Norðurslóð - 29.03.1995, Qupperneq 5

Norðurslóð - 29.03.1995, Qupperneq 5
NORÐURSLÓÐ —5 Leikfélag Dalvíkur Mávur Tsjek- hovs frum- sýndur Annað kvöld, fimmtudaginn 30. mars, frumsýnir Leikfélag Dal- víkur hinn sígilda gamanleik Mávinn eftir rússneska skáldjöf- urinn Anton Tsjekhov. Er þetta þriðja frumsýning félagsins á rúmu ári svo varla verður það sakað um aðgerðarleysi á af- mælisárinu, en félagið átti háflr- ar aldar afinæli í fyrra. Mávurinn er eitt þeirra fjögurra leikverka sem halda nafni Tsjek- hovs á lofti sem leikritaskálds. Það hefur margoft verið sýnt hér á landi sem annars staðar og ávallt notið vinsælda. Síðast var það sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur og þótti sú sýning mjög athyglisverð. Þessa stundina er Mávurinn á fjöl- um tveggja leikhúsa í Moskvu en þar leita menn mjög til verka Tsjekhovs í leit að menningarleg- um uppruna sínum um þessar mundir. Leikrit Tsjekhovs gerast öll meðal sama fólksins: rússnesks aðalsfólks um síðustu aldamót, fólksins sem Tsjekhov þekkti best. En það er bara umgjörðin, inntakið er mannleg samskipti, ástir, til- finningar, Iistin og allt þetta sem fólk á sameiginlegt um allan heim. Þess vegna leita þessi verk stöðugt á fólk hvar sem það býr, atvinnu- mönnum jafnt sem áhugaleikfé- lögum finnast þau ögrandi verk- efni að fást við. Og áhorfendur eru sama sinnis. I sýningu Leikfélags Dalvíkur eru engir nýliðar að þessu sinni, öll hlutverkin skipuð fólki sem hefur komið við sögu félagsins síðustu árin og jafnvel dæmi um fólk sem er að stíga á svið aftur eftir nokk- urra ára hlé. Leikstjóri er enginn annar en Arnar Jónsson sem hefur áður komið við sögu LD þegar hann setti upp rómaða sýningu á söngleiknum Þið munið hann Jör- und eftir Jónas Arnason á fertugs- afmæli félagsins 1984. Kannt þú á áttavita? Námskeið í meðferð áttavita á vegum Ferðafélagsins Nú fer í hönd tími fjallaferða. í páskasólinni leitar fólk í hópum upp til fjalla ýmist á vélsleðum eða fyrir eigin vélarafli. Allt er það hið besta mál svo fremi sem fyllsta öryggis sé gætt. Eitt af því nauðsynlegasta senr Itafa verður með í hverja fjallaferð eru kort og áttaviti. En slíkir hlutir korna hins vegar ekki að gagni nema menn kunni með þá að fara. Því mun Ferðafélag Svarfdæla gangast fyrir eins til tveggja kvölda námskeiði í meðferð átta- vita og hefst það n.k. þriðjudags- kvöld 4. apríl kl 21 í Dalvíkurskóla eða Tónlistarskóla eftir atvikum. Leiðbeinandi verður Brynjólfur Sveinsson. Eru þátttakendur beðn- ir um að hafa með sér áttavita og 500 kr. þátttökugjald. Þrettán manns fara með hlut- verk í Mávinum: Arnar Símonar- son, Birkir Bragason, Friðrik Gígja, Guðný Bjarnadóttir, Hjör- leifur Halldórsson, Lovísa María Sigurgeirsdóttir, María Gunnars- dóttir, Omar Arnbjömsson, Oskar Pálmason, Sigurbjöm Hjörleifs- son, Steinunn Hjartardóttir, Stein- Efri mynd: Steinunn Hjartardóttir og Omar Arnbjörnsson; minni mvnd: Friðrik Gígja og Lovísa María Sigurgeirsdóttir. Myndirnar eru teknar á æfingu. þór Steingrímsson og Ylfa Mist Helgadóttir en hún er jafnframt aðstoðarleikstjóri. Leikmynd og lýsing er hönnuð af Arnari Jóns- syni og Kristjáni Hjartarsyni, en tónlist og píanóleik annast Karl Olgeirsson. Notuð er nýleg þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur sem gerð var fyrir uppsetningu Þjóð- leikhússins. Eins og áður segir er frumsýn- ingin annað kvöld, fimmtudag, en einungis eru fyrirhugaðar sex sýn- ingar á verkinu, þrjár um næstu helgi, tvær um aðra helgi og síð- asta sýningin verður miðvikudag- inn fyrir skírdag. -ÞH Húsnæði óskast Miðaldra, reglusöm, reyklaus hjón með fjögur smábörn óska eftir að taka á leigu 4-5 herbergja íbúð á Dalvík, eða næsta nágrenni, frá og með 1. júní eða 1. júlí. Skrifið til: Kristjáns Sigurjónssonar c/o Kristjánsson Banérvágen 13 S-554 63 Jönköping Sverige Arshátíð Félags aldraöra á Dalvík og nágrenni verður haldin aö öllu forfallalausu laugardaginn 1. apríl í Víkurröst kl. 14. Vonast er til aö félagar fjölmenni og taki meö sér gesti. Frá kjörstjórn Dalvíkur Auglýsing um kjörfund vegna kosninga til Alþingis 8. apríl 1995 Kosning hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00. Kosið verður í Efri-skóla. Sá fyrirvari er gerður, að verði verkfalli kennara ekki lokið á kjördegi verður kjörstaður í húsnæði Tónlistarskóla Dalvíkur í Neðri-skóla. í kjörstjórn Dalvíkur Sigmar Sævaldsson Halldór Jóhannesson Helgi Þorsteinsson Frá kjörstjórn Svarfaöardals- hrepps Kjörfundur vegna alþingiskosninga 8. apríl 1995 hefst í Húsabakkaskóla, syðri heimavist, kl. 11 á kjördag. Stefnt er að því að Ijúka kjörfundi kl. 19. í kjörstjórn Svarfaðardalshrepps Sigríður Hafstað Björn Daníelsson GunnarJónsson Hraðbanki á Dalvík Sparisjóðurinn hefur opnað hraðbanka í Ráðhúsinu. Hvað er hægt að gera? 1. Taka út peninga 2. Fá stöðu reiknings 3. Fá útskrift af reikningi (20 síðustu færslur) Athi Ekkert færslugjald Opíb allan sólarhringinn 4. Millifæra á milli reikninga Sparisjóður Svarfdæla - Dalvík -

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.