Norðurslóð - 23.02.1994, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ — 5
„Af hjarta ég þrái að komast á blót“
I>orrablót Svarfdælinga var haldið í Vík-
urröst á þorraþærælnum, 19. febrúar.
•240 manns voru þar saman komin og
skemmtu sér hið besta við mat og drykk
og dans. Hápunktur skemmtunarinnar
var þó að vanda annállinn. Þar voru
sveitungarnir dregnir sundur og saman í
háði og atburðum liðins annálsárs gerð
rækileg skil á vægast sagt gamansömum
nótum.
Séra Jóns Helga Þórarinssonar var sárt
saknaó en hann hefur jafnan tekiö að sér
vcislustjórn á þorrablótum. I hans staó var
Björn Þórlcifsson fenginn til starfsins. Þótti
ekki annaó sæmandi en aó Björn tæki ein-
hvers konar skemmri prestvígslu til aó geta
sinnt embætti sínu sómasamlega sem hann
og gerði. Slíkir afleysingamenn sem gegna
störfum prestsins í forföllum hans hafa hér
urn slóöir fengið viróingarheitið „prestlíki“,
sbr. smjörlíki.
Eins og frant kernur í Edinborgarpistlin-
um frá séra Jóni á síðunni hér á móti er
hugurinn heinia enda kont þaö skýrt fram í
annálnum. Birtum vió hér nokkur áöur óbirt
vcrs undir sálmalögum scm annálsritarar
kváöust hafa grafiö upp úr bréfasafni Norð-
urslóðar.
Saknaðarsálmar séra Jóns
Helga í útlegðinni
1. Lagboði: Þú guð míns lífs ég loka
augum niínum
A hátíðum ég hugsafram til dala.
I Hnjótafjalli kysi ég mér að smala.
Og keppa jafnvel vildi ég veikum burðum
við vélsleðanna söng í messu á Urðum.
2. Lagboði: I fornöld á jörðu
Með fjölskyldu mína égflækst hefi burt.
Þótt frekar ég hefði’ átt að vera unt kjurrt.
Hér naga ég „haggish “ svo hart eins og
grjót.
Afhjarta ég þrái að komast á blót.
Gestir skemnitu sér hið besta við mat, drykk
Og dans. Myndir: Ilj.Iij.
Sölvi Hjaltason
lcs annálinn mcð tilþrifuiii.
3. Lagboði: Full af gleði
Fullur gleðifengi ég mér bita.
Fögur Ijóð ég syngi þöndum lunguin.
Saman blaiulast Svarti dauði og fita.
Sæki ég mér aukaskaniiiit afpungum.
4. Lagboði: nr. 11 í Sálmasöngsbókinni.
Er þið vinir veiga dýrra njótið.
Vcrið stillt og yfir mark ci skjótið.
Efbjórfrá Sana
inun buna úr krana
veit ég afvana
að Jói Dan býst á blótið.
Bj.Þórl.
Þetta er birt hér til að afsanna þann sví-
viróilega róg sem borinn var fram á blótinu
aó ritstjórn Noróurslóóar ástundaði ritskoð-
un. Svo var aö skilja á annálsriturum að
þessir nýtískusálmar séra Jóns hefðu ekki
hlotið náð fyrir augum útgefenda.
En til þess að séra Jón haldi ekki að
þorrablótið hafi eingöngu snúist urn hans
persónu skal hér birtur bragur eftir sama
höfund um fjármögnunarvanda í Svarfað-
ardal:
Fjármögnun hallarbyggingar
á skólalóðinni
Lagboði: Nína og Geiri
Ágæt tillaga eitt sinii var
inni á borðum hreppsnefiidar,
á Húsabakka að byggja höll
bænduin fannst þetta hugmynd snjöll.
Þeir æddu í skyndi út í sveit
að afla fjár og í stuðningsleit.
I félagasambanda fjárhirslum
firn þeir töldu afpeningum.
Búnaóarfélagsformanninn
fjárhags báðu um stuðninginn.
Fljótt þar neiið fengu þvert.
Fast hann beit um sinn pípustert.
Þeir knúðu að dyrum kvcnfélags,
komu tómhentir þaðan strax.
Þær byggja að Tungum skúr við skúr
og skarast gólfin um stofu í búr.
Eitt erfélag frammi í dal.
Fínan á það skemmtisal.
Fyrr en höllin háa rís,
á Höbbðann kaupa þeir teppi og flís.
Urvalshópur afréttar
átti krónur fáeinar.
Bauð hann upp á framlög fús,
en fyrst skal einangrað Stekkjarhús.
Nú fór hnípin hreppsnefndin
að hugsa um stóra reikninginn.
Svo sjóður sveitar ei fari flatt
á fasteignirnar þeir hækka skatt.
Leikfélag
Framhald afforsíðu
ingarverðlaun DV, og verið til-
nefnt til norrænu leikskáldaverð-
launanna scm afhcnt vcrða í vor.
Þá hcfur Þjóðleikhúsinu vcrið boð-
ið að sýna Hafið á leiklistarhátíð í
Bonn í Þýskalandi í sumar og hcfur
það boð verió þegió.
Þrcttán hlutverk eru í lcikritinu,
en þau eru í höndum Kristjáns
Hjartarsonar, Þórunnar Þórðardótt-
ur, Guðnýjar Bjarnadóttur, Stcin-
þórs Stcingrímssonar, Helgu Matt-
híasdóttur, Ingveldar Láru Þórðar-
dóttur, Arnars Símonarsonar,
Hclgu Stcinunnar Hauksdóttur,
Björns Björnssonar, Elínar Gunn-
arsdóttur, Birkis Bragasonar, Sig-
urbjörns Hjörleifssonar og Lovísu
Maríu Sigurgeirsdóttur.
Eins og áður scgir vcróur frum-
sýning á Hafinu föstudaginn 25.
febrúar nk. Næstu sýningar vcrða
sunnudaginn 27. og mánudaginn
28. febrúar, fimmtudaginn 3.,
laugardaginn 5. og mánudaginn 7.
mars. Allar sýningarnar hefjast kl.
21 ncnia sýningin sunnudaginn 27.
febrúar, hún hefst kl. 15. Sýningar
fara aó sjálfsögðu fram í Ungó.
-ÞH
Bestu þakkir til allra
þeirra sem glöddu
okkur meb heimsókn-
um, gjöfum og
heillaóskum á 60 ára
afmœlisdegi okkar,
21. janúar 1994
Ástdís Lilja
Óskarsdóttir
Árni Reynir
Óskarsson
Svarfdælabúð
Dalvík
Allt í helgarmatínn
úr kjötborðinu
Lambakjöt á lágmarksverði
Franskar kartöflur
WC-rÚllur |: v :: Lopiogband
HHI 40% afsláttur