Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1991, Síða 3

Norðurslóð - 13.12.1991, Síða 3
NORÐURSLOÐ - 3 Svipmyndir frá liðnu ári Vísitasía biskups í september sl. Eftir messu á Urðum. F.v. hr. Ólafur Skúlason, frú Ebba Sigurðardóttir, prests- hjónin Margrét og sr. Jón Helgi og vígslubiskupshjónin frú Rósa Garðarsdóttir og hr. Birgir Snæbjörnsson. 11 IJIf Siífii !■ iillí 1 I M 1 8. fe i ..; | Vinabæjamót á Dalvík í lok júní. F.v. í ræðustóli Egill O. Larsen Noregi, Sveinbjörn Steingrímsson Dalvík, Krist- ján Júlíusson Dalvík, Lennart Prytz Svíþjóð, Jens Stiggárd Danmörku og Lars Smidt Finnlandi. Fréttahomið Síðastliðið föstudagskvöld var haldin í Víkurröst úr- slitaumferð í spurningakeppni milli aðildarfélaga Ungmenna- sambands Eyjafjarðar. Fjögurlið voru í úrslitum; lið Umf. Svarf- dæla, Skíðafélags Dalvíkur, Umf. Þorsteins Svörfuðar og Umf. Vorboðans í Eyjafjarðar- sveit. Eftir spennandi keppni tókst harðsnúnu liði Skíðafélags- ins með þá Sveinbjörn Stein- grímsson, Val Traustason og Hannes Garðarsson innanborðs að knýja fram sigur í úrslitaviður- eign við lið Umf. Svarfdæla. í sig- urlaun hlutu þeir eigulegan Sögu- atlas A.B. Formaður U.M.S.E. Jóhann Ólafsson afhendir sigurliði Skíðafélaasins verð- launin. Hjónin Elsa Stefánsdóttir og Jóhann Friðgeirsson Hofi Höfðaströnd allienda bikarinn. Hrossahöllin í Ytra Holti var opin almenningi til sýnis s.l. laugardag og boðið þar upp á kaffi og meðlæti. Fjöldi manns lagði leið sína fram í Holt til að líta dýrðina og luku allir upp ein- um munni um það að hér væri komið stærsta og glæsilegasta hesthús Iandsins og þó víðar væri leitað. Mörg hesthúsanna eru nú fullbúin og enn fleiri langt komin. Nokkrir eru nú þegar búnir að taka hesta á hús. Greinilegt er á öllu að dalvískir hestamenn telja ekkert of gott fyrir hesta sína og minna hesthús- in oft meira á stássstofur en gripahús. Nokkrir urðu til að kveðja sér hljóðs í tilefni opna hússins. M.a. flutti Andrés á Kvíabekk ræðu sem góður rómur var gerður að og birtum við hana hér til gamans. Pá færðu hjónin á Hofi á Höfðaströnd, þau Jóhann Friðgeirsson og Elsa Stefánsdótt- ir, húsfélaginu bikar sem veittur skal vor hvert þeim aðilum sem best hafa fóðrað hesta sína og skal dýralæknir ásamt ásetnings- manni sjá um að meta það. Ekki er að efa það að hesta- mennska hér á eftir að stóreflast og batna við þessa nýju aðstöðu og horfa nú hestamenn víða um land öfundaraugum norður í Svarfaðardal á það sem hér er að gerast. Norrænir gestir í sumarblíðu á Tungunum, þar sem hcstamcnn sýndu listir sínar. Kvenfélagskonur úr Svarfaðardal í heimsókn að Kóngsstöðum um Jóns- messuleytið. Kveikt á jólatré 8. desember. Barnalúðrasveit leikur. st Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför VILHELMS ANTONS SVEINBJÖRNSSONAR, Vegamótum, Dalvík. Steinunn Sveinbjörnsdóttir, Steingrímur Þorsteinsson. Svarfdœlingar — Dalvíkingar Þakka afheilum huga gjafir og heillaóskir í tilefni af 60 ára afmceli mínu 20. nóvember s.l. Guð blessi ykkur öll. GLEÐILEG JÓL - FARSÆLT KOMANDI ÁR. REIMAR SIGURPÁLSSON frá Steindyrum. V_______________________________________/

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.