Norðurslóð - 27.01.1993, Side 3

Norðurslóð - 27.01.1993, Side 3
NORÐURSLÓÐ — 3 Skipting útgjalda eftir gjaldaflokkum Dalvík Svarfaöardalur 1.2% 7.1% ■ Yfirstjórn H Fræöslumál flj Æskulýðs-og íþróttamál (Z| Önnurgjöld* ö Alm.trygg./Félagshjálp O Menningarmál □ Götur, holræsi og umf.mál ‘Önnur gjöld eru: Heilbrigölsmál, Brunamál og almannavarnir, Hreinlætismál, Skipulags- og byggingamál, Almenningsgaröar og útivist, Útgjöld til atvinnumála, Vatnsveita Blaðað í Arbók sveitarfélaga: Dalvík er best stæða sveitarfélag landsins blasir nú við bærinn Bakki sem stendur á allháum bakka frammi við ána. Á Bakka býr Vilhjálmur Einarsson og kona hans, Kristín Jónsdóttir frá Jarðbrú. Vilhjálntur var fæddur í Svartárkoti í Bárð- ardal árið 1863. Olst hann upp með móður sinni á ýmsum stöðum, lengst þó að Dagverðartungu í Hörgárdal. En þegar hann hafði aldur til stundaði hann vinnu- mennsku á ýmsum bæjum við Eyjafjörð uns leiðin lá út í Svarf- aðardal. Snemma giftist hann svo heimasætunni á Jarðbrú. Voru þau um stundarsakir í húsmennsku í Jarðbrúargerði. Þaðan fluttu þau inn í SÍlastaði í Kræklingahlíð þar sem þau bjuggu um sinn, en fluttu síðan aftur út í Svarfaðardal og hófu búskap í Ölduhrygg. Þar bjuggu þau í nokkur ár eða þangað til ábúð losnaði á Bakka. Sótti hann um ábúðina, en átti við all- mikinn andbyr að etja því annar sótti um. Voru Svarfdælingar margir hverjir honum frekar and- snúnir í ábúðarmálinu. En fyrir hjálp áhrifamanna fékk hann ábúð- arréttinn og flutti í Bakka árið 1904. Hófst hann strax handa um endurbætur á jörðinni og var fund- vís á nýjungar og lét sér ekki vaxa í augum þótt þær hefðu nokkum kostnað í för með sér eða aukin útgjöld. Ekki höfðu farið framhjá mér, þótt ungur væri, sögur um það að skapsmunir Vilhjálms á Bakka væru nokkuð harðir á köflum, ekki síst ef í odda skarst í samskiptum hans við aðra. Einkum mun þess hafa gætt á yngri árum hans að hann þótti ekki ætíð við alþýðu- skap. Mun það hafa valdið því að ýmsir reyndu að bola honum frá því að fá ábúðarréttinn á sínum tíma. Á Bakka var hann nú búinn að lifa og starfa um alllanga ævi og taka til hendinni svo um munaði. Hann hafði stillt skap sitt og lifði nú í sátt og samlyndi við sveitunga sína. Hafði enda rétt fram hjálpar- hönd ef einhver þurfti þess með. Kona hans Kristín var dugnaðar- kona, þrekmikil bæði líkamlega og andlega, heil og með afbrigðum rólynd sem mun hafa komið sér vel í sambúðinni við hinn skap- heita bónda. Sérkennilegt hús Eitt af fyrstu verkum Vilhjálms á Bakka var að rífa gamla torfbæinn og byggja nýtt íbúðarhús, eigi all- lítið á þess tíma mælikvarða. Það var timburhús og eitt af þeim fyrstu sem byggð voru í sveitinni. Var þetta hús sérkennilegt og ólíkt öðrum íbúðarhúsum hér í sveit, bæði fyrr og síðar, að því leyti að fjósið var staðsett undir íbúðar- húsinu. Tilgangurinn hefur vafa- lítið verið sá að fá hita í húsið frá kúnum, en þetta varð til þess að húsið entist verr en skyldi og kom fljótlega fúi í gólf og veggi. Vel man ég Vilhjálm á Bakka. Hann var lágur maður, dálítið gild- vaxinn, höfuðstór og orðinn heldur þunnhærður en ekki sköllóttur. Var ég oft næturlangt á Bakka þeg- ar ég var í bamaskóla í þinghúsinu á Grund og komst ekki heim, ann- að hvort fyrir það að áin var ófær eða veður hamlaði för. Var ég þá ætíð velkominn á Bakka. Við Klemens Vilhjálmsson vorum líka á svipuðunt aldri og samtímis í skólanum á Grund og fylgdumst oftast að úr honum suður í Bakka. Á þessum árum var Vilhjálmur orðinn mjög fullorðinn maður og að mestu hættur búskap, en Þór sonur hans farinn að búa á hluta af jörðinni ásamt konu sinni, Engil- ráð Sigurðardóttur frá Göngustöð- um. Vilhjálmur hafði þó enn ofur- lítinn búskap og var oftast eitthvað að. Hann fylgdist vel með öllu sem fram fór, jafnt á heimilinu sem í sveitarmálum, kom á fundi og lét til sín heyra og hafði enn ákveðnar skoðanir á hlutunum. Mér finnst mynd hans vera mjög skýrt mótuð í huga mínum. Eg sé hann fyrir mér þar sem hann stjáklar um gólf- ið í stofunni sinni á skyrtunni í allt- of víðum buxum, að mér fannst, stuttfættur en furðu beinn í baki, tottandi pípuna sína því hana skildi henn helst aldrei við sig, enda reykti hann mjög mikið og mátti helst ekki láta það koma fyrir að verða tóbakslaus. Sagt var að hann hefði einu sinni fengið fullan hálf- tunnupoka af „Grúnó“ tóbakspok- um, en sú tegund var þá mikið reykt. Fyrsta útvarpstækið í dalnum Vilhjálmur ntun hafa verið fyrstur til að kaupa sér útvarpstæki í Svarfaðardal og það nokkru áður en „útvarpsstöð Islands í Reykja- vík“, eins og hún hét á fyrstu árum Ríkisútvarpsins, tók til starfa. All- frumlegt hygg ég að þetta útvarps- tæki hafi verið. Man ég vel eftir því. Þetta var járnkassi með stór- um lömpum sem einhvem veginn voru festir utan á kassann. Sat gamli maðurinn löngum við að fá eitthvert hljóð úr þessu „apparati“. Hann heyrði þó sjaldnast annað en brak og bresti og þegar best lét eitt og eitt útlent orð eða setningu. Hafði hann það ráð helst til að fá eitthvert hljóð úr tækinu að slá í lampana eða dúnkana eins og hann kallaði þá. Síðar fékk hann betra tæki og hlustaði þá hugfanginn og af miklum áhuga á útvarp frá Reykjavík eftir að það tók til starfa. Eitt sinn smíðaði hann eða lét smíða fyrir sig snúningsvél eftir sinni eigin fyrirsögn. Reyndar varð hún aldrei nothæf og mun hafa Iegið nærri slysi þegar hann reyndi að snúa með henni í fyrsta sinn. Mun ekki hafa verið reynt að nota hana meir. Tæki þetta sá ég síðar þar sem það var að ryðga niður í grasið ofanvið Bakkabæinn. Merkilega fannst mér þessi smíð lík að byggingu sumum þeim snúningsvélum sem síðar komu á markaðinn og voru keyptar og not- aðar. Þó efast ég um að hann hafi verið búinn að sjá slfk tæki eða hafa spumir af þeim þegar hann hugsaði upp sína vél. Niðwlag í nœsta blaði Fjárhagur Dalvíkurbæjar hef- ur verið góður undanfarin ár og ekki að sjá af bókum bæjar- ins að kreppa sé í landi. Þetta fæst staðfest í nýútkominni Ár- bók sveitarfélaga 1992 en þar er að ftnna hafsjó upplýsinga um stöðu og starfsemi sveitar- félaganna 199 sem iandið skipt- ist í árið 1991 (þeim hefur eitt- hvað fækkað síðan og mun ef- laust fækka enn meir á næst- unni). Ef við byrjum á að líta á pen- ingalega stöðu þessa 23. stærsta sveitarfélags í landinu þá sker Dal- vík sig úr að mörgu leyti. Af 31 kaupstað í landinu eru aðeins sex með jákvæða peningalega stöðu, sem þýðir að eignir eru meiri en skuldir. Ekkert þessara sveitarfé- laga nær því þó að vera hálfdrætt- ingur Dalvíkur, ekki munar miklu að jákvæð eign Dalvíkur sé jafn- mikil og hinna fimm samanlögð. Hefði bæjarsjóður verið gerður upp í árslok 1991 hefðu verið rúm- ar 76 milljónir króna afgangs. í Svarfaðardal hefðu orðið 9 millj- ónir afgangs og á Árskógsströnd 14 milljónir. Hins vegar hefði vantað tæpar 13 milljónir króna upp á að eignir Ólafsfjarðar dygðu fyrir skuldum og í Hrísey hefði vantað 24,6 milljónir. Önnur stærð heitir „til ráðstöf- unar“ í árbókinni. Þá er búið að taka heildartekjur sveitarfélagsins, bæta við þær vaxtatekjum og draga frá þeim fastan kostnað af rekstri málaflokka, vaxtagjöld og afborganir af lánum sem gjaldféllu á árinu. Það sem þá er eftir er það sem sveitarfélög hafa úr að spila til framkvæmda eða „eignabreyt- inga“ eins og það heitir á máli sveitarstjómarmanna. Eftir þessar reikningskúnstir er útkoman sú að Dalvíkurbær hefur 50 milljónir króna til ráðstöfunar. í Ólafsfirði vantar hins vegar 5 milljónir upp á að tekjur bæjarins nægi fyrir föst- um útgjöldum og fjármagnskostn- aði. Með öðrum orðum: Ölafsfirð- ingar verða að fjármagna allar sín- ar framkvæmdir með lánsfé og auk þess slá 5 milljónum betur til að eiga fyrir alborgunum af eldri lán- um. Á Árskógsströnd hafa menn rúmar 10 milljónir úr að spila og í Svarfaðardal rúma milljón, en Hríseyingar juku skuldir sínar um 2 milljónir króna. Og fyrst við erum að tala unt skuldir þá er skuldabyrði hvers einstaklings sem býr hér út með firði mjög misjöfn eftir búsetu. Lægstar eru skuldimar í Svarfaðar- dal, þar skuldar hvert mannsbarn einungis 4 þúsund krónur. Á Ár- skógsströnd skuldar hver íbúi 39 þúsund. Skuldir Ólafsfirðinga eru 62 þúsund krónur á mann, Dalvík- inga 75 þúsund, en hver Hríseying- ur skuldar 224 þúsund krónur. Þeir eru þó ekki nema rúmlega hálf- drættingar Súgfirðinga þar sem hver bæjarbúi skuldar 404 þúsund krónur. Skattar og framlög Skattbyrði þegnanna, jafnt einstak- linga sem fyrirtækja, er mjög svip- uð í öllum sveitarfélögunuin hér út með firði, að Svarfaðardal frá- töldum. Ef öllum skatttekjum Dalvíkur er deilt niður á höfðatöl- una greiddi hver Dalvíkingur 106 þúsund krónur í bæjarsjóð árið 1991. í Ólafsfirði er þessi tala 107 þúsund, 109 þúsund í Hrísey, 104 þúsund á Árskógsströnd, en aðeins 70 þúsund í Svarfaðardal. I köku- ritinu hér til vinstri má sjá hvemig tekjustofnamir skila sér inn í sveit- arsjóð Svarfaðardals og bæjarsjóð Dalvíkur. Sveitarfélög fá líka styrki til rekstrar síns úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og fara þeir eftir regl- um sem eru of flóknar til þess að fara út í þær hér, en miðast meðal annars við íbúafjölda. Einnig geta sérstakar framkvæmdir valdið því að sveitarfélag fær meira framlag í ár en önnur. Tilgangur sjóðsins er að gera smærri sveitarfélögum auðveldara að veita íbúum sínum sambærilega þjónustu og þau stærri gera. Einnig tekur sjóðurinn þátt í kostnaði við byggingar stærri mannvirkja og við rekstur skóla. Árið 1991 fengu Svarfdælingar sem svaraði 30.191 kr. á hvem íbúa dalsins ur Jöfnunarsjóði, íbú- ar Árskógsstrandar 18.384 kr. hver, Dalvíkingar 9.287 kr„ Ólafs- firðingar 5.848 kr. og Hríseyingar 5.568 kr. Húsabakkaskóli dýr Útgjöldin eru töluvert ólfk, eins og sjá má af kökuritinu hér að ofan en það sýnir hlutfallslega skiptingu rekstrargjalda Dalvíkur og Svarfað- ardals. Þar sést að hér um bil tvær af hverjum þremur krónum sem Svarfaðardalur ver til rekstrar renna til fræðslumála meðan ein af hverj- um fimm krónum renna til fræðslu- mála á Dalvík. Ef útgjöldum er skipt niður á fbúana kemur í Ijós að hver Svarfdælingur greiðir hartnær 36 þúsund krónur fyrir rekstur Húsabakkaskóla og önnur fræðslu- mál meðan íbúar Dalvíkur, Ólafs- fjarðar og Hríseyjar greiða 15- 17.000 kr. til fræðslumála og Ströndungar leggja fram 24 þús- und. Útgjöld til yfirstjómar sveitar- félagsins eru líka ntjög mishá. Hver Svarfdælingur borgar minnst eða 9.795 kr„ á Dalvík kostar yfirstjómin 11.793 kr. á mann, í Ólafsfirði 13.432 kr„ á Árskógs- strönd 15.233 kr„ en Hríseyingar greiða 22.423 kr. yfir yfirstjóm eyjarinnar. Hvar er best að búa? Dalvíkingar hafa mátt vel við þennan samanburð una. En til þess að finna einhvern blett á skildi Dalvíkurbæjar skulum við líta í upplýsingar árbókarinnar um dag- vistarmál. Þar kemur fram að flest dagvist- arrými miðað við höfðatölu eru á Árskógsströnd, 6,47 á hverja 100 íbúa. I Ólafsfirði er þessi tala 6,21, í Hrísey 5,1 og á Dalvík 4,81. Svarfdælingar komast ekki á blað því þar er engin opinber barna- gæsla. Dalvíkingum til huggunar skal þess getið að á Akureyri eru dagvistarpláss 3,72 á hverja 100 íbúa. Hins vegar er hluti plássanna heilsdagspláss meðan ekki er boð- ið upp á lengri vist í Krílakoti en 4 tíma á dag. Og nú geta menn dundað sér við að bera saman byggðarlögin, hvar sé nú best að búa. Það væri heldur ekki úr vegi að íliuga hvemig það kæmi út að sameina sveitarfélögin fimm hér við utanverðan tjörðinn. Það er ljóst af þessum tölum að Ól- afsfjörður og Hrísey standa höll- ustum fæti, hvað reksturinn varðar. Svarfdælingar og Ströndungar verja langstærstum hluta af tekjum sveitarfélaganna til skólamála og eiga þar með minna afgangs til að sinna annarri þjónustu. Ög það vantar bamagæslu á Dalvík. -ÞH Skipting rekstrartekna eftir tekjustofnum Dalvík 5,0% 18,6% Svarfaöardalur 25,2°.^ 65,2% 10,8% 52,7% 11,4' Útsvar □ Aðstöðugjald ■ Fasteignaskattur Q Jöfnunarsj./landsútsvar

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.