Norðurslóð - 17.11.1992, Síða 5

Norðurslóð - 17.11.1992, Síða 5
NORÐURSLÓÐ —5 Anton Angantýsson (t.v.) ræðir málin við Bjarka Elíasson, fyrrverandi yfir- lögregluþjón í Reykjavík. Myndir; arh Flæmingjarnir* skemmta sér - Vel heppnuð árshátíð Samtaka Svarfdælinga sunnan heiða í veitingahúsinu Artúni í Reykjavík Arshátíð Samtaka Svarfdæl- inga sunnan heiða var haldin í veitingahúsinu Artúni í Reykjavík laugardaginn 7. nóvember sl. Borðhaldið átti að hefjast um kl. 19.30, en ákveðið var að bíða eftir Beisa, Idda og Sigga. Loks er vonir manna voru farnar að dvína undir hálfníu um að þeir myndu mæta var matur fram borinn. Kvöldverðurinn sá var vel úti látinn og er ekki annað vitað en hann hafi bragðast bærilega. Nokkrir fullyrtu að villikryddað lambið hefði jamiað af ánægju eftir að hafa verið hesthúsað. Til dæmis heyrðist Stjána á Böggvisstöðum sitt lamb jarma um óttubil: vistin er mýkri í svarfdœlskum maga en mórautt að reika um sunnlenska haga. En það er ekki til neins að spyrja Stjána um þetta núna. Formaður stjómar Samtakanna setti samkomuna og heyrðist ein- staka feginsandvarp er hann sté úr pontu. Við veislustjóm tók Atli Rúnar Halldórsson og mátti ei á milli sjá hvort hann naut þess eður galt. Fyrstan á fjalimar boðaði hann Þórarin Gullbringubónda Eldjám sem minntist föðurtúna sinna og var öllum ljóst er í Artúni sátu að hann er sáróánægður með að hafa þurft að eyða obbanum af æsku sinni í að norpa í útsynningi við sjoppur og Sundlaug Vestur- Kolbrún Arngrímsdóttir les frétta- pistil að norðan, en mikil leynd hvílir yfir faðerni hans. bæjar í stað þess að trítla berlærað- ur um grænar grundir á Tjöm eða taka sundsprett í skálanum í Laugahlíð. Bót er þó í máli að nú er ei til Gullbringu leiðin löng að stökkva á gírstöng. Guðrún Lóa Jónsdóttir heillaði viðstadda með söng sínum og ekki virtist baga hana undirleikur Kára Gestssonar sem einnig lék á slag- hörpuna „undir borðum“ ásamt Dagmanni Ingvasyni og var það allt rafmagnað. Fréttapistil að norðan flutti Kolbrún Amgríms- dóttir og var það bara magnað. Dulnefni höfundarins verður birt í Norðurslóð 7. nóvember árið 2042 og skírnamafn hans réttum fimm- tíu árum þar í frá í sama biaði. Verslunin Sogn ásamt versluninni Það var dansað ótæpilega í Ártúni þótt marsinn þætti eitthvað snubbóttur. Svanhildur Árnadóttir afhendir Gunnari Stefánssyni verðlaun í skyndihapp- drætti kvöldsins, Atli Rafn Kristinsson, formaður félagsins, fylgist með. Spaðanum á Dalvík lögðu sitt af mörkum til hátíðarinnar með því að gefa vinninga í skyndihapp- drætti kvöldsins. Mættur var á staðinn þingmaður Svarfdælinga við Austurvöll nú um stundir, Svanhildur Ámadóttir, og var þingmaðurinn fenginn til þess að draga í happdrættinu svo tryggt væri að hann gerði eitthvert gagn meðan hann dveldist sunnan heiða. Kirkjukórinn okkar fyrir norðan lét svo lítið að líta inn og „taka lag- ið“ og eru kórfélögum færðar hér bestu þakkir, ekki síst Guðrúnu frá Þverá, Jóhanni frá Ytra-Hvarfi og þeim söngstjórum Jóni Helga Þór- arinssyni og Hlín Torfadóttur. Til marks um sönginn má geta þess að Magnús Ingimarsson sást nokkr- um sinnum standa upp eins og í leiðslu. Á miðmunda miðnættis og óttu var búist við því að Kristján Hjart- arson stjómaði svarfdælskum marsi. Hann mætti ekki sem gerði kannski ekkert til því Haraldur Hjaltason, varamaður hans, var til- búinn með 29 afbrigði af marsin- um. Hann kom þó ekki að nema hálfu afbrigði þar sem dansgólfið í Ártúni nær ekki 1.000 fermetrum. Hin tuttugu og átta og hálfa af- brigðið verða stigin á næstu árshá- tíð í eilítið samþjöppuðu formi. Segja má að hátíðinni hafi endan- lega lokið er Jóhann Daníelsson, alþýðutenór, tók lagið í anddyri skemmtistaðarins er tvær stundir lifðu eftir til miðs morguns. CORVUS * Aths. „Flæmingjar" er nafngift á þeim sem flust - eða flæmst - hafa burt úr Svarfaðardal og er ættað frá Bimi Þórleifssyni. Það er ma. not- að um árleg þorrablót brottfluttra á Grundinni. Ritstj. KOSTABOK 1. kostur: 2. kostur: 3. kostur: 4. kostur: 5. kostur: Innstæða er alltaf laus. Nafnvextir eru 3,75% eða hærri, ef verðtrygging reynist betri. Innstæða án úttektar í24 mán. ber 5,75% nafnvexti. Vextir færast tvisvar á ári. Leiðréttingarvextir af úttekt eru aðeins 0,3%. Leyfðar eru tvær úttektir á ári án vaxtaskerðingar. KOSTABÓK er góður kostur INNLANSDEILD KEA DALVIK LfóóAcivei*tí(HJi/ e/* . I œstu ot////' /oma (/uy/yo ó/ ma/ryar a/y'ar /œ/ar ■ 7/ 'ö// á/ayao cr/ra /ó/a gy yar /omúui ^ ' Je /ó/m a/ay/ýstjœr/ //m /yó o/Aur *$* A/e/um ó/oeya/í /œ/ur ár/'/a/Jar /JZö//m///m, ejýau/aá e/' meáyyóá/unjyrt'roa/u VNss /a/n'n r focj/t

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.