Norðurslóð - 28.04.1992, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ
Oskar á Kóngs-
stöðum 100 ára
Óskar snjall með afbrigðum
eys afdjúpum gleðiskálum.
Býr sá karl á Kóngsstöðum
kœnn í öllum vegamálum.
Haraldur á Jaðri (Úr bændarímu 1932)
Mér er enn í minni að ég kom einn
vormorgunn út á hlað heima í
Syðra-Garðshomi. Það var hlý
sunnanátt, leysing til fjalla og
vatnaniður úr öllum áttum. En
nýlundu nokkra bar fyrir augu
niðri á braut: Löng dorra af hest-
um og kerrum streymdi upp úr
malarholunni fyrir neðan Ytra-
Garðshom og morraði suður braut
og fylgdi ekill hverri, sumir þeirra
unglingar og ekki allir háir í loft-
inu.
Þama var verið að mölbera
brautina og þegar búið var að
steypa ækinu úr kerrunum var
keyrt til baka á harðaspretti út í
Garðshornsholuna og ekillinn
standandi í kerrunni. En á „tippn-
um“ vann brautarstjórinn við ann-
an eða þriðja mann. Þeir tóku á
móti kerrunum, mokuðu úr malar-
hlössunum og kýfðu brautina. Úti í
malargryfju var annar vinnuflokk-
ur sem hamaðist við að moka í
kerrumar en aðrir hökuðu möl úr
stálinu með steinbrjótum eins og
þau áhöld þá hétu. Brautarvinnan
þótti skemmtileg tilbreyting frá
vorverkunum heima.
Margir tugir manna voru í
brautinni á hverju vori í Svarfaðar-
dal og þeim stjómaði um hálfrar
aldar skeið Oskar Júlíusson bóndi
á Hverhóli, síðar á Kóngsstöðum í
Skíðadal. Hann dvelur nú á Dalbæ
á Dalvík í hárri elli nær tíræður
þegar þetta er fest á blað.
Oskar Kristinn Júlíusson, eins
og hann heitir fullu nafni, fæddist á
Hverhóli 8. maí 1892, sonur hjón-
anna Júlíusar Hallssonar bónda þar
og fyrri konu hans Kristínar Rögn-
valdsdóttur. Júlíus í Hverhóli var
smiður bæði á tré og jám og frá-
leiksmaður annálaður á yngri
árum. Kristín kona hans þótti mæt
kona.
Óskar er yngstur fjögurra al-
systkina sinna, en þau vom:
Valdimar Zophonías, bóndi á
Göngustöðum, Anna, kona Jó-
hanns Jónssonar, verkantanns á
Dalvík og Valgerður Stefanía,
kona Eiðs Sigurðssonar, bónda á
Ingvörum. Háltbróðir Óskars var
Júlíus Júlíusson, rafvélavörður á
Akureyri (faðir m.a. Sigtryggs rak-
arameistara og Aðalsteins vita-
málastjóra í Reykjavík).
Óskar ólst upp í Hverhóli til
sautján ára aldurs er hann hleypti
heimdraganum, enda svigrúm lítið
heima, því Hverhóll er landlítil
jörð þó ekki skorti landrýmið á
öðrum dalajörðum í Skíðadal.
Hann fór 17 ára vinnumaður að
Hóli á Upsaströnd til Jóns Lyng-
Aðalstein, undir belti og óttaðist
um bamið og taldi að á þeirri jörð,
Kóngsstöðum, mundi lítt fýsilegt
að búa, að því er Óskar hefur sagt.
En sonurinn bar ekki mein af,
Ibúðarhúsið á Kóngsstöðum, en það var byggt árið 1927.
staðs Halldórssonar og k.h. Jó-
hönnu Þorleifsdóttur frá Hóli sem
þá hófu búskap þar á hálflendunni.
Þau voru þá nýgift og var Óskar
vinnumaður hjá þeim í þrjú ár eða
jafnlengi og þau bjuggu þar. Jón
átti tíu tonna vélbát og var sjálfur
formaður. Óskar vann þó mest við
búið en fór í einn og einn róður
með Jóni. Eftir árin á Hóli fór Ósk-
ar heim í Hverhól en vann síðan
ýmisskonar störf á Dalvík í tvö ár.
A þessum tíma voru örfá íbúðar-
hús komin á Dalvík en á vertíðinni
var búið í sjóhúsunum. Út með
sjónum voru allmargar þurrabúðir.
Þar áttu sjómenn heima með fjöl-
skyldur sínar og jafnframt nokkrar
kindur.
Óskar hélt heim á æskustöðv-
arnar á ný. Hann hafði keypt Hver-
hól árið 1913, þá 21 árs. Og konu-
efnið sitt fann hann á Skíðadaln-
um, Snjólaugu Aðalsteinsdóttur á
Syðri-Másstöðum. Hún var dóttir
hjónanna Aðalsteins Runólfssonar
bónda þar og k.h. Friðriku Elísa-
betu Friðriksdóttur.
Þau Óskar og Snjólaug hófu bú-
skap áeignarjörð sinni vorið 1916.
Hefur Óskar sagt svo frá að þegar
þau fluttu frá Syðri-Másstöðum að
Hverhóli, væri heitt í veðri, vöxtur
í ám og lækjum, Þverá í for-
aðsvexti og kolófær. En bótin var
að trébrú var á henni á milli
klappa, en léleg þó. Óskar bar
flutninginn yfir og fór með hestana
lausa yfir brúna. Um vegleysur
einar var að fara heim að Hverhóli
í þann tíð og í Kóngsstaðalandi
hrasaði Snjólaug á grýttri grund.
Bar hún þá elsta bam þeirra hjóna,
Hjónin á Kóngsstöðum í Skíðadal,
Oskar Kristinn Júlíusson og Snjó-
laug Aðalsteinsdóttir.
fæddist heilbrigður og rann upp
eins og fífill í túni.
Þau Óskar og Snjólaug bjuggu
níu ár í Hverhóli við óhægð vegna
landþrengsla, einkum var erfitt
með beitiland fyrir búféð. Þau
fluttu í Kóngsstaði 1925. Jóhann í
Sogni, Jóhannsson, átti þá jörðina
og bauð Óskari hana til ábúðar
þegar Stefán Amason lét af búskap
þar. Þegar árið eftir var reist stæði-
legt íbúðarhús þar sem enn stend-
ur. Ók Óskar möl í húsið á sleða
um veturinn neðan úr áreyrum, en
Sveinn á Skeiði teiknaði það og
smíðaði.
Á Kóngsstöðum er mikið land-
rými og gott beitarland, enda var
hér áður fyrr gott undir bú og búið
stórt á svarfdælska vísu. En á ní-
unda tug síðustu aldar stórspilltu
££ Sparisjóður Svarídæla, dm
sendir íbúum byggðarlagsins sínar fegurstu sumarkveðjur
„Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
hún hefur sagt mér að senn komi spóinn
„Og vetrar úti pá er praut
pegar spóinn vellir graut."
Gleðilegt sumar í bæ og byggð
Spansj oðurinn — sími 6i6oo - Daivík
Öskar á Rauð sínum.
skriðuföll jörðinni og er landið
grýtt og því erfítt til ræktunar.
Óskar hafði Kóngsstaði á leigu
til 1953 eða í 28 ár. Þá kaupa þeir
Aðalsteinn sonur hans jörðina,
sinn helminginn hvor. Óskar og
Snjólaug höfðu llutt til Dalvíkur
1949 vegna heilsubrests Snjólaug-
ar en bú hafði Óskar áfram á
Kóngsstöðum lengi eftir að hann
flutti til Dalvíkur, síðast á hálfri
jörðinni, heyjaði þar á sumrin en
átti skepnur á Dalvík og hirti þær
sjálfur meðan heilsan leyfði. Hann
mun enn eiga lögheimili á Kóngs-
stöðum.
Hann hafði aldrei stórt bú, en
gagnsamt, mest um eitt hundrað
fjár, þrjár til fjórar kýr í fjósi og
allmarga hesta. Óskar var góður
hestamaður og jafnan vel ríðandi.
Óskar var búhagur. Þegar hann
eignaðist hestvagn með fyrstu
mönnum í Svarfaðardal fór hann
til Dalvíkur árla dags, tók út vagn-
hjól í öxli í kaupfélaginu, smíðaði
bráðabirgðagrind á hjólin þar á
staðnum samdægurs, spennti hest
sinn fyrir og hélt heim að lokinni
vagnssmíðinni. En líklega hefur
verið orðið nokkuð framorðið þeg-
ar hann háttaði það sinnið, því ekki
voru þá hlemmivegimir í Svarfað-
ardal og fjögurra og hálfs tíma
lestargangur fram í Kóngsstaði.
Eftir nýárið á vetuma flutti
hann hefilbekkinn sinn inn í stofu
á Kóngsstöðum og vann við hann
milli gegninga. Hefur Óskar svo
frá sagt, að Snjólaug húsfreyja
væri ekki alltaf hrifin af þessari
ráðabreytni þó að hún léti kyrrt
liggja en synimir aftur ánægðari
með athafnir föður síns og fylgdust
grannt með því sem hann var að
gera. Hann smíðaði amboð fyrir
sig og nágrannana, bakka og bala,
tréfötur og trog. Hjartasleða,
vagnagrindur og kerrukassa smíð-
aði Óskar úti. Hann var yfirsmiður
við íbúðarhúsið á Hjaltastöðum og
hús U.M.F. Skíða á Þverá fram.
Hann eignaðist eldsmiðju og smíð-
aði skeifnaganga o.fl.
Nú er að víkja að þeim þætti í
lífsstarfi Óskars sem hans mun
lengst verða minnst fyrir en það er
vegaverkstjóm hans í Svarfaðar-
dal.
Alls vann hann að vegagerð í
yf'ir 50 vor frá árinu 1909, af þeim
eitt vor í Ólafsfirði, annað í Hrísey
og eitthvað inn á Árskógsströnd en
annars í Svarfaðardal og Skíðadal
og frá því um 1920 sem vegaverk-
stjóri.
Árið 1908 gerðu Svarfdælingar
10 ára áætlun um að leggja 7000
faðma veg frá Dalvík fram að
Hreiðarsstöðum. Síðla árs er hald-
in fjölmenn samkoma á Dalvík þar
sem þetta viðfangsefni er kynnl og
safnað loforðum um sjálfboðaliða-
vinnu til verksins. Áf 190 verk-
færum mönnum sent þá voru í
Svarfaðardalshreppi á aldrinum
18-60 ára, skráðu 126 menn sig til
brautarvinnu og lofuðu að gefa
þrjú dagsverk á ári næstu 10 ár.
Vorið 1909 lögðu þessir sjálfboða-
liðar veg frá Vegamótum fram fyr-
ir neðan Hrappsstaði og vörðu til
þess 700 dagsverkum. Næsta ár
lagði ríkið fé til vegagerðarinnar
að 1/3 hluta og eflaust eftir það.
En Svarfdælingar (þ.m.t. fólk af
Dalvík og Upsaströnd) lögðu veg í
þegnskaparvinnu um byggðarlag
sitt fram undir 1930. Unglingar og
kvenfólk létu ekki sitt eftir liggja
en gáfu 1-3 dagsverk á ári. Þetta er
merkileg saga og ekki unnt að
rekja hana nánar hér, en þetta er
framtak af óvenjulegri gerð, sem
engin dæmi eru til annars staðar.
Vegaverkstjóri fyrstu 10-11
árin var Jón Sigurgeirsson, síðar
bóndi í Hólum í Eyjafirði en Óskar
Júlíusson tók við því starfi af hon-
um eins og fyrr sagði um 1920. Þá
mun vegurinn hafa verið kominn
fram að Þverá, en auk þess var bú-
ið að leggja veg út að Hóli niður og
vegarspotta um Auðnahvamma.
Óskar er þannig gerður að hann
á gott með að umgangast fólk, létt-
ur í lund, hreinlyndur og velviljað-
ur, húmoristi og sagnasjór en mað-
ur skapfastur. Hann átti létt með
að láta fólk vinna án þess að það
vissi af því og hann þurfti aldrei að
reka á eftir mönnum. I brautar-
vinnunni var góður félagsandi og
vel unnið.
Óskar hafði yfir 40-60 mönnum
að segja á hverju vori en skipu-
lagði verkið svo vel að hann hafði
aldrei flokksstjóra með sér. Oft var
glatt á hjalla í matar- og kaffitím-
anum og talsvert um kveðskap í
vegavinnunni því hagyrðingar
vom margir.
Unnið var frá kl 7 að morgni til
7 að kveldi og flestir fóru heiman
og heim daglega, oftast ríðandi.
Allt var unnið með handverkfær-
um sem menn lögðu sér til sjálfir.
Vegurinn var 5 álna (3,15 m)
breiður, stundum með skurðum
beggja megin. Fjallmegin skyldi
skurðurinn vera 2 m breiður við
grasrót. Kantar voru hlaðnir úr