Norðurslóð - 30.08.1996, Síða 3
NORÐURSLÓÐ - 3
Listakonan Lene í Dæli
Tíðindamaður Norðurslóðar brá
sér í sunnudagsbíltúr fram í
Skíðadal nú á dögunum í undur-
fögru veðri. Þar býr handverks-
og listakonan Lene Zachariassen
og hefur, eins og flestum Svarf-
dælingum ætti að vera kunnugt,
komið sér upp skemmtilegri að-
stöðu þar sem hún vinnur að list
sinni ásamt því að taka á móti
gestum og gangandi.
Og það er svo sannarlega
ástæða til að hvetja fólk að gera sér
ferð fram í Dæli því þar verða til
hinir ótrúlegustu hlutir og hrein-
asta ævintýri að virða fyrir sér það
sem fyrir augu ber. Fyrir utan
vinnustofuna liggja lambskinn
sem verið er að súta og þegar inn
er komið blasa við ýmsar gersemar
sem Lene hefur skapað úr efniviði
sem fæstum okkar hefði komið til
hugar að væri til nokkurs nýtur.
Þar á meðal eru stórfenglegir hatt-
ar úr nautspungum og nokkuð sem
hvur einasti gangnamaður í Svarf-
aðardal með vott af sjálfsvirðingu
ætti að eignast, nefnilega sérstakar
töskur utanum gangnapelana eða
gangnapungar eins og listakonan
nefnir þá svo hnyttilega! Það er
sem sagt enginn hvunndagsbragur
á viðfangsefnum Lene en sjálf seg-
ist hún leggja á það ríka áherslu að
fá fólk til að skilja að oft eru verð-
mæti í hlutum sem við fleygjum
frá okkur. Hún fæst hins vegar við
ýmislegt annað en skinnaverkun
og má þar nefna flókagerð og
hrosshársvinnu auk þess sem hún
spinnur úr ull og kanínufiðu.
„þessa dagana hef ég verið að gera
tilraunir með litun eftir gömlum
íslenskum aðferðum, m.a. með því
að nota gerjað kúahland," segir
hún þegar ég spyr hana um fallegt
ullarband í öllum regnbogans lit-
um sem liggur í einni hillunni. Eg
trúi henni varla þegar hún svo seg-
ir mér að undurmjúkt band sem ég
hef verið að dást að, er unnið ýmist
úr kanínu-, hunda-, geita- eða jafn-
vel refahárum. „Það er líka alltaf
að verða algengara að fólk komi
með hár af uppáhaldshestinum eða
hundinum og vilji láta gera skart-
gripi, t.d. eyrnalokka, nælur eða
armbönd og hárprúðar konur koma
með lokka að leyfa mér að vinna
úr.“
Það er ómæld sú vinna og þol-
inmæði sem liggur í hverjum ein-
asta hlut að ekki sé minnst á frum-
leika og ferskleika. Þetta allt hefur
Lene til að bera í ríkum mæli og
sfðast en ekki síst hugsjónina að
viðhalda gömlum, þjóðlegum að-
ferðum og kjark til þess að fara
nýjar leiðir. Fyrir þá sem ekki hafa
tækifæri til að bregða sér fram í
Dæli og sjá með eigin augurn
sköpunarverk hennar, má benda á
farandsýningu á vegum Minja-
safnsins á Akureyri sem heitir ein-
faldlega „Gamalt og nýtt“ og sýnir
á skemmtilegan hátt þróun í ís-
lensku handverki allt fram á okkar
daga. Lene Zachariassen er þar
verðugur fulltrúi nútíma hand-
Lene hefur komið sér upp verkstæði í þessu sumarhúsi á hlaðinu í Dæli.
Lene Zachariassen ásamt yngsta syni sínum, Eyþóri Frey.
verkslistamanna. Ég kveð hana og lyngi ættuðu framan úr Eyjafirði.
skrifa nafnið mitt í gestabókina Nemahvað!
með fjaðrapenna og bleki úr sortu- RKB
Ferðafélagið
Lagfærir vörður á Reykjaheiði
Á morgun, laugardaginn 31. ágúst, gengst Ferðafélagið fyrir vinnu-
ferð upp á Reykjaheiði. Er ætlunin að lagfæra þar vörður við
gönilu póstleiðina til Ólafsfjarðar og endurreisa þær sem fallnar
eru, huga að stigum ofl.
Allir verkfærir menn, konur og börn eru hvött til að leggja félaginu
lið. Leiðangursstjóri verður Þorsteinn Skaptason. Safnast verður sam-
an í Löngulaut fyrir ofan Dalvík kl. 10 árdegis og gengið fram á dal-
inn. Þátttakendur taki með sér nesti og jafnvel rekur eða önnur amboð
sem að gagni kunna að koma.
‘Framfcpttum samdcegurs
Jiímafyigir Fiverri framlftfun
ILEX-myndir
Hafnarbraut 7 • Sími: 466 1212
Heiman ég fór
í hana. Þessi vinna á safninu var
svipuð vinnunni hér heima. Aðal-
lega var það greining á botndýrum
og alls konar hryggleysingjum.
Þetta er nokkurskonar rannsóknar-
deild við safnið. Við gerum tilboð
í allskonar ransóknarverkefni.
Manninum þínum leiddist hér.
Hefur þér ekki leiðst í Svíþjóð?
Nei, mér leiðist ekki í Svíþjóð.
Hinsvegar hefði ég viljað búa á Is-
landi, en mér leiðist ekki í Svíþjóð.
Það er gott að ala upp börn þar. Ég
hef þó alltaf saknað fjölskyldunnar
heima.
Þú reynir að koma heim við og
við?
Já, ég hef komið nokkuð oft
undanfarið. Ég byrjaði aftur í námi
1990 og hef komið nokkrum sinn-
um heim í sambandi við verkefni
sem tengist þvf. Einnig hef ég tek-
ið þátt í samnorrænu rannsóknar-
verkefni á lífríki sjávar í kring um
ísland. Það er búið að standa í 3-4
ár. Þá hafa verið farnir 2-3 leið-
angrar á sumri og tekin sýni. Það
er unnið úr þessu í Sandgerði. Þar
er búið að byggja stofu og þar
vinna nokkrar konur úr þessum
sýnum. Síðan var haldinn vinnu-
fundur sérfræðinga á sl. ári, og þar
var ég með og það var mjög gam-
an. Þetta er mjög stórt rannsóknar-
verkefni og búið að standa í nokk-
ur ár. Það byrjaði í Færeyjum og
hét þá Bio Far, nú heitir það Bio-
Ice. Þeir sem taka þátt í þessu
verkefni eru sérfræðingar frá Norð-
urlöndum, Englandi og Bandaríkj-
unum ofl. löndum, hver á sínu
sviði.
Doktorsritgerðin mín fjallaði
um burstaorma sem eru liðdýr.
Nafnið er sjálfsagt tilkomið vegna
þess að þeir eru með einhverskon-
ar bursta út úr öllum liðum.
Já, þá kemur mér í hug þula
sem við lærðum áreiðanlega á
Húsabakka og ég hélt að næði yfir
alla dýraflokka. Hún er svona:
Hryggdýr, liðdýr, ormar, lindýr,
holdýr, skrápdýr, svampar og
frumdýr.
Ætli þeir séu ekki aðeins fleiri
flokkarnir.
Hvað var það í líffrœðinni sem
heillaði eða heillar þig mest?
Mér hefur alltaf fundist sjávar-
líffræðin spennandi.
Ertu þá líka að rannsaka svifog
átu?
Nei, ekki svif og átu heldur
botndýr, hryggleysingja sem lifa á
sjávarbotni, sem segja má að séu
ánamaðkar hafsins.
Nú ertu doktor, hvað heitir dokt-
orsritgerðin þín?
Hún heitir Ættfræði bursta-
orma og fjallar um það sem er
kallað á íslensku flokkunarfræði.
Hefur þetta ekki verið ærið átak
að komast ígegnum þetta nám?
Ég er búin að vera 4 ár í þessu
núna og hef verið í fullri vinnu. Ég
á góðan mann og hef fengið góða
hjálp. Það tókst á eðlilegum tíma
að ljúka þessu. Ég tók þetta eins og
venjulega, reglubundna vinnu. Og
ég hef ekki þurft að hugsa um pen-
ingamálin, hvernig ætti að fjár-
magna þetta. Bæði hefur maðurinn
minn góða vinnu og svo hef ég
fengið styrki.
Hvað tekur nú við?
Nú er ég aftur komin í mína
gömlu vinnu á safninu, ég tók mér
frí þennan tfma.
Hvað er hagnýtt við að vita um
œttfrœði burstaorma ?
Það má segja að þetta séu hrein
vísindi og engin vísindi eru óhag-
nýt vona ég. Þetta er undirstaða
vistfræði. Mikill meiri hluti botn-
dýra eru burstaormar og þeir eru
stór þáttur í fæðu stærri dýra.
Og þessir ormar, eru þeir mikið
hér við land?
Ekki kannski í stórum stfl, en
fyrsta burstaormafjölskyldan sem
lýsing er til af er frá 1876, sú lýsing
er frá Hofsósi. Það voru gerðir út
leiðangrar á þessum tíma, þar á
meðal voru þónokkrir farnir hing-
að til Islands.
Finnst þér líklegt að þú eigir
eftir að fara einhverja slíka leið-
angra hingað heim íframtíðinni?
Ég veit það ekki en ég hef sann-
arlega hug á því, helst að flytja
heim. Ég segi það alltaf en ég
hugsa að það verði nú ekki í bráð.
Stelpurnar mínar eru orðnar svo
stórar og það er erfitt fyrir þær að
flytja á þessum aldri, 13 og 15 ára,
ekki talandi á íslensku, skilja hana
þó. Ég reyni að fylgjast með því
helsta sem gerist hér heima. Ég fæ
alltaf Norðurslóð og hef mjög
gaman af, þar frétti ég hverjir hafa
gift sig, hvað hefur fæðst af börn-
um, hverjir átt hafa sórafmæli,
hverjir hafa dáið osfrv. Svo eru
líka svo ágætar greinar í blaðinu.
Ég fæ líka Moggann tvisvar í viku.
Hefur þúferðast mikið?
Já, ég hef ferðast töluvert mik-
ið. Ég hef farið til Egyptalands,
Ástralíu, Frakklands, Islands, Nor-
egs, Danmerkur og Englands, allt í
sambandi við mitt fag, á ráðstefnur
og þess háttar. Síðast fór ég til
Ástralíu. Þetta er kannski það
skemmtilegasta við þetta nám mitt
þegar ég hugsa út í það. Þetta er
svo alþjóðleg námsgrein og við er-
um tiltölulega fá sem erum í þessu.
Maður kynnist því fólki frá öllum
heimshornum. Það eru ráðstefnur
þriðja hvert ár. Ég hef mikinn hug
á að komast til Brasilíu eftir tvö ár,
þá er ráðstefna þar um burstaorma,
þar hittast burstaormasérfræðing-
ar.
Þetta er nánast sértrúarsöfnuð-
ur?
Já, fyrir þá sem vilja hafa það
svo. Ég er nú ekki heittrúuð. Það er
svo margt nýtt að koma fram núna
í sambandi við tölvuúrvinnslu og
oft skiptar skoðanir um vinnuað-
ferðir eða flokkunaraðferðir. Það
eru ekki allir tilbúnir til að tileinka
sér alla þessa nýju tækni og mögu-
leika.
En hefur þú aldrei farið í köf-
un?
Nei, því miður hef ég ekki kom-
ist svo langt, ég hef þó alltaf ætlað
mér það. Ég hef aðeins notað
grímu eða hvað það nú heitir. Það
er dálítið dýrt að kaupa allan út-
búnaðinn sem þarf til.
En kannski á ég eftir að læra
köfun, hver veit?
Og hér lauk spjalli þeirra skóla-
systkinanna, en Elín er farin aftur
til Svíþjóðar á vit bús og bama.
Norðurslóð óskar henni velfarnað-
ar og þakkar spjallið.
Þegar gæðin
skipta máli
Ker
til notkunar í fiskvinnslu og annarri
matvælaframleiðslu.
Kerin eru fáanleg 3101., 3801.,
460 L, 660 I. og 10001.
Plastbretti
Plastbrettin eru aetluð til
notkunar við aðstæður þar
sem krafist er endingar og
fyllsta hreinlætis. Brettin eru
fáanleg í mörgum stærðum.
1 ■■ 'rol i Ikúlur —
leiddar í mörgum stærðum,
fyrir togara og minni báta, undir
ströngu gæðaeftirliti. Þæreru
hannaðar fyrir mikinn þrýsting
og hörðustu átök.
Vatnstankar
Vatnstankamir frá Sæplasti eru
framleiddir í ýmsum stærðum.
Tankana er hægt að fá með og
án mannops.
Rotþrærnar eru meðfærilegar,
auðveldar í niðursetningu og tenging
lagna er bæði einföld og örugg.
Rotþrærnar frá Sæplasti hafa fengið
viðurkenningu Hollustuverndar
ríkisins.
Framleiðum einnig brunna, brunnop og hita og kaldavatnsrör.
Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari
upplýsingar
POSTHOLF 50, 620 DALVÍK, SÍMI 466 1670, BRÉFSÍMI: 466 1833,
GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670