Norðurslóð - 23.09.1992, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 23.09.1992, Blaðsíða 6
FRETTAHORNIÐ Huldur EA 71 hét áður Þúrhallur Daníelsson og var gerður ú( frá Hornafirði. í áj>ús( kom skipið til Dalvíkur og liggur hér fánum prýtt við suðurgarðinn. Mynd: -i>u Eins og títt er á haustin keppast menn við að ganga frá ýmsu sem ákveðið hafði verið að fram- kvæma fyrir veturinn. Þannig er einmitt hér á Dalvík þessa dag- ana. Verið er að malbika gang- stéttar við Hafnarbraut og Karls- rauðatorg, einnig er verið að malbika svæðið á milli gamla- skólans og fþróttahússins. Þá er verið að skipta um jarðveg á ýms- um stöðum, svo sem á leiksvæði við nýja skólann, bílastæði við safnaðarheimilið, svæði eða götu ofan við verbúðirnar niður við höfn. Allar eru þessar fram- kvæmdir til bóta, ekki hvað síst gatan niður við höfn sem lengi hefur verið holótt og leiðinleg. Sæplast h/f er nú að stækka malbikaða planið sem er á lóð fyrirtækisins og einnig eru uppi áform um að afmarka lóðina með girðingu. Um mitt ár keypti Sæplast fiskverkunarhús Ránar h/f sem er handan við götuna meðfram lóð Sæplasts. Nýja hús- ið verður aðallega notað sem geymsluhúsnæði. Þrátt fyrir sam- drátt á ýmsum sviðum í atvinnu- lífinu og þjóðfélaginu í heild er enn söluaukning á framleiðslu- vörum frá Sæplasti. Utflutningur á vegum fyrirtækisins hefur vax- ið tnikið á þessu ári, eða um 28%, en salan innanlands hefur dregist saman um 8%. Magnaukning í framleiðslu fyrirtækisins fyrstu sjö mánuði ársins nemur 12%. Togstreitu Snorra Snorrasonar við Landhelgisgæsluna um að fá að halda Baldursnafninu á skipi héðan lauk þannig að gæsl- an gaf honum heimild ti.l að nota nafnið á togarann Þórhall Daní- elsson sem Snorri keypti frá Höfn í Homat'irði í sumar. Snorri keypti Þórhall - sem nú heitir sem sagt Baldur EA 71 - af Borgey h/f og fylgdu um 800 tonn af rækju- og karfakvóta með skipinu. Við það er miðað að kvótinn af Þór EA 108 tlytjist yfir á Baldur og Snorri selji Þór kvótalausan. Nú sem stendurger- ir Snorri hins vegar út báða togar- ana og verður svo fyrst um sinn. Minnkun veiðiheimilda á þorski með nýju kvótaári hefur mikil áhrif á Dalvík eins og víðast hér fyrir norðan. Eins og kunnugt er af fréttum velta ýmis fyrirtæki því fyrir sér að breyta ísfisktogurum í frystitogara. Björgvin EA hefur að mestu ver- ið gerður út sem ísfisktogari en þó hafa grálúða og karfi verið heilfryst eitthvað á hverju ári. Nú er í athugun að auka frystingu um borð í skipinu og þá verið að hugsa um rækju til viðbótar því sem verið hefur. Einnig er til skoðunar að llaka um borð og setja upp fullkomna vinnslulínu. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um breytta útgerðar- hætti. Fram er komin tillaga um að halda áfram framkvæmdum við nýju sundlaugina og koma undir þak, nú í haust, þjónustu- bygginguni sem byrjað var á í vor. í tillögu að endurskoðun á fjárhagsáætlun sem afgreidd verður nú í vikunni er gert ráð fyrir 7 milljóna króna hækkun til sundlaugarinnar á þessu ári. Tekjur bæjarins eru heldur hærri í raun en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Veldur þar mestu að að- stöðugjöld hækka um 6 milljónir sem segir þá sögu að velta fyrir- tækjanna í bænum hefur reynst meiri en áætlað var. Reiknað er með að sumir gjaldaliðir fari fram úr áætlun en ekki er gert ráð fyrir að lántökur hækki nema um 4 miljónir á árinu þótt meira verði gert við sundlaugina en upphaf- lega var áætlað. Afmælin bíða Vaninn hefur verið sá að birta í septemberblaðinu nöfn þeirra sem átt hafa stórafmæli yfir sumartímann. Eins og sjá má hér við hliðina eru önnur „tímamót" æði plássfrek að þessu sinni og því verða af- mælisbörnin að bíða næsta blaðs. Við biðjumst velvirð- ingar. Ritstj. TÍMAMÓT Skírnir 5. júlí var (iiunnar skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Ólöf Gunnlaugsdóttir og Þórarinn Gunnarsson, Hofsárkoti, Svarfaðardal. 19.JÚ1Í var Bergþór skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hanseru Ásrún Ingvadóttir (frá Bakka) og Arnþór Hjörleifsson (Jóhannssonar). Hóla- vegi 5, Dalvík. 19. júlí var Árný skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Hermína Gunnþórsdóttir (Sveinbjörnssonar) og Amar Már Snorrason (Árnason- ar), Svarfaðarbraul 10, Dalvík. 23. júlí var Unnar Már skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Elín Björk Gunnarsdóttir og Sveinbjörn Jóhann Hjörleifsson (Jóhanns- sonar), Goðabraut 21. Dalvík. 25. júlí var Rakel Yr skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Helga Stefánsdóttir og Jóhann Magnússon, Lokastíg 2, Dalvík. 9. ágúst var Rebekka Rún skírð í Vallakirkju. Foreldrar hennar eru Guðrún Kristjánsdóttir (Jónssonar, Staðarhóli) og Helgi Sigfússon, Austurvegi 8, Hrísey. 18. ágúst var Gunnar Elís skírður í Dálvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Sigríður Gunnarsdóttir og Tómas Leifsson, Núpasíður 4 d. Akureyri. Andlát 24. júlí 1992 lést á Dalvík Þórdís Helga Sigur- jónsdóttir. Jaðri. Þórdís fæddist á Dalvík 31. október 1925, dótt- ir Sigurjóns Baldvinssonar og síðari konu hans Oddnýjar Baldvinsdóttir. Bróðir hennar var Jón Stefán Brimar, málari, sem er látinn. Þórdís átti 5 hálfsystkini er upp komust en þau eru: Guðjón. sem er látinn, Anton er býr á Dalvík, Ingunn, sem býr í Reykjavík, Guðlaug sem býr á Akureyri og Þóra sem er látin. Þórdís ólst upp hér á Dalvík en flutti sem ung kona til Akureyrar. Gekk hún í hjónaband með enskum manni Georg Bagguley og bjó í Englandi til ársins 1957 er þau Georg slitu samvistir. Flutti Þórdís þá hingað heim Islands á ný með böm þéirra hjóna en þau eru: Georg, Jón. Kristín og Stefán. Bjó hún næstu misserin á Akureyri og í Götu á Árskógsströnd þar til hún flutti til Dalvíkur á ný. I nokkur ár bjó hún í Innri Njarðvík og bjó þar með Þóroddi Sím- onarsyni. Eignuðust tvo syni, Ragnar og Jóhannes Helga, er lést 1979. 1964 kom hún á ný hingað til Dalvíkur og bjó á Jaðri allt fram á allra síðustu ár og var oft kennd við þann bæ. Á þessum árum bjó hún í nokkur ár með Stefáni Manasessyni og eignuðust þau einn son, Guð- jón, er býr á Dalvík. Hin síðustu ár bjó hún hjá Guðjóni í Karlsrauða- torgi 9. Þórdís var afar dugleg, hafði mikinn lífsvilja og vildi ölluni hjálpa. Hún vann stundum utan heimilis m.a. við fiskverkun, heimiIishjálp og um tíma á Dalbæ. Þórdís var 66 ára að aldri er hún lést. Hún var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 31. júlí. 18. ágúst lést á heimili sínu, Karlsbraut 15, Dalvík, Ragnheiður (Junnlaug Björnsdóttir. Ragnheiður fæddist 16. september árið 1915 á Neðri-Bæ í Flatey á Skjálfanda. Foreldrar hennar voru Björn Ólafsson og María Sigurðardóttir. Átti hún tvær alsystur, Sigríði. sem býr á Akureyri og Aðalrós sem er látin og einnig þrjú hálfsystkini, Ölveigu, sem er á Sauðárkróki og Böðvar og Sig- mar sem eru látnir. Ung flutti Ragnheiður rneð fjölskyldu sinni í Fjörður og bjó síðan á ýmsum stöðum við Eyjafjörð. Fyrir 1950 kom hún til Dalvíkurog flutti árið 1954 í Sæbakka. til Gunnars Magnússon- ar, og bjuggu þau saman þar æ síðan. Ragnheiður eignaðist þrjú böm: Harry Sveinsson, sem er látinn, Bjameyju Bjamadóttir, sem býr á Svalbarðsströnd og Sigríði Gunnarsdóttur sem býr á Akureyri. Auk þess að sinna búi og börnum vann Ragnheiður ýmis störf utan heimilis, t.d. því er tengdist sjósókn Gunnars. Garð og blómarækt var henni mikið áhugamál. Hún var lífsglöö kona og kom m.a. fram á skemmtunum hér á árum áður. Ragnheiður lést á heimili sínu 18. ágúst og var jarðsungin frá Dal- víkurkirkju 25. ágúst. 26. ágúst lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Baldvina Þóra Þorsteinsdóttir. Baldvina fæddist á Böggvisstöðum 29. október árið 1903, dóttir hjónanna Þorsteins Baldvinssonar og Helgu Björnsdóttur. Var hún önnur af þremur börnum þeirra en elst var Soffía er lést ung kona og yngstur var Loftur er lést kornabarn. Barn að aldri missti Baldvina rnóður sína en ólst upp á Böggvisstöðum, þar sem faðir hennar var, en þar bjuggu þá Loftur Baldvinsson og Guðrún Friðfinnsdóttir. Reyndist Guðrún henni sem besta móðir og var ætíð mjög kært þeirra í milli. 1927 giftist Baldvina Guðmundi Einarssyni frá Ögðum. Þangað heim Buttu þau strax og bjuggu alla sína búskapartíð allt þar til þau fóru á Dalbæ, heimili aldraöra, árið 1981. Baldvina reyndist mörgum vel og til hennarkomu margir. Af söng hafði hún mikið dálæti og kunni sálma og ættjarðarljóð sem hún naut að syngja þegar færi gafst. Guðmundur og Baldvina eignuðust tvær dætur Soffíu og Rannveigu Önnu. Síðla árs 1981 flytja þau á Dalbæ. heimili aldraðra. Lést Guð- mundur þar í ársbyrjun 1984 en Baldvina 26. ágúst s.l. eftir stutta legu, á 89 áldursári. Baldvina var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 5.september. 2. september lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Ásgeir Pétur Sigurjónsson. Ásgeir fæddist á bænum Fornustekkum í Homafirði 30. desemberárið 1905. Foreldrar hans voru hjónin Sigjón Pétursson og Ingibjörg Gísla- dóttir og eignuðust þau 8 böm. sem öll eru nú látin og var Ásgeir yngstur þeirra. Þau voru auk hans: Sólveig, Gísli. Ragnheiður, Gunnlaugur. Sigur- borg, Ástríður og Friðrik. Ásgeir ólst upp í Homarfirði og hvergi þótti honum fegurra en þar. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri og síðan í Kennaraskólann og lauk þaðan kennarprófi voriðl932. Um haustið gerðist hann kennari við barnaskólann á Dalvík og bjó þar æ síðan. Ásgeir var kennari af lífi og sál og átti sérstaklega vel við hann að kenna yngri nemendunum. því hann átti svo auðvelt með að gera námið að leik og leik að námi. Þá var hann ætíð reiðubúinn að leika við þau og gera eitt og annað með þeim sem flokkast nú undir félagslíf. Hann kenndi við Unglingaskólann frá 1953 en lét af störfum vorið 1975 eftir 43 ára farsælt starf við skólann. Á fyrstu árum sínum kenndi Ásgeir einnig frammi í sveitinni þegar hlé varð á kennslu á Dalvík. Ásgeir var glaðlyndur maður og átti mjög auðvelt með að sjá hinar spaugilegu hliðar á ölluin málum. Öllu tók hann með jafnaðargeði. Þegar kennslu lauk á vorin for Ásgeir að vinna við smíðar hér á Dalvík, enda var hann laginn handverksmaður og vandvirkur. Þá vann hann í síld hjá Söltunarfélaginu meðan hún kom hingað til vinnslu. í skatta- nefnd var Ásgeir frá árinu 1947 og lét ekki af starfi fyrir skattayfirvöld fyrr en um áttrætt. Þá var starfið reyndar oröið allt annað en það var fyrst, sem að líkum lætur hefur æði oft ekki verið öfundsvert. 9. apríl 1938 giftist Ásgeir eftirlifandi konu sinni Þórgunni Lofts- dóttur frá Böggvisstöðum. Fyrstu árin bjuggu þau á Böggvisstöðum eða niður á Bjargi en 1947 fluttu þau inn í húsið við Bjarkarbraut 9, sem þau höfðu byggt sér. Þau hjón eignuðust tvö börn. Ingibjörgu og Ásgeir Pétur. Ásgeir lést á FSA 2. september s.l. eftir skamma legu, 86 ára að aldri. Hann var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 10. september.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.