Norðurslóð


Norðurslóð - 23.02.1994, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 23.02.1994, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLOÐ Þorrafréttir frá Skotlandi Edinborgarpistill frá sr. Jóni Helga Þórarinssyni Sæl og blessuö þið öll heima á Fróni. Eins og kurteisu fólki sæmir (en þaö er eitt af því sem ég er að reyna aö læra í Há- skólanum (eöa á kannski aö vera að læra?)) þá byrja ég þennan pistil á aó senda ykkur öllum bestu óskir um gleðilegt nýár (betra er seint en aldrei) frá okkur hér ytra og þakkir fyrir allt gamalt og gott!!! Já, tíminn líöur, nýtt ár löngu byrjað og síðari hálfleikur í leik okkar hér viö Skota hafinn. Þaó væri nú reyndar efni í fram- haldssögu aó segja allt sem á dag- ana dreif yfir jól og áramót (fyrir utan þaö aó lesa jólakortin 5 sinn- um (ástarþakkir fyrir þau öll - og vísuna Dóri) og Norðurslóð strax uppétin 2. dag jóla!! Oóru vísi mér áöur brá, sagði kallinn og við tök- um undir þaö). Því þó aó við mok- uðum ekki skít hér ytra á jóladag (eins og svarfdælingur nokkur ku hafa gert hér fyrr á ár.um (af skyldurækni við sín veraldlegu yfirvöld NB) þá lentum við í ekta skosk-breskri jólaveislu á jóladag (eftir að hafa etið hangikjöt, ham- borgarhrygg og Orabaunir frá ís- landi á aðfangadagskveld og jóla- dagsmorgun (reyndar ekki mjög árla). Og það var nú lífsreynsla - þessi líka dægilegi kalkún með vióeigandi meólæti og matarmikill jólabúðingurinn á eftir með brandysmjöri og rjóma .. og ... Uff .. Sem betur fer hefur maginn á mér lítið eða ekki dregist saman við dvölina hér (enda fékk ég baó- vog í jólagjöf - af hverju ég!) og tókst mér því þokkalega að ljúka skyldu minni við þetta unaðslega borð. Strákarnir skemmtu sér kon- unglega við að skjóta úr knöjlum upp í ljóskrónuna með hjálp heim- ilisfólks á meðan á máltíöinni stóð (þetta er nú dót sem við þekkjum að heiman frá gamlárskveldi en er aðalfjörið í kringum jólamatinn hjá þeim hér ytra - selt aðallega í 50 stk pakkningum í stórmörk- uðum!!!). En svo enduðu jólin hér úti (a.m.k. fyrir þeim innfæddu) eins skyndilega og þau byrjuðu, en þau standa yfir bara rétt blájóla- daginn. Aðfangadagur hér er sem Þorláksmessa okkar og það sem kallast hjá okkur annar í jólum heitir hér úti Fyrsti í jólaútsölu. Strax árla morguns 26.des. eru all- ar búðir fullar af gargandi kelling- um og köllum sem rífa úr hillum það sem þeir tímdu ekki að kaupa fyrir hátíðina! Sennilega eru Skotar svo eftir sig eftir hamaganginn í búðunum milli jóla og nýárs (enda eru hér alveg rosalegar útsölur!!!) að þeir eru alveg duglausir á gamlárs- kvöld, og er það litlu skárra en leiðinlegt laugardagskvöld heima á Fróni - þó að vió reyndum að sjálfsögðu að hafa fjör í kringum okkur Islendingana og sendum nokkrar einmana rakettur up í loft- ið unt miðnættið! En tíminn líður hratt og fréttir af skíðasnjó handa Jóhönnu Skafta og þorrablótum fyrir Jóa Dan ber- ast að heiman. Reyndar fréttum vió einnig af blótum sem ekki verða og verð ég að játa að það kom upp í mér púkinn viö að heyra slikt, því þá missir maóur af einu þorrablótinu færra en ella og er það vel... (þiö sjáið aó það er nauó- synlegt að senda mann í betrunar- búðir með reglulegu millibili!!). Og svo þegar þessar línur eru skrifaðar rétt fyrir kl.21 að kveldi 19. febrúar er heilmikil samkoma að hefjast í Víkurröst, sem við verðum nú aó játa að hefði ekki verió mjög Ieióinlegt að vera við- staddur. En vió bítum á jaxlinn og huggum okkur við það að hafa haldið hér heima hjá okkur um síðustu helgi (M.feb.) heljarmikla samkomu fyrir 30 mörlanda á öll- um aldri (frá 3 mánaða og upp í hálfnírætt) þar sem étin voru kynstrin öll af dýrindis íslenskum þorramat með vióeigandi guða- veigum sem ósvífmn íslendingur hafði stungið inn á sig og falið þar sem erfitt var að greina á milli hvað var ekta og súrt!!! (A.m.k. gat tollurinn ekki fundið góssió). Afganginn af hangikétinu vorum við að eta í kvöld (svona til að halda upp á kvöldið) og hákarlinn er að mestu búinn þó að lyktin verði án efa viðloðandi íbúðina fram á vor. En kannski er vorið líka á næsta leyti - svei mér þá, ég held þaó bara (maður verður að láta ykkur öfunda smá - nóg er það samt á hinn veginn þessar vikurnar, og ekki einu sinni hægt að eta saltkjöt á sprengidaginn!!!). Bestu snjókveójur til ykkar héðan úr grængresinu Jón Helgi og co. Eigendur sértékkareikninga og tékka- reikninga í Sparisjóði Svarfdæla ATHUGIÐ! Frá og með 1. mars 1994 verður tekið 45 kr. útskriftargjald fyrir hverja útskrift tékkareikningsyfirlita. Framvegis verða yfirlit send áöur en skuldfærsla vegna þjónustugjalda veróur framkvæmd. Áramótayfirlit veróur sent án gjaldtöku. I dag eru flestar útskriftir sendar þegar blaöið er fullt, þ.e. eftir 45 færslur. Fleiri möguleikar eru á tíóni útskrifta, svo sem: • Mánaðarleg • Þriöja hvern mánuð • í árslok - gjaldfrítt í þjónustusímanum (91) 62 44 44, Grænt númer 99 64 44, getur þú fengið upplýsingar um 20 síðustu færslur og stöóu reikning, allan sólarhring- inn. Þeim vióskiptavinum sem óska eftir breytingu á tíóni útskrifta er bent á aó hafa samband við Sparisjóóinn. Við hvetjum viðskiptavini til að nota þjónustusímann - Upplýsingar um stöðu reiknings og síðustu færslur - - Opinn allan sólarhringinn - - Grænt númer - Upplýsingar í Sparisjóðnum Samþykktir fyrir Atvinnu- þróunarsjóð Daivíkur 1. grein Nafn sjóðsins Atvinnuþróunarsjóður Dalvíkur er í eigu Dalvíkurbæjar. Skal sjóður- inn hafa sjálfstætt bókhald og vera í vörslu skrifstofu Dalvíkurbæjar. 2. grein Hlutverk Tilgangur sjóðsins skal vera að stuðla aó eflingu atvinnulífs á Dalvík og skal sjóðurinn leitast við að ná tilgangi sínum á eftirfarandi hátt: a) Með lánveitingum/hlutafjárkaupum til nýrra framkvæmda á veg- um einstaklinga, fyrirtækja og stofnana svo og til uppbyggingar atvinnulífs á vegum Dalvíkurbæjar. b) Með því að kosta, veita styrk eða áhættulán til sérstakra athugana og áætlunargerða í sambandi við atvinnuþróun og nýjar atvinnu- greinar á Dalvík. c) Með því að veita lán eða styrki til vöruþróunar, nýsköpunar, náms og fleira. d) Með ábyrgðarveitingu gagnvart lánveitingu annarra sjóða, enda sé baktrygging fyrir hendi. 3. grein Höfuðstóll sjóðsins A n'æstu 5 árum skal framlag til Atvinnuþróunarsjóðs Dalvíkur hafa náð kr. 50.000.000,- - fimmtíumilljónum króna - og er fjárhæðin miðuó við lánskjaravísitölu janúarmánaðar 1994, 3343 stig. Stofnframlag sjóðsins skal vera: a) Framlag úr bæjarsjóði skv. ákvörðun bæjarstjórnar hverju sinni. b) Hlutafjáreign Dalvíkurbæjar í atvinnufyrirtækjum þann 1. janúar 1994. Veróbréfafyrirtæki eða til þess bærir sérfræðingar meti raunvirði hlutabréfa í eigu bæjarins. 4. grein Tekjur Atvinnuþróunarsjóðs skulu vera: a) Arður og einstakar tekjur af eignum sjóðsins. b) Vaxtatekjur af eignum og útlánum. c) Lántökugjöld. d) Aðrar tekjur. 5. grein Lán úr sjóðnum Oll lán sjóðsins skulu vera vísitölutryggð (verðtryggð). Vextir af lánum skulu aldrei vera hærri en almennir vextir banka af sambæri- legum lánum, allt eftir ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni. Stjórnin skal setja reglur um útlán/styrki/hlutafjárkaup sjóðsins þannig að gætt sé ákveðins jafnvægis í útlánum/ styrkjum/hlutafé til fyrirtækja í mismunandi atvinnugreinum. Heimilt er þó að vcita fé til atvinnugrcinar, án tillits til þess er að framan greinir, ef um tímabundin atvinnuvandamál er að ræða. 6. grein Tryggingar Til tryggingar á lánurn sjóðsins skulu vera fasteignaveð eða aðrar þær tryggingar scm stjórnin metur gildar. 7. grein Meðferð hlutafjár Stefnt skal að sölu þeirra hlutabréfa sem sjóðurinn eignast um leið og rekstur viókomandi hlutafélags gefur tilefni til slíks. 8. grein Stjórn sjóðsins Atvinnuþróunarsjóður Dalvíkur er undir stjórn bæjarstjórnar Dal- víkur og skulu reikningar hans endurskoðaóir af endurskoðendum bæjarreikninga. Birta skal reikninga sjóðsins með bæjarreikningum. Umsóknir um fjármuni úr sjóðnum berist bæjarráói Dalvíkur sem, að undangenginni umfjöllun atvinnumálanefndar, gcrir tillögur um út- hlutanir úr sjóðnum til bæjarstjórnar. Reglugerð þessi með breytingum samþykkt í bæjarstjórn Dalvíkur 15. febrúar 1994. Ekki er hann iðjulaus, prentsmiðj upúkinn Við erum ckki alveg laus við jóla- getraunirnar og allt það fargan. Undirritaður hélt í bjartsýni sinni, að allt væri klappað og klárt, öllu réttlæti fullnægt og rétt svör bókuð við öllum spurningum. Þá var hringt. Konan fór í sím- ann: Jónína á Klængshóli vill taia við þig. Undirritaður fór að skjálfa dálítið á beinunum. Nú er eitthvað verra í efni, en hvað? Halló, sæll vertu, Hjörtur, segir röddin í hin- um enda símans. Heyróu, mig langar bara rétt aðeins til aó spyrja þig aó því, hvenær það uppgötvað- ist að ljóðið Undir háum sólarsali/ Sauðlauks upp' í lygnum dali o.s. frv. væri eftir Jónas Hallgrímsson! Eg hef nefnilega heyrt að það sé eftir Eggert Olafsson. Undirritaður seig saman í sófanum og fékk eng- um vömum við komið. Auðvitað er ljóðið eftir Eggert Olafsson og engan annan. Þaó er því um ekkert annað að ræða en játa mistökin og biója alla velvirðingar sem hlut eiga að máli: Jóninu, sem ætið sendir 100% rétta lausn á jólagetrauninni, alla aðra lesendur Noróurslóðar og hin látnu heiðursskáld, Eggert og Jónas. Fyrirspurn Oft er þaó svo, að maður kann hluta af vísu, oftast seinnipart, en þá vantar fyrripartinn. Snemma sumars nálægt 1930 fékk faðir minn Jón Eyjólfsson póst m.m. til að teyma fyrir sig kú til Akureyrar. Eg var sendur mcð sem kúskur (til að reka á eftir). Eg stend í þeirri meiningu að þá hafi Jón Kennt mér vísu sem endar svo: Hjartans góði Hjörtur minn hennar móður sinnar. En þá er það fyrriparturinn. Getur einhver lcsandi hjálpað upp á sakirnar? HEÞ.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.