Norðurslóð - 18.05.1994, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 18.05.1994, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ — 5 Stærðfræðin og tónlistin hjálpast að - Spjallað við Davíð Þór Bragason Ungi námshcstur- inn og píanólcikar- inn Davíð I>ór Hragason. Mynd: hjhj Síðasta laugardag hélt Davíð Þór Bragason píanótónleika í Dal- víkurkirkju. Á efnisskránni voru verk eftir Bach, Bethoveen, Chopin, Szymanowsky, Prokof- iev, Jón Leifs og Hjálmar H. Ragnarsson og spilaði Davíð tón- leikana með miklum glæsibrag. Davíð tók lokapróf í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akur- eyri nú fyrir skemmstu og út- skriftartónleika hélt hann á Ak- ureyri nú í vikunni. Davíð Þór er tvítugur Dalvík- ingur, sonur Braga Stefánssonar læknis og Svölu Karlsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi af eðlisfræði- braut í Mcnntaskólanum á Akur- eyri sl. vor og hefur í vetur með- fram tónlistarnáminu unnió fyrir sér með því aó taka nemcndur í M.A. og V.M.A. í aukatíma í stærófræði og eólisfræði. Davíð er afbragðsnámsmaður. Hann hefur tvívegis keppt fyrir hönd Islendinga á Olympíuleikum ungra eðlisfræðinga og s.l. sumar náði hann næstbestum árangri sem Norðurlandabúi heíúr náó á þeim vettvangi. Hann varð einnig „semi-dux“ á stúdentsprófi og sömu sögu er að segja af píanó- náminu, á lokaprófi í Tónlistar- skólanum hlaut hann 93 stig af 100 mögulegum. Hann hefur nú hlotió námsstyrk frá University of Penn- sylvania til að stunda þar það nám sent hann kýs. Þcssar upplýsingar fékk blaóamaður eftir krókaleiðum því sjálfur lætur Davíö lítió uppi um afrek sín. Eftirfarandi viðtal fór fram eftir tónleikana í Dalvíkurkirkju. Hvenœr byrjaðir þú að lœra á píanó? - Ég var 12 ára þegar ég byrjaði í tónlistarskólanum á Dalvík hjá Nigel Lillicrap. Síðan hef ég haft ýmsa kennara en undanfarin 4 ár hefur Marek Podhajski verið kenn- ari niinn. Er mikill tónlistaráhugi á heim- ilinu? - Já, já. Pabbi spilar á píanó og mamma hefur sungió í ótal kórum. Svo hafa systkini mín öll verió í einhvcrju hljóðfæranámi. Kiddi bróðir sem cr 11 ára er efnilegur píanóleikari. Hvað fœr ungan mann af rokk og ról kynslóðinni til að snúa sér að klassískum píanóleik? - Það er ekki gott að segja. Ég hlustaði meira á rokk hér áóur fyrr en eftir að ég fór aó hlusta á klass- íska tónlist fannst mér hún einfald- lega skemmtilegri. Hver eru uppáhaldstónskáldþín? - Ég hlusta mikið á Chopin og Scriabin og finnst gaman aó glíma viö þá. Annars eru ótal tónskáld í uppáhaldi hjá mér. Hvað er svo framundan? - Ég fer sennilcga til Fíladelliu í Bandaríkjunum nú í ágúst. Ég er koniinn þar inn í háskóla og búinn að fá styrk. Ég l’er líklega í eðlis- fræði og ætli ég vclji ekki píanóió sem aukagrein. Verður ekki erfitt að þjóna tveim svo ólíkum herrum? - Nei, það cr nokkuó algengt í amerískum háskólum að ntenn leggi stund á tvö fög samhlióa. Þetta eru náttúrulega ólík fög en samt ekki alveg eins óskyld og ntenn ætla. Stærófræði og tónlist cru aö mörgu leyti af sama ntciði og ég er ekki frá því að hin stæró- fræóilega hugsun hjálpi mér í píanólciknum. Þá er bara eftir aó óska Davíð Þór til hamingju með árangurinn og óska honum góðrar ferðar út í heiminn. hjhj Sóknarnefnd Tjarnarkirkju verður með kaffisölu að Húsabakka laug- ardaginn 28. maí nk., kosningadaginn, frá því að kjörfundur hefst og þar til talningu er lokið um kvöldið. Sóknarnefndin Auglýsing um kjörfund vegna bæjarstjórnarkosninga á Dalvík 28. maí 1994 Kosið verður í Dalvíkurskóla (efri skóla). Kjörstaður verður opnaður kl. 10.00. Kosningu lýkur kl. 22.00. Talning atkvæða fer fram á kjörstað að loknum kjörfundi. í kjörstjórn Dalvíkurbæjar Helgi Þorsteinsson Inga Benediktsdóttir Halldór Jóhannesson Kjörfundur vegna sveitarstjórnar- kosningar í Svarfaðardals- hreppi 28. maí 1994 verður í Húsabakkaskóla (syðra húsi) og hefst kl. 10 f.h. Stefnt er að því að Ijúka kosningu kl. 20.00. Talning atkvæða hefst kl. 22.00 á kjörstað. í kjörstjórn Svarfaðardalshrepps Sigríður Hafstað Ármann Gunnarsson Björn Daníelsson Framboðslistar við bæjarstjórnar- kosningar á Dalvík 28. maí 1994 B-listi Framsóknarfélags Dalvíkur D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra kjósenda l-listi Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Frjálslyndra, Þjóðarflokks og óháðra 1. Kristján Ólafsson 2. Katrín Sigurjónsdóttir 3. Stefán Gunnarsson 4. Helga Eiríksdóttir 5. Sigurlaug Stefánsdóttir 6. Brynjar Aðalsteinsson 7. Ragnheiður Valdimarsdóttir 8. Daníel Hilmarsson 9. Valgerður Guðmundsdóttir 10. Einar Arngrímsson 11. Guðný Bjarnadóttir 12. Björg Ragúels 13. Jóhannes Hafsteinsson 14. Guðlaug Björnsdóttir 1. Trausti Þorsteinsson 2. Svanhildur Árnadóttir 3. Birgir Össurarson 4. Gunnar Aðalbjörnsson 5. Dorothea Jóhannsdóttir 6. Þorsteinn Skaftason 7. Hjördís Jónsdóttir 8. Friðrik Gígja 9. Hermína Gunnþórsdóttir 10. Hákon Stefánsson 11. Dana Jóna Sveinsdóttir 12. Rúnar Júlíus Gunnarsson 13. Björn Elíasson 14. Eyvör Stefánsdóttir Dalvík 9. maí 1994 Yfirkjörstjórn Dalvíkur Helgi Þorsteinsson Inga Benediktsdóttir Halldór Jóhannesson 1. Svanfríður Inga Jónasdóttir 2. Bjarni Gunnarsson 3. Þórir V. Þórisson 4. Þóra Rósa Geirsdóttir 5. Gunnhildur Ottósdóttir 6. Viðar Valdimarsson 7. Ásta Einarsdóttir 8. Hjörtína Guðmundsdóttir 9. Sverrir Sigurðsson 10. María Gunnarsdóttir 11. Ottó Freyr Ottósson 12. Þuríður Sigurðardóttir 13. Ottó Jakobsson 14. Kolbrún Pálsdóttir

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.