Norðurslóð - 23.09.1992, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 23.09.1992, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal, Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Er allt virkilega að fara til fjandans? Pað væri synd að segja að það ríki bjartsýni meðal ráðamanna hér á Iandi. Daglega berast frá þeim nýjar fréttir um niðurskurð, samdrátt og almenn vandræði í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinn- ar. Stundum verður barlómurinn svo sár og ákafur að sjónvarpsáhorfandinn fer að efast um hvort hann sé að horfa á innlendar eða erlendar fréttir. Getur það verið að forsætisráðherrar íslands og Bosníu séu svona líkir? Eða er þetta fjármálaráð- herra Sómalíu sem er verið að tala við? Vissulega hefur útlitið oft verið bjartara í helstu atvinnuvegum þjóðarinnar. Svo virðist sem nýliðun þorskstofnsins hafi misfarist enn eitt árið og ný- gerður búvörusamningur gerir ráð fyrir niður- skurði sauðfjár sem jafngildir því að rúmlega 200 meðalbú á Norðurlandi leggist af. Atvinnuleysið hefur verið að aukast og ekki útlit fyrir hagvöxt á næstunni. Allt er þetta tuggið ofan í okkur fréttatíma eftir fréttatíma í öllum fjölmiðlum. En er þetta öll sag- an? Er ástandið virkilega svona slæmt? Hér í blaðinu kemur fram að bæjarstjórn Dal- víkur er um þessar mundir að endurskoða fjár- hagsáætlun bæjarins rétt eins og margar aðrar sveitarstjórnir. A Dalvík er þó ekki verið að skera niður og aflýsa framkvæmdum. Pvert á móti á að setja sjö milljónir í sundlaugarbyggingu til viðbót- ar þeim 25 sem áður höfðu verið áætlaðar í þessa framkvæmd. Astæðan fyrir því að þetta er mögulegt er sú að skatttekjur bæjarins hafa reynst meiri en áætlað var. Einkum er það aðstöðugjaldið sem hækkar. Það merkir að umsvif fyrirtækja í bænum hafa ver- ið meiri en búist var við fyrr á árinu. Ekki er Ijóst hvort aukningin er raunveruleg eða hvort bæjar- stjórnarmenn höfðu smitast af svartsýnisrausi ráðamanna og búist við samdrætti sem aldrei varð. Þetta minnir á þá staðreynd að hagstjórn er að verulegu leyti spurning um hugarfar, viðhorf. Pað er hægt að berja sér svo mjög að menn fara beinlín- is á hausinn að óþörfu. Að vísu er kannski of mikið sagt að hægt sé að vinna sig út úr hverjum vanda með bjartsýnina eina að vopni. Raunsæið gefst allt- af best, en bjartsýnin verður að vera með í för. Það er nefnilega svo að þvert ofan í svartagalls- rausið sem fjölmiðlarnir ausa úr sér á degi hverjum ríkir bjartsýni í mörgum plássum á landsbyggð- inni, í það minnsta á Norðurlandi. Víða hafa menn tekið sér tak og brotist úr viðjum gamalla viðhorfa í atvinnumálum. Þá hefur komið í ljós að möguleik- arnir eru fjölmargir. Vissulega þarf að hafa fyrir hlutunum, en það er þess virði. Vilji ráðamenn leiða þjóðina út úr þeim tíma- bundnu þrengingum sem við er að etja hlýtur að vera árangursríkara að benda á möguleikana og ýta undir bjartsýni fólks en að stunda eilífan bar- lóm. í stað þess að gráta þorskinn sem ekki veiðist hlýtur að gefast betur að reyna að ná eins miklu út úr þeim sem berst á land. Annars getum við bara farið að svipast uni á Jótlandsheiðum. -ÞH Jafnræði var með fólki og fé í Tunguréttum að þessu sinni, en svo hefur varla verið undanfarin ár og ekki langt síðan réttað var án þátttöku sauðkindarinnar. Myndir: sh. Göngur og réttir: Fénu fjölgar jafnt og þétt Helgina 11-13 september voru göngur og réttir hvarvetna í Svarfaðardal. Að vanda ríkti hátíðarstemmning og komu brottfluttir sveitamenn heim í hópum til að missa ekki að þessari mestu stórhátíð ársins. Fróðir menn segja að óvíða á Iandinu ef þá nokkurs staðar sé stemmningin jafnmikil í kring um göngur og réttir og hér. Það segir sína sögu að á meðan hreppsnefndir í öðrum sveitum reyna að lokka til sín fólk með hvers kyns gylliboðum svo hægt verði að manna leitar- svæðin bíða hér sjálfboðaliðar í röðum eftir því að fá pláss í göngum. E.t.v. hefur riðuniðurskurður- inn um árið vakið menn hér til vit- undar um það hvað sauðkindin er stór þáttur hinnar svarfdælsku menningar og hvað standið í kring urn hana er óntissandi gleðigjafi fyrir alla dalbúa. Alltént er það staðreynd að nánast allir þeir sem skáru niður eru nú komnir með fé aftur þó ekki sé það í eins stórum stíl og áður. Að þessu sinni má reikna með að á milli 3500 og 4000 fjár hafi komið af fjalli. Að sögn Jóns fjall- skilastjóra á Hæringsstöðum er greinilegt að dilkarnir eru heilt yfir ekki jafnvænir og í fyrra. Hefur hretið í sumar án efa haft sitt að segja þó ekki Itafi fé drepist héreins og víða annars staðar á Norður- landi. Hinsvegar hefur nyt dottið úr ánum og sumar alveg orðið geldar í harðindunum og skila þær að von- um rýrari lömbunt. Heimtur voru víðast hvar góðar. Má að verulegu leyti þakka það Itinni óblíðu veðr- áttu að undanförnu og snjó til fjalla sem sá til þess að fé var flest komið niður að girðingum. Stærsti viðburður helgarinnar var sem jafnan áður Tunguréttin. Þangað var kontinn múgur og margmenni á sunnudagsmorgnin- um en þó var þar enn fleira fé að ntati dómbærra manna, e.t.v. 500 kindur. Meðlintir hins virta gangnamannafélags Sveinstaðaaf- réttar virtust konta vel af fjalli, voru glaðir að sjá, sungu ntikið og gerðu að gamni sínu. Veðrið á rétt- ardaginn fór fram úr björtustu von- unt manna svo ekki sé minnst á bölspár veðurfræðinga. í afréttar- göngunum var hins vegar slyddu- hríð sem byrgði mönnum sýn og gerði erfitt fyrir á ýmsa lund. Sóttu menn þá styrk í göntul hvatningar- ljóð eins og þetta: Þc’t’cir kalclur kallar vetur Klœfiir jörðu fölið Ríðum hraðar, húumst hetur. Blöndum sterkar ölið. þh. Aðrar göngur verða svo farnar næstu helgi en eftirleit sem alltaf var farin hér áður heyrir nú sög- unni til. Þess í stað er hrossasmöl- un í afréttinni sem fram fer 9. okt. einnig látin gilda sem eftirleit. Þá má að lokum geta þess að hossarétt verður þann 10. okt á Tungurétt en vegur hrossaréttar hér hefur mjög verið að aukast undanfarin ár og er jafnan hressandi stemmning í kring um hana. Hj.Hj. Góða gamla gangna- stemmningin I minningu nýliðinna gangna og rétta er Norðurslóð ánægju- efni að mega birta neðanskráð Ijóð Kristjáns Jóhannssonar frá Hlíð í Skíðadal. Ljóðið er úr kvæðabókinni „Ljóðið um dal- inn“, sem út kom 1968 og túlk- ar vel hina góðu, gömlu en þó síungu Tunguréttarstemmn- ingu. Göngur Mál að vakna, morgunn í skýjunt þótt enn sé dimmt niðri í dölum. Alhjart um lilíðarnar. Iió (>!> köll hunclgá. fannhvítar kindur á harðahlaupum. Ys við réttina: Óldungar lyfta skínandi fleygunt að skeggi. - Drengir á hlaupum og dragandi stóra hrúta Með ógnandi hornum. Alls staðar líf. Hraustir sveinar sýna vöðvana hamast, lilceja og kalla, því ungar stúlkur hér eru í Itópum og rása með réttarveggjum. En hundarnir efna til heimstyrjaldar að hœtti útlendra... konurnar hita kaffi, í tjaldhúðuni þeirra er þröng á þingi óg ekki er þar orð livert qf andagift mœlt. „ - Heyskapur - veðurfar - vœn er sú gráa - vísitala - Fáðu þér snafs". Að kveldi þeyst í allar áttir, og sumir hallast til liliðar. en halda þó liermennskubragði í svip og öllu ceði. - Og hundarnir ærast er hjörðin ryðst út úr clilknum. Kvenfélagið Tilraun bauð að vanda upp á kaffiveitingar og voru þær vel þegnar.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.