Norðurslóð - 30.06.1995, Page 3
NORÐURSLÓÐ —3
Turistar á Dalvík
Hvað stendur þeim til boða hér?
Ferðamannatíininn er liafinn og
á helstu ferðamannastöðum
landsins má sjá flokka af erlend-
um ferðamönnuin skimandi eftir
nýjum upplifunum í sérstæðri
náttúru Islands. Hingað norður
til Dalvíkur koma einnig túristar
og einhverra hluta vegna vor-
kennir maður þessu fólki þegar
það verður á vegi manns eins og
hálfpartinn vegalaust og vitandi
ekki almennilega hvað það á af
sér að gera. En er nokkur ástæða
til að vorkenna þessum ferða-
lönguin? Þeir eru hér náttúru-
lega af fúsum og frjálsum vilja
og gera sér væntanlega fulla
grein fvrir við hverju er að bú-
ast.
En hvað er ferðafölki boðið upp
á hér um slóðir og hvð kostar það?
Eftir ótal símhringingar og stund-
urn töluverða fyrirhöfn að hafa upp
á réttum aðilum kom eftrfarandi
upp úr dúrnum.
Matsölustaðir
I bænum eru tveir matsölustaðir
sem bjóða upp á fjölbreyttari mat-
seðla: Sœluhúsið og Pizza 67.
Báðir þessir staðir eru opnir frá
morgni til kvölds alla virka daga
og fram til kl. 3.00 um helgar.
Boðið er upp á tilboðsrétti dagsins
og einnig rétti „A la carte“, fisk og
kjöt, pizzur, grænmetisrétti og
smárétti. Verð á réttum hleypur frá
innan við þúsund krónur upp í
2.000. Vínveitingar eru á báðunt
þessum stöðum.
Þá geta ferðamenn einnig satt
sárasta hungur sitt með hamborg-
urum og pylsum eða kaffi og ís á
vel innan við 500 kr. á bensín-
stöðvum bæjarins; í Spaðanum í
Olís-skálanum og Söluskálanum
Dröfn.
Gisting
Sæluhúsið býður upp á gistingu á
Heimavist og í Sœluvist. A heima-
vistinni er boðið upp á svefnpoka-
pláss frá 1.000 kr. og tveggja
manna herbergi með uppbúnum
rúmum á 2.400 fyrir manninn. A
Sæluvistinni er sælan að sjálf-
sögðu meiri, herbergi með sjón-
varpi, síma og baði sem kosta
3.250 kr. nóttin fyrir manninn.
I skíðaskálanum Brekkuseli er
svefnpokapláss á 800 kr. en í
uppbúnu rúmi kostar nóttin 1500
fyrir manninn. Gestir hafa aðgang
að setustofu og eldhúsi og er skál-
inn gjarnan leigður út fyrir mann-
fagnaði og jafnvel ættarmót.
Bændagisting er engin á hinu
svarfdælska efnahagssvæði en
skammt undan, nánar tiltekið á Ár-
skógsströnd, eru lveir ferðabændur
með umfangsmikinn rekstur og
fjölbreytta dagskrá fyrir ferðafólk í
tengslum við þann rekstur.
Á Dalvík er gott tjaldstœði og
kostar 500 kr. fyrir tjaldið.
Sjóferðir
11 aðilar á Dalvík eiga og reka
Sjóferðabátinn sem nú um stundir
virðist helsti sóknaraðilinn í ferða-
þjónustu hér um slóðir. Sjóferðir
bjóða upp á útsýnissiglingu út með
bjargi og út fyrir Hrólfssker, mið-
nætursólarferðir, ferðir til Gríms-
eyjar og Hríseyjar, sjóstangveiði
og nú síðast hvalaskoðunarferðir. I
lítilli vík við Hrísey er llotbryggja
og þar er stundum komið við og
borðað nesti eða grillað og þá er
vinsælt að fara skoðunarferð um
eyna undir leiðsögn Sæmundar á
Ystabæ. Fargjaldið til Hríseyjar
með klukkustundar stoppi er 700
kr. fyrir manninn (lágmark 5
manns). Grímseyjartúrinn kostar
ca. 35.000 kr. 3 tíma stangveiðitúr
nreð nesti kostar 3.900 kr. og
hvalaskoðunarferð kostar 1500 kr.
klukkustundin (hvalir sjást í 90%
tilvika). Báturinn tekur 22 farþega
og er hægt að panta hann hjá
Bjarna skipstjóra í söluskálanum
Dröfn eða í Sæluhúsinu.
Veiði
Sem fyrr er boðið upp á stangveiði
í Hrísatjörn. Þar kostar 2.000 kr. 5
klst. veiði frá kl. 7-12 eða kl. 17-
22, en 1.500 kr. frá kl. 12-17.
Veiðileyfi í Svarfaðardalsá eru
seld í versluninni Sportvík. I sumar
verða tvö verðtímabil, hið fyrra frá
20. júní tii 20. júli og hið síðara frá
21 .júlí til 10 sept. Kostar stöngin
kr. 1.000 á fyrra tímabilinu en kr.
2.000 á því síðara.
Söfn
Byggðasafnið Hvoll er opið alla
daga frá 13-17 og er þess utan
opnað fyrir ferðahópa sé þess
óskað.
Sund
Sundlaugin nýja á Dalvík er sann-
kallaður unaðsreitur fyrir fólk á
öllum aldri með pottum og bama-
laug og rennibraut og gufu og ljós-
um, opin í sumar frá 7 á morgnana
til 21 á kvöldin og kostar 150 kr.
fyrir fullorðna og 70 kr. fyrir böm.
Sundskáli Svarfdœla er eina
laugin á landinu sem hægt er að
taka á leigu l'yrir sig prívat og
kostar 500 kr. einn og hálfur tími
Frá „miðnætursólargöngu'1 Ferðafélagsins í Múlann.
Sumaráætlun Ferðafélagsins
Suniarvertíð Ferðafélags Svarfdæla er nú hafin
og suinaráætlunin fvrir allnokkru ákveðin þó
ekki hafi hún verið fullmótuð þegar síðasta blað
fór í prentun. Tvær fyrstu ferðir sumarsins eru
nú yfirstaðnar, sú fyrri var raunar ferð sem
aldrei var farin. Jónsmessuferðin var hins vegar
farin og þar rnættu 25 manns og gengu gamla
Múlaveginn út á plan í góðu veðri þó ekki hefði
miðnætursólin látið sjá sig.
Óhætt er að mæla með þessari gönguleið fyrir
heimamenn og gesti. Vegfarendur hljóta að fyllast
lotningu gagnvart stórbrotinni náttúrufegurðinni lil
sjós og lands en ekki síður fyrir kjarki og áræðni
þeirra manna sem á sínum tfma lögðu þcnnan veg á
hrikalegasta vegarstæði íslands.
En það var sumaráætlunin sem við ætluðum að
kynna.
Laugard. 3. júní Stekkjarhúsaferð (sem
aldrei var farin)
Laugard. 24. júní
Sunnud. 2. júlí
Laugard. 5. ágúst
Laugard. 26. ágúst
Laugard. 2. sept
Laugard. 30 sept
Jónsinessuganga út í Múla.
Fjölskylduferð upp að
Hraunsvatni ásamt
Ferðaf. Hörgi í Hörgárdal
Héðinsfjarðarganga. Siglt
með Sjóferðum til Héðins-
fjarðar og gegið þaðan til
Olafsfjarðar.
Vinnuferð á Tungnahrygg.
Fjallganga á Stólinn
Haustlitaferð fjölskyld-
unnar eftir Hillum. Frá
Götu að Fagraskógi.
Ferðin að Hraunsvatni næsta sunnudag verður
farin frá Hálsi í Öxnadal. Upp að vatninu er hálftíma
léttur gangur fyrir allar tegundir fólks. Stefnt er að
því að fá leyfi til að renna fyrir fisk fyrir þá sem það
vilja og einnig er á dagskránni göngutúr um ná-
grennið með leiðsögn kunnugra. Iijhj
■
iHi
Póstkort frá Dalvík.
plús 100 kr. fyrir fullorðna og 50
fyrir börn. Auk þess er á fimmtu-
dagskvöldum almenningstími.
Golf
Arnarholtsvöllur er 9 holu golf-
völlur sem nýtur sívaxandi vin-
sælda heimamanna og fleiri. Þar er
golfskáli og veitingasala. Vallar-
gjaldið er kr. 500 fyrir fullorðna og
250 fyrir böm.
Af öðru því sem glatt getur ferða-
menn á svæðinu eru það náttúru-
lega gönguleiðir unt villta og
óspillta náttúruna allt f kring sem
ntunu þegar fram í sækir án efa
hafa meira aðdráttarafl en margan
grunar. Enn vantar þó merktar
gönguleiðir.
Hestaleiga er hér engin en að
sögn Júlíusar í Sæluhúsinu er þó
lítið mál að úlvega hross þegar
ntikið liggur við.
Reiðhjólaleigu vantar sömu-
leiðis en Jón Halldórsson í Sport-
vík sagðist þó hafa bjargað mönn-
um í neyð og að hann hefði fullan
hug á að vera með nokkur hjól til
leigu í framtíðinni.
Hafa ber í huga að hér er aðeins
til umfjöllunar það sem túristum
stendur til boða að sumrinu. Skíða-
aðstaðan í Böggvisstaðafjalli og
öll uppbyggingin sem þar hefur
orðið í seinni tíð er því ekki inni í
myndinni hér.
Eins og fram kemur annars staðar í
blaðinu er töluverð hreyfing nú um
stundir í þá átt að koma Dalvík á
Islandskortið sent ferðamannastað.
Með hliðsjón af upplýsingunum
hér að framan er ljóst að margt er
til staðar hér sent slíkan stað má
prýða. Hins vegar er ekki auðvell
að fá upplýsingar um hvað hér er
að finna eða hugmyndir um hvern-
ig hér sé hægt að eyða deginum.
Hvergi liggjaframmi bæklingarog
raunar eru slíkir bæklingar ekki lil
í handhægu formi. Einnig vantar
upplýsingar um samgöngur á sjó
og landi og líklega þarf að leggja
vinnu í að samræma alla aðila í því
sviði.
Ferðamálanefnd Dalvíkurbæjar
ásamt ferðamálafulltrúanum Kol-
beini Sigurbjörnssyni hafa uppi
stór áfornt í þessum efnum og
verður spennandi að sjá hverju
verður áorkað á næstunni. hjhj
Sjóferðir hf.
Dalvík
Bjóðum upp á:
Skemmtisiglingar
Ævintýraferð
m/veiði og grilli
Sjóstangaveiði
Miðnætursól
Upplýsingar í símum:
466 1488-466 1236
Um borð í bátnum: 852 5919
Boðtæki: 846 3226
Fax: 466 3178
Dalvíkurbæ
Ákveðið hefur verið að reyna að fækka villiköttum
í bæjarlandinu dagana 4. til 7. júlí 1995. Kattaeig-
endur eru því beðnir að halda heimilisköttum inn-
andyra.
Eigendum er bent á að merkja heimilisketti sína
betur og gæta mun betur að þeim en verið hefur.