Norðurslóð - 26.05.1993, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 26.05.1993, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ Vorið og veðrið 1993 Hagur... Framhald afhls. 3 Sameining sveitarfélaga blandaðist inn í umræðumar og vom sumir á því að hún ræki á eftir því að hafist yrði handa. Réttast væri að nýta það fjár- magn sem hreppurinn ætti og láta það svo ráðast eftir samein- ingu hvemig staðið yrði að því að ljúka við bygginguna. Ekkert var samþykkt á fund- inum annað en að óska eftir því við félögin fimm að þau ræddu málið við fyrsta tækifæri og tækju afstöðu til þess hvort þau vildu eiga þátt í húsbyggingunni. Atli sagði að þetta væri mjög brýnt því ljóst væri að ekkert yrði úr framkvæmdum án þátttöku félaganna. Ákvörðun tekin fljótlega Þegar þetta er ritað liggur afstaða félaganna ekki fyrir að öðru leyti en því að á aðalfundi Veiðifélags Svarfaðardalsár var samþykkt að taka þátt í viðræðum við hrepps- nefndina um málið. Þetta var samþykkt gegn atkvæðum full- trúa Dalvíkurbæjar sem á tals- verðan part af ánni. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri lét bóka mótmæli sín gegn þessari sam- þykkt þar sem hann teldi lög fé- lagsins ekki heimila slíka ráð- stöfun á fjármunum félagsins. Enn hafa engar formlegar við- ræður verið milli hreppsnefndar Svarfaðardals og Dalvíkurbæjar um bygginguna og Kristján Þór sagði bæjaryfirvöld ekki hafa tekið neina afstöðu til hennar. Atli sagði að hreppsnefnd væri nú að viða að sér ýmsum upplýsingum sem nauðsynlegt væri að fyrir lægju áður en ákvörðun er tekin. Hana yrði þó að taka fljótlega því hugmyndin er sú að hefja framkvæmdir strax í sumar ef sú verður niðurstaðan. -ÞH Viku norðangarri á miðjum sauðburði Flökkukindin Fjallagrána með hrútana sína tvo. Mynd: -ÞH Voriö 1993 kom hægt og stillt og bræddi hljóðlega af sér klaka- brynjuna. Um sumarmálin voru tún komin undan græn og sælleg og undirritaður sagði sigri hrós- andi hverjum, sem heyra vildi, að þvert ofan í allar spár væri ekki lófastór kalskella í svarf- dælskum túnum. Mey skal að morgni lofa en dag að kveldi. Það hendir stundum, að mærin fríða bregst á úrslitastundu, og dagur, sem byrjar bjartur og fagur snýst seinnipartinn upp í súld og leiðindi. Hér að neðan er sagt frá norðangarðinum langa og leiðin- lega sem stóð sleitulaust í 8 sólar- hringa, 12-19. maí. Ræður þú þessu..? Fyrr má nú vera bannsettur þráinn. Sjálfsagt hefur einhverjum fleirum en undirrituðum komið til hugar þessi vísa í hógværum ávítunartón, sem Þura í Garði setti saman eitthvert kalda vorið fyrr á öldinni: Rœður þú þessu, góði guð? Gerir þú þennan ófögnuð? Að fylla heiminn af frosti og hríð? Finnst þér þett’ ekki hölvuð tíð, í maí? En þessi þolraun gekk yfir eins og allar aðrar, bæði hér og vonandi líka í Mývatnssveitinni, sól braust fram úr skýjum og jörð tók til þess, sem frá var horfið - að grænka og gróa. Þ.e.a.s. sumt af henni. Það kom sem sé í ljós, sem fáa varði, að ræktuð jörð er illilega kalin eftir allt saman. Það geta þeir nú séð og sannfærst, sem aka um veginn og sjá til beggja handa hálfa og heila hektarana í túni mógráa og stein- dauða. Alltaf er kalið ömurlegt og ill- viðráðanlegt. Hinsvegar er engin hætta á fóðurskorti næsta vetur af þessum sökum. Heyfymingar verða feykimiklar og almennar og það er góð undirstaða. Síðan geta menn aukið heldur áburðargjöf, sem farið hefur minnkandi undan- farið, sem betur fer. Nei, það er engin vá fyrir dyrum. En gremju- legt er að sjá nýrækt, sem fór græn og algróin undir værðarvoðir vetr- arins, koma gráa og lífvana undan þeim að vori. Og því má breyta málshættinum foma og segja: Vetur skal að vori lofa. Sauðburður Fréttamaður hringdi í marga helstu sauðbændur sveitarinnar, allt frá Hálsi til Hrafnsstaða og innti menn og konur eftir gangi mála í fjár- húsunum. Svör vom nær öll á einn veg: jú takk, sauðburður er langt kominn og hefur gengið vel og víða ágætlega. Norðangarðurinn gerði engum mein, fé var allt inni- við, enda húspláss nægilegt og hey meira en það.. Frjósemi er mikil, víðast mikill meirihluti tvílembd- ur, eitthvað þrílembt á flestum bæjum og einar 5-6 á Hofi. Ekkert fréttnæmt er við þetta. Á Fyrstu 10-12 dagana í maí var sæmilegt vorveður og jörð kom undan langstæðri klakabrynju og sýndist vera lítt skemmd. Trjágróður kom ágætlega und- an vetri, nema hvað sumstaðar voru tré illa lemstruð af snjó- þyngslum og stormum vetrar. Farfuglar komu á venjulegum tíma hlakkandi og fagnandi ís- lensku sumri og sól. Fólkið í dalnum lofaði líka „gæsku gjafarans" á sinn hátt og fór að hc.fa tún. Sauðburður gekk víðast í garð í annarri viku maí og allt var gott og fagurt. Þá skullu ósköpin á. Þann 12. fór hann að blása úr norðri og æsti sig upp í stórastorm. Samtímis féll hitastig- ið niður í núllið og lengra þó. Rigning breyttist í slyddu og slyddan í snjókomu. Til að gera langa sögu stutta nægir að segja, að norðangarrinn öskraði og orgaði linnulaust í heila viku, eins og hann ætlaði sér allt lifandi að drepa, bæði jurtir og dýr. Líklega fengu fuglamir verstan skell fyrir ferðina sunnan úr sólarlöndum. Hæringsstöðum voru um 120 ær og gemlingár á fóðrum. Þegar sauðburður hafði staðið í 6 daga voru 107 bomar 160 lömbum! Aðrar 7 eiga að bera eftir 10-14 daga, en 7 eru geldar, flest geml- ingsgimbrar. Kussu má tetta til bera? eins og þeir segja í Færeyj- um. Svarið er einfalt. Það er svamp/sæðingartæknin, sem þessu veldur. Með þeirri tækni er burðin- um samanþjappað á nokkra daga. Einstaka ær, ca. 5%, heldur ekki og er þá haldið undir hrút hálfum mánuði síðar. Það hrífur í flestum tilfellum, en ekki öllum. Við látum þetta nœgja um vorið og veðrið, en óskum fólki ogfénaði til lands og sjávar góðs sumars. Skrifað 23. maí HEÞ Allur fénaður var á gjöf að sjálf- sögðu og þóti engum tiltökumál. Þ.e.a.s. allir nautgripir og sauðfén- aður, nema gráa ærin tvíburanna í Laugahlíð, Áma og Hjartar. Hún á heima á Tjöm og átti að bera þann 9. maí. Hún var úti á túni, en kom ekki heim með öðmm ám um kvöldið. Hennar var leitað og leit- að með dunum og dynkjum um allt fjallið milli Þverár og Holtsár. En ekkert sást af þeirra gráu, hvorki hom né hár. Svo kom hvellurinn þann 12. og stóð til þess 19. Vonin um að Grána skilaði sér með lambi sínu eða lömbum dofnaði með hverjum illviðrisdeginum á eftir öðmm, heilum 8 í vonlausri röð. Svo dagaði af nýjum degi, mið- vikudegi 19. maí. Þá gaf á að líta. Komið sólskin og sunnanvindur með gróðurilm og fuglasöng. Af gömlum vana litu Tjamarmenn áhyggjuaugum til fjalls og minn- ingin um Fjallagránu lifnaði á ný, Og viti menn, uppi í fjalli sást ein- hver hreyfing og bar við nýfallinn snjá. Við nánari skoðun kom í ljós, að þama var á ferð engin önnur en sú gráa. Og hún var ekki alveg ein. Lítill dökkur hnoðri, nei, tveir dökkir hnoðrar, sáust fylgja henni eins og litlir skuggar. Hér mætti sagan enda, en samt skal þess getið, að ærin, sem heimt var úr helju, var bráðlega komin í hús með afkvæmi sínu, tveimur mórauðum hrútum, sem þar og þá hlutu nöfn eigenda sinna, Áma og Hjartar. Sumar sögur enda vel - og þetta er ein þeirra. HEÞ Stækkaður Sparisjóður Svarfdæla sendir íbúum Vallahrepps hins forna á Dalvík, Svarfaðardal, S Arskógsströnd og Hrísey bestu sameiningar- og sumarkveðjur. Minnumst orða Matthíasar: Qrczðum saman mdn og mdn metumst d viðgrannann. ‘fettum saman stdn við stdn, styðjum fivajir annan; íVföntum,, vö/^vum rein við rein, rnljtin sfaparframann. J-Cvað má fiöndin dn og dn? fAlíir Uggi samanl Sparisjóðurinn Sparisjóðurinn Sparisjóðurinn Dalvík Sími 61600 Árskógi Sími 61880 Hrísey Sími 61785

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.