Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Qupperneq 13

Norðurslóð - 18.12.1996, Qupperneq 13
NORÐURSLÓÐ —13 fri öld keyrt til ársins 1949. Þá tók Hall- dór við og hann keyrði mjólkurbíl, þó einkum á vetuma frá 1949 til 1958. Það kom upp úr dúmum að þótt þessir tveir menn hafi aldrei unnið saman hafa þeir oft leyst hvom annan af, eins og þeir ynnu á vöktum. Þegar Gunnar hætti í mjólkinni keypti hann „Gamla Gul” af kaupfélaginu. Hann stytti húsið niður í sex manna hús og lengdi pallinn og hóf að flytja fólk og vörur til og frá Reykjavík. Það gerði hann til ársins 1954 þegar gann seldi Gul, Halldóri Gunn- laugssyni sem tók nú upp sams konar keyrslu, einkum á sumrin, þar til hann seldi Gul Dalvíkur- hreppi og fór aftur að keyra Dal- víkurrútuna, sem nú var f eigu kaupfélagsis. Það gerði hann til ársins 1961. Þá tók við rútunni Gunnar Jónsson, sem litlu síðar keypti hana af kaupfélaginu og hóf eigin rúturekstur. Það er aftur löng saga sem ekki verður rakin hér. Hver ekur eins og Ijón? Af hverju fóru þeir félagar að vinna á mjólkurbfl? Gunnar: „Ja, ég fékk snemma áhuga á þessum vélknúnu tækjum. Maður þekkti ekkert nema manns- aflið og hestinn. Þetta þóttu undra- tæki. Villi Þórarins kenndi mér á bfl. Ég man þegar ég tók meirapróf þá fór ég áætlunarferð inneftir með rútuna, próflaus, til að taka á hana próf innfrá. Var þá búinn að keyra hana eitthvað, og líklega mjólkur- bflinn líka”. Voru ekki mjólkurbflstjórar á þessum ámm talsverðir kallar sem litið var upp til, sbr. Bjössa á mjólkurbflnum? Halldór: „Ég held það hafi ekki verið orðið það lengur. En ég man eftir því þegar ég var í Olafs- firði. Það var mikið litið upp til bfl- stjóra sem komnir voru með bíla þar. Og maður heyrði sögur af því að menn væru að væta vasaklútana sína í bensíni og ná þannig bíla- lyktinni til að ná sér í kvenmann. En mér finnst það hafa verið horfið á þessum tímum.” Gunnar: „Ég er ekki í nokkr- um vafa um það að þetta voru al- veg hörkukarlar í þessari mjólk, eru sjálfsagt enn ef á það reynir. Ég man t.d. aldrei eftir að snúið væri með mjólkina heim aftur eftir að lagt var af stað með hana til Akureyrar. Ekki heldur að mjólk- urbíll ylti, og mig minnir að þeir þyrftu sárasjaldan á hjálp að halda. Enda vandist maður því viðhorfi þegar maður fór í mjólkina að það væri ekkert grín að vera í þessu. Svo þurftu menn að vera toppheið- arlegir líka. Það var ekkert smá- ræði sem var búið að fara gegnum hendurnar á manni af peningum innanað. T.d. í hvert sinn sem borgað var út í Kaupfélaginu.” Dunkar í dýjum Hvemig var nú dæmigerður vinnu- dagur? Var farið fram í botna? Gunnar: „Já, þama þegar ég keyrði. En menn urðu að koma þessu á veginn. T.d. frá Hlíð og Hnjúki. Þar urðu þeir að koma mjólkinni vestur yfir ána sem þá var óbrúuð. Eins t.d. frá Hærings- stöðum, Skeiði og Melum. Þegar ég var í þessu var farið frá Dalvík kl. 4 á nóttunni. Þá geymdu bænd- ur mjólkina í lækjunum. Það var víða bæði erfitt og dálítil kúnst að taka hana. Það þurfti kannski að bera þetta dálítinn spöl. Og ef maður tók vitlausan dunk upp fyrst þá fór öll skriðan af stað. Maður var kannski með 50 1 brúsa neðan úr læk og upp. Sem betur fór voru þeir ekki mjög víða. En til dæmis á Dalvíkurtrukkarnir þrír ásamt þeim fjórða af Ströndinni sem Höskuldur Bjarnason í Hátúni átti. Bílarnir eru af REO-gerð og voru keyptir seint á sjötta áratugnum. (Mynd: Héraðsskjalasafn Svarfdæla) Mjólkur- og ferþegabifreið ÚKED, árgerð 1939. Bíllinn tók tíu farþega en at- hygli vekur hve lítill mjólkurpallurinn er. (Mynd: Héraðsskjalasafn Svarfdæla) Einn af fyrstu mjólkurbílum KEA á Dalvík sem ekki flutti farþega. Þetta var Chevrolet bifreið, árgerð 1942. (Mynd: Héraðsskjalasafn Svarfdæla) Skíðdælingar mæta mjólkurbíl á Tungunum um 1950. Bíllinn er af GMC- gerð. (Mynd í eigu Friðrikku Óskarsdóttur) Björn Gestsson í Bakkagerði leggur af stað til móts við mjólkurbílinn. Mynd- in er tekin árið 1947. (Mynd í eigu Kristínar Gestsdóttur) Bakka. Og ég man við Syðra- Hvarf að þar böxuðu þeir mjólk- inni niður að á. Þar voru dunkarnir í lind sunnan við Skíðadalsbrúna. Það var snarbrattur, hár kantur nið- ur. Þessu þurfti einn maður að roga upp sem kannski tveir höfðu farið með niður kvöldið áður. Og á haustin var kannski komin héla á jörð, og sleipt. Síðan komu pall- amir og það var ægilegur munur. Þeir voru smíðaðir þannig að þeir væru í sömu hæð og skúffumar á bílunum. Þá steig maður út úr stýr- ishúsinu og yfir þessa skúffu og á pallinn. Svo gat maður seilst í brúsann á brúsapallinum og hent honum inn á pallinn á bílnum. Þetta var allt annað líf. Þetta var á sumrin en svo á vet- uma var tímanum breytt og farið í dalinn að deginum. Þá var mjólkin geymd á Dalvík yfir nóttina. Mjólk- urflutningamir áttu hús héma. Það er timburvöruhús Kaupfélagsins sem Binni er í núna. Nú, það var erfiði innfrá lflca. Við þurftum að bera alla dunkana af bílnum og inn á vigt og svo þá tómu út aftur. Þetta var bara þó nokkur vinna svosum. Svo var flutt alls konar vara innanað, ofan á dunkunum. Kannski jafnvel kol. Þá vom dunk- amir svartir þegar þeim var skilað. Svo var flutt síldarmjöl og önnur fóðurblanda. Svo var óskaplega mikið sem maður var beðinn að erinda. T.d. í peningamálum í bönkum. Það var ekkert smotterí. Framlengja víxla, borga niður víxla og alls konar svoleiðis. Og kaupa fyrir fólk. Við skiptum þessu oft á milli okkar þegar við dmkkum morgunkaffið innfrá á KEA. Með mér var mest Jóhann Jónsson, Jói í Amarhóli. Hann var rosalega samviskusamur, Jói.” Halldór: „Við þurftum t.d. að versla bæði smokka og pungbindi, og ég man að Jóa þótti það ekki létt.” Hafðist með seiglunni Það fór ekki hjá því að drjúgt var rætt um vetrarkeyrsluna. Þegar Gunnar byrjaði voru tveir vetrar- bílar nýkeyptir. Og þeir félagar eru sammála um að það voru seigir bflar. Gunnar: „Þessir trukkarreynd- ust ákaflega vel. Þetta fór alveg ótrúlega mikið. Það var drif á öll- um hjólum og náttúmlega keðjur á þessu öllu. Svo voru smíðuð belti á Bflaverkstæðinu héma. Jónas Hall- grímsson stóð fyrir því. Þau voru sett yfir dekkin að aftan, utanyfir snjókeðjumar. En það var erfitt að setja þetta af og á. Við skildum beltin oftast eftir í Fagraskógi eða á Torfnesshæðinni þar utan við, ef Fagraskógsbrekkumar voru góðar. Það skipti svo oft um snjóalög þar. Vetrarkeyrslan var mjög sérstök. Menn urðu að nauðþekkja bílinn. Það var ekkert grín að festa þessa trakka, þeir voru þá ekki teknir af stað svo glatt aftur. Þetta var nátt- úralega yfirlestað. Tvísett á pall- inn, jafnvel þrísett ef hafði degist ferð. Það voru grindur sem voru settar yfir neðsta lagið og raðað á þær. Jafnvel svo aðrar þar ofan á. Maður þurfti að kunna vel á hvað mátti bjóða bílnum. En þeir möll- uðu alveg ótrúlega, svona á göngu- hraða.” Halldór: „Lengsta ferðin sem ég man eftir tók yfir 46 tíma. Við fóram frá Dalvík kl. 8 á mánudags- morgni að smala mjólkinni og vor- um komnir inneftir til Akureyrar kl hálf sjö á miðvikudagsmorgun. A þremur trukkum. Þú manst eftir þessu Gunni. Ami var með Jóa og þú varst með Sveini. Með mér var Mikhael Jóhannesson, þá ungur maður og var að koma frá því að heimsækja kærustuna út á Dalvík. Við tókum bensín fyrst á miðnætti aðfaranótt þriðjudags hjá Jóhann- esi Ola í Arskógi. Og kl 2 daginn eftir vorum við enn á Hagaásnum, ákveðnir í því að þetta þýddi ekk- ert meir. En þá datt okkur í hug að athuga það hvað við værum með mikil verðmæti á bflunum og fór- um að telja brúsana, reikna út hvað lítramir væru margir og hvað bónd- inn fengi fyrir líterinn. Og okkur fannst bara upphæðin allt of há til að við gætum farið heim. Svo var haldið áfram. “ Gunnar: „Við vorum fleiri klukkutíma frá Selárbakka og suð- ur Hagahálsinn. Við stuðuðum hver aftan í annan og þá þurfti þetta að vera alveg samstillt. Stundum labbaði einhver með til að reyna að átta sig á hvar vegur- inn var. Menn fóru þá í mat í Rauðuvík, á vöktum, meðan bíl- amir siluðust áfram. Við urðum aftur bensínlausir inn við Möðru- velli. Þó tók trukkurinn 150 lítra.” Það hefur nú þurft býsna dug- lega karla í þetta starf, álítur nú spyrillinn. Gunnar: „Þó ég segi sjálfur frá þá urðu þetta frægir flutningar fyr- ir dugnað. Ég held bara landsfræg- ir. Ég man eftir því stundum að við kæmum með mjólk hérna utanað Framhald á nœstu síðu

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.