Norðurslóð - 26.05.1993, Side 6
TímamóT
Hjónavígsla
22. maí voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Katrín
Sigurjónsdóttir og Haukur Snorrason (frá Krossum). Heimili
þeirra er að Lokastíg 1, Dalvík.
Fermingarbörn í Dalvíkurkirkja,
hvítasunnudag, 30. maí 1993.
Árni Rúnar Jóhannesson, Hjarðarslóð 2 d
Ásta Sóley Sigurðardóttir, Hófgerði 4, Kópavogi
Berglind Björk Stefánsdóttir, Böggvisbraut 6
Brynjar Þór Eggertsson, Böggvisbraut 13
Dana Rún Albertsdóttir, Dalbraut 1
Egill Einarsson, Sunnubraut 4
Einar Logi Vilhjálmsson, Ægisgötu 2
Erlendur Vilberg Pálmason, Stórhólsvegi 4
Eygló Sveinbjörnsdóttir, Dalbraut 14
Guðný Hólm Þorsteinsdóttir, Jarðbrú, Svarfaðardal
Guðrún Inga Hannesdóttir, Karlsrauðatorgi 26
Guðrún María Jónsdóttir, Ægisgötu 1
Halla Björg Davíðsdóttir, Karlsbarut 20
Harpa Þorvaldsdóttir, Mímisvegi 5
Inga Lára Óladóttir, Goðabraut 4
Ingvar Hermannsson, Brimnesbraut 11
Jónas Tryggvi Jóhannsson, Sognstúni 4
Kolbrún Einarsdóttir, Karlsbraut 8
Kristinn Kristjánsson, Hringtúni 4
Lárus Ingi Antonsson, Sunnubraut 10
Logi Sigurjónsson, Karlsbraut 7
Marinó Heiðar Svavarsson, Skíðabraut 11
Rut Berglind Gunnarsdóttir, Svarfaðarbraut 4
Sólveig Dögg Jónsdóttir, Dalbraut 8
Steingrímur Sigurðsson, Dalbraut 2
Sturla Már Bjarnason, Sunnubraut 2
Sunna Björk Bragadóttir, Svarfaðarbraut 2
Sædís Þorsteinsdóttir, Böggvisbraut 4
Þorleifur Kristinn Árnason, Dalbraut 4
Fermingarbörn í Tjarnar-, Valla- og
Urðasóknum, fermd 13. júní 1993
Ella Vala Ármannsdóttir, Laugasteini, Svarfaðardal
Gísli Davíð Sævarsson, Völlum, Svarfaðardal
Hallur Geir Heiðarsson, Skíðabraut 3, Dalvík
Linda Geirdal, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal
Sandra Björk Marteinsdóttir, Skeiði, Svarfaðardal
Norðurslóð ámar heilla.
Andlát
26. apríl lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri, Vilborg Andrea Guðmundsdóttir,
Kambhóli, Dalvík.
Vilborg fæddist á Raufarhöfn 11. júní árið
1937 dóttir Guðmundar Jónassonar og Fann-
eyjar Jóhannesdóttur. Hún var yngst í hópi sex
systkina, en þau eru auk hennar: Þorbjörg, Karl
Hermann, Halldóra, Haraldur og Magnús.
Eftir að æskuárunum á Raufarhöfn lauk fór
Vilborg að vinna fyrir sér og vann næstu árin
við ýmis störf bæði til sjávar og sveita. Árið
1961 flutti hún til Dalvíkur og hóf búskap með eftirlifandi eigin-
manni sínum Jóni Sölva Stefánssyni frá Miðbæ í Svarfaðadal.
Keyptu þau Kambhól á Dalvík það ár og þar hefur verið heimili
þeirra síðan.
Þau hjón eignuðust þrjár dætur, Fanneyju, er býr í Ólafsfirði,
Sigurlínu, er býr á Akureyri, og Þómnni, er býr á Akureyri.
Vilborg annaðist fjölskyldu sína og heimili að mestu leyti fyrstu
búskaparár sín á Dalvík en fyrir um tveimur áratugum hóf hún
einnig að vinna á Frystihúsinu. Gegndi hún því starfi meðan hún
gat, eða þar til veikindi hennar komu í ljós, fyrstu árin hluta úr degi
en hin síðari ár í fullu starfi.
Þeir sem kynntust Vilborgu þekktu að þar fór kona með ríka
réttlætiskennd, sem átti og auðvelt með að setja sig í spor þeirra er
þörfnuðust aðstoðar af einhverju tagi eða voru minni máttar.
Mörgum liðsinnti hún með ýmsu móti og til hennar var ætíð gott að
leita. Gagnvart sjálfri sér var hún á hinn bóginn mjög nægjusöm og
veitti sjálfri sér næsta lítið um ævina en hugsaði þeim mun meira
um að gefa öðrum af því er henni hlotnaðist.
Fyrir um ári síðan greindist Vilborg með þann sjúkdóm er ekki
reyndist unnt að lækna en hún barðist við hann af viljafestu og
einurð með hjálp síns fólks.
Vilborg var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 4. maí.
FréttahorniÐ
Fráfarandi formaður Sambands eyfirskra kvenna, Ragnheiður Sigvalda-
dóttir, býður nýja stjórn velkomna til starfa, en í henni eru frá vinstri: Þórdís
Olafsdóttir ritari, Guðbjörg Ragnarsdóttir formaður og Svana Halldórsdótt-
ir gjaldkeri.
Þann 30. apríl sl. voru formlega
sameinuð tvö kvenfélagasam-
bönd í Eyjafirði, Samband ey-
firskra kvenna með 6 kvenfélög
norðan Akureyrar og Héraðssam-
band eyfirskra kvenna með 3
kvenfélög. Sameiningarfundurinn
var haldinn hátíðlegur á Fiðlaran-
um á Akureyri þar sem mættar
voru 80-100 konur af svæðinu
öllu. Meðal gesta var formaður
Kvenfélagasambands íslands,
Stefanía María Pétursdóttir sem
ávarpaði samkomuna. Stjómendur
þessa hátíðarfundar voru fráfar-
andi formenn sambandanna
tveggja, Gerður Pálsdóttir Hrafna-
gili og Ragnheiður Sigvaldadóttir
Dalvík. Sambandið hlaut nafnið,
Samband eyfirskra kvenna, og í
því em nú á fjórða hundrað konur.
Stjóm sambandsins skipa Guð-
björg Ragnarsdóttir, Hauganesi,
formaður, Þórdís Ólafsdóttir,
Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit,
ritari, og Svana Halldórsdóttir á
Melum í Svarfaðardal, gjaldkeri.
Húsabakkaskóla var sagt upp
þann 15. maí s.l. við hátíðlega
athöfn að vanda. Síðastliðið skóla-
ár vom 47 nemendur í skólanum
og var skólastarfið með svipuðu
sniði og undanfarin ár. I skólaslita-
ræðu sinni upplýsti Helga Hauks-
dóttir skólastjóri að næsta skólaár
yrði starfstími skólans átta og hálf-
ur mánuður í stað átta mánaða eins
og verið hefur. Þá kynnti Helga
hugmynd sem hún hefur um nokk-
urt skeið gengið með í kollinum en
er nú ásamt Þóru Rósu Geirsdóttur
byrjuð að undirbúa framkvæmd á.
Hugmyndin gengur út á nokkurs
konar fullorðinsfræðslu í skólan-
um þar sem boðið verður upp á
lengri eða skemmri námskeið að
margvíslegum toga fyrir alla sem
áhuga hafa. Er þá hugmyndin að
nýta þá aðstöðu sem fyrir hendi er
s.s. kennslustofur, bókasafn og
hvers kyns kennslugögn og jafnvel
kennara auk þess sem fengnir yrðu
utanaðkomandi kennarar til að
halda námskeið. Eftir skólaslitin
var foreldmm og öðmm gestum að
vanda boðið í kaffi og að skoða
sýningu á handavinnu nemenda
ásamt öðrum sýnishomum af
vinnu þeirra við skólann í vetur.
Vertíð knattspymufólks er að
hefjast og þótt fylgismenn 3.
deildarliðs Dalvíkur hafi ekki haft
ýkja mikla ástæðu til að fagna
árangri sinna manna síðasta sumar
þá vekur upphafsleikurinn í ár
vonir um betri tíð með blóm í haga.
Dalvíkingar tóku á móti liði Borg-
nesinga, Skallagrími, sl. föstudag
og lögðu þá að velli með sannfær-
andi hætti. Lokatölur urðu 3-0 fyrir
Dalvík. Þetta veit vonandi á gott
fyrir sumarið. Næstu stórátök dal-
vískra knattspymumanna af karl-
Mynd: SH
kyni voru í gær þegar þeir mættu 2.
deildarliði Tindastóls í 1. uinferð
Mjólkurbikarkeppninnar, en úrslit
þess leik þekkjum við ekki. Kon-
umar hefja keppni í 2. deild B á
laugardaginn þegar Völsungur frá
Húsavík kemur í heimsókn. Þjálf-
ari karlaliðsins hefur verið ráðinn
Eiríkur Eiríksson en Þómnn Sig-
urðardóttir þjálfar meistaraflokk
kvenna.
Nú er að ganga eftir það sem
Norðurslóð spáði í síðasta
tölublaði, sem sé að Dalvíkurbær
myndi kaupa hús undir einkarek-
inn leikskóla. Gengið hefur verið
frá kaupum á húsinu Hólavegi 1
sem liggur að gæsluvelli bæjarins.
Og fyrir bæjarstjómarfundi í gær-
kvöld lá útboðslýsing vegna leik-
skóla. Samkvæmt henni er gert ráð
fyrir að skólinn geti tekið við 25
bömum í heilsdagsvistun. Tilboð-
um á að skila fyrir miðjan júní, en
reksturinn á að hefjast 1. septem-
ber.
Sparisjóður Svarfdæla:
Sameiningin staðfest
Formleg sameining Sparisjóðs
Hríseyjar, Árskógsstrandar og
Svarfdæla átti sér stað hinn 1.
maí sl. Þann dag var haldinn há-
tíðarfundur í Víkurröst þar sem
lokið var aðalfundarstörfum
Sparisjóðs Svarfdæla og sérstök
dagskrá var í tilefni sameining-
arinnnar. Á fundinum var kosið
í fulltrúaráð Sparisjóðssins.
Fulltrúaráðið kom síðan saman
15. maí sl. og kaus nýja stjórn
fyrir hinn sameinaða sparisjóð
Sparisjóð Svarfdæla.
Eins og fram kom í síðasta tölu-
blaði Norðurslóðar var í mars
ákveðið af öllum stjómum spari-
sjóðanna að leggja til við aðalfundi
þeirra að sameina þá. Aðalfundim-
ir samþykktu síðan sameininguna
3. apríl og þurfti þá að ganga frá
ýmsum formsatriðum, svo sem
nýjum samþykktum fyrir sparisjóð
Svarfdæla sem em samþykktir fyr-
ir hinn sameinaða sjóð. Þá þurfti
að fá samþykki viðskiptaráðherra
fyrir sameiningunni. Oll forms-
atriði vom frágengin 1. maí og var
þá haldinn fundur sem jafnframt
var fyrsti fundur hins sameinaða
sparisjóðs.
Fundurinn var haldinn í Víkur-
röst sem var í hátíðarbúningi þenn-
an dag. Lúðarsveit Tónlistaskóla
Dalvíkur tók á móti fundarmönn-
um í forstofu Víkurrastar með ljúf-
um tónum. Lúðarasveitin lék síðan
þar til fundur byrjaði og setti þegar
í upphafi hátíðarblæ á samkom-
una. I upphafi fundar var aðalfund-
arstörfum Sparisjóðs Svarfdæla
sem hófust á fundinum 3. apríl
lokið með því að kosnir vom 15 úr
hópi stofnfjáreigenda í fulltrúaráð
Sparisjóðsins. Síðan var dagskrá í
tilefni smeiningarinnar.
Formaður stjómar Sparisjóðs
Svarfdæla, Guðríður Olafsdóttir,
lýsti aðdraganda sameiningarinnar
og tilkynnti að öll tilskilin leyfi
væru fengin og því teldust spari-
sjóðimir nú sameinaðir. Vera Sig-
urðarsóttir frá Hrísey og Sveinn
Jónsson Árskógsströnd fiuttu ræðu
og ámaðaróskir úr sínum byggðar-
lögum í tilefni sameiningarinnar.
Sérstakur heiðursgestur fundarins
var Baldvin Tryggvason formaður
Sambands íslenskra sparisjóða og
flutti hann ræðu þar sem hann
fagnaði þessum atburði sérsaklega
og taldi hann merkan í sögu spari-
sjóðanna hér á landi. Þá flutti bæj-
arstjórinn á Dalvík Kristján Þór
Júlíusson ávarp og ámaðaróskir frá
sveitarstjómunum á starfssvæði
sparisjóðsins.
Tjamarkvarttetinn söng síðan
nokkur lög og að því loknu var öll-
um viðstöddum boðið til kaffi-
drykkju. Þar flutti Bjöm Jónasson
sparisjóðsstjóri á Siglufirði ávarp
og flutti kveðjur og ánaðaróskir frá
sparisjóðunum hér við Eyjafjörð.
Meðal gesta vom fulltrúar flestra
nærliggjandi sparisjóða.
Fulltrúaráð Sparisjóðsins kom
síðan saman 15. maí síðastliðinn
og kaus nýja stjóm Sparisjóðs
Svarfdæla. Fulltúaráðið er ný
stofnun í kringum sparisjóðinn.
Það var sett á laggimar núna við
sameiningu sjóðanna sem vett-
vangur til að kjósa stjóm. Áður
kaus aðalfundur þrjá í stjóm og
síðan sveitarstjómimar hvor sinn
fulltrúann meðan aðeins vom tvær
sveitarstjómir á starfssvæði spari-
sjóðsins. Nú em sveitarstjómimar
fjórar og þess vegna breyttist
formið.
Ný stjóm sparisjóðsins er þann-
ig skipuð: Guðríður Ólafsdóttir
Dalvík formaður, Jóhann Antons-
son Dalvík, Gunnar Jónsson Svarf-
aðardal, Sveinn Jónsson Árskógs-
strönd og Sigmar Halldórsson
Hrísey. Til vara eru: Bragi Jónsson
Dalvík, Óskar Jónsson Dalvík,
Bjöm Daníelsson, Svarfaðardal,
Sigurður Konráðsson Árskógs-
strönd og Mikael Sigurðsson Hrís-
ey.
Fyrstu vikuna í maí var banka-
stjóm og bankaráð Seðlabanka ís-
lands á ferðalagi hér á Eyjafjarð-
arsvæðinu og heimsóttu þeir Spari-
sjóð Svarfdæla sérstaklega í tilefni
sameiningar sparisjóðanna. Þar var
rakinn saga sparisjóðsins og sér-
staklega sagt frá sameiningunni.
Seðlabankastjórum var afhent
minnispeningar sem slegnir vom í
tilefni 100 ára afmælis Sparisjóðs-
ins 1984. Jóhannes Nordal Seðla-
bankastjóri flutti ávarp þar sem
hann meðal annars fagnaði sam-
einingu sparisjóðanna. Tjamar-
kvartettinn söng síðan nokkur lög
og í lokin þakkaði Ólafur B. Thors
bankaráðsmaður móttökumar fyrir
hönd gestanna.
Afgreiðslustaðir Sparisjóðs
Svarfdæla eru nú þrír og bera þeir
hver sitt nafn. Afgreiðslustaðurinn
í Hrísey heitir Sparisjóðurinn
Hrísey, Sparísjóður Svarfdæla. Af-
geiðslustaðurinn á Árskógsströnd
heitir Sparisjóðurinn Árskógs-
strönd, Sparisjóður Svarfdæla og
afgreiðslustaðurinn Dalvík heitir
Sparisjóðurinn Dalvík, Sparisjóður
Svarfdæla.
JA