Norðurslóð - 29.03.1995, Side 3
NORÐURSLOÐ —3
100 ára afmæli leiklistar í Svarfaðardal
- Gestkoman frumsýnd á þinghúsinu fyrir einni öld
Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá því fyrsta leikritið
var sett upp hér í Svarfaðardal. Fyrir þann tíma höfðu
menn efnt til álfasýninga um leið og álfabrennur voru.
Til dæmis var mikil sýning á þjóðhátíð Svarfdæla 1874.
En fyrsta leiksýningin að hefðbundnum hætti í Svarfað-
ardal sem sögur fara af var sett upp í apríl 1895 og voru
sýningar í þinghúsinu á Tungunum. Svo virðist sem
kveikjan að sýningunni hafi ekki síst verið fjáröflun
vegna fyrirhugaðrar snu'ði brúar á Skíðadalsá.
Kristmundur Bjarnason getur sér þess til í þriðja bindi
Sögu Dalvíkur að aðalhvatamenn þessarar sýningar hafi
verið sóknarprestarnir í dalnum, þeir Kristján Eldjárn Þórar-
insson á Tjöm og Tómas Hallgrímsson á Völlum. Séra
Kristján hafði kynnst leikstarfsemi á skólaárum sínum og
hefur vafalaust miðlað þekkingu sinni til sveitunga sinna við
þetta tækifæri. Leikritin sem sýnd voru í apríl 1895 voru tvö.
Annað var Gestkoman eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld, hitt
leikþáttur sem séra Tómas á Völlum samdi af þessu tilefni
og hét „Þeir ætla að leika“ en það var eins konar forleikur.
I Sögu Dalvíkur er vitnað til frásagnar Gísla Jónssonar á
Hofi varðandi hlutverkaskipan, en þar segir:
„Hjón í koti undir heiði“
Dóttir hjóna
Fjórir flækingar:
Ólafur muður
Jón Repp
Galdra-Leifi
Sölvi Helgason
Fjórir stúdentar:
Stefán Bjömsson, Hofsárkoti.
SolTía Baldvinsdóttir, Melum
Guðleif Halldórsdóttir, Melum
Ólafur Jónsson bamakennari
Páll Bergsson
Vilhjámur Einarsson, Bakka,
Gísli Jónsson, Hofi
Hallgrímur Halldórsson, Melum,
Agúst Jónsson. Felli,
Kristinn Jónsson, Ingvörum,
Angantýr Amgrímsson, Dalvík.
Sannsögulegar persónur
Síðar er vitnað til Tryggva Jóhannssonar á Ytra-Hvarfi og
Gests Vilhjámssonar frá Bakkagerði sem telja að hlutverka-
skipan hafi verið í megindráttum þessi en þó er smá mismun-
ur á þegar þeir rifja þetta upp á gamals aldri. Síðan segir í
Sögu Dalvíkur:
„I leikriti séra Tómasar voru a.m.k. að einhverju leyti
sannsögulegar perónur, svo sem Björn Snorrason, sem um
árabil var reikunarmaður í dalnum og stundum illur viður-
hafi verið í leiknum, og reyndi mjög á
sönghæfni, enda fóru ágætir raddmenn með
a.m.k. sum hlutverkin.“
Leiklist í bland við fjárkláða
Eins og áður segir voru sýningarnar í Þing-
húsinu á Tungunum. Þar hófust æfingar 9.
apríl en lokaæfing og þá með áhorfendum
var 18. aprfl. Ahorfendur þá voru l'undar-
menn á sveitarfundi. I dagbók Jóhanns á
Hvarfi seni birtist í Norðurslóð fyrir nokkr-
unt árum segir svo um þessa daga í apríl:
I’aö munu liafa verið prestarnir í dalnum, séra Tómas á Völlum (tv.) og séra
Kristján á Tjörn sem stóöu fyrir leikstarfseminni fvrir einni öld.
skiptis. Hann var á framfæri hreppsins, en tolldi illa til
lengdar á sama stað, og því kvöð á bændum að veita honum
húsaskjól nokkra daga á ári, en það vildi teygjast úr dvöl
hans, þar sem honum féll vistin. Björn svaf að jafnaði í hlöð-
um eða öðrum útihúsum. Töldu sumir, að hann mundi taka
því illa að vera „sviðsettur". En Björn sótti sýninguna og
hafði óblandna ánægju af, rak upp miklar hlátuiTokur því til
staðfestingar. Persóna lians var leikin af Friðbirni Gunnars-
syni frá Efstakoti.
En hvar fengu Svarfdælir handrit að Gestkomunni, leik-
riti sem nú telst glatað? Sennilegt er, að séra Kristján hafi átt
það eða þá útvegað það, en náin vinátta og skólabræðralag
var á árum áður með Fjallaskáldinu og honum. Þó skal ekk-
ert um þetta fullyrt. Gísli á Hofi segir að séra Kristján hafi
leiðbeint „við fyrstu æfingamar". Tryggvi á Hvarfi nefnir
aftur á rnóti aðeins séra Tómas, svo og Gestur Vilhjálmsson.
Mætti hvort tveggja til sanns vegar færa. Séra Tómas hefur
að sjálfsögðu verið leiðbeinandi við forleikinn. Þeir ætla að
leika, og kann að hafa hönd í bagga við æfingar Gestkom-
unnar, er frá leið.
Af söngvunum í Gestkomunni má marka, að mikið fjör
„18. apríl. Haldin leikæfing að morgni á
þinghúsinu til kl. 1. þar eftir fundur, rætt
ýmislegt. Skoðanir ískyggilegs kláða á fé
er víða gerir vart við sig, og skil't hreppn-
um í smá deildir, 2 menn til skoðunar á
hverjum parti. Rætt um lækning band-
orma í hundum. Eftir lund 2 Ieikir.
Ahorfendur voru flestir fundannenn og
þótti góð skemmtun.
19. apríl. Fór ég f Syðra-Hvarf snennna og
skoðuðum við Jón fé þar og á Hjaltastöð-
um. Fundum ekki kláða í neinni skepnu á þeim bæjum.
Var leikið tvívegis á þinghúsinu, fjöldi fólks viðstatt í
bæði skipti.
20. apríl. Tvíleikið enn í dag á þinghúsinu og skal ágóðinn
lagður í brúarkostnað á árnar hér. Skoðuðum við Jón fé
hérog út í Skeggstaði, fundum ekki kláða í neinni fullorð-
inni kind, en á öllum bæjum í nokkrum lambgemlingum.
Hér gisti nokkuð af því fólki er kom af Arskógsströnd á
leikinn.
21. apríl. Tekið úr þinghúsinu tjöld og leikáhöld, telja þeir
að muni verða unt 40 kr. ágóði auk kostnaðar."
Þannig segir bóndinn á Hvarfi frá þessum merkisatburði í
bland við vandamál hversdagsins. Leiklistarsaga þessa
byggðarlags er sem sagt fullra 100 ára um þessar mundir og
má með sanni segja að leiklistin hafi náð að blómgast. Helm-
ing þessa tíma hefur Leikfélag Dalvíkur starfað og notið við-
urkenningar fyrir metnaðarfullt starf. Leikfélagið mun nú í
vikunni frumsýna eitt af öndvegisverkum leikhúsbókmennt-
anna Mávinn eftir Tsjekhov og er það vel að slíkt gerist á
þessum tímamótum. J.A.
I Norðurlandskjördæmi eystra verða eftirtaldir
listar í kjöri við Alþingiskosningarnar 8. apríl 1995
A-listi Alþýðuflokksins,
Jafnaðarmannaflokks íslands
1. Sigbjörn Gunnarsson, alþingismaður, Akureyri.
2. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frkvstj. hjá
íþróttasambandi fatlaðra, Garðabæ.
3. Aðalheióur Sigursveinsdóttir, verslunarmaður, Akureyri.
4. Pálmi Ólason, skólastjóri, Þórshöfn.
5. Halldór Guómundsson, bifvélavirki, Ólafsfirði.
6. Hanna Björg Jóhannesdóttir, talsímavöróur, Akureyri.
7. Viðar Valdemarsson, matreióslumeistari, Dalvík.
8. Hilmar Ágústsson, útgerðarmaður, Raufarhöfn.
9. Sigurrós Jóhannsdóttir, starfsstúlka FSA, Akureyri.
10. Trausti Gestsson, skipstjóri, Akureyri.
11. Áslaug Einarsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi, Akureyri.
12. Guðmundur Hákonarson, framkvæmdastjóri, Húsavík.
G-listi
Alþýðubandalagsins og óháðra
1. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Svalbarðshr.
2. Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri, Akureyri.
3. Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri.
4. Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögm., Húsavík.
5. Svanfríóur Halldórsdóttir, móttökuritari, Ólafsfirói.
6. Hildur Haróardóttir, verkakona, Raufarhöfn.
7. Steinþór Heióarsson, nemi, Tjörnesi.
8. Margrét Ríkharðsdóttir, þroskaþjálfi, Akureyri.
9. Aðalsteinn Baldursson, form. Verkal.félags Húsavíkur,
Húsavík.
10. Jóhanna M. Stefánsdóttir, bóndi, Reykjadal.
11. Kristján E. Hjartarson, bóndi og húsasm., Svarfaðardal.
12. Kristín Hjálmarsdóttir, form. lóju, Akureyri.
B-listi
Framsóknarflokksins
1. Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, Húsavík.
2. Valgeróur Sverrisdóttir, alþingismaður, Grýtubakkahr.
3. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþ.maður, Eyjafjarðarsv.
4. Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri, Kópaskeri.
5. Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri, Akureyri.
6. Helga Björk Eiríksdóttir, háskólanemi, Dalvík.
7. Elsa Friófinnsdóttir, lektor, Akureyri.
8. Þröstur Aðalbjarnarson, menntask.nemi, Öxarfjarðarhr.
9. Vilhelm Á. Ágústsson, framkvæmdastjóri, Akureyri.
10. Aðalgeir Bjarnason, skipstjóri, Húsavík.
11. Björn Snæbjörnsson, form. Verkal.félagsins Einingar,
Akureyri.
12. Böðvar Jónsson, bóndi, Mývatnssveit.
J-listi
Þjóðvaka
1. Svanfríður Inga Jónasdóttir, forseti bæjarstj., Dalvík.
2. Vilhjálmur Ingi Árnason, form. Neytendafél. Akureyrar,
Glæsibæjarhreppi.
3. Magnús Aóalbjörnsson, aðstoðarskólastjóri, Akureyri.
4. Helga Kristinsdóttir, bankastarfsmaður, Húsavík.
5. Árni Gylfason, verkamaður, Raufarhöfn.
6. Jórunn Jóhannesdóttir, leikskólakennari, Akureyri.
7. Sæmundur Pálsson, forstöðumaóur, Akureyri.
8. Ingibjörg Salome Egilsdóttir, sjúkraliði og bóndi,
Reykjadal.
9. Gunnar Reynir Kristinsson, stýrimaður, Ólafsfirói.
10. Jón Benónýsson, múrarameistari, Reykjadal.
11. Ásdís Árnadóttir, sölustjóri, Akureyri.
12. Hannes Örn Blandon, sóknarprestur, Eyjafjarðarsveit
D-listi
Sjálfstæðisflokksins
1. Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, Akureyri.
2. Tómas Ingi Olrich, alþingismaður, Akureyri.
3. Svanhildur Árnadóttir, bæjarfulltrúi, Dalvík.
4. Jón Helgi Björnsson, líffræðingur/rekstrarhagfr.,
Reykjahreppi.
5. Anna Fr. Blöndal, tækniteiknari, Akureyri.
6. Gunnlaugur Magnússon, rafvirkjameistari, Ólafsfirði.
7. Rúnar Þórarinsson, oddviti, Kópaskeri.
8. Sæunn Axelsdóttir, framkvæmdastjóri, Ólafsfirói.
9. Sædís Guðmundsdóttir, nemi, Húsavík.
10. Andri Teitsson, verkfræðingur, Akureyri.
11. Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri, Akureyri.
12. Ingvar Þórarinsson, bóksali, Húsavík.
V-listi
Samtaka um kvennalista
1. Elín Antonsdóttir, atvinnuráógjafi, Akureyri.
2. Sigrún Stefánsdóttir, húsmóðir, Akureyri.
3. Ásta Baldvinsdóttir, skólaritari, Reykjadal.
4. Bjarney Súsanna Hermundardóttir, bóndi, Þórshafnarhr.
5. Sigurlaug Arngrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Akureyri.
6. Gunnhildur Bragadóttir, sjúkraliði, Akureyri.
7. Jófríóur Traustadóttir, leikskólakennari, Eyjafjarðarsveit.
8. Ragna Finnsdóttir, prentsmióur, Akureyri.
9. Hólmfríóur Haraldsdóttir, húsmóðir, Grímsey.
10. Helga Erlingsdóttir, oddviti, Ljósavatnshreppi.
11. Guðbjörg Þorvarðardóttir, dýralæknir, Húsavík.
12. Málmfríður Siguróardóttir, bókavöróur, Akureyri.
Akureyri, 27. mars 1995.
F.h. landskjörstjórnar skv. umboði,
Freyr Ófeigsson, formaður yfirkjörstjórnar Norðurlandskjördæmis eystra.