Norðurslóð - 30.06.1995, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 30.06.1995, Blaðsíða 1
Lömbin þagna Riða á Tjörn Svarfdælsk byggð & bær 19. árgangur Föstudagur 30. júní 1995 6. tölublað tár-S|Ii(Bppsp|p Kýrnar á Hóli leika við kvurn sinn fingur þó kuldalegt sé að líta vfir á Látraströnd. AHt á floti allsstaðar Milljónatjón á Dalvík Vetur konungur var ekki á því að sleppa taki sínu á okkur þetta árið og hélt því út allan maí- mánuð fram til 4. júní. Þá brast sumarið á með offorsi, vindur snerist til sunnanáttar en slíkt hefur vart gerst síðan í fyrra, og hitinn steig úr 6 gráðum upp í 20. Þannig var veðrið í viku- tíma. Slíkar kúvendingar í náttúrunni gerast náttúrulega ekki án þess að eitthvað láti undan. Snjórinn nánast gufaði upp fyrir augum dalbúa með þeim alleiðingum að lækir og ár bólgnuðu upp og út yfir bakka sína. Dalurinn var eins og fjörður yfir að líta en fjörðurinn hinsvegar mórauður eins og jökulá. Vaiplönd fugla urðu hart úti en þó má e.t.v. segja að enn verr hefði getað farið því sökum fannfergis á venjulegum varpstöðvum á undir- lendinu liöfðu ýmsir fuglar þurft að gera hreiður sín á öðrum stöð- um en venjulega og þá stundum utan seilingar flóðsins. Sú var t.d. raunin með álftahjónin á Hrísa- tjöm sem hröktust með hreiður- stæði sitt upp á gamla þjóðveginn og kærðu sig kollótt um þungan umferðargnýinn á nýja veginum og óskipta athygli vegfarenda. Vatnsyfirborðið náði aldrei að gera þeim hjónum skráveifu, svo var fannferginu fyrir að þakka. Tún og beitarlönd spilltust víða í þessu flóði. t.d. tún á Grundar- bökkuin og liggur ekkert annað fyrir en brjóta þau upp að nýju og freista þess að gera þau brúkleg fyrir næsta vor. Engjar í niður- sveitinni voru flestar eins og mold- arflög yfir að líta þegar vatn sjatn- aði og verða lítil not af þeim joetta árið. Þá hlupu skriður á nokkrum stöðum. Tvær aurskriður féllu í fjallinu fyrir ofan Skeggstaði og mátti litlu muna að sumarbústaður mætti þar örlögunt sínum. Golfvöllurinn góði, Amarholts- völlur lenti að hluta til undir vatni, þ.e.a.s. þrjár brautir af níu. Ekki telja menn þó að skemmdir verði varanlegar og jafnvel að aðstæður hafi batnað sumsstaðar eftir að flatir hafa verið endurgerðar. Búið er að reisa vamargarða og er golf- mennskan kontin í fullan gang. Vegir og brýr undir skemmdum Vegir fóru í sundur á mörgum stöðum og brýr urðu fyrir skakka- föllum. Gamla brúin yfir Brimnesá utan Dalvíkur hrundi og urðu við það rafmagnstruflanir þar sem raf- lína lá þar í gegnum stokk. Vegur- inn fór í sundur á 6 metra kafla við brúna yfir Skíðadalsá frarnan við Þverá og brúin lemstraðist nokkuð þegar gróf undan austari stólpan- um. Við það urðu bæirnir austan árinnar; Klængshóll, Hnjúkur og Hlíð, vegasambandslausir frá mánudegi og frant á föstudag. Ekki voru þeir þó alveg einangraðir því vaskir menn gátu klifið brúarstólp- ann og komist þurrum fótum yfir gjána. Þannig fór póstmaðurinn að. Þverá í Skíðadal veltist upp úr farvegi sínum, rann langt út með þjóðveginum og vann nokkur vegaspjöll. Það sama gerði Lamb- áin í Svarfaðardal þegar ræsi hætti að hafa undan vatnsflaumnum og þurfti að rjúfa veginn til að ekki hlytust af henni enn alvarlegri spjöll. Annars staðar tókst með Bærinn Allar götur síðan bærinn eignað- ist svokallað Haraldarhús við Hafnarbraut á Dalvík liafa bæj- aryfirvöld haft úti öll spjót til að lokka arðbær atvinnufyrirtæki inn í húsið sein skapað gætu ný atvinnutækifæri og styrkt at- vinnulíf bæjarins enn frekar. Nú hafa tekist samningar um að bærinn kaupi verksmiðjuna Hrein sem hefur verið í eigu Nóa/Síríuss, og flytji starfsemi hennar hingað norður, nánar til- tekið á neðri hæð nefnds Harald- arhúss. Fyrirtækið framleiðir allskyns harðfylgi að forða skemmdum á brúm og vegum. Ekki allt búið enn Enn er ekki upp talið allt það tjón sem þessi snögga sumarbyrjun hafði í för með sér. Það versta er eftir. Þegar leið á hlýindin fór að flæða inn í kjallara Ráðhúss Dal- víkinga þar sem bókasafnið og Héraðsskjalasafnið er til húsa og í fleiri kjöllurum í bænum var það sama uppi á teningnum. Bókasafn- ið er því óstarfhæft sem stendur og búið að flytja allar bækur og skjöl upp á loft í Ráðhúsinu. I og um- hverfis húsið ganga vatnsdælur slökkviliðsins nótt og dag og hafa vart undan þó þær dæli um 3000 lítrum á mínútu. Grunnvatnsstaðan er nú hærri en menn muna, vatn streyntir und- an bakkanum sunnán við frysti- húsið og sumar götur þorna aldrei þar sem vatn smitar upp í gegn um dúandi malbikið. Að sögn Svein- bjöms Steingrímssonar bæjar- tæknifræðings er Ijóst að þarna er um að ræða milljónatjón og mikill kostnaður verður við að fyrir- byggja frekari hremmingar af völdum náttúruhamfara af þessu tagi. Það er Ijóst að þó lækir allir og hreinlætisvörur og veitir það 5 starfsmönnum atvinnu eins og reksturinn er nú. Ekki verður fyrir- Enn hefur riðan höggvið skarð í fjárstofn Svarfdælinga. Síðustu fórnarlömb faraldursins voru á fimmta tug fjár á Tjörn ásamt 64 Iömbum. Riða var staðfest í þre- vetra á fæddri hér heima af Þist- ilfjarðarkyni og var allt féð skor- ið niður undir lok sauðburðar 29. maí s.l. Ekki verða gerðar fleiri tilraunir í bráð með sauð- fjárrækt á Tjörn og er nú verið að jafna fjárhús við jörðu. Hausar voru allir sendir suður að Keldum til rannsóknar og hefur niðurstaðna veriö beðið með tals- verðri eftirvæntingu. Margir hafa orðið til að gagnrýna þá aðferð Sauðfjárveikivarna að skera niður allan stofninn þegar einkenni koma fram í einum einstaklingi hvort heldur er á vetri, sumri, vori eða hausti. Telja sumir að svo harkalegar aðgerðir hvetji menn heldur til að halda því leyndu ef veikin kemur upp. Ekki sé neinn ár hafi margfaldast í hlýindunum hefur þó megnið af snjóalögunum látið sig bráðna beint ofan í ófreðna jörðina og þar er að finna ástæðuna fyrir hárri grunnvatns- stöðu. Betra hljóð í bændum En þrátt fyrir margvíslegar auka- verkanir af þessum vonum seinni vorfiðringi í náttúrunni anda þó bændur og önnur vorsins börn hér tækið rekið sem bæjaifyrirtæki heldur er hugmyndin sú að bærinn bjóði bæjarbúum hlut í fyrirtækinu skaði skeður þó beðið sé með niðurskurð fram að sláturtíð jafn- vel þó viðkomandi hjörð gangi með öðru fé í afrétt. Niðurstöður úr rannsóknum á Tjarnaránum skera e.t.v. að nokkru úr um réttmæti slíkra skoðana. Niðurstöður fengnar Nú liggja loks fyrir niðurstöður frá Keldunr. Skoðuð voru sýni úr öllu fullorðnu fé frá Tjöm og fundust veljabreytingar í heila hjá tveim ám sem báðar fæddust hér í daln- um. Vefjabreylingar þessar eru taldar nokkuð órækar sannanir fyr- ir smiti. Fyrirhugaður fundur með full- trúum Sauðfjárveikivarna. verður væntanlega haldinn í byrjun júlí.og bíða sjálfsagt margir bændur með nokkurri eftirvæntingu eftir boð- skapnum sem þeir hafa nú frarn að færa. hjhj urn slóðir töluvert léttar og horfa bjartari augum til sumarsins. Gras- vöxtur tók gríðarlegan kipp og eft- ir miðjan mánuð voru kýr komnar út á mörgum bæjum. Tún eru þó víða mjög blaut af skiljanlegum ástæðum og enn mega mikil undur gerast ef sláttur á að geta hafist á skikkanlegum tíma. Enn er sjór mög kaldur úti fyrir Norðurlandi og ríður því á sem aldrei fyrr fyrir okkur Norðlendinga að suðlægar og hafa nú þegar nokkrir aðilar lýst áhuga á að eignasl hlutabréf. Er síðan ætlunin að bærinn dragi sig út úr rekstrinum þegar tímar hafa liðið. Þá hefur verið ákveðið að ganga til samninga við nokkur fyrirtæki í bænum um kaup á efri hæð Har- aldarhússins. Þessi fyrirtæki eru: Verslunin Ilex, Þvottahúsið Þern- an, Asvídeo og Verslunin Tara. Er f bígerð að setja á stofn verslunar- og þjónustumiðstöð í húsinu nteð einhverskonar mini-„KringIu“- sniði. hjhj Ný starfseini í Haraldarhúsið kaupir sápuverksmiðju 12. júní 1995: Allt á floti í garðinum við Nýjabæ og umhverfis Bílaverkstæðið. 12. júní 1995: Gamla brúin á Brimnesá lét undan vatnsaganum. Enn er þó nægur snjór eftir í Bæjarfjallinu.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.