Norðurslóð - 20.04.1994, Qupperneq 2
2 — NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenrr.
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Hlustið eftir
rödd Tómasar
Dalvíkurkaupstaður varð 20 ára þann 10 apríl
sl. og var því fagnað á margvíslegan hátt eins og
fram kemur hér í blaðinu. I hátíðarmessu í
Dalvíkurkirkju lagði presturinn, séra Svavar
A. Jónsson, í ræðu sinni út frá frásögn Biblí-
unnar af lærisveininum Tómasi sem ekki vildi
trúa á upprisu meistara síns fyrr en hann fékk
að snerta á sárum hans. Taldi Svavar að mörgu
væri vísast betur fyrir komið í veröldinni ef efa-
hyggja Tómasar væri fleirum gefin. „Sá sem
hættir að efast þarf ekki að hafa fyrir því að
hugsa. Þá er hvaðeina nokkuð borðleggjandi og
ástæðulaust að hugsa neitt nánar út í það.“
Síðar í ræðunni sagði séra Svavar:
„I dag fögnum við hér merkum tímamótum.
Dalvíkurkaupstaður er orðinn tuttugu ára
gamall. Hugir okkar eru fullir af frómum ósk-
um. Við óskum þessum bæ alls hins besta. Við
höfum líka ærnar ástæður til þess að hafa trú á
þessum tiltölulega unga kaupstað. Hér ganga
hlutirnir vel fyrir sig, fólki fjölgar jafnt og þétt
og öflug fyrirtæki komast á legg. En það er
hættulegt að reiða sig á góðu árin og það er ekki
bara hættulegt vegna vondu áranna, sem hugs-
anlega geta komið, þó við vonum að sjálfsögðu
að þau komi ekki. Þegar makræði okkar er orð-
ið slíkt, að við segjum: „Það er allt í lagi hjá
okkur“, þá er ástæða til þess að fara að óttast.
Þá vantar okkur tómasinn, því þó logn sé hér á
víkinni, getur verið stormur inni í húsunum.
Styrkur hinna smærri samfélaga er einmitt
sá, að þar á einstaklingurinn síður á hættu að
gleymast og týnast. Slík samfélög geta veitt íbú-
um sínum vakandi og virka umhyggju. En til
þess þurfa þau ákveðinn efa, ákveðinn vilja til
þess að skyggnast á bak við oft glæstar fram-
hliðar. Slíkan efa biðjum við góðan Guð að gefa
okkur“.
Þessi orð prestsins eru vel til fundin og eiga
vissulega erindi til okkar allra ekki síst nú þeg-
ar kosningar fara í hönd. Hvort sem menn telja
sig hægri- eða vinstrimenn, sitja í stjórn eða
stjórnarandstöðu skyldu menn leggja eyrun
sérstaklega grannt eftir rödd Tómasar í sjálf-
um sér. Þeir sem standa framarlega í stjórn-
málum virðast oft á tíðum eiga undarlega létt
með að kæfa þessa rödd. Þegar hiti hefur færst
í hina pólitísku baráttu eins og jafnan verður
fyrir kosningar verður rödd efans auðveldlega
yfírgnæfð af sjálfumglöðum hávaða hinnar
pólitísku sannfæringar.
Norðurslóð óskar Dalvíkingum öllum inni-
lega til hamingju með afmælið.
hjhj
Endurminningar úr
Skíðadalnum
Fé á leið í afréttina. Fjallið Hestur fyrir miðju, en nær er Holárfjall. Mynd: hjhj
Við höfum nú fengið að heyra
nokkrar hryllingssögur úr Af-
réttinni þar sem hross léku aðal-
hlutverkin. Nú ætla ég að bæta
við smáþáttum þar sem kindur
og nautgripir eru söguhetjurnar.
Það kom fram á sínum stað í
þáttunum um Sveinsstaðaafréttina,
að framhúsið á Sveinsstööum fékk
aö standa óhreyft ein 20 ár eftir að
ábúö féll niður á jörðinni eftir
aldamótin. Húsið var þá notaó sem
gangnakofi fyrir afréttarmenn á
haustin. Sjálfur man ég eftir
húsinu uppistandandi þarna á
bæjarhólnum eitthvert vorið fyrir
1930, þegar Tjarnarmenn ráku fé
sitt nýrúið í Afréttina.
Svo var þaö eitthvert sumarið,
aó óhugnanleg fregn barst niður í
sveitina. Ég man þetta óglöggt, en
einhverjir aðrir geta kannske fyllt í
eyðurnar: Það fréttist sem sé, aó
einhverjir menn, sem voru frammi
í Afrétt að líta eftir hrossum eða
nautum, hefðu komið að Sveins-
stöðum og opnaö hurðina á fram-
húsinu, hún var ekki bundin aftur
einhverra hluta vegna, en féll sjálf-
krafa að stöfum ef henni var sleppt
- „skellihurð".
Nú opnuðu komumenn dyrnar
gætilega og rýndu inn í hálfmyrkv-
aðan kofann. Þegar augun vöndust
rökkrinu sáu þeir einnhverja þúst
eða þústir á mióju gólfi. Þeir sáu
fljótt hverskyns var og skildu hvað
gerst hafði. Þarna lá hræið af kind,
sem hafði komist inn í kofann á
þann einfalda hátt að hnoða opna
hurðina og ganga inn. Síðan féll
hurð að stöfum og veslings skepn-
an fann enga leið til að komast út
aftur. Þarna hefur hún svo mátt hír-
ast dögum eða vikum saman þar til
hungur og þorsti í sameiningu
murkuðu úr henni lífið. Það fylgdi
sögunni, að kindin hefði verið frá
Hreiðarsstaðakoti, eign Jóhanns
Páls Jóssonar, sem þar bjó þá.
(Hann var bróðir Halldórs dýra-
læknis Jónssonar í Brekku.)
Það er rétt að segja það strax, að
ég hef líkt og hugboð um, aó hin
ólánssama skepna hafi ekki verið
ein, heldur hafi það verið ær rneð
lamb sitt. Skyldi einhver muna eft-
ir þessum atburði?
Þetta er vissulega ekki stórbrot-
in saga en megnaði þó aó fylla
barnssálina óhugnaði, sem enn
eirnir eitthvað eftir af, aó heilurn
mannsaldri liðnurn.
Björgunarstarf í
fossgljúfri
Næsta minningarbrot er líka tengt
sauðkindinni. I þætti nr. II sagði
Sigurður í Holti frá .trippunum,
sem fóru niður Sveinsstaóafossinn
í Skíðadalsánni. Þetta minningar-
brot er líka í sambandi við nefnd-
an foss og greinir frá miklu yngri
atburði. Og nú voru söguhetjurnar
ekki stórgripir heldur kindur.
Þaó var í fyrstu göngum eitt-
hvert haustið vel fyrir 1950. Veður
var ágætt og sauðféð var hátt til
fjalla og fram til dala.
Brýr voru á Skíðadalsánni. hjá
fossinum og önnur á Vesturá neð-
an við hálsinn, sem ekki kemur
raunar málinu vió. Nú er best að
játa strax, að ég er býsna ruglaður í
tímasetningu þessa atburðar.
Sömuleiðis man ég óglöggt hvaða
menn voru við þetta ævintýri riðn-
ir.
En hvað um það, þetta gerist í
fyrstu haustgöngum í ágætis veðri.
Féð hafði veriö langt fram til botna
og hátt til hnjúka. Það er liðið á
dag, fjárrastir streyma úteftir hlíð-
um og grundum og stefnir allur
skarinn aó einu marki - nátthagan-
um noróur vió Krosshólsgirðingu.
(Hér þyrfti að fylgja lítið yfirlits-
kort svo ókunnugir gætu áttaó sig á
aðstæðum.)
Nú eru Almenningsmenn
komnir með sínar síðustu kindur
alla leið norður, þangað sem menn
reka gjarnan yfir ána, alllangt ofan
við fossinn. Einnig það gengur vel
og er þá ekki löng leiðin eftir heim
aó Sveinsstöðum og síðan útyfir
grundir og mýrar gömlu býlanna:
Sveinsstaða, Gljúfurárkots og
Krosshóls og heim í nátthagann.
Nú var bara að bíða í rólegheitum
eftir síðustu mönnum úr Tungun-
um eða af Vesturárdal og þeirra
safni.
Þá gerðist það, að einhver úr
okkar hóp gengur út að fossi og
upp á brúna af forvitni sinni. Sem
hann er þangað kominn rekur hann
upp mikið hljóð og baðar út öllum
öngum. Við þjótum sem mest við
megum út til félaga okkar. Og viti
menn, er þá ekki hópur af kindum
á eyrinni keiku austan við ár-
strenginn, einmitt þar sem hrossin
höfðu norpaó á annan sólarhring
hérna á árunum. Fleiri menn dreif
nú að og var í skyndingu samin
björgunaráætlun.
Mennsk keðja
Við sáurn strax, aó ógerlegt væri
að nálgast kindurnar austan frá Þar
var ekkert nema grængolandi hylj-
ir og óvætt nokkrum manni. Hins-
vegar, ef hægt væri að komast að
skepnunum vestan frá, væri að öll-
urn líkindum unnt aó handlanga
þær upp úr snarbröttu árgiiinu. (En
þess skal getið, að reipi var ekki
með í för.)
Nú hífðum við okkur öfugir og
afturábak niður brattann og mynd-
uðurn nokkurskonar lifandi færi-
band alla leið niður og yfir á eyr-
ina. þar sem hver studdi annan í
árstrengnum en vesalings sauð-
skepnurnar norpuðu hangandi
hausum í fossúðanum úti á eyrinni
og höfðu enga tilburði í frammi til
sjálfsbjörgunar. Við höfum víst
verið nær 20 heldur en 10 og var
keðjan hin traustasta, enda mátti
enginn hlekkur svíkja.
En nú var ekki eftir neinu að
bíða, fyrsta ærin var gripin og sett í
„færibandið". Það gekk skínandi
vel og næsta ær var sett af stað og
þannig hver af annarri uns allar
skepnurnar 14 að tölu voru komnar
upp á „græn grös“. Ekkert óhapp
skeði nema hvað ein eða tvær
gimbrar hornbrotnuóu í stymping-
unum.
Ekki rnan undirritaður hverjir
helst gengu fram við þetta björg-
unarstarf. Þó man ég glöggt eftir
tveimur, sem voru í færibandinu
sinn til hvorrar handar mér: Það
voru Friðrik á Hánefsstöðum og
Björn Júlíusson frá S-Garðshorni,
sem þá var ekki farinn að búa í
Laugahlíð. Sjálfsagt eru þó ein-
hverjir ofan moldar, sem muna
þennan atburð og tóku kannske
þátt í honum sjálfir. HEÞ
Hreppsnefnd
Svarfaðardalshrepps
sendir Svarfdœlingum nœr
og fjœr bestu óskir um
gleðilegt og
gjöfult sumor