Norðurslóð - 26.05.1993, Page 2

Norðurslóð - 26.05.1993, Page 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmerm: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Um hvað var samið? Það er búið að undirskrifa samninga um launin í þjóðfélaginu. Niðurstaðan var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir: engar launahækkanir á samn- ingstímabilinu sem er út næsta ár. Ýmsar auka- greiðslur - orlofs- og jólauppbót - eru framlengdar úr síðustu samningum. Stærstu atriðin í þessari nýju þjóðarsátt verða hins vegar greidd úr ríkis- sjóði í formi lækkaðra skatta á matvörur. Eftir all- langa baráttu tókst að lækka hinn illræmda matar- skatt. Fyrir bragðið á verð á kjötvörum að lækka um 3 Vi-5% og á mjólkurvörum um 8,4%. Og svo er enn klappaður steinninn um nauðsyn þess að lækka vexti. Viðbrögðin við þessum samningum hafa verið nokkuð athyglisverð. Menn hafa keppst við að sýna fram á að lækkun virðisaukaskatts á matvæli sé ekki vænleg leið til kjarajöfnunar. Og svo var blekið varla þornað á samningunum þegar upp- hófst mikil umræða um að samningarnir myndu ekki leiða til lækkunar vaxta heldur þvert á móti þrýsta þeim upp á við. Aukin útgjöld ríkisins hreki ríkissjóð út í enn harðari eftirsókn eftir lánsfé og samkvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn muni það hækka vexti en ekki lækka. Það sem telja má nýmæli í þessum samningum er að ríkisstjórnin heitir því að leggja fram einn milljarð króna til atvinnusköpunar á þessu ári og annan á því næsta. Þarna er rætt um vegagerð, við- hald opinberra bygginga og fleira. Þetta atriði hefur verið umdeilt. Verkalýðshreyf- ingin telur þetta nauðsynlegt til að andæfa gegn því mikla atvinnuleysi sem nú er hér á landi. Aðrir segja að þetta muni hafa þveröfug áhrif vegna þess að þetta leiði til hækkunar vaxta sem séu helsta bölvun fyrirtækjanna í landinu. Samningarnir sem gerðir voru á uppstigningar- dag bera merki ástandsins sem ríkir í þjóðfélaginu. Það er ekki mikið fyrir launafólk að sækja þegar þjóðartekjur dragast saman í takt við fiskafla. í slíkri stöðu er ekki margra kosta völ og verkalýðs- hreyfingin hefur komist að þeirri niðurstöðu að eina færa leiðin væri að knýja ríkisvaldið til að auka jöfnuðinn í samfélaginu með aðgerðum í skatta- og atvinnumálum. Um þetta ríkti þó alls ekki eining því samtök opinberra starfsmanna höfðu uppi efasemdarraddir um að þessi leið skil- aði þeim einhverjum árangri. Sá efi er skiljanlegur í ljósi þess að líklegustu viðbrögð ríkisstjórnarinn- ar við þessum samningum eru þau að herða enn ieitina að leiðum til að skera niður í ríkisgeiranum. Niðurstaðan gæti því orðið sú að þau störf sem sköpuð eru í einkageiranum tapist hjá hinu opin- bera. Að vanda reyndu samningamenn að bera sig vel og vera bjartsýnir að undirritun lokinni. Þeir töldu að samningarnir myndu í það minnsta verja kaup- máttinn frekari áföllum og halda verðbólgunni í skefjum. Og atvinnurekendurvoru á því að þessir samningar myndu heldur örva atvinnulífið. Hér skal aðeins sett fram sú von að þeir verði sannspárri en úrtölumennirnir. Þessu samdráttar- skeiði má alveg fara að Ijúka. -ÞH Vinir mínir steindeplarnir - Frásagnaþáttur eftir Jóhann Nykurtjörnin hefur mótað landslagið í hlíðinni fyrir ofan Brekku. En nú er hann að segjafrá vinum sínum, hjónunum herra Steindepli og frú Steinklöppu. Millifyrirsagnir eru hlaðsins. Ritstj. Sveinbjarnarson Jóhann Sveinbjarnarson frá Brekku heldur hér áfram að rekja œskuminningar sínar. Hann er að lýsa götuslóða fyrir ofan Brekku, þar sem kýrnar voru reknar á haga yfir sumarið. Jóhann hefur snemma haft opin augun fyrir fyrirbœrum náttúrunnar og gert sér grein fyrir því hvernig Grundarlœkurinn og Eg var ekki gamall þegar eg var látinn fara að reka kýmar. Kúagat- an lá yfir skriðu fyrir ofan túnið, sem fyrir löngu síðan hefir komið fram úr bæjargilinu. Grundarlæk- urinn hefir í fyrstu komið niður þetta gil og borið fram grjót og mold sem myndað hafa þá hóla og hæðir sem Brekkutún þekur nú. Síðar þokast hann suður á við og gerir sérstakan farveg, Ljótsgils bæjargilið, þar hefir hann framrás í nokkrar aldir, þá er hann enn búinn að fylla svo mikið upp norðan við sig á Fletunum, að hann færist enn suður í svonefndar Sprungur þar til hann býr sér farveg þar sem nú er orðið hið hrikalega og djúpa Grundargil. Allt umhverfi kring um Brekku ber það með sér að fyrr á tímum hafi verið þar miidð vatnsafl á ferðinni, það sýna hin djúpu gil sem þar eru í kring og einnig í túninu. En bæjargilið hefur vatnið ekki getað grafið niður vegna þess, að fjórir bergstallar eru í því, og einnig í Ljótsgilinu fyrir neðan brún. Þessar ályktanir styðj- ast við athuganir, sem eg gerði þegar eg var kominn til vits og ára, því þá var eg flestum öðrum kunn- ugri á þessum slóðum. Skriðan, sem kúagatan lá yfir í gamladaga, er nú orðin lítill blett- ur, náttúran er nú nær því búin að þekja yfir hana með gróðri og hef- ur þá þar með lokið hlutverki sínu: að græða þau sár, sem lækurinn hefur veitt Brekkulandi í gamla- daga. Þetta var nú útúrdúr frá því, sem eg ætlaði að segja frá, þegar eg var að reka kýmar. Hreiðrið fundið Rétt við kúagötuna neðan í hæð, sem var í skriðunni, tók eg eftir, að alltaf voru á vappi steindepilshjón stundum bæði, en oft kvenfuglinn einn. Fór mig að gruna að hann ætti hreiður þama í nágrenninu, og veitti þeim því nánar gætur. Leið svo nokkur tími þar til eg eitt sinn fór þar um. Tók eg þá eftir því, að þau voru þar bæði á ferð og nú vom þau bæði með eitthvað í nefinu. „Nú eiga þau orðið unga og nú skal eg sjá hvar þau fara til þeirra“, hugsaði eg. Lagðist eg nú niður þar sem eg sá vel þann blett, þar sem eg þóttist viss um, að hreiðrið væri. Eftir litla stund hvarf kvenfuglinn niður í holu í urðinni og kom fljótt upp aftur, en þá um aðra holu. Fór hún til maka síns, tók það, sem hann var með í nef- inu, og fór með það niður. Nú var eg viss um hvar hreiðrið var. En þó að eg þekkti holumar fann eg ekki hreiðrið, því það var svo djúpt niðri í urðinni. Hreiðrið endurbætt Nú leið tíminn til næsta sumars, og þá um vorið sá eg merki þess, að þau ætluðu að búa þama áfram. Fylgdist eg af miklum áhuga með störfum þeirra og þegar eg varð þess var, að ungar voru komnir hjá þeim fór eg að færa þeim mat, en eg hætti því fljótt aftur, því eg sá að það var aðeins til að auka þeim áhyggjur því þau fluttu það jafn- harðan burt frá hreiðrinu, þau hafa auðsjáanlega ekki viljað hafa neitt nærri bústaðnum sem dregið gæti athygli óvina að. Aðeins mjólkur- skánir sá eg hana fara með niður til unganna. Nú vom þau orðin mér svo vön, að þau fóm ekkert í felur með að vitja hreiðursins, litu auðsjáanlega á mig sem vin sem þeim stæði eng- inn ótti af. Seinni part sumars var eg á gangi á þessum slóðum með Hjöra frænda mínum - (Hjörleifur Jó- hannsson, sem seinna var kenndur við Gullbringu, var móðurbróðir hans, 14 ámm eldri) - og sagði eg honum frá hreiðrinu og sýndi hon- um inn- og útganginn, sem stein- klöppumamma notaði. Rótaði hann með mestu gát í urðinni og gróf sig niður þar til hann fann hreiðurkörfuna. Var það í þröngri skom milli steina. Hann fann sér flatan stein og lagði yfir sprunguna fyrir ofan hreiðrið svo ekki gæti lekið ofan í það. Bjó hann svo um með sömu ummerkjum og áður vom. Nú beið ég með mestu eftir- væntingu næsta vor eftir að vita hvort hjónin gætu fellt sig við þær endurbætur, sem við gerðum á bú- stað þeirra. Jú, þau verptu í hreiðr- ið og það gerðu þau á hverju ári. Eg lét engan strák vita um þetta hreiður, því eg óttaðist, að þeir færu þá að róta til steinum til þess að sjá, hvar það væri og eyðilegðu með því bústað þessara vina minna, sem ég þóttist vita, að væri þeim mjög kær. Kynslóð fram af kynslóð Árið 1896 flutti eg burt úr Brekku í fjarlægt hérað, en fór þangað aftur 1906 og var þá búinn að gleyma bústað litlu vinanna minna, upp í skriðunni. Það var ekki fyrr en á öðm ári, sem eg var þar, að eg tók eftir steindepilshjónum á vappi á þessum slóðum. Um leið mundi eg eftir hvar þau höfðu átt heima fyrir 11 ámm og fór þá að athuga hvem- ig þar væri umhorfs nú. Þar var allt með sömu ummerkjum, hver steinn á sínum stað Þetta vakti hjá mér margar end- urminningar frá æskuárunum, ekki einasta viðskipti mín við þessa fjölskyldu, sem hér bjó, heldur svo margt og margt annað. í Brekku bjó eg í 10 ár og öll þau ár var verpt í hreiðrið - og er kannske enn þann dag í dag. En hvort það hafa verið böm þeirra hjóna, sem eg kynntist í æsku, bamaböm eða bamabamaböm get eg ekki sagt um. En líklegt þykir mér, að þetta hafi verið sami ætt- leggurinn. Nú em liðin 38 ár síðan eg kom seinast á þessar stöðvar, en gaman þætti mér að vita, hvort afkomend- ur gömlu vinanna minna búa þar enn. Hrafnistu.fehrúar 1954 Velheppnuð leikför LD Leikfélagi Dalvíkur var boðið að sýna Strompleik Haildórs Lax- ness á þingi Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldið var í Vest- mannaeyjum dagana 20.-23. maí. í leiðinni var komið við á höfuðborgarsvæðinu og leikritið sýnt einu sinni í Félagsheimili Kópavogs. Þessi leikför var kærkomin upp- bót á leikárið því mörgum þótti synd að hætta sýningum á Stromp- leiknum eftir aðeins sjö sýningar. Viðtökur gagnrýnenda vom það góðar að sýningin verðskuldaði meiri aðsókn en hún fékk hér á Dalvík. Sumir gengu svo langt að halda því fram að þetta væri í fyrsta sinn sem þetta leikrit Nób- elsskáldsins fengi að njóta sann- mælis á sviði. Hvað um það, þá var leikferðin afar vel heppnuð og gerður góður rómur að uppfærslunni bæði í Kópavogi sem meðal áhugaleikara landsins í Eyjum. Þing BÍL var að vanda hin ágætasta samkoma og fulltrúar LD óvenju margir að þessu sinni. Kannski það hafi átt einhvem þátt í því að núverandi formaður Banda- lags íslenskra leikfélaga er jafn- framt formaður LD, semsé Kristj- án E. Hjartarson á Tjöm. Það er alla vega viðurkenning á svarf- dælskri leiklist. -ÞH

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.