Norðurslóð - 29.09.1993, Síða 6

Norðurslóð - 29.09.1993, Síða 6
6 — NORÐURSLÓÐ íþróttir: Lokaspretturinn olli vonbrigðum - En dalvískt íþróttafólk getur borið höfuðið hátt eftir sumarið, segir Björn Friðþjófsson formaður UMFS I*á cr fótholtinn hættnr að rúlla í bili. Lokasprctturinn hjá dal- vísku knattspyrnufólki hefði niátt vcra ögn snarpari, cinkum hcfði vcrið gaman cf kvenfólk- inu hcfði gcngið bctur því þar munaði cngu að mcistaratlokk- urinn ynni sér sæti í 1. dcild að ári. Karlarnir voru rólegri í tíð- inni, cn unglingarnir cru að sækja í sig veðrið og ljóst að framtíðarhorfurnar eru góðar fyrir dalvíska knattspyrnu. Það var beinlínis grátlegt að verða vitni að því þegar stúlkurnar í meistaraflokki urðu af 1. deildar- sætinu. Þær voru afar óheppnar í fyrsta leik úrslitakeppnimiar þegar þær gerðu jafntefli viö Rcyni úr Sandgerði í leik sem fór að mestu fram í vítateig Reyiús. Sá leikur átti að vinnast, enda heföi eftir- leikurinn þá orðið auðveldari. Eftir tvö jafntefli þurftu stúlkurnar að sigra lið Hattar frá Egilsstöðum í síðasta leiknum til þess að vera öruggar með 1. deildarsæti. Það gekk ekki eftir því liðin skildu jöfn, 1:1, og eflaust hafa stúlkurnar nagað sig í handarbakið yfir að sigra ekki því til þess höl'ðu þær alla burði í síðari hálfleik. Heppmn var ekki meö þeirn og kannski hafa þær ekki trúað því fyllilega að þær gætu áunnið sér sæti í 1. deiíd í fyrsta simi í sögu dalvískrar knatt- spymu. Strákamir í meistaraflokki áttu heldur slakan endasprett sem lauk með ósigri fyrir Magna. Það nægði þó ekki nágrönnunum handan fjarðar því þeir féllu í 4. deild á óhagstæðum markamun. Dalvík- ingar enduðu í 6. sæti 3. deildar- imiar. Sáttir við frammistöðuna En hvað sem því líður þá geta for- ráðamenn UMFS verið nokkuð ánægóir með árangur sumarsins á íþróttasviöinu. Og þeir eru það, eöa er ekki svo, Bjöm Friðþjófs- son formaður? Jú, við emm alveg sáttir við frammistöðu íþróttafólksins í sum- ar. Því gekk betur á fleiri vígstöðv- um en áður. Einkum á það við um þrjá flokka í knattspyrnu: meist- araflokk kvemia og 3. og 4. flokk drengja. 4. flokkur komst í úrslita- keppm Islandsmótsins í fyrsta sinn og 3. flokkur var hársbreidd frá því að ná sama árangri. Þá má hcldur ekki gleyma vaxandi áhuga yngstu aldursflokkanna á knattspymu. I surnar sendum við 30 stráka úr 7. flokki á Króksmótið en í hitteð- fyrra náðum við með herkjum að senda átta. Alls tóku 70 krakkar í 7 liðurn þátt í rnótinu og komust öll liðin í verðlaunasæti. Frjálsar íþróttir em í föstum skoröum hjá okkur, en þar var ánægjulegt að sjá 30 fullorðna í reglulegu heilsubótartrimnú á vell- inum. Arangur Snjólaugar Vil- helmsdóttur stóð upp úr á sviði frjálsra íþrótta í ár, en hún vann átta Islandsmeistaratitla á árinu og tekur stöðugum framförum. Hún er að fara til Bandaríkjanna til nárns um næstu áramót og ætlar að stunda íþróttir meðfram námi. Það verður gaman að fylgjast með heiuii. Aðstaðan til íþróttaiðkunar hér á Dalvík er orðin mjög góð og það hefur aukið verkefni félagsins. Við emm ánægð með það enda setur það mikinn svip á bæjarlífið þegar hundruð unglinga eru hér í heim- sókn eins og verið hefur nokkrum sinnum í sumar á okkar vegurn. Eg held að allir séu sáttir við aðstæður hér og framkvæmdir okkar, að því frátöldu að veðurguðimir virðast alltaf þurfa að reyna í okkur þol- rifin þegar eitthvað stendur til.“ Vetrarstarf og sjónvarpsbolti - Og nú er vetrarstarfið að hefjast. „Já, viö erum að byrja með körfuboltaæfingar í þremur flokk- um, meistaraflokki sem keppir í 2. deild Islandsmótsins og tveimur yngri flokkum. Það verða líka æf- ingar innanhúss í frjálsum íþrótt- um og knattspymu. Við erum búin að semja við Dalvíkurbæ um að hafa íþróttahúsið til afnota frá kl 17 á föstudögum fram á sunnu- dagskvöld og þurfum ekki að greiða leigu á þeim tíma. Vió reynum því að færa okkar starf sem mest á þann tíma.“ - Eitthvað kostar reksturinn á félaginu. „Já, við fnmum að það er erfiðara að ná endum saman nú en áður, við fömm ekki varhluta af efnaliagsástandinu. Kostnaðuriim Sparisjóður Dalvík - Árskógsströnd - Hrísey / / I Ut-Eyjafirði er litadýrð haustsins óviðjafnanleg. Hlíðar og lautir eldrauðar af bliknandi berjalyngi, móar af blómstrandi beitilyngi. Melar og mýrarsund skærgul affölnandi víði. Tún og grænar grundir. Hnjúkar og fjallabrúnir faldaðar hvítu trafi, forboða komandi vetrar. Blcír himinn hvelfist yfir haustlygnan fjörð og strendur. Hver á sér fegra föðurland? Sparisjóður Svarfdæla á vík, strönd og ey samgleðst börnum byggðarlagsins meðfegurð haustsins um haf og hauður og óskar öllum góðs komandi vetrar. Sparisj óðurinn ® 61600 Dalvík ^ 61880 Árskógi ® 61785 Hrísey vió rekstur félagsins var um 6 milljónir króna árið 1992 og verð- ur eitthvað svipaður í ár, en nú er mun erfiðara að ná iim tekjum á móti. Við reynum að hafa öll spjót úti í fjáröflun og nú síðast hafa nokkrir áhugamenn um fótboltagetraunir sett upp getraunaþjónustu í Víkur- röst. Félagið fékk sjónvarpstæki að gjöf og keypti síöan móttökudisk fyrir gervihnattasjónvarp. Þaó er opið á föstudagskvöldum og laug- ardagsmorgnunt í tengslum við get- raunimar, og svo er opió hús þegar einhverjir leikir em á dagskrá. Þetta hefur mælst vel fyrir því sunnu- daginn 19. september mættu 75 marms til að fylgjast með Man- chester United og Arsenal í enska boltanum. Við getum náð í þýska leiki, landsleiki og Evrópuleiki. Þessi starfsemi getur gefið okk- ur talsverðan pening því vió fáum 25% af andvirði seldra getrauna- raða hér á Dalvík. Við bjóðum líka til kaups svonefnd hlutabréf sem eru hlutir í stórum getraunapottum þar sem spekingar sjá um að fylla út raðirnar eftir stórurn kerfum. Þeir sem kaupa hlutabréf fá svo Björn Friðþjófsson forniaður UMFS. vimúnga í hlutfalli við upphæóina sem þeir kaupa fyrir. Loks má nefna að við stöndum í viðræðum við Dalvíkurbæ um að taka rekstur Víkurrastar á leigu til reynslu. Við fréttum að þar stæðu til breytingar og datt í hug að kanna hvort þetta gæti komið fé- laginu að gagni í rekstrinum. Við vitum aó þetta er engin gullkista lengur, en viljum athuga málið," segir Bjöm Friðþjófsson formaður UMFS. Hann bætti því við að engar fréttir væru af þjálfaramálum, meim hvíldu sig að lokinni vertíð og færu svo að kanna nrálin þegar líður á haustið. -ÞH Hcr eru þær stöllurnar Sigrún V. Hcimisdóttir (tv.) og Auður Hclgadótt- ir í hárgrciðsludcildinni með viðskiptavin í hnrþurrkunni. Mynd: -ÞH Ný snyrtistofa opnuð á Dalvík Tvœr tingar konur, Auðiir Helgadóttir hárgrciðsludama og Sig- rún V. Hcimisdóttir nudd- og snyrtifræðingur, hafa opnað hár- snyrti-, nudd- og snyrtistofuna Frá toppi til táar að Svarfaðar- braut 24. Þarna verður veitt öll almemi hársnyrting, snyrtiþjónusta og lík- amsnudd, auk þess sem þær hafa til sölu fjölbreytt úrval af snyrti- vörum fyrir húð og hár. Opnunartími stofunnar er frá 9-17 mánudaga til fimmtudaga, frá 9-19 á föstudögum og frá 10-14 á laugardögum. Símimi í Frá toppi til táareró 18 97. Innilegar þakkir til allra þeirra er glöddu mig á einn eöa annan hátt á áttræóisafmæli mínu 8. september sl. Guó blessi ykkur öll. Laufey Guðjónsdóttir frá Hreióarsstöðum Innilegar þakkir færum vió öllum þeim sem vottuóu okkur samúö viö andlát og útför móöur minnar, tengda- móóur og ömmu okkar, Rannveigar Stefánsdóttur Dalbæ, Dalvík, og heiðruðu minningu hennar. Gunnar Stefánsson Gerður Steinþórsdóttir Atli Gunnarsson Svava Gunnarsdóttir Auðun Gunnarsson

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.