Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1991, Blaðsíða 14

Norðurslóð - 13.12.1991, Blaðsíða 14
14 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ - 15 Júlíus Kristjánsson: Athafinamaðurínn Þorsteinn Jónsson kaupmaður Faðir Dalvíkurhafnar - Fæddur 28. september 1879 - Dáinn 1. janúar 1956 Hafnarmál okkar Dalvíkinga hafa oft fengið einhliða umfjöllun á opinberum vettvangi við ýmis tímamót í sögu þeirra og tel ég, að frá þeirri umfjöllun bæði í rituðu og töluðu máli hafi oddvitinn Þorsteinn Jónsson farið með skarðan hlut frá borði. Af þeim sök- um hefur í langan tíma sótt á undirritaðan mikil löngun til þess að festa á blað nokkur minningarorð um athafnamanninn Þorstein Jónsson, um störf hans að framfaramálum hér á Dalvík, enda var útvegsjöfurinn og kaupmaðurinn Þorsteinn Jónsson einn mesti atkvæða- og forustumaður byggðarlagsins í um hálfa öld. Þau spor er Þorsteinn markaði hér á Böggvisstaðasandi á starfsævi sinni voru mikil framfaraspor fyrir byggðarlagið eins og spor allra þeirra manna sem í baráttu stóðu í upphafi þessarar aldar, til bættrar afkomu þess fólks er hér settist að og byggði þennan bæ. Ætt og uppruni ---------------------------- svila sinn Jóhann í Sogni, en sú samvinna stóð stutt, eða í um eitt ár. Um verslunarrekstur Þor- steins segir í Sögu Dalvíkur eftir- farandi: „Þorsteinn Jónsson hafði blandaða verslun eins og kallað var, seldi matvörur allkonar, svo sem kornvörur, munaðarvörur, búsáhöld, vefnaðar- og bygging- arvörur, einnig hvað eina er að útgerð laut. Þorsteinn flutti að mestu leyti inn frá útlöndum milliliðalaust matvörur, mest frá Danmörku, en hafði viðskipti við erfiðari og þrengdi að þeim, er í atvinnurekstri stóðu.í Sögu Dal- víkur segir um þennan tíma í atvinnusögu Þorsteins, eftirfar- andi: „En þrátt fyrir áföll næstu árin gekk útgerð hans vel miðað við aðstæður. Dalvíkingum og öðrum hreppsbúum sem sjó stunduðu var það mikilvægt. Hann gerði út flesta bátana, keypti afla af öðrum og veitti þannig tugum manna og kvenna atvinnu. Skuldir hans á þessum árum reyndust miklar, en láns- Fiskaðgerðarmenn hjá Þ. Jónssyni 1913. Talið frá vinstri: Magnús Jónsson, Sæbakka, Jón Gíslason, Sigfríðarbúð, Þorsteinn Jónsson, Vegamótum, Jón Jónsson, Framnesi, Hannes Þorsteinsson, Baldurshaga (strákurinn), Sigurður P. Jónsson, Nýjabæ, Þorstcinn Jónsson með Snorra Sigfússyni frá Brekku, Elías Halldórsson, Víkurhóli (á hvítu skyrtunni) og Hallgrímur Guðjónsson frá Mói. Þorsteinn var fæddur á Grund í Svarfaðardal sonur hjónanna Rósu Þorsteinsdóttur og Jóns Stefánssonar,sem voru á þeim tíma í húsmennsku hjá Grundar- hjónunum Kristínu Kristjáns- dóttur og Gísla Pálssyni, fóstur- bróður Rósu. Þorsteinn var næst elstur systkina sinna, en þau voru María á Vegamótum, sem var elst þá Jónína í Sunnuhvoli, Sigurður Páll í Sigtúni, Petrína Þórunn í Lambhaga, Kristján Eldjárn og Kristín Sigríður í Nýjabæ. Vorið 1887, þegar Þorsteinn var á áttunda ári, flytja foreldrar hans, sem þá voru í húsmennsku að Tjörn, niður á Böggvisstaða- sand, en þau Rósa og Jón settust að í Nýjabæ og eru ætíð talin fyrstu Dalvíkingarnir sem ílent- ust þar með fasta búsetu. Hér við sandinn og við sjóinn hófst starfs- vettvangur Þorsteins og hér ól hann allan sinn aldur, og varð hans mikla athafnasemi Svarf- dælingum til ómældrar gæfu. Aldamótaárið voru aðeins fjórar fjölskyldur búsettar á Böggvisstaðasandi. Hýbýli þess- ara fjölskyldna voru ekki háreist- ar hallir né rúmgóðir salir. Þó hafði Jón í Nýjabæ reist timbur- hús sitt, og nokkru áður höfðu svarfdælskir útvegsbændur reist íshúsið - einnig úr timbri. Aðrar vistarverur sem þá var búið í og enn lengur,voru gamlar sjóbúðir úr torfi og grjóti. Við upphaf aldarinnar tók þetta að breytast til betri vegar. Ungur formaður Þorsteinn í Nýjabæ, hóf ungur að árum sjósókn og gerðist formað- ur innan við tvítugt á árabátnum Kára, er faðir hans átti og gerði út. Hallgrímur Gíslason á Bjarn- arstöðum var háseti hjá Þorsteini aldamótaárið og voru þeir á sjó í kirkjurokinu 20. september það ár. Valdimar V. Snævarr skóla- stjóri átti viðtal við Hallgrím sem birtist í jólablaði Dags og þar segir Hallgrímur um Þorstein orðrétt: „Hann var bráðlaginn og hinn besti stjórnari, fyrirhyggju- samur, ekki síst er á reyndi og framúrskarandi gætinn, þótt bæði væri hann kappsfullur og mjög djarfur. Hann var öllum kostum prýddur sem sjómaður og skips- tjórnarmaður.“ Þannig lýsti Hall- grímur Þorsteini Jónssyni, hinum tvítuga formanni er stýrði fleyi sínu heilu í höfn úr greipum ill- ræmda kirkjuroksins. En hugur Þorsteins var ekki einskorðaður við sjóinn á þessum tíma. Hann sigldi til Kaupmannahafnar til smíðanáms og dvaldi þar í eitt ár við nám. Heim í fásinnið bar hann með sér andblæ nýs tíma, enda má segja að við heimkom- una hefjist lífshlaup hans af fullri alvöru. í Sögu Dalvíkur 1. bindi bls. 327 segir orðrétt: „Ekki er að efa að stórhugur Þorsteins Jóns- sonar varð ungum athafnamönn- um hvatning til að feta í fótspor hans. Hinar miklu framkvæmdir í húsbyggingum og öðrum grein- um á Dalvík fyrsta áratug 20. ald- ar verða fyrst og fremst raktar til Þorsteins, hann var ósvikinn full- trúi hins nýja tíma, sem velti í rústir og byggði á ný.“ Kvonfang - Heimili Þann 24. apríl 1902 gekk Þor- steinn að eiga frændkonu sína Ingibjörgu Baldvinsdóttur frá Böggvisstöðum, dóttur útvegs- bóndans Baldvins G. Þorvalds- sonar og konu hans Þóru Sigurð- ardóttur, hálfsystur Jóns í Nýja- bæ. Sama ár byrja ungu hjónin byggingu íbúðarhúss og stóð bygging þess yfir í tvö ár. Mikið var vandað til smíðarinnar í efni og vinnu, og þótti hallarbragur að, á þeirra tíma mælikvarða. Húsið nefndu þau Baldurshaga, en það var ætíð kennt við Þor- stein manna á meðal. Svo mikið var við haft að veggir voru skrautmálaðir sem og sum loft hússins. Það verk vann Sölvi Þor- steinsson málari. Var það sam- dóma álit flestra að önnur eins húsakynni mundu vart fyrirfinn- ast í næstu byggðarlögum, og þótt víðar væri leitað. íbúðarhús- ið reis á malarkambinum þar sem sandfjörunni sleppir, - á því svæði, sem síðar varð aðaíat- hafnasvæði Þorsteins Jónssonar. Verslun - Þorsteinn kaupmaður Þorsteinn hóf verslunarrekstur um 1902, fyrst í samvinnu við Þýskaland og Bretland, er frá leið keypti þar einkum vefnaðar- vöru, en flest til útgerðar flutti hann inn frá Noregi og gætti þar mestrar fjölbreytni. Utflutning- svörur, sem að langmestum hluta voru hverskonar sjávarafurðir, seldi Þorsteinn til Danmerkur. Þaðan fór svo t.a.m. saltfiskurinn til Spánar um hendur umboðs- aðila í Danmörku." Eins og fram kemur í þessari tilvitnun er það augljóst, að umsvif Þorsteins hafa verið mikil og margbreyti- leg. Verslunarviðskipti Þorsteins voru mest og margþætt á árunum 1902-1915, sem er í raun erfitt að skilja þegar litið er til ástands og aðstæðna við Böggvistaðasand þess tíma. Þá ríkti hér algjört hafnleysi og var Dalvík þá ekki komin í vegasamband við önnur byggðalög. Þrátt fyrir það voru skráðir á fjórða hundrað við- skiptamenn hjá verslun Þorsteins Jónssonar á Dalvík. Verslunin tók þá ætíð á móti fiski og hvers- konar veiðifangi. Flestir sem sjó stunduðu og drógu fisk úr sjó lögðu gjarnan inn fiskinn blautan sem kallað var - því Þorsteinn rak umfangsmikla fiskverkun, jafnhliða stórútgerð. Þorsteinn var þá helsti atvinnurekandinn í heimabyggð sinni og var það næstu áratugi. Útgerð og fiskverkun Árið 1914 átti hann fjóra vélbáta, bátana Svaninn, Mars, Unni og Friðþjóf. Afli þessara báta var talinn í skippundum samtals 360. Þegar fyrri heimstyrjöldin skall á fóru erfiðir tímar í hönd við sölu þess fangs, er úr sjó kom og inn- flutningur á nauðsynjum varð æ traust hafði hann umfram aðra menn, trú hans á framtíðina haggaðist aldrei og dirfsku hans og dugnaði var viðbrugðið." En þrátt fyrir þetta tímabil þreng- inga stækkaði bátafloti Þorsteins enn með árunum. Hann eignaðist vélbátana Austra og Búa í sam- vinnu við Sigurð bróður sinn, síðar eignaðist hann einnig Skíða, Ásgrím, Þorstein Svörfuð og Ljótólf goða, sem áður hét Springerinn og var síðar gefið nafnið Jón Stefánsson. Springer- inn var sennilega eitt síðasta skipið sem gert var út eingöngu til hákarlaveiða frá Eyjafirði, því á árunum 1928 og 1929 var það í hákarlalegum undir stjórn Har- aldar Stefánssonar frá Ytra- Garðshorni. Skipastóll Þorsteins stækkar enn árið 1939 með kaup- um á Voninni, 38 tonna skipi. En í því skipi áttu hlut nokkrir aðil- ar í félagi við hann. Flestir þess- ara sömu manna keyptu árið 1945 línuveiðarann Alden 111 tonna skip, sem var fyrsta og eina gufuskipið í eigu Dalvíkinga. Eins og sjá má af ofanrituðu, þá hafa umsvif Þorsteins Jónssonar á sviði verslunar og viðskipta og ekki síður í sjávarútvegi verið mikil að vöxtum, ekki síst í ljósi þess hve frumstæð skilyrði öllum atvinnuvegum voru búin. í Héðinsfirði En starfsvettvangur Þorsteins var ekki eingöngu bundinn við Dalvík. Árið 1922 kaupir hann jörðina Vík í Héðinsfirði, því þar hugðist Þorsteinn koma á fót stórútgerð. Hann byggði allstórt fiskaðgerðarhús ásamt beitinga- rými, á jarðhæð var íbúð skips- hafnar og landverkafólks á efri- hæð. Jafnhliða þessu smíðaði hann bryggju, þá einu sem í Héð- insfirði hefur litið dagsins ljós. 1927 fremur en 1928 gerir hann þaðan út vélbát sinn Skíða. 1930 er Þorsteinn með útveg frá Siglu- firði, þar sem hann gerir út motorbátinn Þorstein Svörfuð til þorskveiða. Ásamt því að eignast Vík kaupir hann einnig jörðina Möðruvelli í Héðinsfirði. En stórútgerðardraumur Þorsteins í Héðinsfirði fékk slæman endi. I hinu illræmda haustbrimi 1934 sópaðist burtu, bæði hús og bryggja. Grunnt á bóndanum Á sama tíma og sjávarútvegur Þorsteins Jónssonar var sem mestur, var hugur hans einnig bundinn við landbúnað. Það var grunnt á bóndanum í Þorsteini og hafði hann næmt auga fyrir öllu sem laut að ræktun lands og búfjár. Til marks um hug hans til þessara mála má geta þess, að Þorsteinn eignaðist bæði Sauðanes og Sauðaneskot, Karlsá á Upsa- strönd, fæðingarbæ sinn Grund í Svarfaðardal, Krossa á Árskógs- strönd og Ystabæ í Hrísey. Hann ræktaði talsvert á flestum þessum jörðum og byggði íbúðarhús, eða þá einungis peningshús ef þess var þörf. Mesta búsýsla Þorsteins á sviði landbúnaðar var á Karlsá, sem hann festir kaup á 1912. Þar er hann með búskap allt til ársins 1939, ýmist sjálfur eða þá með ráðsmann ellega í samvinnu við syni sína. Á Karlsá byggði Þor- steinn upp öll hús af miklum myndarbrag. íbúðarhúsið var umtalað sökum glæsileika og stærðar, einnig þóttu peningshús öll hin nýtískulegustu. Hann virkjaði ána og reið þar á vaðið með vatnsvirkjun á sveitabýli. Rafstöðin var opnuð 5. ágúst 1932 og er í frásögur fært að log- að hafi 100 kerta perur á hvorum stafni, en 200 á kvisti. Höfn við Sandinn Sjósókn frá Böggvisstaðasandi var erfið á þessum tíma, og átti þar hafnleysið stærsta þáttinn. Það er því ekki að undra þótt út- vegsmenn og sjómenn færu að huga að alvöru að bættum hafn- arskilyrðum fyrir báta sína. Hafnleysið reyndist þeim oft erf- itt og áhættusamt þegar brimaði við Sandinn, og ógnvekjandi út- hafsöldur skullu með þunga á fjörum Böggvisstaðasands. En þessi brimasami staður ól upp af- burða sjómenn og útvegsmenn, sem áttu þá framtíðarsýn, að bætt yrðu skilyrði til lendingar þegar þeir sóttu sína lífsbjörg í Norðurhöf og þar sem bátar þeirra ættu sér öruggt lægi milli róðra. Fyrstu viðbrögð sjómanna við þessum aðstæðum - hafnleys- inu - voru þau, að koma sér upp bryggju stúfum, sem settir voru fram í sjó að vori og teknir í land þegar haustaði. Eftir því sem tækninni fleygði fram - urðu bryggjurnar traustari og hærri og varanlegri festingar á þeim við sjávarbotninn. Þó komu af og til slík brim að þær sópuðust burtu, eða ef hafís rak að landi, þá var ekki að sökum að spyrja, bryggj- urnar voru ekki færðar til eignar við næsta áramótauppgjör eig- Ingibjörg og Þorsteinn í blóma lífsins. Ingibjörg með fósturbörnin, Hólmfríði Ingunni og Marinó Eðvalds. enda. Eftir að vélbátarnir komu til sögunnar fóru menn alvarlega að velta fyrir sér varanlegri hafn- argerð, því við óbreytt skilyrði varð ekki búið lengur. Af og til ruku menn til og gerðu samþykkt- ir viðkomandi ýmiss konar hafn- argerð. Útvegsmenn og sjómenn lofuðu framlögum og jafnvel gengu undirskriftalistar um fjár- framlög meðal hreppsbúa. En baráttan við ríkjandi stjórnvöld var erfið og Dalvík átti ekki marga stuðníngsmenn meðal ráða- manna í Reykjavík á þessum tímum. Útvegsmenn urðu því um sinn að basla sjálfir við frum- stæða bryggjugerð. Á þessum árum risu margar bryggjur af og til á Dalvík og voru þær ætíð kenndar við eigendur sína. Þorsteinsbryggjan - Valeska Fyrstur útvegsmanna til þess að smíða sér bryggju, nokkuð var- anlega, var Þorsteinn Jónsson. Sú bryggja stóð austast á Sandin- um. En þegar Þorsteinn hugði á stækkun báta sinna sá hann að við þessa bryggju yrði það ekki mögulegt við óbreyttar aðstæður. Laust fyrir 1930 kaupa þeir bræð- ur, Þorsteinn og Sigurður allstórt tréskip á Akureyri. Skip þetta var dregið til Dalvíkur og á þeim stað, sem þeir bræður töldu góð- an til útgerðar var þvi strandað. Skip þetta hét Valeska. Með þessum framkvæmdum var stigið stórt spor í átt til varanlegrar bryggjugerðar. Þarna á kambin- um fyrir ofan byggði Þorsteinn verbúðir og fiskhús ásamt góðri aðstöðu fyrir aðra starfssemi tengda útgerðinni. Þegar Söltun- arfélag Dalvíkur hf., var stofnað árið 1944 voru þessar eignir keyptar af þáverandi eiganda, og rekin þar umfangsmikil síldar- söltunarstöð um áraraðir. Þar er nú rekin ein af stærri rækju- vinnslum landsins. Dalvíkurhöfn Þætti Þorsteins Jónssonar í hin- um eiginlegu hafnarmálum á Dalvík hefur lítið verið á lofti haldið í þeim skrifum, sem fjall- að liafa um málefni Dalvfkur- hafnar. Einhvernveginn finnst manni að í þeim skrifum, komi fram, að hann hafi að vísu verið þátttakandi en staðið álengdar og lítið aðhafst. En ef betur er að gáð og litið í samtíma heimildir, þá er þáttur Þorsteins mikilvægur í þessu framfaramáli, sem skipti sköpum fyrir tilvist kaupstaðar- ins. Starfsfólk Þ. Jónssonar 1913, sunnan við Baldurshaga Aftasta röð frá vinstri: Þorsteinn Jónsson, Vegamótum, Friðbjörn Magnusson, Sæbakka, Þorsteinn Antonsson, Efstakoti, Hallgrímur Gíslason, Bjarnarstöðum, Baldvin Guðjónsson, Mói, Hallgrímur Guðjóns- son, Mói, Jón Jónsson, Kofa, Júlíus Júlíusson, Hvcrhóli, Elías Halldórsson, Víkurhóli, Sigurður P. Jónsson, Nýjabæ, Vigfús Jóseps- son, Sælandi, Kristján Jónsson, Kofa. Miðröð frá vinstri: Magnús Jónsson, Sæbakka, Jón Baldvinsson, Brimnesi, Anna Sigurjóns- dóttir, Holtinu, Snorri Sigfússon, Brekku, Jón Stefánsson, Nýjabæ, Þorsteinn Jónsson, Baldurshaga, Hannes Þorsteinsson, Baldurs- haga, Ingibjörg kona Þorsteins, Þórarinn Þorsteinsson, Baldurshaga, Abelína Sigurðardóttir, Draupnisformanns, Guðrún Ágústs- dóttir, Bcrgþórshvoli, Björn Friðriksson, Kambi. Börnin í fremstu röð talin frá vinstri: Friðþjófur Þorsteinsson og Hildigunnur Þor- steinsdóttir, Baldurshaga, Ingunn Angantýsdóttir, Sandgerði, Sigrún Júlíusdóttir, Sunnuhvoli, óþekkt, Jón Trausti Þorsteinsson, Vegamótum (standandi). Ég hefi undrast það mjög, þeg- ar látið er í það skína, að upphaf hafnargerðar á Dalvík 1939 megi rekja til þess, að farnar hafi verið ein eða tvær ferðir suður til Reykjavíkur, þar sem dvalið hafi verið um tíma, og gengið á milli ráðmanna og reynt að lokka út úr þeim peninga til þessa verks. Nei upphafið má rekja miklu lengra aftur. Þegar litið er í heim- ildir allt frá fyrstu árum vélbát- anna kemur í ljós, að í baráttunni við hafnleysið sameinuðust bæði útvegsmenn og sjómenn eins og fyrr segir, og jafnvel bændur og búalið lögðu þar hönd á plóg, við að vinna og stuðla að varnlegri hafnargerð við Böggvisstaða- sand. Þá gefa gjörðabækur hreppsins frá þessum tíma nokk- uð góða mynd af framgangi málsins. Gjörðabækur þeirra félagasamtaka sem að sjávar- útvegi sneru eru einnig tiltækar heimildir. Það var úr þeim gögnum, er Kristmundur Bjarna- son moðaði, þá er hann ritaði Sögu Dalvíkur, einmitt um þá baráttu manna er tengdust varan- legri hafnargerð á Dalvík. Þor- steinn Jónsson oddviti fór þar í broddi fylkingar og reyndi því oft á stjórnkænsku hans við að vinna þessu máli farsælan framgang. Á þessum árum fór hann ótal marg- ar ferðir suður til Reykjavíkur á fund ráðamanna þjóðarinnar, þar sem liann vann leynt og ljóst að úrbótum í hafnarmálunum. Það mun lítið hafa borist út í umræðuna öll þau símtöl og skeytasendingar er Þorsteinn átti við þá aðila í Reykjavík, er þess- um málum réðu, enda hæg heimatökin, þar sem einn og sami maður fór með oddvita- störfin og símastjórnunina. Það er sennilega ómældur sá hagur sem sveitarfélagið - Svarfaðar- dalshreppur - naut umfram önn- ur sveitarfélög vegna þessa. Auk oddvitans Þorsteins Jóns^ sonar, sem tóku þá farsælu ákvörðun á vordögum 1939, að hefja framkvæmdir við hafnar- gerð á Dalvík, voru hreppsnefnd- armennirnir Stefán Jónsson á Brimnesi, Þór Vilhjálmsson á Bakka, Jóhann Páll Jónsson á Dalvík, Gunnlaugur Gíslason á Sökku og bræðurnir frá Hrapp- staðakoti Magnús og Kristinn Jónssynir. Félagasamtök sjómanna og útvegsmanna Fremstur í flokki samherja var Þorsteinn Jónsson í öllum félags- málum í upphafi aldarinnar. Einkum voru það þó félagsmál ýmisskonar er lutu að lífsafkomu sjómanna og útvegsmanna, en þarna var um ótroðnar slóðir að fara, og því oft erfið ákvarðana- taka fyrir forustumanninn, svo að allir mættu vel við una. Þessi þróttmikla barátta Þorsteins leiddi til bættra lífskjara þess fólks, sem settist að á Böggvis- staðasandi á þessum góðæris- snauðu frumbýlingsárum byggð- arlagsins. Þetta fólk fann vel fyrir gildi þess að standa saman, er síðar leiddi til stofnunar margra félaga. Beitufélag - íshúsfélag í því sambandi má nefna félög sem best komu að gangi í sjálfu brauðstritinu. Útvegsmannafélag Norðlendinga, sem stofnað var árið 1908 hafði að megin tilgangi, „að vinna að hverskonar hagnaði og umbótum fyrir sjómenn og útvegsmenn“. Árið 1919 var Beitufélag Dalvíkur stofnsett, og var því ætlað það hlutverk að afla og útvega beitu, á meðan róðrar stæðu, því oft komu þeir tímar, sem erfitt reyndist að ná í heppi- lega beitu. Nokkru áður hafði Þorsteinn Jónsson gert út bát á eigin vegum til beituöflunar er margir nutu góðs af. íshúsfélagið var stofnað Iaust fyrir aldamótin, og var einvörðungu stofnað í Hanncs Þorsteinsson. Þórarinn Þorsteinsson. Friðþjófur Þorsteinsson. Hildigunnur Þorsteinsdóttir. þeim tilgangi að afla beitu og geyma hana. íshúsfélag, hið síðara, var stofnað 1930 og var það eitt af merkustu málum er Þorsteinn hafði forgöngu um. Rekstur félagsins gekk vel, enda mikil umsvif á mörgum sviðum. Meðal verkefna félagsins var bygging dráttarbrautar 1933, sem venjulega gekk undir nafninu Slippurinn. Dráttarbraut Dalvík- ur skilaði miklu hlutverki í nokk- ur ár gagnvart öllu viðhaldi á bátaflota Dalvíkinga og annara í næsta nágrenni okkar. Þegar bátarnir tóku að stækka var hún Framhald á bls. 21

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.