úr bakaríinu. Varð þá einum að orði: Geysimargan gangnasúp göróttan hef fengið, en kláravín í kökuhjúp er kannske fulllangt gengið. Börn og fullorðnir ráku síðan fé sitt heim. Rakst það hægt, en hafðist þó. Gátu þá menn enn glaðst yfir fengnu fé sínu. Þeir sem höfðu ráðrúm til og áhuga á fóru í heimsóknir á bæi og loks á Höfðaball. Það ball er háðara veðri en öll önnur böll. Nú var orðið kyrrt og gott veður. Ballið breiddi úr sér um grund og móa. Með því móti varð pláss fyrir góða sveiflu á dansgólfinu. I innra herberginu var rætt í trún- aði og leyst úr misklíðarefnunt. Austur undir vegg glansaði efni- legur tenór á „Kvöldið er fagurt". Þ.H. Snom Sturluson veginn Argentínska skáldið Jorge Luis Borges (1899-1986) var mikill áhugamaður um forníslenskar bókmenntir og þýddi m.a. Gylfaginningu Snorra Sturlusonar á spænsku. Þýðingin á þessari sonnettu hans er tekin úr ORT, nýrri væntanlegri Ijóðabók eftir Þórarin Eldjárn, en frumbirt hér til að minnast þess að 23. september sl. voru liðin 750 ár frá þeim voveiflega atburði sem lýst er í Ijóðinu. Pú sem niðjum goðsögn frosts og funa fœrðir í cirf og glœstar hetjudáðir norrœnna feðra þinna á skinnin skráðir svo skyldum vér þá dýrðarhörku muna, undrandi fannstu er fór að nóttin þunga með fári sverða, að skulfu liðir krepptir. Á kaldri nóttu er kom ei dagur eftir þú komst að því að sjálfur varstu gunga. Islenskt er myrkrið, andar votu og svölu yfir saltan mar og hlíðar fjalla, umkringdur bær þinn, drukkin er í dreggjar smán sem aldrei hverfur. Hratt að fölu Itöfði þínu er sverðið látið falla sem þá er bitu í bókum þínum eggjar. (Þórarinn Eldjárn þýddi). Pantanir teknar frá kl. 13.00-16.00. Slátrin verða afhent eftir kl. 16.00. í Svarfdælabúð er tekið á móti pöntunum í heila og hálfa skrokka af kjöti. Afgreibslaferfram í sláturhúsinu Munið að panta tímanlega Sími 61200

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.