Norðurslóð - 17.11.1992, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 17.11.1992, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3 Pessi uppdráttur af Dalvíkurhöfn sýnir brimvarnargarðinn sem gera á til að skýla höfninni fyrir norðanáttum, en á hann vantar hins vegar fyrirhugaðar uppfyllingar til norðurs og suðausturs. Dalvíkurbær: Aðalskipulag fyrir árin 1992-2012 lagt fram - Forsendur byggðarinnar gerbreyttar eftir að loðdýrabúið á Böggvisstöðum var lagt niður Nú Iiggur frammi til kynningar í Ráðhúsi Dalvíkur tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Dal- víkurbæ. Það gildir fyrir árin 1992-2012 og er höfundur þess Finnur Birgisson arkitekt á Akureyri. Gildandi aðalskipu- lag er frá 1982, en nauðsynlegt þótti að endurskoða það í Ijósi breyttra forsenda eins og síðar verður vikið að. Þetta er þriðja heildarskipulagið sem gert er að Dalvíkurbæ. Fyrstu tilraunir hreppsnefndar til að skipuleggja byggðina voru gerðar árið 1920 þegar ákveðið var að fá „hæfan mann til að kortleggja byggingastæði við Dalvík“. Sá maður fannst í Freymóði Jóhanns- syni listmálara og gerði hann upp- drátt af bænum á fjórum blöðum. Síðan var gerð atrenna að skipu- lagi 1936 og önnur 1942. Það var þó ekki fyrr en í aprfl 1946 sem fyrsta aðalskipulagið var staðfest af ráðherra. Það hafði mikil áhrif á mótun bæjarins og lagði grunninn að því sköpulagi sem hann hefur. Þjóðvegur á flækingi Skipulaginu frá 1946 var fylgt í stórum dráttum, en árið 1957 var gerð á því veigamikil breyting sem fólst í því að þjóðleiðin gegnum bæinn skyldi liggja um Goðabraut og Gunnarsbraut. Þremur árum síðar er hins vegar lögð fram til- laga um að færa þjóðveginn vestur fyrir bæinn, upp í hólana, og áttu Karlsrauðatorg og Hólabraut að vera helstu tengigötur við hann. Sú ráðagerð var enn í gildi árið 1967 en þá var hugmyndin að færa hann enn ofar og nær fjallinu. Árið eftir höfðu menn skipt um skoðun og í janúar 1969 samþykkti hrepps- nefnd að þjóðvegurinn lægi gegn- um bæinn eins og hann gerir nú. Árið 1978 var svo hafist handa við nýtt aðalskipulag sem staðfest var af ráðherra félagsmála í maí 1982. En hvað veldur því að skipu- lagið er endurskoðað nú, aðeins tíu árum seinna, Ingvar Kristinsson, formaður skipulagsnefndar? „Samkvæmt lögum á að endur- skoða skipulag bæja á fimm ára fresti. Það þótti því tímabært að taka það upp. Auk þess hefur ein veigamikil forsenda skipulagsins breyst en það er að við höfum losnað við loðdýrabúið að Böggv- isstöðum. Slík bú verða að hafa 500 metra öryggisradíus lögum samkvæmt en það þýddi að búið hefti alla þróun byggðarinnar til suðurs. Við vorum stopp og meira að segja farin að syndga upp á náð- ina því syðstu raðhúsin í Hóla- hverfinu eru að hluta inni í örygg- isgeiranum. Nú getum við skipu- lagt iðnaðarhverfi austan Böggvis- staða niður að þjóðveginum og íbúðahverfi þar fyrir norðan.“ Hringtorg hjá frystihúsinu? Þótt skipulagstillagan hafi ekki í för með sér neinar stórbyltingar á þróun bæjarins eru fólgnar í henni ýmsar breytingar. Til dæmis er búið að breyta fyrirhuguðu vegar- stæði Böggvisbrautarinnar til suð- urs. Hún átti að liggja að heita má beint til suðurs og tengjast inn á veginn fram í Svarfaðardal, en nú er gert ráð fyrir að hún liggi í sveig niður á þjóðveginn miðja vegu milli Árgerðis og Ásgarðs. En hvað verður um hana að norðan- verðu? „Hún breytist lítið frá gildandi skipulagi, en það gerir ráð fyrir að Böggvisbrautin verði framlengd norður að Brimnesá ofan við efri blokkina við Lokastíg og að Ægisgatan tengist inn á hana þar. í framtíðinni er svo ráðgert að fara með Böggvisbrautina norður fyrir á og tengja hana inn á þjóðveginn. Það verður þó varla gert fyrr en framtíðar- kirkjugarður bæjarins við Upsir verður tekinn í notkun." Aðrar breytingar á gatnakerfinu eru smá- vægilegar. Það á að víkka gatnamót Hafn- arbrautar/Skíðabrautar/ Grundargötu og gera beygjuna af Skíðabraut inn á Hafnarbraut meira aflíðandi. Einnig á að lagfæra gatnamót Hafn- arbrautar/Karlsrauðatorgs/Gunn- arsbrautar. Að sögn Ingvars hefur lengi verið gert ráð fyrir að Amar- hvoll þurfi að víkja til að bæta út- sýnið við gatnamótin. En nú er uppi hugmynd um að setja hringtorg á þennan stað. Það hefur líka verið rætt um að gera Karlsrauðatorg að einstefnuakst- ursgötu niður með frystihúsinu eða jafnvel að loka þeim götustubb alveg. Það ber að skoða í samhengi við tillögu um að leggja nýja götu frá vigtarskúmum til norðurs með- fram sjónum sem myndi tengjast inn á þjóðveginn milli Sæplasts og Oskars Jónssonar. Uppfyllingar og brimvörn Þar með erum við komin að hafn- armálunum því þessi sjávargata myndi að stærstum hluta vera á uppfyllingu sem gera á í framhaldi af nýju uppfyllingunni norðan við höfnina. Ætlunin er að fylla upp bæði til norðurs að Brimnesá og einnig til suðausturs frá syðri hafn- argarðinum meðfram Sandskeið- inu. Mælt er með því að olíutank- amir verði fluttir norðar en þeir eru nú. Loks á að halda áfram með uppfyllinguna sem Isstöðin stend- ur á suður að smábátabryggjunni. Þar verður komið upp viðlegukanti fyrir togara og um leið fæst aukið pláss fyrir byggingar á svæðinu niður af Kaupfélaginu. Ekki veitir af að auka athafnarýmið við höfnina því umferð um hana hefur verið í örum vexti undanfarin ár eins og fram hefur komið hér í blaðinu. Þannig jókst vöruflæð- ið um höfnina að með- altali um 15% árlega á tímabilinu 1982-89. „Ég á nú samt von á því að mesta áherslan verði lögð á að fram- lengja grjótvömina norðan á nýju uppfyllingunni en þar á að koma garður til austurs og síðan suðurs sem hlífir höfninni fyrir norðan- áttum,” segir Ingvar. Mest byggt við Brimnesá Skipulagstillagan gildir fram til ársins 2012 eins og áður segir. En hvenær á Ingvar von á að ráðist verði í þær breytingar sem hér hafa verið tíundaðar? „Því get ég ekki svarað, það fer eftir fjármagninu sem lagt verður í þær. Ég á þó von á því að fljótlega verði farið í að breyta þessum tveimur gatnamótum. En hvað Böggvisbrautina varðar þá ræðst lenging hennar til suður af því hversu hröð uppbyggingin verður á því svæði. Ég tel brýnna að fram- lengja hana til norðurs að Ægis- götu því þar sé ég fyrir mér að mest verði byggt næstu árin. Það er búið að gera deiliskipulag að hverfi með rúmlega 40 húsum upp með Brimnesá í framhaldi af blokkunum við Lokastíg og þess vegna er brýnt að framlengja Böggvisbrautina þangað, hún myndi létta verulega á umferðinni til og frá þessu nýja hverfi. Það verður líka haldið áfram að byggja í Hólahverfi og Túnunum. Það er búið að breyta skipulagi þess- ara tveggja hverfa, en upphaflega var einungis gert ráð fyrir að þar risu einbýlishús. Nú er búið að setja þar inn raðhús. Við áttum von á því að byggingar myndu hefjast upp með ánni á þessu ári, en það hefur heldur hægt á framkvæmdum." Hafa Dalvíkingar engan áhuga? Tillagan að nýju aðalskipulagi liggur nú frammi á bæjarskrifstof- unum og hafa þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta frest fram til 7. desember til að koma með athugasemdir við hana. Það er óhætt að hvetja bæjarbúa til að kynna sér skipulagið. Bæði er að í greinargerð með tillögunni er að finna margvíslegan fróðleik um þróun bæjarins síðustu áratugina, íbúafjölda, atvinnu- og mannlíf, auk þess sem þar má kynna sér hvemig bæjaryfirvöld sjá fyrir sér framtíð bæjarins næstu tvo áratug- ina. Eins er hitt að aðalskipulag er mikilvægt stjómtæki til þess að móta umhverfi okkar. Nú er því tækifærið til að hafa áhrif á hvem- ig haldið verður á þeim málum. Ekki virðast bæjarbúar þó sér- lega upprifnir fyrir þessari tillögu. Hún er búin að liggja frammi í rúmar þrjár vikur og að sögn Ingv- ars hafa engar athugasemdir borist og sáralítið verið spurst fyrir um hana. „Það er gott að fá umfjöllun um tillöguna því hún hvetur von- andi til urnræðu um hana meðal bæjarbúa,” sagði Ingvar Kristins- son formaður skipulagsnefndar. -ÞH Hér sést að mannfjölgunin á Dalvík (svörtu súlurnar) hefur alls ekki verið í takt við fjölgunina í landinu öllu (hvítu kass- arnir). r r IBUAFJOLDI, SPAR Spár I og II og spár Byggðastofnunar 2,0 rþús. manns---------- 1,8 1,6 1,4 1,2 1,0 Spá M, Bst. 2 .X 7 / sPá i — Bst. 1 I I I I I I I 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 Þrjár mismunandi spár um íbúafjölda Dalvíkur. Samkvæmt spá II verða íbúar Dalvíkur 1.720 um aldamót en 1.980 í ársbyrjun 2011, meðalfjölgun 1,4% á ári. cin i nconftD ÍDi'umo 50 40 30 20 10 0 FULLGERÐAR ÍBÚÐIR Eftír húsgerðum íbúðir ■ 'M jjjjji UIII Einbýli Rafthi'pq | Fjölbýli m IL 71-75 76-'80 '81-'85 '86-'90 MARKAÐSVERÐÍBÚÐA Þús. kr./ m2, verðlag apríl '91. 80 4- Reykjavík - ■ Akureyri Dalvík Þetta súlurit sýnir hvernig byggingarmynstrið hefur breyst á Þetta súlurit sýnir markaðsverð íbúða á Dalvík sem hlutfall af Dalvík síðustu tvo áratugina. Einbýlishúsum hefur snarfækkað markaðsverðinu á Akureyri og í Reykjavík. en raðhúsum og fjölbýlishúsum fjölgað.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.