Norðurslóð - 20.04.1994, Qupperneq 5

Norðurslóð - 20.04.1994, Qupperneq 5
N ORÐURSLÓÐ — 5 Hálfkveðnar vísur 2 fyrir aldamótin aö hann gisti þar á leið sinni vestur yfir Helju. Þá orti hann þessa vísu um Þórarin, son prestsins, sem hefur þá líklega ver- iö 10-12 ára gamall (fæddur 1886). Fljóðin prísa fríðleik þinn fold - meðan - Isa lifir. Þessa vísu á Þórarinn, því ég lýsi yfir. Þá eóa um líkt leyti var búsett á Tjörn Þórunn Hjörleifsdóttir ljós- móðir, ekkja Arngríms Gíslasonar málara, meö a.m.k. sum börn sín. Þeirra á meðal hefur verið Angan- týr, sem um skeið bjó í Sandgerði á Dalvik, en al)an síðari helming ævi sinnar á Þingeyri vestur. Um hann kvað Símon vísu þá, sem svo end- ar: Hér er annar Angantýr Arngríms sanni viður (= sonur). Og þá er það spurningin, sem ég legg fyrir lesandann: Hvernig er fyrriparturinn? Það má hjálpa til við upprifjun, að vísan er hring- henda, enda kvað Símon Dala- skáld helst aldrei undir ódýrari hætti. Ef nú einhver lesandi situr inni með hállT<veðna vísu, en lángar til að kunna hana alla, þá er upplagt fyrir þann hinn sama aó snúa sér til blaðsins til að korna vandamálinu á framfæri. Jón Jónsson hct maður, sem bjó hér í Svarfaðardal og varó kunnur af vísnasmíó sinni. Hann gekk al- mennt undir auknefninu Sælor. (Hans dóttir var Kristín, oft auk- nefnd Stutta-Stína, því hún var mjög lágvaxin, og ferðaðist hún mikið hér um nærsveitir, einkum á efri árum sínum). Ein af stökum Jóns, sem ég lærói í æsku, en hef nú gleymt fyrripartinum, eða aldrei lært, er þessi. Ég held ég get'ei heitið skáld, en hagyrðingur góður. Hver getur hjálpað upp á sakirnar? HEÞ. KEA Dalvík sendir starfsfólki og viðskiptavinum sínum bestu kveðjur og óskir um gleðilegt sumar Þökk fyrir viðskiptin á liðnum vetri KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA ÚTIBÚIÐ Á DALVÍK í síðasta tölublaði var spurst fyrir um fyrripart stöku, sem endar þannig: Hjartans góði Hjörturinn/hennar móður sinn- ar. Nú hefur ræst úr þessu máli. Blaðinu barst á dögunum bréf frá Lilju Kristjánsdóttur frá Braut- arhóli, systur Sigurðar. Hún skrifar m.a.: „Eg mundi strax, að þarna var kominn kunningi frá bernsku minni. En hvernig var fyrripartur- inn? Eg hringdi til systra minna. Báóar könnuðust þær við þennan seinni hluta en mundu ekki meira. Eg fór því að hræra upp í heila- kvörnunum. Og viti menn, þessi týndi hluti kom brátt í leitirnar: Allra fljóða ununin er með rjóðar kinnar. Og svo: Hjartans góði Hjörturinn hennar móður sinnar. “ Síðan segist Lilja hafa hringt aftur til Svanfríðar sýstur sinnar og þar fengið staðfestingu á, að eimitt svona sé vísan. Og enn segir Lilja: „Pabbi kunni ógrynni af fer- skeytlum. Því kynntist ég fyrst ei ég mjög lág í lofti skreið upp á hné hans, þegar hann kom inn frá gegningum í rökkri vetrardaganna, Þá kvað hann fyrir mig hverja vís- una af annarri. Þannig lærói ég þæi margar og fór brátt að taka undir með honum uns rómur hans fjar- lægðist smátt og smátt og ég hvarl inn í draumalandið". Þetta var góð niðurstaða þótt að vísu sé allt enn á huldu um höfund- inn og tilefni vísunnar. Eg þakka Lilju kærlega fyrir hjálpina. Símon Dalaskáld (1844-1916) ferðaóist mikið um sveitir lands- ins, einkum hér norðanlands, og var þá gjarnan að selja bækur sín- ar, rímnaflokka o. fl. Hann 'var hraðkvæóur og orti mikið af tæki- færisvísum. Hann órti t.d. oft um börnin á bæjum, þar sem hann fékk gistingu, og kom það þá upp í næt- urgreiðann. Nokkrum sinnum mun hann t.d. hafa fengió gistingu á Tjörn og orti þá um krakkana þar. Það mun hafa verið skömmu "~*P**Í Á forsíðu marsblaðsins var blrt falleg mynd af Dalvík I vetrarskrúða og fullyrt i tcxta með hcnni að friðland Daivíkinga, Böggvisstaðafjall, gmefði yfir víkinni. Að vísu má grcina blácndann á þvi ágæta fjalli á téðri mynd, en að sjálfsögðu var það Bæjarfjallið sem gnæfði yBr bæn- um. Ilér að ofan bætum við lesendum og hinu friðaða fjalli upp mistökin og biðjumst veivirðingar á þessari hjákátlcgu villu. Umboðsmenn Happdrættis DAS á norðurslóðum Akureyri: Slysavarnadeild SVFI Strandgötu 11 ® 26565 Dalvík: Verslunin Sogn Goðabraut 3 ® 61300 Hrísey: Erla Sigurðardóttir Hólabraut 2 ® 61733 Ólafsfjörður: Verslunin Valberg Aðalgötu 16 ® 62208 Siglufjörður: Verslun Gests Fanndal Suðurgötu 6 ® 71162 Grímsey: Vilborg Sigurðardóttir ® 73101/73100 Grenivík: Guðrún ísaksdóttir ® 33121/33175 Húsavík: Jónas Egilsson Árholt ®41405 Mývatn: Ingibjörg Þorleifsdóttir 44125 Dregið 6. maí - Aðeins 600 kr. miðinn Kynntu þér ferðakort DAS Fjórfaldur miði í DAS80 pottunum þar sem aðeins er dreaið úr seldum miðum

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.