Norðurslóð - 26.05.1993, Qupperneq 1
Svarfdælsk byggð & bær
17. árgangur Miðvikudagur 26. maí 1993 5. töiubiað
Skipstjóraefni af II. stigi ásamt Þórunni skólastjóra. Mynd: Bæjarpóstur/hk
Dalvíkurskóli:
Sjávarútvegs-
deildinni slitið
sem er fyrsta ár á fiskvinnslubraut
meðal annars. I námi á skipstjóm-
arbraut voru 23, þar af tólf á öðru
stigi en ellefu á fyrsta stigi. Þá luku
sjö prófi af þriðja árs námi á fisk-
vinnslubraut. Fimm stunduðu nám
á öðru ári fiskvinnslubraut.
Ýmsar viðurkenningar voru
veittar nemendum. Þótt saga deild-
arinnar sé ekki löng hafa skapast
ýmsar venjur varðandi viðurkenn-
ingar. Skipstjómarfélag Norðlend-
inga veitir árlega viðurkenningu
fyrir bestan árangur í siglingar-
fræðum þau hlutu nú Stefán Geir
Jónsson og Þórður Birgisson af
öðru stigi og Amar Bragason af
fyrsta stigi. Útvegsmannafélag
Norðurlands veittir verðlaun fyrir
hæstu meðaleinkun í stýrimanna-
deild þau hlutu nú Sigurður Ægir
Birgisson á öðru stigi og Amar
Bragason fyrsta stigi.
Sparisjóður Svarfdæla veittir
verðlaun fyrir góðan árangur í
verklegri frystingu en þau hlutu
Ingólfur Hjaltalín, Dagný Harðar-
dóttir og Þórey Eiríksdóttir. Einnig
fengu Geir Stefánsson af öðm stigi
og Skafti Atlason af fyrsta stigi
verðlaun frá Sparisjóðnum. En frá
skólanum fengu eftirtalin viður-
kenningu af fiskvinnslubraut Ing-
ólfur Hjaltalín og Valborg Stefáns-
dóttir og af strýrimannabraut Guð-
mundur Freyr Guðmundsson,
Þórður Birgisson, Guðbjartur H.
Kristjánsson og Bergur Einarsson.
Það vom þau Hulda Amsteins-
dóttir deildarstjóri sjávarútvegs-
deildarinnar á Dalvík og Bemharð
Haraldsson skólameistari VMA
sem afhentu nemendum prófskír-
teini og útskrifuðu nemendur. I
lokin var síðan þjóðsöngurinn leik-
inn. JA
Ferðafélagið komið á ról
Eins og fram kom í síðasta
blaði er nýtt líf hlaupið í starf-
semi Ferðafélags Svarfdæla og
hefur nú sumaráætlun félags-
ins verið kynnt í fjölmiðlum
hér á svæðinu. En sjaldan er
góð vísa of oft kveðin og því
birtum við hér áætlunina svo
menn megi festa hana sér í
minni eða upp á vegg eftir
hentugleikum.
Hafnasamlagið loks að veruleika
/ /
- Stefnt að því að sveitarstjórnir Dalvíkur, Olafsfjarðar og Arskógshrepps
afgreiði stofnsamninginn í júnímánuði
Laugardagur 8. maí
- Gönguferð í Stekkjarhús
Mánudagur 21. júní
- Kvöldferð upp í Lokugamir
(Ofan við Hámundarstaða-
háls)
Laugardagurinn 3. júlí
- Gengið á Kerlingu
Sunnudagurinn 25. júlí
- Rútu- og gönguferð í Austurdal
í Skagafirði ásamt Ferða-
félaginu Hörgi í Hörgárdal
Helgin 14.-15. ágúst
- Gönguferð á Tungnahrygg.
Unnið að viðhaldi skálans og
gist þar eina nótt
Eins og glöggir lesendur ef-
laust sjá hefur ein ferðin þegar
Það var annasamt við Dalvíkurhöfn á uppstigningardag. Verið var að landa rækju úr Náttfara sem er í viðskiptum við
Söltunarfélagið og utar var verið að hífa frystigáma um borð í Reykjafoss. Mynd: -ÞH
Dalvíkurskóla verður slitið
næstkomandi föstudag 28. maí
það er að segja grur.nskólanum.
Hins vegar var sjávarútvegs-
deildinni slitið sunnudaginn 16
maí sl. Athöfnin fór fram í Dal-
víkurkirju og hófst með því að
nemendur úr Tónlistaskólanum
léku nokkur lög. Þórunn Bergs-
dóttir skólastjóri bauð síðan
nemendur og gesti velkoma en
gaf svo Gunnari Ragnars for-
stjóra ÚA orðið sem flutti ræðu
og lýsti sinni sýn á málefni sjáv-
arútvegsins.
Þessu næst flutti Þórunn skóla-
stjóri skólaslitaræðu þar sem hún
rakti það helsta sem einkenndi
starf sjávarútvegsdeildarinnar.
Nemendur vom 65 í vetur, þar af
30 á fyrsta ári í framhaldsskóla
Nú sér fyrir endann á stofnun
hafnasamlags þar sem hafnar-
sjóðir Dalvíkur, Ólafsfjarðar og
Arskógshrepps verða sameinað-
ir. Stofnsamningur var að mestu
leyti frágenginn á sl. hausti, en
þá var ákveðið að bíða með
stofnun samlagsins þar til hafna-
málaáætlun fyrir árin 1993-96
yrði frágenginn. Nú liggur hún
fyrir í grófum dráttum og kom
stofnsamningurinn til fyrri um-
ræðu í bæjarstjórn Dalvíkur í
gærkvöldi, þriðjudag.
Gert er ráð fyrir að sveitar-
stjómimar þrjár afgreiði stofn-
samninginn í júnímánuði og tekur
samlagið þá strax til starfa. Bók-
hald hafnanna verður með óbreytt-
um hætti til áramóta en þá öðlast
samlagið sjálfstæðan fjárhag og
rekstur þess verður aðskilinn frá
sveitarsjóðunum. Fyrirhugað er að
ráða hafnarstjóra fyrir samlagið en
það mun hafa skrifstofu á Dalvík.
Ekki er gert ráð fyrir breytingum á
starfsmannahaldi til að byrja með,
en starfslýsingar endurskoðaðar og
störfín endurmetin í ljósi breyttrar
starfsemi.
Stjóm samlagsins verður skip-
uð tveim fulltrúum frá hverju
sveitarfélagi, en sjöundi maðurinn
verður til skiptis fulltrúi Ólafs-
fjarðar og Dalvíkur. Formaður
verður frá þeim kaupstaðnum sem
á tvo fulltrúa í stjóm og færist for-
mennskan milli kaupstaðanna á
miðju kjörtímabili stjómar sem
verður fjögur ár. Þessi skipan kem-
ur þó ekki til framkvæmda fyrr en
að afstöðnum sveitarstjómarkosn-
ingum næsta vor, fram að þeim
verður samlaginu skipuð bráða-
birgðastjóm.
Eins og fram kom hér í blaðinu
í vetur hljóp nokkur snurða á þráð
þessa hafnasamlags þegar þing-
menn tóku til við að útdeila fjár-
magni til framkvæmda við hafnir
landsins næstu árin. Þá var útlit
fyrir að hlutur Dalvíkur, eins og
hann var skilgreindur í fram-
kvæmdaáætlun samlagsins, yrði
fyrir borð borinn.
Þann 18. maí sl. var hafnaáætl-
un fyrir árin 1993-96 rædd í ríkis-
stjóm. Þar var ákveðið að fresta
endanlegri ákvörðun til haustsins
en þó teknar þær ákvarðanir sem
nægðu til þess að eyða óvissu um
framkvæmdir á Dalvík. En hvað
hefur breyst, Kristján Þór Júlíus-
son bæjarstjóri?
„Það sem breyttist var að við
sjáum núna betur fyrir starfsemi
þessara hafna næstu fjögur árin,
ekki bara héma heima heldur einn-
ig samvinnu sveitarfélaganna inn-
byrðis og við samgönguráðuneyt-
ið. Eins og málin litu út í vetur var
ekkert á dagskrá í hafnarfram-
kvæmdum hér á Dalvík fyrr en í
fyrsta lagi árin 1995-96. Nú er ljóst
að gerðar verða líkantilraunir með
brimvamargarð á þessu ári og haf-
ist handa við hann næsta sumar. Á
Árskógssandi verður bryggjan
lengd um 70 metra á þessu ári og
lokið við þverbryggjuna í Ólafs-
firði. Á ámnum 1995-96 verða
steyptar þekjur á Ólafsfirði og
Árskógssandi og rekið niður stálþil
við Norðurgarðinn á Dalvík.“
- Hver er ávinningiirinn af
þessu samlagi?
„Hann er fyrst og fremst sá að
til lengri tíma litið sparar þetta í
fjárfestingum í höfnunum öllum
auk þess sem það auðveldar sveit-
arfélögunum að reka hafnimar
með sem minnstum tilkostnaði. Sá
spamaður á svo að koma notend-
um hafnanna til góða.“
Dalvíkurhöfn er þegar farin að
virka sem útflutningshöfn fyrir
sveitarfélögin þrjú og þá vaknar
spumingin hvort Dalvík sé ekki
komin í bullandi samkeppni við
Akureyrarhöfn um flutninga til og
frá Eyjafjarðarsvæðinu öllu.
„Nei, ég held ekki að það verði
mikil samkeppni þama á milli,“
segir Kristján Þór. „Þvert á móti
held ég að næsta umhugsunarefni
eftir að við sjáum hvemig hafna-
samlagið virkar ætti að vera sam-
starf við Akureyrarhöfn, jafnvel
hafnasamlag. Dalvíkurhöfn getur
aldrei komið í staðinn fyrir Akur-
eyrarhöfn. Hins vegar er það kjam-
inn í þeirri umræðu sem nú á sér
stað um sameiningu sveitarfélaga
að sameinuð eigi þau að fá að ann-
ast þá þætti sem þau em fær um.
Við eigum ekki að þurfa að flytja
vömr héðan til Akureyrar til þess
að flytja þær þaðan út, né heldur að
sækja aðföng okkar þangað. Á
þessu hefur sem betur fer orðið
mikil breyting til batnaðar undan-
farin ár og hún mun halda áfram.“
Eins og áður segir er ætlunin að
afgreiða stofnsamninginn áður en
sveitarstjómimar þrjár'fara í sum-
arfrí. Með plöggunum sem nú em
til umræðu er yfirlit yfir rekstur og
fjárhagsstöðu hafnanna þriggja á
síðasta ári. Þar kemur í ljós að tekj-
ur hafnanna voru samtals 41,6
milljónir króna, þar af voru tekjur
Dalvíkur rétt tæpar 22 milljónir,
Ólafsfjarðar 13,4 milljónir og Ár-
skógshafnar 6,2 milljónir króna.
-ÞH
Fyrsta ferð hins nýendurreista Ferðafélags Svarfdæla var farin 8. maí oglá
ieiðin fram í Stekkjarhús í Skíðadal. Mynd: hjhj
verið farin. Var það hressandi
göngutúr í hlýjum hnjúkaþey
fram í Stekkjarhús nokkru áður
en vetrarríkið helltist yfir okkur.
28 manns á öllum aldri vom
mættir til leiks. Var á göngufólk-
inu að heyra að þetta hefði verið
hin ánægjulegasti túr. Næsta ferð
verður þá einskonar miðnætur-
sólaferð upp í Lokugamir á Jóns-
messunni ef ekki snjóar.
hjhj