Norðurslóð - 20.11.1991, Síða 1

Norðurslóð - 20.11.1991, Síða 1
Bækur og bókaverðir. Anna Bára t.v., Kagnheiður t.h. Blindur er bóklaus maður - Litið hjá Bókasafninu á Dalvík Ásetningur og fóður- forði haustið 1991 Það er á orði haft. hve athafna- og atvinnnulíf er kröftugt hér á Dalvík, allt er á fleygiferð, hús- byggingar, gatnagerð, útgerð og fiskvinnsla, iðnaður og verslun. Allt er þetta víst rétt og satt og sem betur fer virðast atvinnu- vegirnir og rekstur þeirra vera byggður á nokkuð traustum grunni og ekki líklegir til að velta um koll þó að geri storm í fangið. Ekki af brauði einu saman En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman segir í heilagri ritn- ingu. Rétt er það, það þarf sntér eða annað viðbit með. „Hjartað heimtar meira/en húsnæði og brauð" segir Davíð skáld í kvæði sínu um dalabóndann. Bækureru með brauðstritinu það sama og viðbitið er með brauðinu, þær gera það lystilegra og mýkra að kyngja því. Sem betur fer þurfa Dalvíking- ar ekki að eta sitt brauð viðbits- laust hvorki í eiginlegri né óeigin- legri merkingu. í kjallara Ráðhússins að aust- anverðu eru margar dimmar kompur. Sumar þeirra eru geymslur fyrir gull og gersemar og víxla og verðbréf og skjöl og skilríki Sparisjóðs Svarfdæla á hæðinni fyrir ofan enda eru þetta allt eldtraustar geymslur. Vesturhelmingur kjallarans er allt ööruvísi. Þar standa á eftir- miðdaginn opnar dyr sem bjóða gest og gangandi velkominn inn í stóran, upplýstan sal. Þar eru á gólfi raðir af bókahillum þétt- setnar bókum en nyrðst eru á gólfi stólar og borð með blöðum og tímaritum svo sem Mannlífi. Æskunni, Alt for damerne og Heinta er best. Og við austurvegg er afgreiðslu- borð, þar sem eru ein eða tvæ konur eftir atvikum og taka blíð- lega á móti viðskiptavinum. Bókasafn Dalvíkur Við erum komin inn í Bókasafn Dalvíkurbæjar. Reyndar ekki bara bókasafn því til hliðar eru aðrar dyr, sem liggja inn í her- bergi þar sem er til húsa annað safn, Héraðsskjalasafn Svarf- dæla. Þar gefur að líta mikið af gulnuðum blöðum og gömlum skræðum auk annars nýrra og er mikið af þessum gögnum geymt bak við lás og slá og eldtraustar hurðir eins og vera ber um óborg- anlegar heimildir um sögu bæjar og byggðai. Safnverðirnir. sem á var minnst, hafa lofað að fræða blaðamann Norðurslóðar um söfnin og starfsemina þar. Hér verður greint frá því, sem blaða- snápur var fræddur um. Ekki endilega í formi spurninga og svara, heldur einkum sem lausleg frásögn vonandi með ekki allt of liiiklum rangfærslum. Konurnar heita Anna Bára Hjaltadóttir og Kagnheiður Sig- valdadóttir, báðar Dalvíkingar af grónum svarfdælskum ættum, báðar hafa þær lokið bókavarða- námi sem haldið er á vegum bókafulltrúa ríkisins í samvinnu við Bréfaskólann. Hvorug þeirra er í fullu starfi við bókavörsluna, Ragnheiður er algjörlega með Skjalasafnið á sinni könnu og hefur svo 20% starf að auki í Bókasafninu, en Anna Bára er yfirmaður þar og er í 60% starfi. Sem sagt: Úti- vinnandi húsmæður í hlutastarfi. Við sitjum í „kaffistofu" safns- ins yfir rjúkandi kaffi og nýbök- uðu brauði. Nú væri fróðlegt að vita hver eru upptök þessara safna, hve gömul þau eru. Bókasafnið Jú, í skýrslum Bókasafns Dalvík- ur í vörslu Skjalasafnsins er gerð grein fyrir skiptingu á bókum Lestrarfélags Svarfdæla 17. mars 1946 og í annan stað er eftirrit af gjafabréfi Tryggva Kristinssonar kennara til Bókasafnsins 4. okt. 1946. Skiptingin fór þannig fram, að fulltrúar nýju hreppanna eftir hreppsskiptin 1946skiptu bókun- unt í 3, að því er talið var, jafn- góða parta. 1673 bindi alls. Síðan dró fulltrúi Svarfaðardalshrepps hins nýja einn partinn út, en Dal- vík hlaut hina 2, allt samkvæmt hinni samþykktu skiptireglu: Dalvík 2/Svarfaðardalur 1. Þann- ig skiptust allar reytur gamla hreppsins milli hinna nýju, og að mestu í friði og sátt. Hclsta ágrciningsefnið var einmitt í sambandi við Lestrarfélagið gamla og þó einkum gerðabækur þess, hvor aðili skyldi halda þeim. Var sýslunefnd að lokum látin skera úr, en það er önnur saga. Nú eru hinsvegar í safninu milli 12 og 13 þúsund bindi, að vísu ekki allar í hillum, sumt er geymt í kössum annarstaðar. Og viö bætast á hvcrju ári á 5. hundr- að titlar. En kunna Dalvíkingar þá að meta þá menningarstofnun, sem svona safn er? Já, notkun safns- ins er svona þokkalcg. Og livað kalliö þiö nú svona þokkalegt? Er ckki hægt að nefna tölur? Jú. jú, Útlánin eru ekki langt frá 10.000 bókum á ári. Misjaft dreift yfir árið, mcst upp í 12- 1300 í janúar-febrúar og minnst um sumarið. Það varð greinileg minnkun á útlánum fyrst eftir að Stöð 2 náði hingað á árunum. en nú er cins og bókin hafi náð sér upp aftur í samkcppninni um tíma fólks. Svo eru þær aö byrja að koma sér upp safni af myndböndum með fræðsluefni og líka sögu- snældur fyrir börn. Ennfrcmur eru þær með sögubönd fyrir blint fólk. Þær vildu gjarnan að fólk, sem á erfitt mcð lestur, notfærði sér í meiri mæli þá þjónustu en raun er á. Nú kemur mikilvæg spurning: Hérna fyrir allmörgum árum sagði Jóhann G. Sigurðsson, blessuð veri minning hans, í útvarpsviðtali, að Dalvíkingar keyptu nú mest sorprit hjá sér. Vísast hann hafi sagt það af stríðni. Nú spyr ég: Hverskonar bók- menntir eru nú vinsælastar meðal Dalvíkinga í dag? Svar: Það er svona jöfnum höndum skáldsög- ur og ævisögur. Fólk er mjög Framhald á bls. 3. Nú er hann koniinn blessaður með fyrstu snjóa, sem standa undir nafni. Það er 10 stiga frost og jafnfallinn snjór, ágæt- is skíðafæri ef einhver vildi vita það. Nú, hver er kominn? Vetur- inn, manneskja. auðvitað vet- urinn 1991 - 1992. I dag, 17. nóvember var skín- andi fagurt veður, skýlaus himinn og kyrrt en kalt. Sólin komst vel upp yfir brún Ciljúfurárjökuls en gerði enga tilraun til aö koma sér yfir Stólinn og kíkka framan í Svarfdælinga fram. Þeir eru nefnilega hættir að sjá sól . ekki af því þeir séu svo vondir menn eins og Axlar-Björn forðum. heldur af þvf að dalurinn þeirra snýr svo ankannalega, að háfjöll- in raða sér upp fyrir suðrinu. A Urðum hætti sólin að gægjast yfir fjallsbrúnina um 25. október og þá geta menn reiknað út , hve mikinn hluta ársins fólkið þar á bæ þarf að þreyja sólarlaust. En hér í niðursveitinni og á Dalvík getur sól enn séö eina viku eða meir. Annars er þetta allt bara útúrdúr, erindið var að greina frá búfjárhaldi og fóðurforða manna eins og þetta hefur mælst hjá ásetningsmönnum í dalnum og reyndar á Dalvík sömuleiðis. Ásetningsmenn í Svarfaöar- dalshreppi eru eis og síðastliðið á Þórarinn Jónsson á Bakka og Hallgrímur Einarsson á Urðum, en á Dalvík Þorleifur Karlsson á Hóli á Upsaströnd. Ásetningur haustii) 1991 í Svarfd. með samanb. við 1990 1991 199(1 tala pliis/ mínus Kýr 842 859 - 17 Kelfdar kvígur 77 102 - 25 Geldneyti 378 298 + 80 Kálfar ' 308 295 + 13 Ær 910 301 + 609 Hrútarog sauöir 54 25 + 29 Gcmlingar 577 770 -193 Hestar 116 120 - 4 Hryssur 126 121 + 5 Trippi 141 129 + 12 Folöld 61 56 + 5 Geitfénaöur 4 3 + I Hænsn 3730 3776 - 46 Endur/gæsir 44 10 + 34 Refir 300 ekki skráö Minkar 880 ekki skráð Heyforði. Heyforði á haust- Rúmm. Rúmm. nóttum 1991: Heyþörf veturinn 44.585 1990:40.892 1991-'92: 39.511 1990:38.584 Umframbirgöir 5.074 1990: 2.308 Af ofanskráðri töflu má m. a. ráða, að kúafjöldi í sveitinni stendur nokkurnveginn í stað og má það kallast eðlilegt í kvóta- spennitreyjunni. Ungneytum fjölgar af því enn er ekki kvóti á nautakjöti. Sauðfé fjölgar hratt eftir niðurskurðinn og gemlingar bre ytast í ær. Geitum hefur fjölgað rriikið eða, úr 3 í 4, það gcrir 33,33% aukning. Hross eru hvorki meira né minna en 444 og hefur fjölgað um 18 eða rúml. 4%, og hryssur eru í meirihluta eins og gerist hjá alvörustóð- bændum. Loðdýr eru enn til í hreppnum, þ. e. a. s . á Þverá í Skíðadal og í Y-Garðshorni og nú búast menn við betri tíð með afkomuna a. m. k. hvað varðar blárefinn. Forði heyfóðurs er yfirdrifinn, 5.074 rúmmetrar. Deilt með met- inni fóðurþörf kýrinnar, 27 rúmm. gerir þetta hátt í 2oo kýr- óður. Hinsvegar kváðu hey vera með rýrara móti, um 1/2 fóður- eining í kílógramminu, segir Rannsóknarstofa Ræktfl Noröurl. á Akurey ri. Dalvíkurumdæmi lli'ifé ug fóðurforði ú haiistnóttum 1991: Kýr 66 Kelfdar kvígur 11 Gcldneyti 39 Kálfar 28 Ær 200 Gemlingar 67 Hrútar 9 Hestar 73 Hryssur 60 Trippi 73 Folöld 18 llross alls 224 Fóðurþörfín Þorleifurr á Hóli mælir rúmtak hcysins á venjulegan hátt, en metur síðan gæði þess og leggur út í fóöureiningar, fe, sem er jafngildi cins kg. af miðlungs- hyggí- Útkoman er þessi: Fóóurinagn á Dalvík 7.993 rúmmetr. Fóöurgildi 486.905 fe. Fóðurþörf 329.230 fe. Umframbirgðir 157.675 fe. Þetta sýnist vera tryggur áset- ingur þó að veturinn verði bæði langur og strangur. Það fæddist lítið merfolald í Laugahlíð í mikla frostinu á dögunum. Greyið var nærri dautt af kulda en með hjálp íslenskrar lopapcysu tókst að halda í því hTinu. Þarna er Köskva litla hcldur en ekki mannaleg. Ljósm. Hj.Hj.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.