Norðurslóð - 28.02.1995, Qupperneq 1
Svarfdælsk byggð & bær
19. árgangur Priðjudagur 28. janúar 1995 2. tölublað
lnn á milli byljanna hafa komið stilllir og bjartir, en oftast æði kaldir dagar. Og þá sést að snjórinn hefur tekið á sig
liinar fegurstu myndir.
Veðrið frá áramótum
Rysjótt og umhleypingasamt
- Samfellt vetrarríki frá því fyrir jól
Frá áramótum Itefur veðurfarið
verið mjög rysjótt og umhleyp-
ingasamt, fáir sólskinsdagar,
margir stórhríðardagar og má
segja að hér hafi verið ntikið og
samfellt vetrarríki síðan fvrir jól.
Janúarmánuður var óvenjulega
snjójtungur og aðeins örfáir
úrkontulausir dagar, vikum sam-
an sást hvergi á dökkan díl í
fjöllum hvað þá á láglendi, og er
svo enn. Illviðrin sent léku Vest-
firðinga svo grátt um miðjan jan-
úar fóru að verulegu leyti
framhjá okkur sent hér búum, þó
var hér leiðindaveður flesta daga.
Febrúarmánuður hefur verið
svipaður nema nú er sól hærra á
lofti.
Enn hefur bætt á snjóinn og
frost harðari en áður og hefur farið
niður í 18-20 stig nokkrum sinn-
um. Samgöngur hafa oft verið erf-
iðar, en hafa þó aldrei teppst á að-
alvegum héraðsins nema fáa tíma í
senn. Því veldur betri tækjabúnað-
ur Vegagerðar og þeirra aðila, sem
tekið hafa að sér snjóruðning f.h.
Vegagerðar rfkisins.
Ekki fer ltjá því að þessar þrá-
látu hríðar og stormar munu kosta
sveitarfélögin hér morð fjár. En
um það er fjallað hér að neðan.
Fannfergið
Kostnaður við snjómokstur
orðinn umtalsverður
Snjór, snjór, snjór. Oft liafa
íbúar Svarfaðardalshrepps séð
það svart í snjómálum og sjálf-
sagt hafa elstu menn séð það
svartara en núna. Þaö þarf
kannski ekki einu sinni að leita
til elstu manna. Þeir vngri muna
e.t.v. meiri snjó. En það sem
gerir þennan snjóavetur frá-
brugðinn mörgum öðrum er
hversu ókyrr og óstýrilátur þessi
snjór er. Hann hreinlega getur
ekki legið kyrr en er á eilífu
(lökti fram og aftur um dalinn
og leitast, að því er virðist,
sérstaklega við að fylla þau
skörð sem vegagerðarmenn og
aðrir eljusamir snjómokarar
myndast við að höggva í hann.
Það hefur vart liðið sú vika frá
áramótum sem ekki hefur þurft að
ryðja vegi sveitarinnar. Kostnaður
hreppsins af öllum þessum mokstri
er orðinn umtalsverður og vildu
sjálfsagt flestir sjá því fé varið til
einhverra varanlegri, gagnlegri og
fegurri mannvirkja en snjóruðninga
meðfam vegurn sveitarinnar.
Vegagerðin borgar
vikulegan mokstur
Frá því í mars s.l. hefur Vega-
gerðin tekið að sér að ryðja einu
sinni í viku, þ.e.a.s. á mánudögum,
„lilla sveitarhringinn“ svokallaða,
fram Vestur- og Austurkjálka og
yfir Tungur. Sá mokstur er alfarið
kostaður af Vegagerðinni en
mokstur í fram-Svarfaðardal og
Skíðadal og mokstur umfram
þessa vikulegu „hreingerningu“
kostar hreppurinn til helminga á
inóti Vegagerðinni. Heimreiðar á
bæi teljast til sýsluvega og kostar
það bændur 3.000 krónur að fá þær
ruddar. Geta menn þá haft sam-
band við oddvita sem sér um að
senda tæki á staðinn.
Atli Friðbjörnsson sagðist ekki
hafa handbærar upplýsingar unt
útgjöld hreppsins vegna snjó-
mokstursins. Vegagerðin sér um
að greiða verktökum laun sín og
sendir síðan reikning á sveitarfé-
lagið. Það hefur þó gerst að Vega-
gerðannönnum hefur ekki enst
vikan til að opna hringinn þar sem
jafnharðan hefur fennt í slóðir. Þar
eð Vegagerðin er skuldbundin til
að skila sínu verki fullunnu hafa
þeir því þurft að bera allan kostnað
við mokstur þá vikuna. Þannig get-
ur veðrahamurinn og ófærðin orð-
ið hreppnum til happs sé hún nógu
gegndarlaus. hjhj
Af útigangshrossum
Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum um útigöngu hrossa á
þessum harða vetri. Dænii eru þess að hross hafi drepist úr vos-
búð og bungri og er það illt afspurnar. Nokkrir liafa haft sam-
band við blaðið og lýst yfir áhyggjum sínum vegna útigangs-
hrossa í Svarfaðardal.
Víst er að vegna jarðbanna er enga beit lengur að hafa og hross
þurfa nú fulla gjöf og þá ekki síður skjól í fimbulkuldanum og bann-
settum næðingnum sem ekki ætlar að gera það endasleppl. Nóg er til
af heyjunum í Svarfaðardal, svo ntikið er víst, og státum við ekki af
stærsta hesthúsi landsins? Norðurslóð tekur undir með þcirn sem
kenna í brjósti um ferfætlingana og hvetur alla þá sern málið er skylt
að huga nú að útigangshrossum sínum. hjhj
Hafnargerðin á Dalvík
Grjótflutningum lokið
- Framkvæmdir langt á undan áætlun
Gerð nýja brimvarnargarðsins í
Dalvíkurhöfn hefur gengið langt
framar vonum. Þrátt fyrir rysj-
ótta tíð hefur varla fallið úr dag-
ur hjá verktökunum og nú er út-
lit fyrir að garðurinn verði tilbú-
inn á vordögum, en í útboði var
gert ráð fyrir að hafnargerðinni
lyki ekki fyrr en í október.
Nú er búið að aka öllu því grjóti
sem lil stendur að setja í garðinn úr
námunni í Hálshorninu. Því hefur
verið safnað santan á uppfylling-
unni utan við norðurgarðinn og
þaðan verður því svo miðlað út á
garðinn eftir þörfum.
Þessa dagana er verið að styrkja
hausinn á garðinum svo hann verð-
ur ekki mikið lengri en orðið er.
Að því verki loknu verður stórgrýti
ekið út á garðinn og hann klæddur
með því. Þegar verkinu lýkur á
garðurinn að standa fimm metra
upp úr sjó á stórstraumsflóði.
Allur gangur þessa verks hefur
verið til mikillar fyrirmyndar og
einhver lánsemi yfir því öllu. Þeir
voru margir sem höfðu verulegar
áhyggjur af umferð grjótbílanna í
gegnum bæinn, en hún hefur geng-
ið algerlega snurðulaust fyrir sig,
engin óhöpp orðið og lölk varla
orðið varl við vörubílana. Skipta
ferðir þeirra í gegnum bæinn þó
orðið þúsundum. Þeir eru til sem
halda því fram í blákaldri alvöru að
í stað þess að rústa bæinn og valda
íbúunum ómældum þjáningum
hafi þessi akstur stórbætt umferð-
armenninguna á Dalvík. -ÞH
Nýr karlakór
Eykur fjölbreytni
tónlistarlífs hér
s
- segir Jóhann Olafsson stjórnandi
Fyrir skeinmstu vakti athygli
manna lítil auglýsing í Molanum
|>ar sem áhugamenn um stofnun
karlakórs voru boðaðir til fund-
ar. Fundur þessi var síðan hald-
inn í Víkurröst s.l. laugardags-
kvöld og þar var ákveðið að
koma á fót nýjum karlakór í hér-
aðinu. Er kórinn búinn að halda
sína fvrstu æfingu þegar blað
þetta birtist lesendum.
Helstu hvatamenn að stofnun
kórsins eru þeir Hilmar Daníelsson
og Jóhann Olafsson. Jóhann er
jafnframt stjórnandi. Hann sagði í
samtali við blaðið að liann hafi
gengið með þessa hugmynd í mag-
anum frá því sl. sumar en það hafi
svo verið á þorrablóti Kiwanis-
klúbbsins Hrólfs á bóndadags-
kvöld að þeir Hilntar hefðu tekið
tal saman um þctta mál og ákveðið
að hrinda því í framkvæmd.
- Hvað mœttu margir á fund-
init?
- Það komu 16 menn á fundinn
og við vissum um marga sem ekki
gátu komið. Eg tel engan vafa á því
að það er mikill áhugi fyrir karla-
kór hér. Af þessunt 16 sem mættu á
fundinn voru aðeins 6 úr gamla
karlakómum þannig að áhuginn er
ekki síst nteðal yngri manna. Það
eykur manni bjartsýnina. Við vilj-
um samt gjarnan fá gamalreynda
karlakórsmenn með okkur til að
miðla þeim yngri af reynslu sinni. 1
fljótu bragði sýnist mér vandræða-
laust að ná santan alla vega 30
mönnum án þess að ganga í raðir
annarra kóra á svæðinu.
- Hvert verður starfssvœði
kórsins?
- Það verður náttúrulega Dalvík
og Svarfaðardalur en einnig viljum
við fá Olafsfirðinga og Ströndunga
inn í þetta með okkur. Ég veit um
áhugamenn á þessum stöðum og
þeir verða látnir fylgjast með þró-
un mála.
- Hvað verðursvo kórinn látinn
heita?
- Það hefur ekkert verið ákveð-
ið ennþá. Við förum svona að spá í
það bráðlega. „Karlakór Dalvíkur"
hefur náttúrulega borið á góma.
Við verðunt að sjá til með það.
- Og tónlistarstefnan. Hver
verður hún?
- Það verður líka að þróast með
tímanum. Við syngjum bæði nýtt
og gamalt, fjörugt og alvarlegt, ís-
lenskt og erlent. Æfingatímar og
hversu oft við æfum hefur heldur
ekki verið ákveðið. Hins vegar
munum við ta til okkar raddþjálf-
ara frá Akureyri, Má Magnússon.
til að koma einu sinni í viku til að
þjálfa raddir.
- Þú ert ekkert smeykur um að
karlakór taki söngkrafta frá öðrum
kórum í héraðinu?
- Nei ég held að karlakór muni
þvert á móti breikka og auka fjöl-
breytni í tónlistarlífi hér um slóðir.
Það sé ég m.a. á því að af þeim 16
sem mættu á fundinn voru aðeins
tveir í öðrum kórum. Ég held að á
þessu rúmlega 2.000 manna svæði
hljóti að vera grundvöllur fyrir
bæði karlakór og blandaðan kór
rétl eins og í Skagafirði þar sem
starfræktur er 60 manna karlakór
og 40 manna blandaður kór sam-
hliða og minnstur hluti þess fólks
kemur frá Sauðárkróki.
- Og hvenœr má svo fólk eiga
von á að heyra í kórnum í fyrsta
sinni?
- Ja, einhvem tíma með vorinu
vona ég. Einhver talaði um 17 júní.
Það er ágæt dagsetning. hjhj
Hér stjórnar Jóhann Karlakór Dalvíkur á sjómannadaginn 1992, en þá var
kórinn endurreistur fyrir þessa einu uppákmnu.