Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1991, Side 10

Norðurslóð - 13.12.1991, Side 10
10 - NORÐURSLÓÐ Þórir Haraldsson: Af eyfirskum hyítabjömum „Fyrir mjög mörgum árum gekk beitarhúsmaður frá Ystabæ í Hrísey eitt kvöld til kinda, sem voru niður í fjöru, og ætlaði að reka þær heim til húsa. Hann gekk ofan í fjöru vestan til á Eyjunni og sá þar eitthvað kvikt; hélt hann fyrst að þetta væru kindur og gekk þangað, en þegar hann kom nær, sá hann að þetta var skrímsli eitt mikið og ferlegt. Hann tók nú til fótanna og hljóp heimleiðis en skrímslið elti hann og var furðulega fljótt á fæti. Þegar maðurinn kom heim að fjárhús- unum, vantaði lítið á að skrímslið hefði náð honum. Maður- inn skaust fyrir húshornið og nam staðar hinum megin við húsið, en skrímslið renndi sér á hurðina og mölbraut hana. Jafnskjótt og skrímslið var komið inn í húsið, hljóp maður- inn heim til bæja eins og kólfi væri skotið og komst þangað klakklaust. Næsta dag var gengið til húsanna og var skrímslið þá horfíð en slóð sást eftir það til sjávar, eins og hlemmum hefði verið slengt niður“. Þessa frásögn skráði Ólafur Davíðsson eftir Óla Björns- syni frá Syðstabæ í Hrísey árið 1901 og birti hana í þjóðsög- um sínum. Varla fer milli mála að þarna hefur hvítabjörn verið á ferð. Sagan er þó flokkuð sem skrímslasaga enda tal- ar sögumaður Ólafs um skrímsli. Þessi saga á sér margar hliðstæður. Skortur á myndum og fræðslu breyttu náttúru- legum fyrirbærum gjarnan í forynjur og váboða. Samantekt á komum hvíta- bjarna til landsins og stöðu þeirra í íslenskri náttúru hefur aldrei verið gerð. Hver heimsókn er þó frásagnarverð, því að þetta eru einu mannskæðu rándýrin, sem hingað geta komist og hafa sem slík valdið mönnum hugarangri og andvökunóttum öld eftir öld. Litlum sögum fer þó, sem betur fer, að því að þau hafi skaðað fólk hér á landi, þó að stundum hafi munað mjóu. íslenskar upplýsingar um hvíta- birni eru mjög dreifðar, en þær finnast m.a. í annálum, þjóðsög- um, bréfum, dagbókum og ævi- þáttum, svo eitthvað sé nefnt. Höfundur þessa greinakorns hef- ur í nokkur ár reynt að draga ein- hverjar af þessum frásögnum saman. Ef einhver skyldi lesa þessar línur og búa yfir fróðleik um birni eða bjarnakomur væri ánægjulegt að fá að vita af honum, og munið, litlu verður Vöggur feginn. í greinakorni þessu hef ég tek- ið saman þær frásögur sem ég þekki af bjarndýrum sem heim- sótt hafa Eyjafjörð, milli Gjögur- táar og Sigluness. Að þessu sinni hef ég sleppt skáld- og þjóðsög- um. Bjarnarfeldir í kirkjum Fyrstu tilvísanir um hvítabirni í Eyjafirði finnast í máldögum kirkna, en þar er stundum getið bjarnarfelda, sem voru hafðir á kórgólfi, til varnar gólfkulda. Út frá dreifingu feldanna má ráða að dýrin hafi í flestum tilvikum verið felld í viðkomandi kirkjusókn- um. Björn Teitsson skólameistari á ísafirði skrifaði árið 1975 skemmtilega og fróðlega grein um bjarnfeldi í máldögum, þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að feldirnir hafi aðeins enst í 30- 50 ár í kirkjunum og því má geta sér til um hversu mörg dýr voru felld á hverjum stað á hverjum tíma. í Auðunarmáldaga, sem er frá 1318, er getið um bjarnarfeldi í 18 kirkjum. Par af voru 5 í Eyja- firði. Þetta voru kirkjurnar á Svalbarði á Svalbarðsströnd, sem átti tvo feldi, kirkjan á Möðru- völlum í Eyjafirði, Núpufelli, Grund og Hrafnagili. Frá árinu 1394 eða 76 árum eftir að Auðun- armáldagi var gerður, eru til 81 norðlenskir máldagar og í 19 þeirra er getið bjarnarfelda. Þá áttu kirkjurnar á Grýtubakka, Laufási, Möðruvöllum í Eyja- firði, Lögmannshlíð, Laugalandi, Auðbrekku, Völlum og Upsum allar sinn feld og Grundarkirkja átti tvo. Þarna eru því samtals taldir upp 16 feldir í eyfirskum híbýlum á 14. öld. Frá árinu 1461 er til enn eitt máldagasafnið, þá er hvergi getið felda, nema einn er til á Stórhóli í Eyjafirði. Öld síðar eða árið 1563 setti Friðrik 2. konungur þau lög að konungur einn hefði rétt til þess, að kaupa bjarnfeldi í Danaveldi. Eftir það urðu prest- ar að búa við sama fótkulda í kirkjum og söfnuðurinn. Þessi lög giltu svo allt til ársins 1792, að konungur afsalaði sér þessum rétti. Úr máldögum Lengi framan af öldum eru ann- álaritarar ónákvæmir í staðfær- ingum. Þannig stendur t.d. í Set- bergsannál árið 1478: „Kom mikill hafís um vorið fyrir norðan, lá við landið til Jónsmessu, komu á honum bjarndýr, voru fjögur af þeim unnin.“ Og í Fitjaannál 1695: „Bjarndýr kom á land fyrir norðan.“ Það er ekki fyrr en í Vallaannál sem sr. Eyjólfur lærði Jónsson Vallaprestur skrifaði, að nákvæmnin eykst. Um árið 1701 skrifar sr. Eyjólfur: „Um sumarmál kom bjarndýr á land í Svarfaðardal með tveimur húnum, var dýrið drepið en hún- arnir látnir lifa.“ Því miður getur sr. Eyjólfur ekki um hvað af hún- unum varð. Vafalaust hafa þeir þó verið tilbreyting á hinum svarfdælska hvundegi á þeim tíma og væru enn. Líklegt verður að teljast að þeir hafi ekki orðið gamlir, því að bjarndýr verða fljótt illviðráðanleg. Næst er getið hvítabjarna í Eyjafirði harðindaárið mikla 1791. Þá segir í Esphólsannál: „Frá hafís komu tveir birnir á land hér norður, einn á Látra- strönd sem var skotinn, annar í Fljótum sem tók þar sauðkind úr húsi.“ Næsta dýrs sem annálar geta um verður vart árið 1844. Þá má lesa þessa ógeðfelldu frásögn í annál 19. aldar: „Bjarndýr kom á land á Upsaströnd, var inarið úr því lífíð, maðkaði síðan og varð engum að notum.“ Þegar þetta gerðist var konungur nýlega búinn að afsala sér einka- réttinum til feldkaupa og sr. Baldvin Þorsteinsson síðasti presturinn sem sat á Upsum var kominn á sjötugsaldur, svo ætla má að bjarnarskinn á kórgólf kirkjunnar hefði verið vel þegið, en það maðkaði sem sagt og var engum að notum. Frostin miklu 1855 Nú líða 11 ár. í ævisögu Þorsteins á Skipalóni eftir Kristmund Bjarnason segir um árið 1855 „Geysilegar frosthörkur voru þennan vetur, einkum í febrúar og mars og komst frostið upp í 25°R (þ.e.s. rösklega 30°C frost). Mátti þá ganga yfir Eyjafjörð þveran og endilangan. Isbirnir æfðu sönglist sína undir landi og hreindýr hópuðust til byggða. Jóhann á Skarði fær óboðinn gest í smiðjuna. Fádæma heiðríkjur og stillur voru lengst af.“ Ekki er þarna getið um árekstra við birnina en í Norðra 24. mars 1855 er þessi skemmtilega frásögn úr ná- grannabyggðalögunum: „í Fjörð- um í S-Þingeyjarsýslu urðu menn varir tveggja bjarndýra og var annað lítið en hitt stórt, bæði voru að veiða fugla í vökum. Líka sást eitt við svonefndan Sjávarsand, sem liggur fyrir botni Skjálfandaflóa var það að æðar- fuglaveiði - varð einum manni sem þetta heyrið að orði að bangsa mundi þykja álíka vænt um veiðilögin og sér. Ekki gaf dýrið sig að mönnunum, sem fóru um sandinn. 12. þ.m. kl. 9 e.m. ætluðu 5 menn úr Húsavík fram að lágvaðavökum, en er þeir voru komnir skammt fram yfir s.n. Böku sáu þeir hvar stórt bjarndýr kemur mjög mjúklega að þeim. Mennirnir voru verju- lausir, þorðu því ekki annað en að hverfa til baka og í land og fylgdi bangsi þeim af kurteisi sinni eitthvað á veg.“ Seinni hluti síðustu aldar ein- kenndist af miklum kulda. Oft kom þá hafís að landinu og fylgdu honum stundum bjarndýr. í marsmánuði 1870 birtist í blað- inu Norðanfara fréttabréf ritað 25. febrúar. Þar segir: „...í vik- unni sem leið kom bjarndýr á land í Ólafsfirði." Það dýr hefur vafalaust farið út á ísinn aftur, því að ísbjarnadráp frá þessum tíma virðast ágætlega tíunduð. Frostaveturinn fyrri Seinni hluti vetrarins 1880-81 hefur á síðari tímum verið kall- aður frostaveturinn fyrri. Þá var mikið um bjarndýrakomur til landsins. í febrúarhefti Norðan- fara segir að tvö bjarndýr, annað húnn á stærð við fullorðna sauð- kind, hitt gráskjótt tölvert stærra hafi sést nálægt Gullbrekku í Eyjafirði í byrjun mánaðarins. Þá er þess getið að á Yxnafelli hafi hross fælst óvenjulega á þessum tíma og maður á Æsu- stöðum séð undarlega skepnu þar uppi í fjallinu. í 5. tölublaði tímaritsins Súlna segir Jónas Halldórsson frá Rifkelsstöðum frá þessum atburði. Hann segir að börn bæði frá Hóli á Staðar- byggð og Bringu hafi séð „gráa hesta“ þar sem þeirra var ekki von. Síðan segir Jónas: „Víkur nú sögunni að Öxnafelli. Þar svaf maður frammi á dyralofti þessa nótt. Heyrði hann fyrirgang mik- inn utan dyra, klórað í þilið og rjálað við hurðina. Hélst hann ekki á loftinu en flýði til bað- stofu. Morguninn eftir sáust slóð- ir kringum bæinn og leyndi sér ekki að þarna höfðu bjarndýr verið á ferðinni, þó að hvergi sæust þau. Seinna sást slóð eftir dýrin frammi á Gilsárdal. Var hún rakin fram á fjöll, en ekkert dýr fannst“. Sumarið á eftir fannst hræ af bjarndýri uppi á Öxnafellinu og var talið að það hefði drepist af að éta eitrað refa- agn. Heimsókn að Skarði í mars 1881 segir „Norðanfari" frá því að bjarndýr hafi sést á Skarði í Laufássókn og annað á leið milli Látrastrandar og Hrís- eyjar. í fréttinni er tekið fram að hvergi hafi þessi dýr sýnt sig í því að ráðast á menn eða skepnur né brjóta upp hús eða hjalla, heldur ætíð hörfað undan þá þeim var veitt eftirför og því ekki tekist að vinna þau. I annari frétt í þessu sama blaði er frá því sagt, að bæli eftir bjarndýr hafi fundist undir baðstofuglugga í Laufási, en dýr- ið var horfið er menn komu á fætur. Þar var komið dýrið sem kvöldið áður hafði heimsótt Jó- hann Bessason bónda á Skarði, og er sú saga nánast orðin þjóð- saga. Skapti „í Slippnum" barna- barn Jóhanns segir svona frá þessum atburði í æviminningum sínum sem Bragi Sigurjónsson skráði: „Svo bar við síðla dags að Jóhann stóð í smiðju sinni að eldsmíði. Sló hann hákarlaskálm, raunar fremur tvær en eina, og hafði báðar í hitunni, þegar skyndilega dimmdi mjög í smiðj- unni, en fyrir henni var tvískipt hurð og var efri hlutinn uppi á gátt til birtuauka og svölunar við eldsmíðina. Verður Jóhanni litið fram í dyrnar við myrkvun þessa og sér, hvar bjarndýrshaus að herðum fyllir dyraopið að mestu. Bjarndýrið skimaði forvitnisaug- um um smiðjuna en virtist láta sér hægt, og varð Jóhanni það fyrst fyrir að seilast sér um öxl til fýsibelgsins, sem var handknú- inn, og tók að glæða eldinn með hægum, jöfnum dælutökum. Hvítglóandi skyldu járnin vera, ef þyrfti að berjast með þeim við

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.