Norðurslóð - 23.02.1994, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 23.02.1994, Blaðsíða 1
IIÍÉID' Svarfdælsk byggð & bær 18. árgangur Miðvikudagur 23. fcbrúar 1994 2. tölublað Björn Björnsson sperrir sig á sviðinu í Ungó. í baksýn eru frá vinstri: Lovísa María Sigurgcirsdóttir, Hclga Stcinunn Hauksdóttir, Ingvcldur Lára bórðardóttir og Birkir Bragason. Mynd: Hcrmtna LD sýnir Hafið eftir Ólaf Hauk - Frumsýning verður föstudaginn 25. febrúar Bæjarstjórnarkosningar á Dalvík: Þrír listar í kjöri - Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og hinir Á fóstudagskvöldið verður fruni- sýning hjá Leikfélagi Dalvíkur á Hafinu eftir Ólaf Hauk Símon- arson í leikstjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur. Þetta leikrit Ólafs Hauks var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu haustið 1992 og gekk fyrir fullu húsi allan veturinn. Voru gagnrýnendur jafnt sem áhorfendur sammála um að hér væri á fcróinni afbragðsgott verk sem tæki til umfjöllunar mál scm brennur á landsmönnum, auk þcss sem það væri vei samið og skemmtilegt. I verkinu segir frá útgerðar- manni sem farinn er að reskjast, cn hann hefur kallað börn sín á sinn fund til að ræða framtíð fyrirtækis- ins og þar rneð þorpsins því fyrir- tæki hans er langstærsti atvinnu- rekandinn. Spurningin er hvort halda eigi áfram rekstrinum eða selja „þeim á Akureyri" kvótann og skipin og gefa þorpið og íbúa þess upp á guó og gaddinn. Verkið hefur hlotið margvísleg- ar viðurkenningar, svo scm rncnn- Framhald á bls. 5 I>að styttist í sveitarstjórnar- kosningar, en þær eiga að fara fram 28. maí í vor. Þegar líður að kosningum fara menn eðli- lega að huga að framboðsmál- um. Af er sú tíð að menn skipi sér í fastmótaðar og fjórskiptar flokksfylkingar og raunar hefur flokkakerfíð aldrei verið alveg niðurnjörvað hér á Dalvík. I vor eru allar líkur á því að kjósend- ur geti valið á milli þriggja bók- stafa þegar þeir munda blýant- inn í kjörklefanum. Eins og allir vita er meirihluti bæjarstjórnar Dalvíkur skipaður þrcmur fulltrúum Sjálfstæðis- llokks og óháðra og einunt fulltrúa Jafnaðarmannafélags Dalvíkur, en í minnihluta eru tveir fulltrúar Framsóknar- og vinstrimanna og einn fulltrúi Frjálslyndra. Á fundi í stjórn Jafnaðarmannafélagsins í janúar kom fram að lítill áhugi virtist vera á áframhaldandi mciri- hlutasamstarll á þessum nótum og verður félagið því ekki aðili að frantboði í vor. Samfylking til vinstri Þá geróist þaó aó Þjóðarflokkurinn hafði santband við öll pólitísk sanitök á Dalvík að Sjálfstæóis- llokki frátöldum og bað þau um að scnda fulltrúa á fund um hugsan- legt samstarf í framboðsmálum. Allir játtu erindinu og voru haldnir tveir fundir þar sem verulegur áhugi kont frarn á samciginlegu framboði. Á aðalfundi Framsóknarfélags Dalvíkur 12. febrúar sl. var hins vcgar samþykkt að hætta þátttöku í vióræóunum. Meirihluti fundar- manna taldi affarasælla fyrir félag- iö aö standa að sjálfstæóu fram- boði undir merkjum B-listans og hafnaói því öllu samstarlJ. Hefur verió skipuð uppstillingarnefnd til að gera tillögur um niðurröðun á lista. Og þá voru eftir fjórir. Á fundi þann 17. febrúar ákváðu fulltrúar Þjóðarflokks, Alþýðubandalags, Frjálslyndra og Jafnaðarmannafé- lags Eyjafjarðar (sem er deild í Al- þýðuflokki) aó bjóða fram sameig- inlegan lista. Var kosin nefnd til að undirbúa prófkjör, skoðanakönnun eða aðra þá aðferð til aö velja fólk á lista sem samkomulag næðist um. Er búist við að valió verði á listann í byrjun marsmánaðar. Þetta nýja framboó hefur enn ekki hlotið nafn, en búið er að setja nið- ur starfshópa til að ræða málefna- skrá framboðsins. Hverjir gefa kost á sér? Af Sjálfstæóisflokki er það að frétta að þar hefur verið skipuó uppstillingarnefnd með fulltrúum flokksfélagsins og ungliðafélags- ins og er hún að störfum. Að sögn Trausta Þorsteinssonar eru nefnd- inni ekki sett nein tímamörk, enda rennur framboðsfrestur ekki út fyrr en í lok aprílmánaóar. Trausti kvað ekki afráðið hvort áframhald yrði á samstarll flokksins við óháða kjós- endur, það myndi ráðast í starfl uppstillingarnefndar. En kosningar í bæjarstjórnir og hreppsnefndir snúast fyrst og fremst um fólk. Ekki er enn full- Ijóst hverjir núverandi bæjarfull- trúa hyggjast gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Þó er ljóst aö Guðlaug Björnsdóttir gefur ekki kost á sér áfram. Aðrir hafa ekki gefið upp áforrn sín. í Svarfaðardal er allt með kyrr- um kjörum enn og varla farið aó ræóa kosningar sem eru óhlut- bundnar eins og menn vita. Odd- viti Svarfdælinga er Atli Frið- björnsson á Hóli og virðist vera óumdcildur meóal sveitunga sinna. Hann hcfur þó ekki viljað segja áf eða á um þaó hvort hann gefur kost á sér áfram. -ÞH Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar: Sundlaugin er mál málanna - Rekstrargjöldum haldið í lágmarki og lántökur auknar um 40 milljónir Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar 15. febrúar sl. Fram kom á fundinum að full eining var í bæjarstjórn um að leggja alla áherslu á að Ijúka fram- kvæmdum við sundlaugina á ár- inu og verður varið 70 milljón- um króna til þess. Er ætlunin að sundlaugin verði tilbúin í júlí- mánuði. Samkvæmt áætluninni veróa skatttekjur Dalvíkurbæjar 181,5 milljónir króna. Rckstur mála- flokka kostar 131,5 milljónir, en ráðstöfunarfé 45,7 milljónir eftir afborganir lána og fjármagnsgjöld. Fjárfestingar veróa 99,3 milljónir króna og nýjar lántökur því tæp- lega 55 milljónir króna. Eldri lán verða greidd nióur um 15 milljónir króiia þannig að skuldabyrði bæj- arsjóðs eykst um 40 milljónir króna á árinu. Eins og áður segir er lang- stærsta fjárfestingin bygging sund- laugar sem tekur til sín 70 milljónir á árinu. Alls verða þá komnar 130- 140 milljónir króna í sundlaugina. Aðrar fjárfestingar eru um 5 millj- ónir króna sem lagðar verða í götur og gangstéttir og svipuð upphæð rennur til kaupa á nýjurn slökkvibíl (eins og sagt er frá annars staðar í blaðinu). Einhugur um sundlaugina Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir að um það hafi ríkt einhugur í bæjarstjórn aó láta sundlaugina hafa forgang. Þaó hafl leitt til þess að rekstrargjöldum er haldió í lágmarki og lántökur auknar um 40 milljónir króna. „Rekstrarþáttur áætlunarinnar breytast töluvert frá síðasta ári. Þar vegur þyngst að áhaldahúsið er ekki lengur sjálfstæður liður í bók- haldinu, en í staóinn kemur leik- skólinn Fagrihvammur sem nú er að hefja sitt fyrsta heila starfsár. Framlag bæjarins til hans er tæpar 5,2 milljónir króna. Þá veróur líka sú breyting að gert er ráð fyrir rekstri sundlaugar í hálft ár og loks að rekstur Ungó er kominn yfir til Leikfélagsins. Bygging sundlaugarinnar verð- ur til þess að rekstrarkostnaði er haldið í lágmarki og vitaskuld get- um við fyrir bragðið ekki veitt fjár- magni til allra þeirra verkefna sem við vildum gjarnan sjá verða að veruleika. Það væri til dærnis voða gott að geta lokið við að malbika allar götur og ganga frá öllum ópnum svæðum, en það verður að bíða.“ Á fundi bæjarstjórnar kom fram í máli Valdimars Bragasonar aó ef hann hefði ekki tekið þann pól í hæóina aö styðja sundlaugarbygg- inguna eins og gert er, hefði hann viljað leggja meira fé í áframhald skólabyggingarinnar. Kristján Þór tók undir þetta sjónarmið og sagði að hægt yrði að hefja hönnun byggingarinnar á þessu ári, en hún færi ekki langt nema ákveðið yrði síðar á árinu aó reiða meira fé af hendi. Á þessu ári verður framlag bæjarins til fjárfestinga í grunn- skólanum 1,5 milljónir, en þar af hcfur verið rætt um að nota 700 þúsund krónur í brunavarnir. Breytingar á tekjustofnum Eins og áður segir verða skatttekj- ur Dalvíkurbæjar 181,5 milljónir á árinu og standa að heita má í stað frá fyrra ári. Verulegar breytingar hafa orðið á tekjustofnum sveitar- félaga í kjölfar þess að aðstöðu- gjaldið var lagt nióur í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Til þess að bæta sér tekjumissinn ákvað bæj- arstjórn að hækka álagningu tekju- skatts úr 7 í 9% og fasteignaskatt á atvinnuhúsnæói úr 1,2% í 1,4%. „Þrátt fyrir þessar hækkanir vantar um 10 milljónir upp á að skattheimtan skili bænum sömu tekjum og verið hefði aó óbreyttu aðstöðugjaldi,“ segir Kristján Þór. „Vió fullnýtum ekki tekjustofnana, vió mættum hækka, útsvarið, fast- eignaskatt á íbúðarhúsnæði og hol- ræsagjaldið, auk þess sem við ákváðum að leggja ekki á sérstak- an skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæói. Vió kusum að auka skuldir bæjarins, úr því vió áttum kost á því, fremur en að hækka álögur á fólk. Þær eru nægar fyrir.“ Engin kosningalykt Það vakti nokkra athygli að bæjar- stjóm afgreiddi fjárhagsáætlunina með öllum greiddum atkvæðum. Einungis ein breytingartillaga kom fram við síðari umræðu: Guðlaug Björnsdóttir lagði til að framlag til björgunarsveita yrði hækkað úr 1 í 1,5 milljónir og var þaó samþykkt. Þetta finnst mörgum merkilegt í ljósi þess að nú er kosningaár og einungis fjórir mánuðir þar til kos- in verður ný bæjarstjóm. Ber að túlka þetta sem svo aó engin kosn- ingalykt sé af fjárhagsáætluninni í ár, Kristján Þór? „Nei, það er engin kosningalykt af henni, þvert á móti. Ef ætlunin hefði verið að hafa slíka lykt af áætluninni hefðu menn dreift sundlaugarbyggingunni yfir lengri tíma og byrjað á fleiri verkefnum. Þessi bæjarstjórn hefur haft það verklag að setja sér markmið og vinna að þeim,“ sagði bæjarstjóri. -ÞH Atvinnuþróunarsjóður Dalvíkur stofnaður Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar var samþykkt að leggja fram 8 milljónir króna til stofnunar Atvinnuþróunar- sjóðs Dalvíkur, en sá sjóður var stofnaöur fyrr á sama bæj- arstjórnarfundi. Samkvæmt stofnskrá sjóósins skuldbindur Dalvíkurbær sig til aó leggja fram fimmtíu milljónir króna til sjóósins á næstu fimni árum. Við þetta bætist hlutafjár- eign bæjarins í ýmsum fyrir- tækjum, svo sem Söltunarlélag- inu, Hamri, Fiskeldi Eyjafjarðar, ísstöóinni, Sæluvist, Iðnþróunar- félagi Eyjafjarðar ofl. Tilgangur sjóðsins er að cfla atvinnulíf á Dalvík með því að veita lán og styrki, hlutafjár- kaupum og ábyrgðarveitingum til fyrirtækja, einstaklinga og stofnana sem ráðast t fram- kvæmdir sem oröið gætu til að auka atvinnu á staónum. Nánar má fræðast um sjóðinn í samþykktum hans sem við birtum í heild á bls. 4. -ÞH

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.