Norðurslóð - 18.05.1994, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ
Maístjarnan:
Pólitískt ljóð eða einskær rómantík?
- Þetta vinsæla ljóð Halldórs Laxness var áður sungið af vinstrimönnum við þýskan slagara,
en á 1. maí sl. flutti Kór Dalvíkurkirkju lag Jóns Asgeirssonar við messu
Við messu í Dalvíkurkirkju
þann 1. maí sl. söng kirkjukór-
inn Iag Jóns Asgeirssonar við
Ijóð Ilalldórs Laxness sem kennt
er við Maístjörnuna. í ræðu
sinni minntist séra Svavar A.
Jónsson á það að þetta ljóð
mætti túlka á ýmsa vegu og
sennilega væri sú skýring á vin-
sældum þess að hver gæti lesið
það út úr því sem hann vildi.
Þetta er rétt hjá séra Svavari því
ef rýnt er í textann sést að þrátt
fyrir pólitískan undirtón er blær
ljóðsins l'yrst og fremst róman-
tískur. Þetta er óður til vorsins og
ástarjátning til lífsins og tilverunn-
ar. Lengi vel hel'ur það þó verið
pólitísk túlkun ljóðsins sem ráöið
hefur feröinni og svo er sjálfsagt
enn meóal eldra l'ólks sent ntan þá
tírna sem ljóðió höfðar til.
Umbrotatímar
En hver er þá tilurð ljóðsins? í
hvaða samhcngi birtist það fyrst?
Eins og flestum er sjálfsagt kunn-
Ekkí hefst enn mikið upp úr
tilraunum núnum til að fá
endurheimta seinni- eða fyrri-
parta vísna, sem týnst hafa.
Enginn hefur gefið sig fram,
sem lagað gæti vísuna um
Arngrím málara. Heldur ekki
vísu Sælors: ég held ég get’ei
heitið skáld o.s.frv.
Líklega veró ég að gefast upp
í þessari frómu viðlcitni minni,
að bjarga frá glötun þcssu vísna-
rusli. Samt ætla ég að gera enn
cina tilraun og nú veit ég ekkert
um höl'und né hcldur um mann-
eskjuna, sem urn cr ort, ncnta
það aö hún hét Manga.
ugt birtist þetta Ijóð í bók Halldórs
Laxness, Heimsljósi, nánar tiltekið
í þcim hluta verksins sem hcitir
Hús skáldsins. Það er Olafur Kára-
son ljósvíkingur sern sagður er
höfundur þess og hann yrkir það á
miklunr umbrotatímum í lífi sínu.
Ljóðió yrkir skáldió aó nýaf-
stöðnu verkfalli erfiðismanna á
Sviðinsvík. Þar höfðu verkamenn
sigur eftir nokkur átök þar scm ung
stúlka hafði rétt honum rauðan
fána verkalýðsins. Skömmu áður
hafði sú sama stúlka kysst skáldió
og kossinn brann enn á vörum
þess. Við skulum grípa niöur í
verkið þar sem verkfallinu er
lokið:
*
Imynd Frelsisins
„Þar meó var kaupdcilunni ntiklu á
Sviðinsvík lokió og krókloppinn
prókúristinn kallaður ofanúr turn-
inum. A öörum degi var vinna haf-
in við undirbúníng stassjónarinnar
samkvæmt taxta verkamannafé-
lagsins.
Þetta er raunar ekki hálfkveó-
in vísa í þeim skilningi, að ein-
hvern hluta hennar vanti. Hins-
vegar er hún næsta óskiljanleg
og því líklega bjöguð og hér
kemur hún:
Manga gengur mjög íkeng,
mingrar oft í ráðum slyng.
Latan fœr hún lúsadreng
lyngvaðan í sortubing.
Ja, ég er nú svo aldeilis for-
viða af allri þessari vísnadellu.
Gleðilegt sumar.
HEÞ.
Um kvöldið sat skáldið einn
uppi í húsi sínu cndurreistu, nýr
niaður, en hcitkonan sofnuó, og
rcndi huganum yfir viðburði dags-
ins. Eftir tvo daga átti að grafa
dóttur hans, og um leið og rekun-
um væri kastað - hvað mundi þá
binda hann framar þessu aunta
húsi sent í nótt eð leið hafði verið
sviftofanaf höfði hans? Hann gekk
á með kornéljum og stóð uppá
gluggann; brestir voru í rúðunum
og kornin leituðu inn; á ntilli var
kyrt og rofaði til og sá í græna
heiðríkju; og hann sá eina stjörnu
skína. Hann lokar augunum, en án
þess að tíma að sofna, og finst
þessi stjarna stíga ofanaf himnunt
niður til sín, og milli svefns og
vöku heyrir hann dansandi fótatak
hennar fyrir utan, blandið endur-
minningunni um sögulcgan þys
lióins dags; og við tónlist sem líður
fram í ángurværum yndisþokka
hcyrir hann djúpt í barmi sínunt
kvæði súngið um hana sem hann
nefnir Imynd Frelsisins.
Ó hve létt er þitt skóhljóð
og hve lengi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sent hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu kornin,
þú crt komin til mín.
Það eru erfiðir tímar,
það cr atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á rnorgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar ciníngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.“
Ort við þýskan slagara
Þannig kom þetta ljóó í heiminn.
Það náói fijótlega vinsældum og
hefur verið sungið við ýntis lög.
Sjálfur hefur Halldór Laxness sagt
fyrir um hvaða lag hann hafi haft í
huga þegar hann orti ljóðið. I við-
tali sem Pétur Pétursson útvarps-
þulur átti við hann fyrir nokkrum
árum raulaði skáldió lagið sem
hann sagði vcra þýskan slagara.
Það lag hefur raunar heyrst nokkuð
í útvarpi aó undanförnu í fiutningi
Önnu Pálínu Arnadóttur og Aðal-
steins Asbergs Sigurðssonar.
Einnig hafa rnenn á borð við Atla
Heinti Svcinsson, Jakob Hall-
grímsson og Arna Johnsen spreytt
sig á að semja lög við þetta ljóð, en
þau hafa ckki náð eyrunt þjóóar-
innar.
En það er lag Jóns Asgeirssonar
sem hefur greypst í þjóóarvitund-
ina og náð meiri vinsældum og út-
breiðslu en dænti eru um á síóari
árum. Jón samdi lagið árið 1982
fyrir uppsetningu Þjóðleikhússins
á Húsi skáldsins, leikgerð eftir
hluta Heimsljóss. Hvað skyldi
hann hafa lesið út úr Ijóðinu þegar
hann var að sentja við það lag?
„Þetta er allt of væmið“
„Frá hendi Halldórs cr þetta póli-
tískt ljóó, á því leikur enginn vafi.
Þegar leikritið var sett upp vildi
leikstjórinn fá einhverskonar her-
göngumars við þetta ljóð, en ég hef
alltaf litið svo á hugmyndafræói
þessa tíma, krcppuáranna, að hún
hafi fyrst og fremst verið róman-
tísk. Eldra fólk er heldur ekki í
vafa unt að framtíðarlandið scnt
skáldið yrkir unt sé framtíðarland
sósíalisntans.
Hálfkveðnar vísur 4
Svarídœlabúð
Dolvík
Allt í helgar- og hátíðarmatinn
Grillmatur í miklu úrvali: Lambalœri - Lamba-
hryggir - Lambagrillsneiðar á tilboðsverði
Fermingartilboð á öllu grœnmeti fyrir hvítasunnuna
En ég hef orðið þess var að börn
og yngra fólk skynjar þetta Ijóð á
annan hátt. Fyrir þeint er maí fyrst
og fremst vormánuður, fáninn sá
íslenski og framtíðarlandið okkar.
Hitt er gengin saga. Þetta sýnir vcl
hvernig góður skáldskapur endur-
nýjast í tímans rás og öðlast nýja
mcrkingu fyrir fólki.“
- Attirðu von áþvíað lagið yrði
svo vinsœlt sem raun her vitni um?
„Nei, ég gerði mér enga grein
fyrir því. Eg ntan að þegar ég var
búinn að semja lagið leyfði ég
konunni ntinni að heyra það og
hún sagði að það væri allt of væm-
ið. Þetta er rómantískt lag og það
myndast eitthvert samband milli
þess og textans sem gefur því líf.
Lag og texti vinna saman líkt og í
lögunt á borð við Fyrr var oft í koti
kátt og Sprengisand, enda eru þetta
einu lögin sern fólk kann öll þrjú
erindin við,“ sagói Jón Asgeirsson
tónskáld.
Liggur í loftinu
Því er svo við þessar hugleiðingar
að bæta aó cins og Jón segir þá er
þetta góður skáldskapur og í því
ákveðinn innilciki sent einkenndi
skáldskap Halldórs Laxness á
þessum tíma. En skáidið sjálft er
ekkert sérlega upprifið yfir þessunt
skáldskap sínunt. Aðurnefndu við-
tali þeirra Péturs lýkur nefnilega á
því að hann raular þýska slagar-
ann, hlær svo við og segir: „Ha, ha,
þetta hefur maóur nú ekki verið
lengi að yrkja."
En er það ekki þannig með alla
góða list? Hún liggur í Ioftinu og
virðist svo sjálfsögð þegar einhver
hefur handsamað hana og gefið
henni forrn.
______________________-Wt
Leikfélag Dalvíkur:
Herkvaðn-
ing í haust
Nú er liafinn undirbúningur að
haustverkefni Leikfélags Dalvík-
ur, en eins og frani hefur komið
er ætlunin að setja á svið söng-
leikinn Land míns föður eftir
Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri
hefur verið ráðinn og er það Kol-
brún Halldórsdóttir sem hefur
getið sér gott orð fyrir stjórnun
söngleikja.
Land míns föður er einhver
viðamesta sýning sent LD hefur
ráðist í. Hlutverkin cru á fjórða tug
talsins og ntikið cr unt söng. Leik-
ritið gerist á stríðsárunum og því
væri vel þegið að fólk legói félag-
inu lið mcð því að skoða í fata-
skápa sína og geymslur og athuga
hvort ekki leynist þar fatnaður eða
aðrir munir sem tengjast hernárn-
inu og þessum tíma. Allur fróð-
leikur er líka vcl þeginn. Ekki síst
cru allir þeir áhugaleikarar sent
enn hafa ekki skriðió út úr skápn-
um hvattir til aó gefa sig frant viö
eftirtalda: Birki (s. 61242), Björn
(s. 61834), Unni Maríu (s. 61515),
Maríu (s. 61072), Hermínu (s.
61985) eða Kristján (s. 61855).
Þetta er stóra tækifærið!
Gíróseðlarnir
vegna áskrift-
argjaldsins
verða sendir
út með
júníblaðinu.