Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Page 12

Norðurslóð - 18.12.1996, Page 12
12 — NORÐURSLÓÐ Mjólkurflutningar fyrir hál Gunnar Jónsson og Halldór Gunnlaugsson segja Til að fínna eitthvað út um furtíð mjólkurflutninga í daln- um fór undirritaður að hitta tvo gamla mjólkurbíl- stjóra. Þá Gunnar Jónsson og Halldór Gunnlaugsson, Gunna Hær og Dóra á Melum. Þeir urðu fúslega við beiðni um spjall |)ví sjálfa fýsti þá að rifja upp þennan tíma og þetta starf sem þeir eitt sinn helguðu unga krafta sína. Við geystumst fram og aftur um söguna, Gunnar og Hall- dór lögðust í miklar pælingar við að nafngreina bílstjóra fyrr og síð- ar, tegundir og númer á bílum, forsvarsmenn bænda o.s. frv. Þar höfðum við líka góða stoð af samantekt Brynju Grétarsdóttur um mjólkurflutninga í dalnum í Súlum 1983 (sem spyrillinn þekkti reyndar ekki til fyrirfram). Við fundum glöggt að þeim fer nú ört fækkandi sem muna að segja frá frumherjatímanum í mjólkurflutn- ingum. Nokkuð var spáð í gamlar myndir og hringt í langminnuga menn í sambandi við ártöl. Já, ártölin var erfíðast að muna. Mjólk og fólk Byrjum á byrjuninni: Hver voru fyrstu kynni ykkar af mjólkurbíl- um? Gunnar: „Fyrstu kynni sem ég man eftir voru þegar ég var sendur í „sveit” að Gauksstöðum á Sval- barðsströnd til Stefán Asgeirsson- ar og Idu konu hans [foreldrar Erlu, síðar húsfreyju á Skáldalæk]. Ég fór þá inn á Akureyri sem far- þegi í mjólkurbíl. Sá bíll keyrði bæði mjólk og fólki, var áætlunar- bíll. Hann var búinn að smala mjólkinni úr dalnum snemma að morgninum, og fór klukkan átta inneftir. Tók þá fólk og vörur inn- eftir um leið, síðan tómu dunkana og eitthvað af vörum fyrir Kaupfé- lagið innanað aftur, og fólk. En frá Akureyri og út að Svalbarðseyri fór ég með bát. Það voru ekki fam- ir að ganga mjólkurbílar þaðan.” Þetta var nálægt 1935. Það sem Þórarinn Hjartarson skrifar Gunnar lýsir hér eru mjólkurflutn- ingar á fyrsta áratug þeirra. Helsta einkenni þeirra þá var að þeir voru samofnir fólksflutningum. Þá höfðu mjólkurbílarnir talsvert pláss fyrir farþega. Bílamir vom keyptir nýir. Sá fyrsti var Chevroletbíll árgerð 1934 með sex manna húsi, með palli og tégrind á eða „körfu”. Fyrsti bílstjóri hans mun hafa verið Gestur Hjörleifsson. Annar bíllinn var einnig Chevrolet árgerð 1939 með tíu manna húsi, en honum var vikið í önnur verk þegar sá þriðji kom, sams konarbíll, árgerð 1941. Það var „Gamli Gulur”. Um 1942- 43 varð á breyting. Þá voru keyptir 2 vörubílar til mjólkurflutninga, Chevrolet og Ford, með tveggja manna húsi meðan „Gamli Gulur”, var tekinn úr mjólkinni og fór að flytja fólk og vörur milli Dalvíkur og Akureyrar á vegum Kaupfé- lagsins. Þar með vora flutningar á mjólk og fólki aðskildir. Og sama ár, 1942, fór BSA að senda rútu daglega til og frá Dalvík (hafði áð- ur sent minni bíla). Halldór Gunn- laugsson keyrði þessa rútu fram til 1946, þegar KEA keypti rútuna og yfirtók þann akstur. Halldór hafði oft samflot með mjólkurbílnum inneftir. Halldór: „A þessum árum vora aðrir ökumenn sem smöluðu mjólk- inni úr dalnum á nóttunni. Þeir fóru svona um þrjúleytið á nótt- unni. Svo tók Steini Jóhannesar við og keyrði mjólkina inneftir klukkan átta. Ég man að í þessum næturakstri voru bæði Sigtýr og Tóti Þorsteins. Ég fór oft með Þór- arni veturinn 1941-42 til að fá að aka vörabíl og æfa mig fyrir meira- prófið. Á þeim árum sem ég keyrði rútuna fyrir BSA var Ámi Arn- gríms á „Gamla Gul" og keyrði fólki og vörum daglega til og frá Akureyri. Og ég man að hann fór tvo morgna í viku hring í sveitinni og sótti þangað farþega sem höfðu pantað ferð inneftir.” Þeir bílar sem nefndir hafa verið vora bara eindrifnir bílar og lítt fallnir til að keyra í snjó. Á snjóavetrum höfðu bændur mikið til orðið að koma mjólkinni sjálfir til Dalvíkur, á hestasleðum, þaðan sem hún var flutt á bát. En líklega var það 1946 eða 1947 að keyptir vora tveir „trakkar” eða „vetrarbíl- ar” af gerðinni GMC frá Sölunefnd vamarliðseigna. Það breytti miklu því þetta reyndust frábærlega dug- legir bílar í snjó. Og nú varð það meginreglan að mjólkurbílstjór- amir sjálfir kláruðu dæmið til enda, nema í verstu ófærð. En það var ekki ailtaf létt. Hvenær fóru Gunni og Dóri sjálfir að keyra mjólk? Gunnar komst að því eftir mikla útreikninga að hann hafi farið að keyra mjólk 1946 eða 1947 og Annáll mjölkurflutninga í Svarfaðardal Nokkur helstu ártöl í svarfdælskum mjólk- urflutningaannál eru þessi: 1928: Mjólkursamlag KEA stofnað. 1934: Um sumarið er llutt nijók úr Svarf- aðardal í tilraunaskyni, áður en lokið var við að tengja veginn innan að. Fyrsti bíllinn er Chevrolet með sex manna húsi, árgerð 1934. Gestur Hjörleifsson er fyrsti bílstjór- inn. 1935: Stofnuð Mjólkurdeild Svarfdæla, þann 7. apríl, og bændur hér gerast þannig full- gildir aðilar að Mjólkursamlaginu. Útibú KEA á Dalvík annast tlutningana, leggur til bíl og bílstjóra. 1939: Keyptur annar bíll, Chevrolet með tíu manna húsi (A 168), og 1941: Keyptur ann- ar eins (A 318) Þessi l'yrstu ár og á stríðsárunum var mjólk einnig send að vetrinum, en eitthvað stopull. Það var með bát, og urðu þá bændur að koma henni til Dalvíkur - aðallega á hestasleðum. Flutningur á sjó var dýr. 1943 Teknir í notkun tveir vörubílar (árg. 42) en „mjólkurrúturnar" teknar í annað. Þá var farið að safna mjólk úr allri sveitinni dag- lega. a.m.k. að sumrinu. Um svipað leyti var farið að opna gegnum skafla með mann- safnaði og greiddi ríkið hálfan kostnað. 1946-7: Mjög snjóþungur vetur. Um það leyti kaupir Kaupfélagið tvo „trukka” af Sölu- nefnd varnarliðseigna. Undirballans var á flutningunum. KEA vildi losa sig úrþeim. 1950: Stofnað Mjólkurllutningafélag Svarf- dæla. Félagið var í eigu bænda og þeir stjórnuðu því gegnum stjórn Mjólkurdeild Svarfdæla, en Baldvin kaupfélagsstjóri sá áfram um daglega framkvæmd. 1951: Mjólkurflutningafélagið kaupir fjóra bíla, tvo sumarbíla og tvo vetrarbíla, af ÚKED. Þetta félag átti og rak alla mjólkur- bfla hér til ársins 1977, þegar tankbílamir komu og Mjólkursamlagið tók að sér alla mjólkurflutninga. Það er vert að velta aðeins fyrir sér hvaða þýðingu mjólkurflutningarnir höfðu og við hvaða skilyrði þeir voru reknir fyrstu árin. Á seinni hluta síðustu aldar fór sjálfsþurft- arbúskapur Svarfdælinga að breytast í meiri markaðsbúskap. Helsta söluvaran var skreið og um tíma eitthvað af sauðum á fæti til Englands, fram til 1896. Upp úr aldamótum hætti svarfdælsk bændaútgerð að mestu en áratuginn 1910-20 blómstraði hér saltkjötssala og varð að helstu tekjulind bænda. En viðskiptakjör íslenskra bænda snarversnuðu frá 1920. Verðfall varð á helstu búfjárafurð- um, saltkjöti, gærum og ull, unr 30-50%. Það smáskánaði í lok áratugarins en frá 1931 end- urtók sagan sig. 1 nýju kreppunni hrundi verð helstu afurða aftur um ca. 40%. Þetta var því verra af því bændur höfðu í stórum stíl fjárfest og sett sig í skuldir í lok 3. áratugarins. Þetta var alvarlegt ástand og hefði orðið ennþá alv- arlegra ef ekki hefði komið til nýtt bjargræði: mjólkursalan. Mjólkursala lil vaxandi kaup- staða landsins var í uppsveiflu á 4. áratugnum og verð á mjólkurafurðum hélst miklu stöð- ugra en á dilkakjötinu. Mönnum varð nú fljót- lega 1 jóst að Eyjafjörður, þar með talinn Svarf- aðardalur, hentaði betur fyrir kúabúskap í stór- um stíl en fyrir stór fjárbú. Fyrstu árin eftir 1928 var llutt mjólk lil Akureyrar úr 7 hrepp- um: Svalbarðs-, Öngulsstaða-. Saurbæjar-, Hrafnagils-, Glæsibæjar-, Skriðu- og Arnar- nesshreppum. Lengra varð ekki komist með góðu móti vegna vegaleysis. Lokið var við að tengja bílveg frá Akureyri til Dalvíkur 1935. Það sama ár var stofnuð Mjólkurdeild Svartdæla (hún hefur æ síðan náð yfir bændur í Svarfaðardals- og Dalvíkur- hreppum). Kreppuhrjáðir bændumir gripu nú fegins hendi tækifærið til að afla tekna á ný. En vegakerfið í Svarfaðardal bauð rétt með herkjum uppá bílaumferð að sumri til. Segja má að sala mjólkur yrði önnur helsta tekjulind bænda áður en nokkur vegur var til að flytja hana, og það í einni snjóþyngstu sveit sýslunn- ar. Sú staðreynd sýnir vanda mjólkurbílstjór- anna í hnotskurn. Frá upphafi mjólkurflutninganna og all- lengi síðan var mikill áhugi fyrir stofnun ein- hvers konar mjólkurvinnslustöðvar eða rjóma- bús á Dalvík, með gerilsneyðingu, smjörgerð o. II. Á meðan var það álitamál meðal bænda og deilumál við KEA hvort flytja ætti mjólk- ina inneftir ellegar vinna úr henni ytra. Mjólkursalan varð til að hvetja menn til dáða við að lagfæra veginn um sveitina. Ég hef ekki skoðað sögu svarfdælskra vegamála. En mér sýnist að mjólkurbíllinn hafi á fyrstu árunum brotist hringinn um miðsveitina, þ.e. farið fram á Tungur, en lítt eða ekki ekki fram í dalina. Síðan sóttu bílamir innar eftir dalnum í áföngum. Innan skamms tíma fór bíllinn að fara fram að Hóli. Seint á stríðsárunum fór hann fram að Lambá og um 1950 fram að Sandá. í Skíðadal komst hann mjög fljótlega fram að Dæli. Það mun hafa verið ca. 1942-43 sem mjólkurbíll komst í Kóngsstaði. Vel að merkja að sumarlagi. Ymsir bændur úr dölun- uin lögðu það á sig að fara með mjólkina langa leið í veg fyrir mjólkurbílinn áður en vegur kom til þeirra. Það var fastur liður á fundum Mjólkur- deildarinnar a.m.k. fyrstu 10 árin að álykta um vegabætur. Áskorunum var beint til þing- manna kjördæmisins, sýslunefndar og um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar t.d. um að brúa Hofs- og Brimnesá og laga Holts- og Grundar- skriður. Síðar meir halda fundirnir áfram að krefjast lagfæringa á ýmsum snjóþungum vegaköflum. Það er reyndar mjög fróðlegt að sjá hvað starfsemi KEÁ er Ijölbreytt á þessum árum. KEA hafði töluverð afskipti af vega- lagningu, lánaði m.a. efni í tvær brýr í Svarf- aðardal 1934. Á 5. áratugnum greiddi KEA Ijórðung snjómoksturs hér útfrá á móti ríkinu og hreppunum. Og KEA stundaði rútubíla- rekstur um héraðið. Allt er þetta rekstur sem oífar en ekki er á vegum opinberra aðila. Líklega er það merki um aukið aðhald hjá KEA þegar það dregur sig út úr mjólkurflutn- ingum Svarfdælinga 1950, meðan það annað- ist áfram flutningana um nálægari sveitir. Bændum hér leist ekki of vel á að taka þá alveg á sig. Þeir höfðu lengi barist fyrir því að sitja við sama borð og aðrar sveitir sýslunnar hvað mjólkurflutninga snerti, en nú sýndist það markmið fjarlægjast enn. Urðu nú aftur tíðari og háværari kröfurnar á hendur KEA um mjólkurvinnslu á Dalvík. Sömuleiðis óskir um ríkisstyrk við flutningana. En þó vindur stæði í fangið spýttu menn í lófana og tókust á við verkefnið að kaupa bílastofninn og reka. Flutningskostnaðurinn var hærri en í hrepp- unum innar í firðinum. En munurinn var minni en ætla mætti. Ein forsenda þess voru traustir bílstjórar. Og Svarfdælingum hélst vel á þeim. Jón A. Jónsson hóf að keyra mjólkurbíl í maí 1957 og keyrir enn, þannig að í vor verða liðin 40 ár í smfelldum mjólkurakstri hans og má slík ending merkileg heita. Af fundargerðum Mjólkurdeildarinnar má sjá selt mjólkurmagn Svarfdælinga í Samlag- ið. Það voru engin ósköp framan af. Fyrsta ár reglulegra flutninga, 1935, fóru 48 þúsund lítrar. Næsta ár fóru 75 þúsund og 105 þúsund það þriðja. Til samanburðar þá er það lítið meira en mjólk frá einu meðalbúi í dag sem er hátt í 100 þúsund. Þess má geta að fram til 1943 var nokkur hluti mjólkurinnar seldur beint af bílunum á Dalvík, án þess að fara inn f Samlag. Mjólkurframleiðslan jókst ört og samfellt. Árið 1942 var innlögnin orðin 290 þúsund og 935 þúsund árið 1949. Það er næst- um hægt að tala um sjömílnaskref. Fundar- gerðir Mjólkurdeildarinnar einkennast af þrótti og samstöðu meðal svarfdælskra bænda. Fundir voru stundum oft á ári. Kosnir voru fulltrúar á Mjólkursamlagsfund og menn fara inneftir í stórhópum, halda eigið herbergi á Hótel KEA og hafa sig óspart í frammi á fund- inum. Einu sinni stóðu allir svarfdælsku full- trúarnir á pallinum hjá Gunna Hær inneftir og úteftir aftur, innan um skröltandi mjókurdunk- ana. Þetta vora bjartsýnistímar hjá bændum og af þeirri bjartsýni áttu Svarfdælingar sinn fulla skerf. Það sýnir saga mjókurflutninganna. Heimildir: Brynja Grétarsdóttir, „Mjólkwflutmngar í Svarfaðardal", Súlur 1983. Árni Daníel Júlíusson, Bœndur verða bissnis- menn - Saga KEA á árunum 1920-1940, BA-ritgerð. Fundargerðir Mjólkurdeildar Svarfdæla á Hér- aðsskjalasafni Svarfdæla.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.