Norðurslóð - 28.02.1995, Qupperneq 3

Norðurslóð - 28.02.1995, Qupperneq 3
NORÐURSLÓÐ —3 Gestur Hjörleifsson Fæddur 21. nóvember 1908 - Dáinn 17. febrúar 1995 Gestur Hjörleifsson fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Dalvík- ur lést 17. febrúar sl. á 87 aldurs- ári. Gestur setti mjög svip sinn á mannlíf hér á Dalvík og í Svarf- aðardal, ekki hvað síst tónlistarlíf byggðarinnar. Saga Gests Hjör- leifssonar og tónlistarsaga Dalvík- ur er samofin. Hann varð organisti hér í sveitinni árið 1925 eða 26 og lét af starfi organista Dalvíkur- kirkju 1986. Hann starfaði því í rúm 60 ár hér við Upsasókn, fyrst við kirkjuna á Upsum og síðar við Dalvíkurkirkju. auk þess var hann tímabundið organisti við allar kirkjumar í Svarfaðardal. Þetta mun vera einn lengsti starfsaldur organista, ef ekki sá lengsti sem um getur hér á landi. Gestur hóf kórstjóm mjög ung- ur. Við vígslu Sundskála Svarf- dæla vorið 1929 stjómaði hann karlakór og er það fyrsti kórinn sem hann stjórnaði. Lengst af var hann stjórnandi Karlakórs Dalvík- ur. Hann stjómaði karlakómum yfir tuttugu ár á mesta blómaskeiði kórsins. Kórinn gat sér gott orð og söngskemmtanir voru haldnar víða. Arið 1975 kom út plata með kómum undir hans stjórn. Platan hefur nýlega verið sett á geisla- disk. Útgáfa plötunnar og þær upp- tökur sem varðveist hafa munu í framtíðinni verða til vitnis um tón- Iistarmanninn Gest Hjörleifsson. Arið 1964 var Tónlistarskóli Dalvíkur stofnaður og Gestur ráð- inn skólastjóri og fyrst í stað eini kennarinn. Skólinn hefur síðan vaxið og dafnað og er nú ötlugur skóli sem býður nentendum upp á fjölbreytta námsmöguleika. Braut- ryðjandastarf Gests við skólann hefur borið ríkulegan ávöxt. Gest- ur var undirleikari við ýmis tæki- færi. Til dæmis sá hann um undir- leik og söngatriði þegar það átti við í uppsetningu leikrita hér áður fyrr. Þegar Tónlistarskólinn var stofnaður breytast aðstæður Gests þannig að hann fer að hafa tónlist- ar- og kennslustarf að aðalstarfi, fram til þess tíma var slíkt auka- starf. Gestur starfaði hjá Raf- magnsveitunum um það leyti sem Tónlistarskólinn var stofnaður en áður hafði hann starfað við versl- unarstörf og var bílstjóri, meðal annars fyrsti mjólkurbflstjórinn hér í sveit. Gestur var ekki marg- máll á opinberum vettvangi um störf sín eða sig sjálfan. Þó er til viðtal sem Ottarr Proppé tók við hann sjötugan og birtist í Norður- slóð í desember 1978. Þar segir Gestur svo frá fyrstu kynnunt af tónlistinni: „Eg hafði verið í tímum hjá Tryggva Kristinssyni á Dalvík. Eg stend í þeirri meiningu, að það nám hafi staðið í 7 vikur. Ég hef verið 12 ára. þá var ég ræstur einn morguninn og átti þá að fara á Dalvík að læra að spila á orgel. (Hann álti þá heima að Knapp- stöðum í Fljótum). Pabbi fór með mig og við fórunt Klaufabrekkur. Það var mikill snjór og djúpt á þeim stutta í Þumlungsbrekkunni. Flest af því sem ég lærði þá glat- aðist mér, því að ég átti ekki við þetta aftur fyrr en löngu seinna. Pabbi átti fiðlu og við bræðurn- ir spiluðum á hana eftir eyranu, ég hef líklega byrjað 11 ára. Þá var spilað á fiðlu á böllum og tveir látnir spila saman. Ég og Hjörleif- leið að skrúfast undan foreldrum í þá daga. Tryggvi var þá kominn vestur á Siglufjörð og ég fór þangað. Námstíminn var álíka langur og í fyrra skiptið, náði ekki tveimur mánuðum. Að náminu loknu sagði Tryggvi að ég yrði að taka próf, ég yrði að spila við ntessu. En þegar að því kont, var Tryggvi ekki heima og ég var auðvitað skít- hræddur, en þetta gekk. Þegar heim var komið tók ég allar 4 kirkjurnar í Svarfaðardal." Síðar segir hann: „Ég fór síðar suður til Reykja- víkur og fékk tilsögn hjá Páli ís- ólfssyni. en var heimtaður heim aftur eftir 3 mánuði. Ég var þó ánægður með ferðina og held að ég hafi lært talsvert. mér hefur veist þetta léttara síðan. En Páll varð reiður þegar hann frétti að ég hefði Gestur á tónleikaferð í Mývatnssveit með Karlakór Dalvíkur. Myndina tók Heimir Kristinsson árið 1962 og má sjá gamla kórfélaga í baksýn. Lokaorð greinar Júlíusar eru svohljóðandi: „Ég hef sungið undir stjórn margra söngstjóra bæði hér á landi og erlendis en Gestur Hjörleifsson er einn hinn öruggasti og smekk- legasti kórstjórnandi sem ég minn- ist. Osérplægið frantlag hans til kristnihalds og fónlistarlífs í þessu byggðarlagi sem organisti, söng- stjóri, tónmenntakennari og skóla- stjóri tónlistarskóla er ómetanlegt. Það er Itapp og hantingja hverju byggðarlagi að eiga slíka menn. Og það er ánægjulegt að afkom- endurnir rækja vel þá guðsgjöf á sviði tónlistar sem þeir hafa hlotið í arf frá forfeðrum sínum, m.a. þeim gömlu Ingvaramönnum." Gestur stjórnar sameinuðum karlakórum í sambandi karlakóra á Norðurlandi, Heklu. Eins og sjá má er sungið á Ráðhústorginu á Akureyri, en myndina tók Heimir Kristinsson á Heklumóti árið 1964. ur heitinn bróðir spiluðum saman. Böllin stóðu fram undir morgun og við skiptumst á að spila, við Hjör- leifur og tveir bræður í Hólakoti.“ Síðar segir Gestur frá þegar hann er spurður hvenær tónlistar- nám hæfist á ný: „Ég ætlaði ekki að leggja tón- listina fyrir mig. Mig langaði til að verða sjómaður. Ég var á sjó á Pálsbátunum svonefndu, bátum Páls frá Hrafnsstöðum, og líkaði það vel og er helst á því að skips- félögunum haft bara líkað vel við mig. En svo er það eitt sinn að séra Stefán Kristinsson á Völlum kem- ur í Gullbringu að herða í foreldr- um mínum að láta mig læra aftur. Þá hef ég verið 17 til 18 ára. Það var vandræðaástand við messur, enginn organisti. Og það var engin verið heimtaður heim fyrir organ- istaleysi." Júlíus J. Daníelsson fjallaði í grein í jólablaði Norðurslóðar 1990 meðal annars um feril Gests Hjör- leifssonar. Þar segir Júlíus: „Gestur var við nám hjá Páli Isólfssyni í þrjá mánuði og fannst það helst til stuttur tími. Hefur hann látið svo um mælt að náms- tíminn hefði þurft að vera þrjú ár. En aðstæður þeirra tíma leyfðu ekki meira og þar við sat. Jón Ás- geirsson tónskáld hefur sagt mér eftir Páli Isólfssyni að Gestur væri einn fárra ntanna sem hann hefði kynnst sem hefði absolúta eða al- gera tónheyrn og ntun Páli hafa þótt skaði að Gesti gaf.st ekki færi á að vera lengur við nánt hjá sér. Engu að síður mun þessi stutta námsdvöl hjá meistaranum syðra hafa nýst Gesti vel. Gerðist hann máttarstólpi á sviði tónlistar í ætt- arbyggð sinni um langan aldur.“ Um leið og Norðurslóð vill gera þessi lokaorð Júlíusar að sínum sendir blaðið aðstandendum sam- úðarkveðjur. JA Dalvíkurbær Bygginganefnd Dalvíkur hefur samþykkt eftirfarandi: „Vegna aukinnar notkunar gáma sem geymsluhúsnæðis vill bygginganefnd vekja athygli á því að sækja þarf um stöðuleyfi fyrir gáma ef þeir eru settir niður til lengri tíma en 1 mánaðar." Byggingafulltrúinn Dalvík Dalvíkurbær Árið 1961 var lialdið kirkjukóramót í Akureyrarkirkju og þá stjórnaði Gestur samcinuðum kirkjukórum prófasts- dæmisins. Undirleikari er .Jakob Tryggvason, kórstjóri og organisti í Akureyrarkirkju. Myndin er fengin að láni úr Héraðsskjalasafni Svarfdæla. Frá Dalvíkurbæ Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Dalvíkur og fyrir- tækja liggur frammi á skrifstofu bæjarins. Dalvík 23. febrúar 1995 Bæjarritari

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.