Norðurslóð - 27.01.1993, Qupperneq 8
Svarfdælsk byggð & bær
Sæplast skráð á Verðbréfaþingi
TIMAMOT
Síðastliðinn föstudag tók gildi
skráning hlutabréfa Sæplasts h/f
á Verðbréfaþingi íslands. Þingið
er hluti af þeim hlutabréfamark-
aði sem hefur þróast upp á und-
anförnum árum.
Verðbréfaþinginu er ætlað að
skapa meira traust á hinum veik-
burða markaði því skráning á þing-
inu er háð mun strangari upplýs-
ingagjöf fyrirtækjanna en þau
þurfa að sæta á opnum hlutabréfa-
markaði. Sæplast var 12. fyrirtæk-
ið til að fá skráningu. Fyrir voru
nokkrir hlutabréfasjóðir ásamt
Eimskip, Flugleiðum, Granda,
Olís, Marel, Skagstrendingi og
Þonnóði Ramma. Verðbréfaþingið
áskilur að til þess komi allar upp-
lýsingar um þau mál sem varða
rekstur og stöðu fyrirtækja áður en
tilkynnt er um slíkt til dæmis í fjöl-
miðlum. Einnig skuldbinda fyrir-
tækin sig til að senda ársuppgjör
og að minnsta kosti sexmánaða
uppgjör árlega.
Almennt er gert ráð fyrir að
hlutabréf fyrirtækja haldist í hærra
verði ef þau eru skráð á Verðbréfa-
þingi og að þeir sem fjárfesta í
hlutabréfum geti betur treyst áreið-
anleika upplýsinga um fyrirtækin.
Sem dæmi um þetta er reiknað
með að lífeyrissjóðir muni fyrst og
fremst kaupa hlutabréf sem skráð
eru þama. JA
Skírnir
A aðfangadag, 24 desember, var Auður Sif skírð í Dalvík-
urkirkju. Foreldrar hennar eru Bryndís Brynjarsdóttir og
Jón Heiðar Sveinsson, Skíðabraut 3, Dalvík.
Á jóladagi 25. desember, var Anna Margrét skírð á
Skáldalæk. Foreldrar hennar eru Guðný Hallsdóttir og
Baldur Lárus Jónsson, Ægisbyggð 4, Ólafsfirði.
Annan dag jóla, 26, desember, var Helena Rut skírð á Dal-
bæ. Foreldrar hennar eru Ámý Hólm Stefánsdóttir og
Kristmundur Sigurðsson, Karlsrauðatorgi 18, Dalvík.
Annan dag jóla, 26. desember, var Hugrún Hanna skírð í
Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Júlía Linda Ómars-
dóttir og Stefán Jóhannesson, Steinahlíð 1 I, Akureyri.
Á gamlársdag voru skírð í Dalvíkurkirkju systkinin Anna
Elvíra og Vilhjálmur. Foreldrar þeirra eru Sigrún Bjama-
dóttir og Þórir Vilhjálmur Þórisson, Hjarðarslóð 3 d, Dal-
vík.
17. janúar var Alex Freyr skírður í Dalvíkurkirkju. For-
eldrar hans eru Kristín Amgrímsdóttir, Goðabraut 23, Dal-
vík og Douglas Odell búsettur í Connecticut í Bandaríkjun-
um.
Andlát
9. desember 1992 lést á Dalbæ, dval-
arheimili aldraðra, Dalvík, Helga Vil-
hjálmsdóttir frá Bakka.
Helga fæddisl í Ölduhrygg í Svarf-
aðardal 11. febrúar árið 1902, dóttir
Vilhjálms Einarssonar og Kristínar
Jónsdóttur. 8 af bömum þeirra hjóna
komust til fullorðinsára og einnig elsta
bam Vilhjálms. Þau em nú öll látin.
Árið 1904 flutti fjölskyldan í Bakka,
þar sem Helga ólst upp og við Bakka kenndi hún sig alla tíð.
Fljótlega kom í Ijós að Helga lét fátt aftra sér í að láta
það verða að veruleika er hún ætlaði sér, enda fékk hún til
slíks stuðnings úr föðurhúsum.
1925 fór hún utan til náms, var fyrst í Danmörku og
síðar í Noregi, þar sem hún nam m.a. handavinnu og fata-
sauni. Eftir að heim kom kenndi hún í tvö ár í Ólafsfirði en
dvaldi næstá áratug í Svarfaðardal þar sem hún hélt sauma-
námskeið og saumaði einnig fyrir sveitungana. 1942 fór
Helga til Blönduóss og kenndi þar við Kvennaskólann í 5
ár er hún fór að Húsmæðraskólanum að Varmalandi í
Borgarfirði þar sem hún kenndi í tvo áratugi.
Helga var mjög lipur í höndum og virtist sama hvers
konar handavinnu hún snerti við. Margt er hún gerði má
telja til listaverka, t.d. þjóðbúningana er hún saumaði.
Helga eignaðist ekki börn en batt mörg tryggðarbönd,
enda nutu jafnt ættingjar sem vandalausir hjálpsemi henn-
ar, ekki síst ungviðið er hún kom nálægt. Hún sá að all
nokkru leyti um uppeldi Gunnars Mostí, sem nú er látinn,
og undir hennar vemdarvæng ólust fleiri upp.
1966 flutti Helga til Sauðárkróks, sá um föndur fyrir
aldraða, þar til hún hætti allri kennslu 75 ára að aldri.
Hún var á annað ár á Ellideild Sjúkrahússins á Sauðár-
króki þár til hún kom á dvalarheimili aldraðra á Dalvík í
júní 1992. Þar lést hún 90 ára að aldri.
Helga var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 19. desember
og jarðsett í Tjamarkirkjugarði.
Annan dag jóla, 26. desember, lést á
Landspítalanum í Reykjavík séra
Stefán Snævarr fyrrverandi sóknar-
prestur Vallaprestakalls.
Stefán Erlendur Valdemarsson
Snævarr fæddist á Húsavík 22. mars
1914 en ólst að mestu upp á Neskaup-
stað. Foreldrar hans voru Valdemar
V. Snævarr, skólastjóri, og kona hans
Stefanía Erlendsdóttir. Stefán varð
stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1936 og lauk
embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1940. Vorið
1941 lét séra Stefán Kristinsson af embætti sóknarprests í
Vallaprestakalli og var Stefáni Snævarr veitt kallið frá 1.
júní það ár. Hlaut hann vígslu 15. sama mánaðar.
Á þessum árum náði Vallaprestakall yfir sóknirnar þrjár
í Svarfaðardal, Vallasókn, Tjamarsókn og Urðasókn; einn-
ig Upsasókn, er hið vaxandi þorp Dalvík tilheyrði; sem og
Árskógsströnd og Hrísey. Þetta var því umfangsmikið
prestakall og vegalengdir miklar og má rétt geta sér þess til
að annríki hefur oft verið mikið hjá sóknarprestinum ekki
síst á hátíðum þegar messa þurfti á mörgum kirkjum og
hvorki vegir né bílar eins góðir og við þekkjum nú. Hrís-
eyjarprestakall var stofnað 1952 og tilheyra því bæði Hrís-
eyjarkirkja og Stærri-Árskógskirkja. Stefán Snævarr þjón-
aði þessum kirkjum þó síðar í aukaþjónustu sem og kirkj-
um Möðruvallaprestakalls. Töluvert lengur og oftar þjón-
aði hann í aukaþjónustu nágrönnum sínum í Ólafsfjarðar-
prestakalli og lætur nærri að sú þjónusta hafi staðið hátt í
þrjú ár frá árinu 1968 þegar allt er talið saman. Voru að-
stæður oft erfiðar til ferða fyrir Múlann en þessa þjónustu
taldi Stefán ekki eftir sér að inna af hendi eins og vel og
kostur var. Prófastur Eyjafjarðarprófastsdæmis var Stefán
skipaður frá 1. nóvember 1968 og gegndi því embætti þar
til hann lét af starfi sóknarprests. I stjóm Prestafélags Hóla-
stiftis var hann frá árinu 1968.
1. júní 1947 kvæntist Stefán eftirlifandi konu sinni, Jónu
Magneu Gunnlaugsdóttur frá Sökku í Svarfaðardal og
eignuðust þau þrjú börn, Stefaníu Rósu, Gunnlaug Valde-
mar og Ingibjörgu Amfríði. Þau hjón bjuggu á Völlum
næstu tvo áratugina og ráku þar ágætt kúabú. Stefán gegndi
trúnaðastörfum fyrir sitt sveitarfélag og tók þátt í félags-
málum, söng með karlakórnum og var einn af stofnfélög-
um Lionsklúbbs Dalvíkur.
Síðla árs 1968 fluttu Stefán og Jóna til Dalvíkur og áttu
heimili að Hólavegi 17 næstu 16 árin. 30. september 1984
lét Stefán af embætti sóknarprests Dalvíkurprestakalls,
sjötugurað aldri eftir43 ára farsæla þjónustu. Margt kemur
upp í hugann þegar litið er til baka, stórar hátíðarstundir,
eins og vígsla Dalvíkurkirkju, sem og fjölmargar stundir í
gleði sem sorg. Fyrir allt starf sr. Stefáns þakka sóknar-
böm í Svarfaðardal og Dalvík af hlýhug. Það var ætíð gott
að koma til þeirra hjóna, bæði hlý í viðmóti og gestrisin og
margir heimsóttu þau, einnig eftir að þau fluttu suður. Áttu
þau hjón síðast heimili að Valhúsabraut 17.
Stefán var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 6.
janúar.
13. janúar 1993 lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri Jónas Hall-
grímsson, Bjarkarbraut 1, Dalvík.
Jónas fæddist á Melum í Svarfað-
ardal 28. október árið 1910, yngstur
fimm bama Hallgríms Halldórssonar
og konu hans og Soffíu Baldvinsdótt-
ur. Hann lærði bílaviðgerðir á Akur-
eyri, stofnaði verkstæði eftir það og
rak sjálfur til 1947 er Kaupfélagið
keypti verkstæðið af honum. Starfseminni stýrði hann þó
áfram til ársins 1978. Starf Jónasar við smíðar og viðgerðir
tengist mjög atvinnuuppbyggingu á Dalvík og í Svarfaðar-
dal því verkstæði hans liðsinnti jafnt sjómönnum og út-
gerðum sem bændum eða bæjarbúum. Vart var það nokk-
uð sem Jónas gat ekki bjargað enda var útsjónarsemi hans
og verklagni einstök. Ungur fór hann að aka bíl og ferðað-
ist hann mikið um landið. Myndasafnið hans er stórt í
sniðum, landslagsmyndir er hann tók í ferðum sínum eða
göngutúrum um næstu fjöll, eða þá mannamyndir og
myndir af atburðum á Dalvík og Svarfaðardal. Prýða
margar þeirra Sögu Dalvíkur og eru mikilsverð heimild um
liðna tíð. Jónas hafði næmt eyra fyrir tónlist, spilaði sjálfur
á harmoniku og fleiri hljóðfæri. Ætíð hafði hann nóg fyrir
stafni, léttur í lundu og þakklátur og sáttur með sitt hlut-
skipti í lífinu.
1937 kvæntist Jónas Hrefnu Júlíusdóttur frá Sunnuhvoli
og eignuðust þau þrjú böm; Þóru Nönnu, Höllu Soffíu og
Júlíus Óskar sem búsett eru í Reykjavík. Hrefna lést árið
1990 en Jónas bjó áfram í Bjarkarbraut 1, er hann byggði á
sínum tíma, og átti þar heimili til æviloka.
Jónas var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 22. janúar.
14. janúar lést á Dalbæ, dvalarheimili
aldraðra, Dalvík, Óskar Kristinn Júl-
íusson, Kóngsstöðum.
Óskar fæddist 8. maí árið 1892 á
Hverhóli í Skíðadal sonur Júlíusar
Hallssonar og Kristínar Ágústu Rögn-
valdsdóttur. Hann var yngstur í hópi
fjögurra alsystkina en eldri þeim var
hálfbróðir.
1916 byrjaði hann búskap í Hver-
hóli ásamt konu sinni Snjólaugu Aðalsteinsdóttur frá
Hreiðarsstöðum. Þar áttu þau heima í 9 ár er þau hófu bú-
skap á Kóngsstöðum hvar þau bjuggu til 1949. Við þann
bæ kenndi ðskar sig ætíð síðan og átti þar lögheimili til
dauðadags.
Óskar og Snjólaug eignuðust 6 böm en þau eru: Aðal-
steinn Sveinbjörn, Kristín, Valdemar, Friðrikka Elísabet,
Ástdís Lilja og Ámi Reynir.
Smíðar stundaði Óskar töluvert jafnhliða búskapnum
enda var fátt til af aðkeyptum áhöldum hér á landi fyrri
hluta þessarar aldar. Voru margir sem leituðu til hans um
aðstoð í þessum efnum.
En auk þess að stunda búskap á sinni jörð var Óskar
vegaverkstjóri í áratugi og minntist stundanna frá þeirri
vinnu með mikilli gleði. Hann kom víða við í félagsmálum
sveitarinnar, var stofnfélagi tveggja ungmennafélaga, var í
hreppsnefnd og ýmsu fleiru. Minnistæðar eru samferðar-
mönnum samkomumar á Kóngsstöðum til styrktar braut-
arlagningu um sveitina. Minnisgóður var Óskar svo ein-
stakt var alla sína ævi og kunni hann geysimargar vísur
sem hann gladdi samferðarfólk oft með í samræðum.
Eftir að Óskar og Snjólaug flutti til Dalvíkur vann Óskar
ýmsa almenna vinnu, heyjaði þó á sumrin á Kóngsstöðum
og hafði skepnur á Dalvík.
1979 fluttu þau hjón inn á Dalbæ, heimili aldraðra. Lést
Snjólaug þar 1980. Öskar hélt þar upp á 100 ára afmæli sitt
á síðasta ári og var hann staðráðinn í að ná þeim merkis-
áfanga þrátt fyrir að líkaminn væri farinn að gefa sig. En
hugurinn var skýr, minnið einstakt og gamansemin sem
fyrr þrátt fyrir aldurinn.
Óskar var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 23. janúar.
15. janúar lést að heimili sínu,
Hjarðarslóð 4e, Dalvík, Ingvi Björn
Antonsson.
Ingvi fæddist á Dalvík 5. febrúar
árið 1928, sonur Antons Antonssonar
frá Hamri og Sólveigar Hallgríms-
dóttur frá Ytra-Garðshorni. Var hann
yngstur í hópi fimm systkina. Móður
sína missti hann ungur og ólst upp hjá
frændfólki sínu á Hrísum frá 6 ára
aldri ásamt systkinum sínum.
Hugur Ingva stóð til búskapar, að hirða skepnur og
rækta, og fór hann til Noregs í búnaðamám og lauk þaðan
prófi eftir tveggja ára nám. Vann hann um tíma eftir það í
Danmörku. Eftir að hann kom aftur hingað til íslands hóf
hann störf við búið á Vífilsstöðum. Þar var hann í eitt ár þar
til hann réðst sem bústjóri að Bessastöðum á Álftanesi og
var þar í tólf ár.
1957 kvæntist Ingvi eftirlifandi konu sinni Valgerði
Guðmundsdóttur frá Seljabrekku í Mosfellssveit. Eignuð-
ust þau fjögur böm Guðmund, Petru, Anton og Bjamveigu
auk þess sem Magnea Þóra Einarsdóttir ólst upp hjá þeim.
1968 flutti fjölskyldan norður í Svarfaðardal og keyptu
jörðina Hrísa þar sem þau hjón höfðu búskap í 7 ár. Þá seldi
þau jörðina, fluttu til Dalvíkur og fór Ingvi að vinna hjá
bænum. Var hann um tíma verkstjóri þar, uns hann tók að
sér starf vigtarmanns sem hann gegndi allt til síðustu stund-
ar. Sumarbústað kom hann sér upp í landi Hamars, sem
hann vann við af þeim dugnaði og kappi er einkenndi öll
hans störf. Þar fékk hann einnig útrás fyrir þörf sína að vera
í tengslum við náttúruna og vera úti við, og þar gat hann
ræktað og sáð.
Ingvi var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 23. janúar.
JHÞ
30. desember 1992 lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri Friðrika Ár-
mannsdóttir. Skíðabraut 6, Dalvík.
Friðrika Sigríður fæddist í Botni í
Þorgeirsfirði 23. september 1913. Hún
fluttist með foreldrum sínum, Ár-
manni Sigurðssyni og Elínu Sigur-
hjartardóttur, í Urðir í Svarfaðardal
árið 1916 þar sem hún ólst upp í hópi
systkina, en þau vom Anton, Marta,
Hjörtur, Sigurður og Soffía. Friðrika fór í Kvennaskólann á
Laugalandi í Eyjafirði þegar sá skóli var endurvakinn og
útskrifaðist með fyrsta hópnum þaðan vorið 1938.
Árið 1944 giftist Friðrika Gunnari Jónssyni, síðar hafn-
arverði á Dalvik. Þau bjuggu lengst í húsinu Björk, Skíða-
braut 6, og var alla tíð mjög gestkvæmt á því heimili, enda
húsráðendur með afbrigðum gestrisin og höfðingjar heim
að sækja.
Friðrika og Gunnar eignuðust 3 böm. Þau eru Ármann,
dýralæknir í Laugasteini, kona hans er Steinunn P. Hafstað
og eiga þau 4 dætur; Ottó, stýrimaður á Dalvík, kona hans
er Friðbjörg Jóhannsdóttir, þau eiga 3 böm; Elín Jóhanna,
fulltrúi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, hennar maður er
Sævar Ingi Jónsson lögreglumaður, Elín á 2 syni.
Friðrika var jarðsungin frá Dalvikurkirkju 9. janúar síð-
astliðinn. Séra Þórhallur Höskuldsson jarðsöng.