Norðurslóð - 23.09.1992, Blaðsíða 5
NORÐURSLOÐ —5
Tónlistarskólinn hefur aldrei verið fjölmennari.
Skólastarfið að hefjast
- Allir kennarar að Húsabakka réttindafólk
Að vanda voru skóiar settir í
byrjun september. Skólastarf á
Dalvík og í Svarfaðardal er
nieð miklum blóma og verður
æ stærri þáttur í bæjarlífinu.
Veldur þar ekki minnstu vöxt-
ur Sjávarútvegsdeildar Dalvík-
urskóla sem hefur aldrei verið
fjölmennari en í ár.
í grunnskólanum verður 251
nemandi í ár sem er með færra
móti. Það ástand ntun þó ekki vara
lengi því tjöimennari árgangareru
á leiðinni. Alls starfa 36 manns við
grunnskólann undir stjórn Þórunn-
ar Bergsdóttur skólastjóra. Tölu-
verðar breytingar liafa orðið í
kennaraliði og má þar helst til
nefna að Sveinbjörn Markús
Njálsson yfirkennari er farinn til
náms í Danmörku og að Þóra Rósa
Geirsdóttir flutti sig fram að
Húsabakka þar sem hún kennir í
vetur. Svanfríður Jónasdóttir tók
við starfi aðstoðarskólastjóra.
Grunnskóiinn býr við góðan
húsakost því í fyrra var annar
áfangi nýbyggingar skólans tekinn
í notkun. Nú er verið að skipta um
jarðveg á lóðinni vestan við Nýja
skóla en þar verða sett upp leik-
tæki fyrir yngstu börnin. Þá er
verið að undirbúa malbikun lóðar-
innar milli Gamla skóla og Víkur-
rastar.
66 nemar í
sjávarútvegsdeild
Sjávarútvegsdeild Dalvíkurskóla
var sett 3. september á Ráðhúsloft-
inu en þar fer kennsla stýrimanns-
efna fram. í vetur verða 13 nem-
endurá 1. stigi stýrimannanáms o’g
12 á 2. stigi. I Fiskvinnsludeildinni
verða 24 nemendur á fyrsta ári. 6 á
öðru ári. 7 á þriðja ári en 4 óstað-
settir. Alls eru nemendur í Sjávar-
útvegsdeildinni því 66 talsins og
hefur ljölgað stöðugt frá upphafi.
Kennsla fer fram á Ráðhúsloftinu
og 3. hæð Kaupfélagsins þar sem
bókleg fög fiskvinnsludeildar eru
kennd. en verklega hliðin er kennd
í frystihúsinu.
Nýr deildarstjóri Sjávarútvegs-
deildar er Hulda Arnsteinsdóttir en
umsjónarmenn stýrimannanáms-
ins eru Júlíus Kristjánsson (1. stig)
og Björn Björnsson (2. stig). Eitt
fyrsta verk nemenda deildarinnar
var að sækja námskeið í Slysa-
varnaskóla sjómanna en skólaskip-
ið Sæbjörg lá við bryggju á Dalvík
í tvær vikur.
Tónlisfarskóli Dalvíkur hefur
heldur aldrei verið fjölmennari en í
vetur því þar verða um 150 nem-
endur. Kennt verður á þremur
stöðum: íGamla skóla á Dalvík, að
Húsabakka og í Arskógi. Einnig er
samstarf við Tónlistarskólann í
Olafsfirði um rekstur lúðrasveitar
sem Eiríkur Stephensen stjórnaren
hann er nýr í starfi. Skólastjóri er
Hlín Torfadóttir en kennarar eru
níu.
Fjölgar um einn að
Húsabakka
Húsabakkaskóli var settur 17.
september. Þar verða í vetur 46
nemendur. einum fleiri en í fyrra.
Ein breyting varð á kennaraliðinu.
Þóra Rósa Geirsdóttir kom í stað
Aðalsteins Hjartarsonar leiðbein-
anda. Eru þá allir fjórir fastir kenn-
arar skólans með fuli réttindi og er
nokkuð um liðið síðan svo var.
Auk þeirraeru þrír stundakennarar
við skólann. Skólastjóri er sent
fyrr Helga Hauksdóttir.
Daginn fyrir skólasetningu var
lokið við að malbika bílastæði
skólans en það hafði tafist sökum
rigninga. Þá voru í sumar gerðar
ýmsar lagfæringar og endurbætur
á húsakostinum, ma. settar bruna-
varnarhurðir fyrir öll herbergi á
heimavist í eldra húsinu.
-PH
SlöUuFV
■f'ltej jullan Kug á að Kctjct Kjá mér lífinn
artngasamcm Kóp í ve+ut* í I-ctugasfeini/ ineð
það aó mai'kmiði að sfunda léf+gi1 reji nggi'
Kyggóar á •HafKa-yoga keejinu. Xíininn
vai'ii* í 1 '/< fíma ineð % fíina slökun.
<£i r\rvig fek ég aó mér ein sfakl inga í 45 mín-
ú+na slökun og Ken+a Káóie fíinamii' vel
l^eiin/ sem et'u undir* álagi eda vilja Kar*a
sfyrkja sig andlega og líkainlega.
Peii* sem Kaja verid áðui* si+ja jyt'ir*/ en
nánari upplýsingai* jásf í síina 6 4 4 30
næsfu daga.
Ste im-m+A "P. '}_'la|s+að
Minning:
Asgeir Pétur Sigurjónsson
kennari, Dalvík
Fæddur 30. desember 1905 - Dáinn 2. september 1992
Ásgeir P. Sigurjónsson fyrrum
kennari á Dalvík lést 2. september
síðastliðinn. Með honum er horf-
inn af sjónarsviðinu maður sem
sett hefur svip á mannlífið á Dalvfk
undanfarna áratugi.
Ásgeir kenndi við Dalvíkur-
skóla allan sinn starfsaldur og eru
þeir ófáir Dalvíkingarnir sem notið
hafa uppfræðslu hans í námi og
leik.
Ásgeir var eljumaður mikill,
kennari af lífi og sál og var óþreyt-
andi við að sinna börnum. ekki
bara á skólatíma, heldur einnig við
ýmis tækifæri utan hans. Það var
algeng sjón á Dalvík, á hátíðisdög-
um á þessum árum, að sjá Ásgeir
gangandi fyrir hópi barna á sumar-
daginn fyrsta og 17. júní í skrúð-
göngu, sem var oftast það eina sem
gert var til hátíðarbrigða á þessum
dögum, ólíkt því sem nú er.
Ásgeirs verður lengi minnst
sem yngribarnakennara af lífi og
sál, sem alltaf hafði tíma til að
kenna börnum leiki og fléttaði þá
gjarnan fagmannlega inn í kennsl-
una.
Ásgeirs verður minnst sem
glaðværs, geðgóðs manns scm var
fágaður í allri framkomu og ein-
kenndust vinnubrögð hans af ná-
kvæmni.
Ásgeir kenndi flestar greinar,
bæði bóklegar. íþróttir o.fl. Nýj-
ungum tók hann á með fullri var-
færni, lét sannfærast um gildi
þeirra áður en hann reyndi þær.
Nemendur eiga hlýjar minningar
um Ásgeir. því hann skipti sjaldan
skapi og prúðmannleg framkoma
hans og hlýja í garð þeirra var
honum í blóð borin.
Skemmtilegum sið kom Ásgeir
á, siö sem er orðin ein af hefðum
fyrir jólahátíðina á Dalvík, er nem-
endur gerast jólasveinar og færa
bæjarbúum jólapóstinn á aðfanga-
dag með öllum þeim látum sem ís-
lenskum jólasveinum eru eiginleg.
Ásgeir var fæddur á Fornu-
stekkum í Hornafirði, sonur Sigur-
jóns Péturssonar og Ingibjargar
Gísladóttur. Leið Ásgeirs lá í
Menntaskólann á Akureyri þar
sem hann lauk gagnfræðaprófi
1929 og settist síðan í Kennara-
skólann í Reykjavík og lauk þaðan
kennaraprófi 1932. Þá um haustið
réðst hann til Dalvíkurog Svarfað-
ardals sem kennari og kenndi á
báðum stöðum til að byrja með.
Skólinn var til húsa á þessum
árum í Ási eða Grundargötu 2, en
haustið 1934 vartilbúið nýtt skóla-
hús sem í dag er eldri hluti gamla
skóla eins og hann er kallaður.
Ásgeir kenndi til ársins 1975 eða í
43 ár samtals, fyrst við Barnaskóla
Dalvíkur óg seinna einnig við
unglingaskólann, eða frá 1958.
Ásgeir gegndi ýmsum störfum
samhliða kennarastarfinu. Hann
var í skattanefnd í mörg ár, í stjórn
Sjúkrasamlags Svarfdæla og
Byggingarfélags verkamanna á
Dalvík og umboðsmaður skatt-
stjóra. Þá vann hann ýmis störf á
sumrum, m.a. við sflaarsöltun.
Árið 1938 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni. Þórgunni
Loftsdóttur frá Böggvisstöðum, og
eru börn þeirra Ásgeir Pétur. hér-
aðsdómari á Akureyri. og Ingi-
björg, verslunarmaður á Dalvík.
Vil ég fyrir hönd Dalvíkurskóla
votta eiginkonu, börnum og fjöl-
skyldum samúð okkar og biðja
þeim guðs blessunar á sorgarstund.
Þórunn Bergsdóttir
skólastjóri
U.K.E. Dalvík
Slátursafa hófst miðvikudagmn
16. september v , v . w yy
síðastliðinn. VV\V X /t/
Afgreitt verður
eftir pöntunum
sem þurfa að
berast eigi síðar
en deginum áður.
Tilboð
Vörur til
sláturgerðar
Tekið er á móti pöntunum
í síma 61615 frá kl. 10*> til kl. 12
Afgreiðsla verður í húsi Stefáns
Rögnvaldssonar hf.
Sala á kjöti fer fram í Svarfdælabúð