Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Blaðsíða 17

Norðurslóð - 18.12.1996, Blaðsíða 17
NORÐURSLÓÐ —17 Bréf frá Kazakstan Hafrún Ösp Stefánsdóttir er barnapía austur undir kínversku landamærunum Norðurslóð er sem kunnugt er víðlesið blað og berst það víða um heiminn. Einn fjarlægasti kaupandi blaðsins er Adda Steina Björnsdóttir sem býr ásamt manni sínum Þóri Guð- mundssyni sendifulltrúa Rauða Krossins,og tveim sonum í Kaz- akstan, í höfuðborginni Almatv (Alma Ata) ekki langt frá landa- mærum Kína. Hjá þeim dvelst sem barnfóstra og túlkur Haf- rún Ösp Stefánsdóttir dóttir Stefáns Jóns Bjarnasonar fyrr- verandi bæjarstjóra á Dalvík. Frá henni fengum við þetta bréf á tölvupóstinum 12. desember s.I. Perustíg, Föður eplanna, Landi Kazakka á aðventunni 1996 Heil og sœl! Þegar rótlausum aumingja skýtur upp í Mið-Asíu hugsar hann heim og þá ekki síst til Dalvíkur og Svarfaðardals. Eg er að dúlla mér við bamagæslu og um leið að þjálfa mig í rússnesku. Rússneskan brúkast í sífellu af algjörri nauðsyn því hér talar fólk helst ekkert ann- að. Krakkar á mínum aldri eru önnur til þriðja kynslóðin sem verður að læra kasöksku sem ann- að mál (á eftir rússneskunni) og kann hana því ekki fullkomlega lengur, svo heyri maður á tal 2ja Kazakka tala þeir svo til án undan- tekninga saman á rússnesku. Þjóð- emishyggja er varla til hérna, venjulegir Kazakkar vara mann við þeim sérvitringum, að hlusta ekki á vitleysuna í þeim, þeir séu engi skárri en Zhirinovskij. Að sama skapi tala þeir um hálfvitana frændur sína í Túrkmenistan og Tadjikistan að vilja ekki hafa gott samband við Rússa, sem hér er talið skipta öllu. Að mörgu leyti er það rétt. Kazakkar eru Rússum háðir að því leyti að í gegnum land þeirra (Rússanna) þarf að flytja öll aðföng til Kazakstans. Núna fyrst skil ég hversu margt gott hefur hlotnast landi okkar og þjóð vegna ótakmarkaðs aðgangs að hafi - við erum a. m. k. ekki lengur upp á aðrar þjóðir komin með vömflutn- inga. Rússar geta (og gera það oft) auðveldlega stöðvað vöruflutninga á leið gegnum landið til að þrýsta á greiðslur - t. d. er mikið rafmagn keypt frá Rússlandi - og stuðning í utanríkismálum og á meðan kemur sem dæmi engin gerilsneydd mjólk inn í landið og því sérstaklega mik- ilvægt fyrir barnafjölskyldur að hamstra hana. Nóg um þjóðina að sinni. Almaty er höfuðborg landsins og hér búa um 1,7 milljónir. Flest er hægt að kaupa hér, með mis- mikilli fyrirhöfn þó. Hér eru alls konar veitingahús og glæsihótel, en erfiðast er að fá drykkjarhæft kaffi. Hinn vestræni staðall Almaty er þó ekki landlægur og fyrir norðan og vestan býr fólk enn í mikilli fátækt við frumstæðar aðstæður. Við fórum í sumar að vatni héma rétt norðan við borgina og á leið- inni þangað mættum við hestvögn- um á hraðbrautinni sem við af- greiddum sem Sígauna að sinni. A bakaleiðinni um kvöldið kom þó í ljós hvað í raun var um að vera. Hirðingjarnir að norðan voru að flytja tjöld sín og búsmala í sumar- beitina hérna suður í fjöllunum og þurfa núna sökum þéttbýlis og mikillar ræktunar á óbyggðum svæðum umhverfis borgina að reka hjarðimar eftir hraðbrautinni. Við keyrðum fram úr tveimur stórrekstrum með kindum, kúm og geitum sem rekin vora áfram af stórum hundum, mönnum á hest- baki og hlaupandi berfættum strák- um, en konumar hafa líklega farið á undan með stelpumar í hestvögn- um sem notaðir eru til að flytja tjöldin þeirra sem heita „Júrta“ og er slegið upp á trégrind en eru að öðra leyti úr unninni ull sem haldið er saman með litríkum og skraut- legum ullarvafningum sem helst líkjast löngum treflum. Það tekur þau innan við 2 klukkustundir að Hvenær koma þeir? Jólasveinarnir tínast nú einn af öðrum tik byggða ungu kynslóð- inni til ómældrar gleði enda koma þeir víða við og skilja hvar- vetna eftir glaðning í litlum skóm. Til gamans og glöggvunar rifjum við nú upp hvaða jólasveinn kemur hvaða dag. 12. desember Stekkjastaur 13. desember Giljagaur 14. desember Stúfur 15. desember Þvörusleikir 16. desember Pottasleikir 17. desember Askasleikir 18. desember Hurðaskellir 19. desember Skyrgámur 20. desember Bjúgnakrækir 21. desember Gluggagægir 22. desember Gáttaþefur 23. desember Ketkrókur 24. desember Kertasníkir slá þessum tjöldum upp. Á Stalín- tímanum var reynt að fá þá til að setjast að á samyrkjubúunum, en eftir að rúmlega 3 milljónum þeirra hafði verið slátrað vegna mótþróa gáfust kommúnistar upp (samt þóttust þeir hafa fengið tölu- vert af hugmyndafræði sinni frá lífsstíl þeirra!) - Jæja, enn ein þversögnin hjá þeim blessuðum. Þegar ég kom hingað á vormán- uðum var enn mikill „Sovét“-brag- ur á hlutunum, lítið og lélegt vöru- úrval og rússneskt yfirbragð alls- ráðandi. Um sumarið gjörbreytti borgin um svip; upp spruttu kaffi- hús (götubarir) eins og gorkúlur og vestrænar vörur tóku að birtast í verslunum. Miklar breytingar sem vonandi eru til hins betra, ég er nú samt hrædd um að innfæddir hafi sjaldan efni á þessum nýju inn- fluttu vörum. Við erum annars ekki í miklu sambandi við inn- lenda. Hér er svo mikið af útlend- ingum sem flestir vinna við hjálp- arstofnanir eða einkavæðingarpró- grömm og hafa fjölskyldumar með sér. Tvisvar í viku er hist hjá ein- hverjum sem búa í stórum húsum og haldnir leikhópar fyrir bömin. Þar fell ég mitt á milli hópa; get talað ensku við frúmar en reyni lfka að babla aðeins við rússnesku bamfóstrumar, því núna er ég eina „innflutta" bamapían. Annað slag- ið er svo aðeins lagt út af laginu og tilveran krydduð örlítið. Sérstak- lega var mikið gert úr Halloween eða Hrekkjavöku og snerist leik- hópurinn þann daginn eingöngu um hana. Hálffyndið að vera stödd í Mið-Asíu og tileinka sér banda- ríska siði. Ég var spákona veisl- unnar og það tók svo sannarlega á að skálda upp einhverjar sögur fyr- ir hvem einasta krakka á svæðinu, ég spáði meira að segja á rússn- esku fyrir eitt þeirra! Erfitt, en gaman. Annars erum við búin að eiga í ýmsum hremmingum með orku- gjafa, töldum okkur vera í góðum málum með 3 rafmagnsinntök og gas. En það dugar ekki alltaf. Við höfum verið tölvusambandslaus i vikutíma tvívegis og símasam- bandslaus alltaf annað slagið. Þó finnst manni ekki hægt að kvarta þegar fólk hringir eins og Tom vinur okkar sem spurði hvort hann gæti fengið vatn hjá okkur, þau hafa ekki haft heitt vatn frá því í byrjun október og höfðu á tímabili ekkert kalt heldur.Gasið okkar er búið að vera svo lágt frá því í októ- ber að það tekur rúmlega 2 klst. að hita mjólkurgraut og einu sinni steikti ég 20 lummur á einum og hálfum tíma! Við erum að hugsa um að fara hvað úr hverju að sjóða hangikjötið, ekki seinna vænna ef það á að vera til um jólin! Mínar bestu jóla- og nýárskveðj- ur, með þökkum fyrir liðin ár. Hafrún Ösp Stefánsdóttir Ps. Sérstaklega langar mig að þakka fyrir Norðurslóð, sem berst reglulegar en Mogginn og flytur skemmtilegri fréttir en skeytin frá RÚV. HS. FLUGLEIÐIR Umboð Flugleiða Dalvík óskar öllum Dalvíkingum og Svarfdœlingum gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Þakka mikil og góð viðskipti á árinu sem er að líða. Verslunin Sogn Goðabraul 3 • Sími 466 1300 Sólveig Antonsdóttir Sendum starfsfólki okkar og viðskipta- vinum bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári. A árinu sem er að líða minntist Bliki hf. þess að liðin voru 25 árfrá stofnun fyrirtœkisins. Við viljum þakka árnaðaróskir og kveðjur sem bárust fyrirtœkinu af því tilefni. Um nœstu áramót verða kaflaskil í starfsemi fyrirtœkisins þegar Bliki hf. og G.Ben sf. sameinast í nýju fyrirtœki B.G.B. hf. Sameining fyrirtœkjanna er gerð til að efla þá starfsemi sem verið hefur á vegum þeirra. Um leið og eigendur Blika hf.fagna samstarfi við nýja aðila undir nýjum merkjum vilja þeir þakka starfsfólki og viðskiptavinum fyrir samstarfið á liðnum 25 árum. Bliki hf.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.