Norðurslóð


Norðurslóð - 23.02.1994, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 23.02.1994, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenrr. Hjörleifur Hjartarson, Laugahiíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri „Afleiðingar kvótakerfis?“ A undanfornum misserum hafa orðið meiri breytingar í íslenskum sjávarútvegi en eiga sér hliðstæður áður. í raun og veru hefur margt orðið til þess að knýja fram þessar breytingar. Ytri aðstæður hafa gjörbreyst. Mark- aðir fyrir sjávarafurðir okkar hafa tekið miklum breytingum. Ný flutningatækni gerir það að verkum að hægt er að senda ferskar afurðir á markað víða um heim, þar sem áður þurfti að frysta, salta eða herða afurðirnar til að þær skemmdust ekki í flutningum yfir hafið. Með betri samgöngum og fjarskiptatækni hafa íslenskir framleiðendur færst nær markaðnum. Þeir hafa betri yflrsýn yfir það sem er að gerast og bregðast fyrr við nýjum aðstæðum en áður var. Samhliða þessu eru landamæri að opnast og stór svæði að verða ein markaðsheild, svo sem Evrópa. Þetta hefur áhrif á okkar möguleika. Við erum að verða hluti af þessari markaðsheild og annars staöar, eins og í Ameríku, hefur samskonar þróun áhrif á möguleika okkar þótt við séum ekki beinir þátttakendur þar. Og enn eru stórir áfangar framundan í þessum efnum þar sem GATT-samningurinn er. Hér innanlands hafa svo aflatakmarkanir haft mikil áhrif á þróun íslensks sjávarútvegs til viðbótar við þau áhrif sem af nýjum markaösaðstæðum hefur Ieitt. Hinn mikli niðurskurður heimilda til þorskveiða, sérstaklega tvö síðustu tímabilin, gera það að verkum að fiskiskip sem áður byggðu afkomu sína að mestu á þorski hafa vart lengur rekstrargrundvöll. ísflsktogarar og netabát- ar fara sennilega verst út úr þorskniðurskuröi. Hins vegar hefur rækjuveiði vaxið og þá sérstaklega hjá þeim skipum sem frysta aflan um borð. Auk þess er auðvitað áberandi sú þróun að vinna aflan um borð í skipunum. Umræðan um frystitogarana hefur verið fyrirferðar- mikil á síðustu misserum og hefur þar sitt sýnst hverj- um. Hér í þessu blaði er sagt frá því í fréttahorni að eng- inn bátur er nú gerður út á net frá Dalvík. Fyrir 10 árum voru 10 eða 12 bátar gerðir út á net. Þar er einnig sagt frá því að nú er einungis 1 ísfisktogari gerður út héðan. Fyrir 10 árum voru gerðir út 4 ísfisktogarar. Hins vegar eru nú gerðir út 3 vinnslutogarar. Þó hér sé talað um að mikil breyting hafi orðið á 10 árum er í raun hægt að segja að staðan hafl breyst hér á aðeins tveimur síðustu árum og þannig er í raun víðast hvar um landið. Breytingarnar hafa mest verið að koma upp á yfirborðið á síðustu tveimur árum, því á þeim árum hefur skerð- ingin orðið mest. En þó enginn netabátur sé nú gerður út frá Dalvík er engu að síður unninn netafískur hér hvern virkan dag. í gegnum fískmarkaði er daglega keyptur fískur héðan og þaðan af landinu. Dalvíkingar eru í gegnum fjarskipta- net fískmarkaða orðnir stórir kaupendur að netafíski frá Suðurnesjum og Snæfellsnesi svo dæmi séu tekin. Fjarlægðin skiptir ekki lengur orðið máli. Að undanförnu hafa verið sagðar fréttir af „afleið- ingum kvótakerfisins“ fyrir Vestfirðinga. Auðvitað er nokkuð sama hvaða stýrikerfi hefði verið valið til að takmarka sókn í tiltekna fískistofna, afleiðingar minnk- andi afla hefðu alltaf komið fram. En það eru ekki bara Vestfirðingar sem horfa upp á miklar breytingar, þær eru að verða um allt land. Það er því ekkert óeðlilegt að hagsmunaárekstrar séu miklir og auðsæir. Hér er tekist á um mikla hagsmuni. Kvótatilfærsla er mikil. Kvótinn færist á færri hendur en slíkt skapar togstreitu. Líklega munu menn ekki almennt gera sér ljóst hvað hefur verið að gerast fyrr en kvótinn verður aftur aukinn og það kemur í Ijós hverjir mega sækja í stækkandi fiskistofna og hverjir ekki. JA Endurminningar úr Skíðadalnum Sigurður Olafsson við Krosshól í Skiðadal. Gamla rckstrarbrúin yfir Skíðadalsá við Sveinsstaðafoss. Gangnaforingi Stcingrímur Eiðsson kannar brúna. LjósmynJ: heþ. Tctin ■ 19«). Það er alkunna, að Skíðadalur, sem er önnur grein Svarfaðar- dals, var albyggður fram yfir síðustu aldamót. Þá hélst enn ábúð á öllum býlum þar sem hugsanlega var hægt að fram- fleyta fjölskyldu á einni kú og fá- einum kindum e.t.v. með lítils- háttar viðbótartekjum af vinnu af bæ og í sumum tilfellum með smávægilegum sveitarstyrk. A aldamótunum var þannig bú- ið í Gljúfurárkoti og Sveinsstöó- um, en báóar fóru þær jaróir í eyði nokkrum árum síóar. Holárkot fór í eyði 1925, Krosshóll 1935 og sömu örlög hlaut Hverhóll 1947. Enn er fólk okkar á meðal, sem fætt er og uppalið á sumum þessara eyddu býla. Þar er um að ræða fólk frá Hverhóli og Krosshóli og m.a.s. Gljúfurárkoti. Þar fæddist Þorleifur Bergsson síóar bóndi á Hofsá, 6. júní árið 1900. Ýmsir hafa sýnt áhuga á að varðveita minningar og minjar urn mannlífið þarna í Skíóadalsbotninum svo sem með því að halda til haga ör- nefnum, sem enn geymast í minni, svo og frásögnum af 'atburðum, sem þar hafa gerst. Sigurður bóndi í Syðra-Holti er cinna langminnugastur þeirra, sem hér geta lagt hönd á plóginn. Hann er fæddur á Krosshóli 29. júlí 1916, næstelstur barna þeirra Olafs Sigurðssonar frá Krosshóli og Kristjönu Jónsdóttur frá Klaulabrekknakoti. Þau íluttust búferlun niður í S-Holt vorið 1931, þegar Sigurður var á 16. ári. Jörðin fór þó ekki í eyði í það skiptið og man Sigurður það vel, að á lciðinni framan að, þar sem fólk og farang- ur var llutt á vagni, þá mættu þau fólkinu, sem skyldi veróa næstu ábúendur á Krosshóli og voru nú á leiðinni þangað frameftir. Þaó var Eiður Sigurðsson og kona hans, Valgeróur Júlíusdóttir, og börn þeirra, en þau höfðu þá búió í Brekkukoti í nokkur ár, (1926- 1931). Örnefnaskrá Nú nýlega hefur verið skrifuð upp eftir Sigurði nokkurskonar ör- nefnaskrá, sem tekur til þess svæð- is, sem hér er til umræðu. Það er svæðið, sem afmarkast af Holánni að austan og landamcrkjum Hver- hóls og Kóngsstaða aó vestan. Má segja, að sá hluti björgunarstarfs- ins sé vel á vegi staddur. Minningabrot Sigurðar Olafssonar Miðvikudaginn 9. febrúar 1994 ræddi undirritaður við þau Syðra- holtshjón, Sigurð Olafsson og Ast- dísi Oskarsdóttur, en hún cr fædd og uppalin á Kóngsstöðum. Talið barst að gömlum minningum tengdum Skíðadalsafréttinni. Þess bcr fyrst að geta, að nálægt 1910 eignaóist hreppurinn allt það afréttarland, sem áður hafði til- hcyrt Vallakirkju, en það var Al- mcnningur og Tungur. Síðan bætt- ist Sveinsstaðaland við og var þaó afmarkað með gaddavírsgirðingu, sem lá frá Dalsánni skammt norðan við Sveinsstaói og langt upp í hlíó. Skömmu scinna var sett upp „trippagirðing“ nokkur hundr- uð metrum utar. Myndaðist þannig hólf, scm átti að halda stórgripum. I Skíðadalsafrétt ráku bændur úr nióursveitinni sauðfé sitt, gjarn- an í miójum júní eóa l’yrr eftir ástandi gróðurs og þurfti því að gera smölun til rúnings þar fram- frá, oftast snemma í júlí. Hross voru líka höfð í „Afrétt- inni“ og ennfremur oft nokkur naut, sem geymd voru þarna sum- arlangt. Þangað gátu Skíðdælingar lcitt kýr, sem þurftu aö hitta tudda. Eg gcf nú Sigurði orðið: Eg man þaó vel, hvað vió krakkar vorum smcyk aó vita um þessar ógurlegu skcpnur þarna skammt framan við okkur. Allt voru þetta naut, ekki kvígur eða uxar, kann- ske á öðru ári og oltar en ekki hornótt. Þaö er ekkert árcnnileg skepna fyrir óharðnaða unglinga að fást við. Stundum kom það fyr- ir, að nautin höföu komist út fyrir fremri afréttargirðinguna cn stopp- uðu við trippagirðinguna. Þá urðu þau stundum vör við kýrnar okkar, sem voru þá e.t.v. á beit framan við Stekkjarhús. Þá urðu tuddarnir æf- ir og bölvuðu ægilega, svo að vel heyrðist heim í Krosshól. Vel man ég t.d. einu sinni, að Maggi Gunnlaugs (Magnús Gunn- laugsson f. 1899, d. 1967) þá ung- lingspiltur, var hjá okkur smali. Hann átti m.a. alltaf að sækja kví- ærnar, sem héldu sig gjarnan suð- ur og upp í Kálfadal eða frammi í Skálum. Einu sinni kom hann ckki heim mcð ærnar á vcnjulegum tíma og mamma var orðin óróleg og fór sjálf frameftir til að aógæta, hverju það sætti. Þá reyndust naut- in vera komin út að ytri girðingu og Iétu ófriðlega því kýrnar voru rétt hinumegin. Smalinn var hins- vegar kominn langt upp í fjall, upp í Bungur, treysti sér ekki til að fást við ærnar, sem héldu sig nálægt nautunum. Það var heldur ekki heiglum hent að koma þcim lramfyrir aftur, cn þaó gerði pabbi sálugi alltaf sjálfur, fór þá vel ríðandi og hafði með sér ágætan hund, svartan að lit, sem kallaður var Ganti. Nautin báru fyllstu virðingu fyrir honum og lctu þá reka sig eins og lömb framfyrir fremri girðingu. Nautaat í Skíðadal Einu sinni gerðist nokkuð óvenju- legt í sambandi við þcssi nautamál. Pétur heitinn á Hnjúki (seinna í Hrciðarsstaðakoti) og aðstoóar- maóur hans voru að koma með naut til hagagöngu í Afréttinni og voru báðir ríðandi. Tuddi var skap- vondur og auk þess hornóttur.svo að þeir höfðu á honum fótband auk bandsins í nasahringnum. Allt gekk vel niður túnió, yllr ána og l’rarn aó hliði á Kóngsstaðagirð- ingu. Þcgar þangað kom fór annar- hvor mannanna af baki til að opna hliðið. Um leið hcfur víst slaknaó á öðruhvoru bandinu. Tuddi var fijótur að átta sig á möguleikunum, brá vió og renndi á mannlausa hestinn og rak annaö hornið djúpt í síðu hans. Þetta var það mikill áverki, að nauósynlegt reyndist að afiífa hestinn. Veit ég ekki önnur dæmi þess hér um slóðir, að naut hafi orðið hcsti að bana. Látum þessu nú lokið að sinni cn höldum áfram í næsta tölublaði, cf guð lofar. HEÞ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.