Norðurslóð - 30.08.1996, Page 4
4 - NORÐURSLÓÐ
Fjarsöfnun
vegna viðgerðar
á Vallakirkju
Elsta bygging í Svarfaðardal
Farið er að sjá fyrir endann á mikilli viðgerð á Vallakirkju í Svarf-
aðardal, sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Hefur verið kostað kapps um
að vinna alla þætti verksins eins vel og kostur hefur verið á. Magnús
Skúlason, starfsmaður Húsafriðunarnefndar, hefur verið umsjónar-
maður með verkinu, en Vallakirkja heyrir undir húsafriðunarnefnd,
enda elsta bygging í Svarfaðardal. Hún var vígð á 2. dag jóla árið
1861, eða fyrir 135 árum. Kirkjan verður endurvígð síðar á þessu ári
og verður greint frá vígsludegi í septemberblaði Norðurslóðar.
Margt smátt gerir eitt stórt
Viðgerðin á Vallakirkju er stórt verkefni fyrir lítinn söfnuð. Söfnuður-
inn átti nokkurn sjóð fyrir, og hefur fengið styrki til verksins frá Húsa-
friðunarnefnd, Jöfnunarsjóði sókna, Menningarsjóði Sparisjóðs Svarf-
dæla og Menningarsjóði KEA. Þá hafa einstaklingar stutt söfnuðinn
með peningagjöfum.
Sóknarnefnd áætlar að skuld kirkjunnar verði hátt í tvær milljónir
króna þegar viðgerð lýkur í haust.
Til að greiða niður þessa skuld hefur sóknarnefnd ákveðið að fara í
sérstaka fjársöfnun er stendur út þetta ár. Eru velunnarar kirkjunnar
um land allt beðnir um að hafa kirkjuna í huga næstu vikur og mán-
uði. Hægt er að leggja peninga inn á reikning Vallakirkju nr. 380.
Gott er að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt, og er allur
stuðningur mikils virði og þeginn með þökkum.
Sóknarnefnd og sóknarprestur Vallakirkju
Skógardagurí
Hánefsstaðareit
JtmiCegxví þctíkhvt tií yJkkwt óem gíöddad mig
með gjöþxm ag, hCgjum óiftiun
á SC á*a aþnceCi mínu 29. júlí óC.
Sigwcðivc (JCaþóóon
Syd’íu-Jíoíti
Sunnudaginn 11. ágúst var hald-
inn skógardagur í Hánefsstaða-
reit í björtu og fallegu veðri. Til-
efnið var að 50 ár eru nú liðin
frá því Eiríkur Hjartarson hóf
þar skógrækt.
Dagskráin hófst með helgistund
sem séra Jón Helgi Þórarinsson sá
um en síðan hélt formaður Skóg-
ræktarfélags Eyjafjarðar, Vignir
Sveinsson (Vigfússonar frá Þverá)
ræðu. Þar rakti hann sögu Hánefs-
staðareitsins og sagði frá ræktun-
arstarfi Eiríks Hjartarsonar sem
eins og kunnugt er stóð einnig fyr-
ir Grasagarðinum í Laugardal,
einni af perlum Reykjavíkur. Ei-
ríkur ánafnaði Skógræktarfélagi
Eyjafjarðar Hánefsstaði á sínum
tíma ásamt skógræktinni og er
skógurinn enn í eigu hennar. Að
lokinni ræðu Vignis leiddi Hall-
grímur Indriðason framkvæmda-
stjóri skógræktarfélagsins gesti um
skóginn. Félagið bauð síðan upp á
kaffi og veitingar jafnframt sem
gestum gafst kostur á að skoða
sýningu sem nefndist „Fræ til full-
unninnar vöru“ Þá flutti Svana
Halldórsdóttir ljóð eftir móður
sína Birnu Friðriksdóttur og Tjarn-
arhjón fluttu tónlist ásamt með
börnum sínum.
Eins og menn eflaust muna
vakti Sveinbjörn Steingrímsson
bæjartæknifræðingur á Dalvík
máls á því nú í vor að reiturinn
yrði gerður að sameiginlegu úti-
vistarsvæði sveitarfélaganna í
Svarfaðardal. Skógræktarfélagið
lýsti yfir góðum vilja til slíks ef
sveitarfélögin kostuðu lagningu
stíga, leiktækjagerð og annað sem
til þarf.Var sett á fót nefnd til að
vinna í málinu en niðurstaðan var
sú að ekkert yrði að gert að sinni
þar eð Dalvíkingar ætla sér að
vinna áfram að framtíðarfólkvangi
Afc Sparisjóður
wm svarfdæla
Hroðbanki
Sparisjóðsins
er opinn allan
sólarhringinn
í anddyri Ráöhússins
Sparisjóður Svarfdæla
Dalvík
S. 4661600
Hrísey
S. 4661880
Arskógi
S. 4661785
Hallgríniur Indriðason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar
fræddi gesti um gróðurinn í Hánefsstaðareit.
Séra Jón Helgi Þórarinsson sá um helgistund í upphafi skógardags.
í Böggvisstaðafjalli. Um 160 staðareit og þótti vel hafa tekist til.
manns sóttu skógardag í Hánefs- hjhj
Sameining?
Framhald afforsíðu
hversu víðtæk sameiningin verður
frekar en hvort sveitarfélögin hér
við utanverðan Eyjafjörð verða
sameinuð. Rökin fyrir sameiningu
virðast vera mjög yfirgnæfandi.
Nefndin sem skipuð var mun nú
stuðla að umræðu meðal íbúa
sveitarfélaganna og leggja fram
tillögu sem íbúarnir geta tekið af-
stöðu til. Flestir reikna með því að
atkvæðagreiðsla um sameiningu
eigi sér stað á næsta ári þannig að
við næstu kosningar til sveitar-
stjórna árið 1998 verði kosið í nýju
sameinuðu sveitarfélagi við utan-
verðan Eyjafjörð. Spurningin
verður fyrst og fremst hversu stórt
það sveitarfélag verður.
I skýrslunni koma fram ýmsar
upplýsingar um sveitarfélögin,
bæði fjárhagslegar upplýsingar
svo og samandregið um þjónustu
sveitarfélaganna á svæðinu.
Skýrslan verður gerð opinber í
haust og munum við hjá Norður-
slóð flytja fréttir af þessu máli og
kynna fyrir lesendum allt það sem
mál þetta varðar.
J.A.
Dalvík:
Samþykkt að opna
áfengisútsölu
✓
- Ovíst hvort eða hvenær það verður
Eins og kunnugt er var samhliða
forsetakosninunum í júní sl. kos-
ið um það hvort leyfa ætti opnun
áfengisútsölu á Dalvík. Áður var
kosið um þetta mál 1990 og var
þá fellt. Nú í sumar var hins veg-
ar samþykkt að leyfa opnun.
Samtals greiddu atkvæði 861. Já
sögðu 539 en nei 307. Auðir seðl-
ar voru 15. Samtals sögðu 62,6%
já og nei 35,7% auðir voru
1,7%. Þess má geta að hlutfalls-
lega snerust já og nei við frá
kosningunum 1990.
En þó nú sé búið að samþykkja
opnun áfengisútsölu í almennum
kosningum er ekki þar með sagt að
strax verði opnuð útsala. Indriði H.
Þorláksson í fjármálaráðuneytinu
segir að ráðuneytinu hafi borist
erindi um málið frá Dalvíkurbæ og
hafi ráðuneytið óskað eftir umsögn
stjórnar ÁTVR um málið.
Höskuldur Jónsson forstjóri
ÁTVR sagði í samtali við Norður-
slóð að stjórn ÁTVR fjalli um
málið í næstu viku. Ekki er vitað
hvenær stjórnin sendir frá sér sitt
álit. Höskuldur sagði að svona mál
taki langan tíma eftir að ákvörðun
liggur fyrir. Nú þegar eru allmargir
staðir sem hafa samþykkt opnun
útsölu en ekki hafi verið opnað.
Ráðuneytið hefur samþykkt að
útsala verði opnuð í Kópavogi og
stjórn ÁTVR að útsala verði opn-
uð á Patreksfirði. Aðrir staðir, td.
Grindavík og Hveragerði, bíða
ákvörðunar.
Ekkert var hægt að lesa út úr
samtölunum við Indriða og Hösk-
uld hvaða líkur eru á að útsala
verði opnuð yfir höfuð. Höskuldur
sagði þó ljóst að ekkert verði af því
á þessu ári.
J.A.