Norðurslóð - 18.05.1994, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 18.05.1994, Blaðsíða 1
WUNÉ Svarfdælsk byggð & bær 18. árgangur Miðvikudagur 18. maí 1993^ 5. tölublað Við aíliendingu útflutningsverðlauna forscta íslands að Bessastöðuni, frá vinstri: Kristján Aðalstcinsson frkvstj. Sæ- plasts hf., Guðmundur Magnússon prófessor, frú Vigdís Finnbogadóttir og listamaðurinn Sigurður 1‘órólfsson. Sparisjoður Svarfdæla: Hefur starfað í 110 ár í svarfdælskri byggð Sparisjóður Svarfdæla varð 110 ára 1. maí sl. I tilefni afmælisins var boðið upp á kaffi og meðlæti á afgreiðslustöðum sjóðsins á Dalvík, Árskógsströnd og í Hrís- ey. Þá lék Lúðrasveit Tónlistar- skólans nokkur lög við Ráðhúsið á Dalvík. Sama dag var liðið eitt ár frá því starfsvæði Sparisjóðs Svarfdæla var stækkað með sameiningu sjóðanna á Dalvík, Árskógsströnd og Hrísey. Það var hinn 1. maí 1884 sem formlegur stofnfundur Sparisjóðs Svarfdæla var haldinn á Böggvis- stöóum, en fyrr um vetruinn hafði verið haldinn undirbúningsfundur aó Grund. Sparisjóðurinn var ábyrgðarmannasjóður frá upphafi og þar til vió sameininguna á síð- asta ári að honum var breytt í sparisjóð með innborguðu stofnfé. I upphafi voru ábyrgðarmenn 8, en nú eru stofnfjáreigendur 150. Ekki er meiningin aó tíunda sögu spari- sjóðsins frá því í upphafi að hann var í skúffu hjá Jóhanni bónda á Ytra-Hvarfi til dagsins í dag þcgar hann hefur opnar þrjár afgreiðslur í byggðakjörnum sem ekki voru til lyrir 110 árum. Þegar Sparisjóður- inn varð aldargamall var gefið út vandað afmælisrit sem Hjörtur E. Þórarinsson samdi og þar er á skemmtilegan hátt rakin saga sjóðsins. JA. Kosningar í nánd Kosningar nálgast nú óðum en þær fara fram um aðra helgi, nánar tiltekið laugardaginn 28. maí. Kosningabaráttan fór ró- lega af stað, en nú er farið að færast fjör í leikinn og hafa frambjóðendur og aðrir áhuga- menn verið iðnir við að skrifa greinar í blöðin um málefni Dal- víkur. Á Dalvík eru þrír listar í fram- boði og kynnum við efstu menn þeirra og nokkur helstu stefnumál á bls. 3 í blaóinu. 1 Svarfaðardal er kosning óhlut- bundin og allir hrcppsbúar í kjöri nema Jón á Hæringsstöðum sem ckki gefur kost á sér til frekari setu í hreppsnefnd. -ÞH Sæplast hlýtur tvenn verðlaun á skömmum tíma- - Forseti Islands og utanríkisráðherra verðlauna fyrirtækið fyrir markaðs- og umhverfismál Sæplast li/f hefur nú á stuttum tíma fengið tvenn eftirsótt verð- laun, það eru útflutningsverð- laun forseta Islands og umhverf- isviðurkenning Iðnlánasjóðs. Báðum þessum viðurkenningum fylgdu forkunnarfagrir verð- launagripir sem útaf fyrir sig eru listaverk. Þessir gripir voru aflientir fyirtækinu til eignar og munu því prýða húsnæði þess á komandi áruni. Utflutningsráð Islands veitir ár- lega, í samvinnu við forsetaemb- ættió, verðlaun sem kennd eru við forseta Islands. Verólaunin voru fyrst veitt 1989. Viðurkenningin er veitt fyrir góðan árangur í mark- aðsfærslu íslenskra vara og þjón- ustu á erlendum mörkuðum. I hófi á Bessastöðum afhenti forseti Is- lands Vigdís Finnbogadóttir verð- launin cn formaóur úthlutunar- nefndar, Guðmunder Magnússon prófessor flutti ávarp. Þar sagði Guðmundur m.a.: „Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin cru veitt og fyrsta sinn sem þau korna í hlut fyrirtækis með höfuðstöðvar og framleióslu utan Reykjavíkur. Það er einkar ánægjulegt að þetta skuli gerast á fimmtíu ára afmæli íslenska lýð- veldisins. Það er dæmi um að margur sé knár þó hann sé smár. Mestu máli skiptir að vera stór- huga.“ Verðlaunagripurinn var smíð- aóur og hannaður af Sigurði Hrafni Þórólfssyni gullsmiði. Listaverkið sem fylgdi viður- kenningu Iðnlánasjóðs er eftir Magnús Tómasson myndlistar- mann og lýsir á táknrænan hátt umhverfisvernd og er eins og segir í tilkynningu um verðlaunin „við- urkenning sjóðsins fyrir góðan aðbúnað, öryggi starfsmanna og verndun lífríkis lands og sjávar.“ Verðlaun þessi eru veitt árlega og er þetta í þriðja sinn sem þau eru veitt. JA Fuglar vorsins Hvaða fugl keniur næst? var spurt í lok fuglakafla í síðasta blaði. Dálkhöfundur spáði því sjálfur, að það yrði stelkurinn, sá rauðfætti hávaðaseggur. En voriö lét bíða eftir sér. Köld norðanátt og snjóhraglandi dag eftir dag, og þessar vondu veóur- fréttir hafa borist til farfuglanna og stöðvað þá fyrir sunnan, sem betur fer. Loksins tók norðanáttin að svía til í síðustu viku apríl. Ekki þó þannig, aó hann gengi í sunnanátt og hlýindi. Heldur kyrrði í lofti og heiddi og hcrti reyndar frostið. Tíu gráóu frost var aófaranótt 28. apríl. En nú vildu fuglarnir okkar ekki bíða öllu lengur. Þrátt fyrir stöðugar kuldafréttir úr varplönd- unurn blcsu þcir til brottfarar, og stefndu í norðurátt móti sumri og sól, þrátt l'yrir allt. Fuglar, eins og menn, verða aó eiga sér ofurlítinn foróa af bjartsýni. Ella verður til- veran óbærileg. Lóan er komin Það reyndist rétt sent spáð var, stelkurinn birtist og heyrðist þann 26. og daginn eftir voru þeir milli 50 og 100 syóst á Tjarnar- leirunni í Svarfaðardal. Einhverjir hal'a víst þjófstartað. Fyrsta lóan sást þann 28. og daginn eftir voru þær 10 í hóp, sem hlupu um í fluguleit á þeim sárafáu hólkollum, sem standa upp úr hjarnbreðanum á Tjarnar- túni. Smám saman koma mannvirk- in upp úr snjó, en þessi mynd var tekin að Húsa- bakka 12. maí sl. Til vinstri sér í horn nýja félags- heimilisins. Samtímis birtist annar góó- kunningi og heimilisvinur, sem ckkert er aó leyna komu sinni, hettumávurinn. Hann gerði eng- in boð á undan sér heldur komu a.m.k. 100 stykki í hóp og þóttust eiga allan heiminn. Dagur er að kveldi kominn og varla von fleiri gesta. Lengi getur samt grátt Iamb leynst undir steini, eins og þar stendur. Um þaö leyti sem sól sest undir Brcnnihnjúkinn fiýgur einmana lítill fugl skammt frá mér og kast- ar sér ýmist á hægri eóa vinstri í hlið í fluginu. Hann cr auðþekkj- anlegur jafnvel þótt hann gefi ekki frá sér neitt hljóð. Þetta var hrossagaukur og er ekki grun- laust, að þessi fugl hal'i haldið sig hér um slóðir í allan vctur. Brátt rennur upp nýr dagur og nýir farfuglar. Vió bætum þeirn þá á listann. En í bráðina segjum vió bara „dírrin-dí", sem er lóu- mállýska og þýóir eftir atvikum „góðan dag“ og „gott kvöld". Fyrsti maí Loksins, loksins haföi hann sig í það aó hlýna. Orðnar einar 7 gráður í +. Nú fer eitthvaó meira að ske í hinu frjálsa og fullvalda ríki fuglanna. Jú, þarna er svolítill angi út vió Holtsá, sem flýgur fyr- ir framan bílinn í átt heim að Holti í löngum mjúkum bogurn. Sem ég er lifandi þá er þetta hún maríátla. Og svo cru allt í einu komnir einir 10-12 helsingjar á Kotshólinn, yst í Tjarnartúni. Merkilegt, þeir cru þó vanir aó vera á feróinni nokkuð á eftir „gæsunum", grágæs og heiða- gæs. En þeir eru sjálfsagt að flýta sér álciðis til Grænlands eða Svalbarða. Þar mun hafa vorað vel og varplöndin komin undan snjó. Þarna endaði hin reglulega fuglaskoðun. Veðrinu hrakaði aftur og fuglalífið varó minna áberandi. Þó bættist við ein og ein tegund dagana upp úr mánaða- mótunum. Nú eru allir farnir að Hclsingjarnir hvíla sig á svarfdælskri grund á ferð sinni til Grænlands. þekkja jaörakanann, ryðrauðan um háls og „herðar“ ef svo mætti að orði kveóa. Svo fóru farend- urnar að koma: rauðhöfðaönd, grafönd, skúfönd og síðast urt- önd. Líklega vcrða þær ekki fleiri. Jú, auðvitað straumöndin. En hún stoppar aldrei vió hérna á lygnunum. Sjálfsagt er hún kom- in fram mcð allri á. Eg veðja á Dælis- og Másstaóaeyrarnar með kvíslar sínar og lindar, þar sem straumendurnar eiga sitt kjörland. Og minnumst þess, að þessi glæsilegi fugl á hvergi heima í Norðurálfu nema á Islandi. Vorsöngur í snjónuni Eftir mánaóamótin hefur veður farið batnandi og snjór sjatnað. I dag, 6. maí er veðrið undursam- lega fagurt, blár og hlýlegur vor- himinn yfir næstum alhvítu landi. Eg segi ekki að veðrið sé óvió- jafnanlegt, en sjaldgæft er það. Hver scm um veginn fer núna má vera nærri viss um að sjá a.m.k. eitt par af tjaldi á Árgerð- istúninu eóa í móunum þar í kring. Tjaldurinn er reyndar orð- inn árlegur gestur þarna í kring- um gömlu læknishjónin. (Sjálfur vil ég fremur segja tveir tjaldrar heldur en tjaldar. Orðið beygist þá eins og galdur-galdrar. En fáir fylgja mér víst í þessari sérvisku.) Á kvöldin i húminu er óraun- veruleikans blær yfir öllu, dalur- inn enn alþakinn jrykkum snjó og um leiksvið vetrarins llæðir vor- söngur farfugla allra tegunda. frá maríátlu upp í álftir. Farfuglar og snjór Nú þegar þessi seinustu orð eru færð á blað 15. maí, þekur snjórinn enn mestan hluta láglendisins, en nú er hann að blotna og blakkna og hærra land þomar og byrjar að grænka. Þá taka fuglamir til óspilltra málanna og hefja hreiður- gerð hver eftir sínum smckk.HEÞ.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.