Norðurslóð - 27.01.1993, Page 1

Norðurslóð - 27.01.1993, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær 17. árgangur Miðvikudagur 27. janúar 1993 1. tulublað Fjölmenni var í Stekkjarhúsum í SkÍÐADAL 2. janúar sl. þegar hópur fólks á tveimur jafnfljót- um lagði leið sína þangað, flestir lausfættir á harðfenninu. Einnig var þung umferð jeppa og vélsleða um afréttinn þennan dag. Mynd: hjhj. Fólksfækkun í Svarfaðardal í janúarblaði Norðurslóðar fyrir ári síðan voru birtar fólksfölda- tölur fyrir Dalvík og Svarfaðar- dal frá 1. des. 1991. Kom þar í ljós gífurleg fjölgun í sveitinni svo talað var í því sambandi um „fólksfjöldasprengingu“ í æsi- fréttastíl. Hafði hreppsbúum fjölgað um 12 manns eða 4,44%. En Adam var ekki lengi í para- dís. Nú eru nýjar bráðabirgðatölur komnar frá Hagstofunni frá því I. desember 1992 og kemur þá í ljós að Dalvíkingum liefur fjölgað lítil- lega, eða um 0,6% úr 1495 í 1504. Það eru samtals 9 manns (Fjölgaði um 14 árið áður). En íbúum Svarf- aðardalshrepps hefur hins vegar fækkað úr 282 í 271 eða um 11 manns. Það er 3,9% fækkun! Til samanburðar má geta þess að þjóð- inni allri fjölgaði um 1,01% árið 1992. Þetta ætti að kenna manni að sjaldan er flas til fagnaðar og ekki er sopið kálið þó í ausuna sé kom- ið. O, sei sei. hjhj Urkoman á Tjörn einu sinni mælst meiri en 1992 Arsins 1992 minnast menn lík- lega lengst sem kreppuárs í þjóð- arbúskapnum sem einkenndist af samdrætti í framleiðslu til lands og sjávar samfara atvinnu- leysi. Veðurfarið sýndi þó ekki á sér nein kreppumerki. Guðimir brugg- uðu fjölbreytilegt tíðarfar með ríkulegri úrkomu í bland. Hún reyndist 678 mm að magni til en það er næst mesta úrkoma sem mælst hefur á Tjöm síðan athugan- ir hófust þar árið 1969. Árið 1983 hefur vinningin með 688 mm. Meðalársúrkoman hefur verið um 490 mm svo hér er um að ræða nær 200 mm umfram meðallag. Mánuður Úrkoma Úrkomu- mm dagar janúar 95,5 17 febrúar 55,9 17 mars 38,5 21 apríl 14,4 12 maí 18,1 11 júní 63,1 16 júlí 12,6 9 ágúst 69,6 15 september 83,3 14 október 16,4 13 nóvember 93,3 18 desember 117,1 23 Alls 677,8 186 Það er sjaldgæft að mánaðarúr- koman nái 100 mm en það gerðist þó í desember. Þá mældist ofan- koman 117 mm. Þetta er þó langt undir desembermetinu, sem var sett 1975, en þá var úrkoman hvorki meiri né minni en 170 mm. Þeir dagar sem mælanleg úrkoma fellur kallast úrkomudagar. Oft verður vart úrkomu sem þó er svo lítil að hún mælist ekki. Slíkir dag- ar tcljast ekki úrkomudagar. Úr- komudagarnir í Tjöm 1992 urðu 186 eða annan hvem dag að jafn- aði. Það er nálægt meðallagi. Mesta sólarhringsúrkoman mældist að morgni 14. jan. 27,3 mm og næsta morgun mældist hún 24,2. Þama féllu því rúmir 50 mm eða drjúgur helmingur þess sem mánuðurinn gaf. Janúar var raunar allur mjög óvenjulegur. Á þrett- ándanum gerði norðan hvell með stormi og snjókomu. Eftir það var skíðafæri gott í tvo daga en þá gekk hann til sunnanáttar með 10- 12 stiga hita og stórrigningu þeirri sem áður er nefnd. Vöxtur hljóp í læki og ár svo vegaskemmdir urðu af flóðuni og aurskriðum. Hlýindi héldust svo út mánuðinn með auðri jörð á láglendi. Veturinn var síðan snjóléttur fram til vors. í byrjum maí var snjór horfinn í byggð en þó kom dálítill kulda- kafli með snjóföl aðra viku mánað- arins. Eftir20. maí varkomin sum- artíð. Hitinn fór upp fyrir 20 stig í nokkra daga svo tré laufguðust og tún urðu iðjagræn á skömmum tíma. I júní hélt blíðan áfram til þess 20. Þá gerði stormatíð og síð- an sannkallað hrakviðri sem náði hámarki um Jónsmessu þegar jörð varð alhvít um Norðurland. Fuglar urðu fyrir þungum búsifjum og ætla menn að ungar hafi misfarist í stórum sífl. Mánuðurinn í heild er úrkomusamasti júnímánuður sem mælst hefur frá upphafi athugana á Tjöm. Sumarið leið síðan stórtíðinda- lítið, heyfengur nægur, þokkaleg uppskera í görðum og berjaspretta góð. Fyrstu næturfrost komu ekki fyrr en í október en það er fátítt. Vetur var góður fram í desember en þá gerði hríðarkafla mikinn sem náði hámarki með fjögurra daga grenjandi stórhríð um miðjan mán- uð og ófærð. Um jól var tíðin góð og síðan kvaddi árið með hátíðar- brag og heiðum himni á gamlárs- kvöld. Allir þekkja þennan litla máv? Hann heitir á latínu Rissa tridactyla, þ.e. með þremur tám. Almennt nefnd rita, enn hér um slóðir oftast kölluð Skeggla. Fuglar á vetri ✓ - Ovenjufáir fuglar sáust við árvissa fuglatalningu í Svarfaðardal Fuglatalning var gerð hér að vanda á milli jóla og nýárs á vegum Náttúrufræðistofnunar. Dagurinn var 27. desember 1992. Teljarar voru þeir sömu og fyrr og talningarsvæði þau sömu. Steingrímur Þorsteinsson í Vegamótum lýsir veðrinu svo: „Veður SV 3-4 vindstig, úr- komulaust en skýjað. Hiti 3 gráður. Ár og vötn voru ísi lögð, enda svellalög með meira móti og allmikill snjór á jörðu. Ládauður sjór, gott veður til talningar." 1. Steingrímur Þorsteinsson Svæði: Mynni Svarfaðardalsár- Brimnesá. Stokkönd 22 Hávella 2 Straumönd 2 Æðarfugl 120 Toppönd 2 Sendlingur 12 Silfurmávur 33 Svartbakur 15 Hvítmávur 11 Auðnutittlingur 7 Hrafn 2 Ógreindir mávar 9 2. Haraldur Guðmundsson rafvirki, Dalvík Svæði: Brimnesá-Sauðanes. Stokkönd 3 Hávella 7 Straumönd 8 Æðarfugl 15 Sendlingar 18 Dílaskarfur 1 Stormmávur 2 Svartbakur 2 Bjartmávur 1 Langvía 5 Teista 1 Snjótittlingur 5 ógreindir mávar 4 3. Kristján E. Hjartarson Tjörn Svæði: Laugahlíð-Reiðholt-Há- nefsstaðaskógur-Húsabakki. Rjúpa 7 Auðnutittlingur . 5 Snjótittlingur 34 Eins og tölumar sýna hafa fugl- ar verið venju fremur tegundafáir og fáliðaðir hér að þessu sinni. Líklega hefur staðið eitthvað ó- venjulega á í náttúrunnar ríki, dauðu og lifandi, um það leyti, sem talning fór fram. Víst er, að nú, þremur vikum síðar, er miklu meira af fugli á sjónum, segja telj- arar. Svo er t.d. um svartfugl, sem skyttur drepa nú unnvörpum, svo er um hávellu og svo er um æðar- fugl. Fyrir jólin sást brandugla nærri Árgerðisbrúnni, músarrindlar hafa sést og 27. nóvember sá Sigurjón í Hlíð 2 fugla í skurði, sem hann tel- ur hafa verið keldusvín. Hann sá þau líka nokkrum sinnum á sumr- inu sem leið. Ef það fengist stað- fest væri það stórfrétt. Hver vill fara á stúfana og freista þess að ná mynd? Tjörn 14.jan. 1993. HEÞ. Mánaðarleg úrkoma og fjöldi úrkomudaga á Tjörn í Svarfaðardal árið 1992 120 100 80 60 40 20 0

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.