Norðurslóð - 18.12.1996, Side 14
14 — NORÐURSLÓÐ
Mj ólkurflutning-
ar í hálfa öld...
Framhald afbls. 13
þó hún kæmi ekki annars staðar að
í Samlagið. Það var líka þessum
trukkum að þakka. Þeir komu
seinna fram í Eyjafjörð, enda nátt-
úrulega miklu snjóléttara hérað.
Það var oft hægt að fara á trukkun-
um utan vegar. Eg man dæmi um
það. Það var t.d. hægt að fara upp
hjá Auðnum [næst framan við
Hól], en þá var vegurinn niður við
hvamminn hjá Höfða, og fara svo
yfir Símonarlækjargilið. Það var
enginn vegur þar en ef snjórinn var
nógu mikill í gilinu var hægt að
fara þar yfir. Við fórum þá nokk-
um veginn eins og vegurinn er
núna. Það var oft mikið á sig lagt á
þessunt tíma, að finna þetta út og
komast fram á fremstu bæi. Eða
þegar við fórum upp hjá Hrapps-
staðakoti og suður fyrir ofan reit-
inn á Holtsmóunum. Þetta var
hægt að fara með gætni ef maður
passaði sig að fá ekki stóra þúfu
undir hásingu og slíkt. Og eins
innan við Fagraskóg að við fórum
stundum niður túnið og yfir fram-
an við lónið og svo suður Arnar-
neshæðina. Það gat verið ófært suð-
ureftir neðan við Kjarna og þar.”
Handmoksturslið
Þegar farið var að kappkosta að
koma bílunum um sveitina að vetr-
inum var ein samgöngubótin að
skipuleggja handmokstur til að
opna höft. Þá var ýmist að bændur
höfðu herútboð gegn ákveðnum
sköflum (Skíðdælingar fóru í
Hvarfið, Svarfdælingar í Urðaeng-
ið) eða að Baldvin kaupfélagsstjóri
sendi út bíl mð moksturslið.
Hulldór: „Á árunum eftir 1940
var yfirleitt snjólétt, en svo versn-
aði það þegar dró nær 1950. Eg var
þá stundum með þessa moksturs-
hópa. Það var bara smalað mönn-
um. Eg man einu sinni að ég var á
leiðinni inneftir og mæti moksturs-
hóp Ströndunga neðan við Krossa.
Og það er einhver sem segir við
Kristján á Hellu, hann stjórnaði,
hvort hann ætlaði ekki að moka
skaflinn suður af hæðinni sunnan
og neðan við Krossa, og Kristján
svarar „Ja, ég var að hugsa um að
láta sólina moka þennan.” Vorið
1949 var með afbrigðum snjó-
þungt. Þá fór ég einmitt með
Gunna á Churchill [einn trukkur-
inn] fram í Skíðadal þann 29 maí.
Eg skildi eiginlega ekkert í því
hvemig Gunni gat ekið, ég sá ekki
glóru, en hann ók og ók, það sá
hvergi á dökkan díl. Svo komum
við í Dælisbrekkuna og þar var
mokstur og ég var með myndavél
og tók mynd af trukknum í snjó-
göngunum. Hún kom í Heima er
best. og nokkrum árum seinna
kom hún í einhverju sunnlensku
blaði til að lýsa færinu kringum
höfuðborgina!”
Á þessum árum voru bílstjór-
arnir oft boðnir í kaffi á bæjum.
Einna algengustu áningarstaðir
voru Sandá og Ytra-Hvarf og svo
Fagriskógur á inneftirleiðinni.
Áning á Hvarfi
og í Fagraskógi
Gunnar: „Það var ekki síst ef
ófært var í Skíðadalinn að manni
var boðið inn á Hvarfi. Tryggvi
hafði gaman af að fá okkur í spjall.
Það var mikill barningur að koma
bílunum fram í dalinn, sérstaklega
Gunnar Jónsson frá Hæringsstöðuin og Gamli Gulur. (Ljósmynd: Júlíus J. Daníelsson)
Svarfdælingar koma með fulla dunka og sækja tóma til Dalvíkur í Ófærð.
(Mynd í eigu Kristínar Gestsdóttur)
Gunnar: „Þá setti Daníel
læknir á algjört samgöngubann.
Það mátti þó flytja mjólk ef bíl-
stjóramir kæmu hér hvergi við.
Við máttum ekki koma við heima
hjá okkur né heim á bæi. Ekki hafa
samneyti við neinn. Ekki koma
með bréf innanað, en hins vegar
mátti fara með bréf inneftir. Við
urðum alltaf að gista innfrá. Þetta
stóð í hálfan annan mánuð og þetta
var mjög erfiður kafli. Einu sinni
vorum við að berjast innanað allan
daginn. Bæði ófærð og vont veður.
Og þegar við komum á Há-
mundastaðahálsinn þá versnaði
veðrið enn. Mig minnir að við næð-
um mjólkinni á Hrísum en urðum
þar að snúa við og fara með tóma
bílana inneftir aftur, og það fannst
okkur alveg voðalegt. Það var
komið fram á dag þegar við kom-
um inneftir daginn eftir. Við sváf-
um einhverja stund en þá birti svo
við fórum aftur.
I annað skipti man ég að við Jói
komum innan að og ég fór fram að
vestan en hann að austan. Skiptum
vikulega um kjálka. Það var leið-
indaveður og blindað mjög. Og
þegar Jói kom eitthvað suðurfyrir
Skáldalæk þá missir hann trukkn-
um fram af veginum og nær hon-
um ekki upp. Hann gengur þá heim
í Skáldalæk, þá var sími kominn
þar, og hann biður Snjólaugu að
hringja í Steina Kidda og biðja
hann að koma og draga sig upp.
Netaverkstæðið átti þá trukk eins
og okkar. Svo þurfti Jói að bíða
eftir Steina. Og hann bara gengur
þar um gólf á hlaðinu í stórhríð-
inni. Þá kemur Snjólaug allt í einu
út og grípur hann bara í fangið án
þess að hann geti forðað sér. Hann
mátti auðvitað alls ekki koma inn.
En hún segir við hann. „Komdu
inn og fáðu þér kaffi, Jói, og það
skal aldrei vitnast að þú hafir kom-
ið hér inn, þó lömunarveikin kynni
að koma hér upp.” Hún sagðist
ekki geta horft á hann svona í hríð-
inni. Eg man hvað Jóa féll þetta
illa eftirá að hún skyldi ná sér
þama. Því ef lömunarveikin kæmi
þama upp yrði það náttúrulega
rakið og honum kennt um.
Enn eina sögu man ég frá þess-
um vetri. Við komum utanað seint
um nótt. Eg man við keyrðum á
móti einstefnureglum eftir Skipa-
götu. Við losuðum held ég annan
þflinn uppí Samlagi. Svo löbbuð-
um við niður á Hótel Goðafoss, þar
sem við höfðum herbergi, og ætl-
uðum úr úlpunum en gátum þá
ekki hneppt neinni tölunni. Ulp-
umar voru orðnar svo brynjaðar.
Okkur þótti sárt hvað við urðum
bíða lengi í forstofunni á hótelinu.
Við tímdum ekki að skera tölumar
úr.”
Það hefði kannski bæst skaðinn
með tölumar því þegar þeir Gunn-
ar og Jóhann loksins komust heim
úr útlegðinni kom Baldvin kaupfé-
lagsstjóri á móti þeim með sína
Hekluúlpuna handa hvorum.
Sjóflutningar
Það stóð ekkert á sögum frá upp-
gjafabflstjórunum. Það voru líka
sjóferðasögur, því það gátu komið
alllangir kaflar sem hvorki var fært
í dalinn né inneftir á bíl. Þá var
stundum löng mna af hestum og
sleðum niður á bryggju, og með
tímanum dráttarvélum. Bflstjór-
amir fóru með bátnum og höfðu þá
oftast skilið eftir bíl innfrá til að
keyra frá Torfunefi og upp í Sam-
lag. Nefndir voru bátar eins og
Skúli fógeti, Nói, Amgrímur, Hrís-
eyjarferjan. Gunnar man eftir að
þeir sigldu næstum upp í fjöru við
Fagraskóg í stórhríð af því þeir
héldu að útiljósið þar væri vitinn á
Hjalteyri. Einu sinni strandaði
Skúli fógeti á Hörgárgrunni og
annað skipti kviknaði í Nóa. En
allt slapp þó stórslysalaust. En
bændur og bflstjórar voru sammála
um að draga úr sjóflutningum sem
kostur var. Þeir voru miklu dýrari
og svo var bölvað púl að lesta of
aflesta bátana.
Að lokum: Ef einhvem tíma
verður samin svarfdælsk „innan-
sveitarkróníka” frá 20. öldinni er
bersýnilegt að saga mjólkurflutn-
inganna verður að eiga þar góðan
kafla.
Mjólkurbílstjórarnir Jói, Dóri og Sveinn. Myndin er tekin um 1950.
(Mynd í eigu Friðrikku Óskarsdóttur)
Mjólkurstefnumót. Alexander Jóhannesson bóndi í Hlíð réttir Jóni A. Jóns-
syni mjólkurbílstjóra dunkana. (Mynd: Héraðsskjalasafn Svarfdæla)
Skíðadalinn, það gerði Hvarfið. Ég
man einn seinnipart vetrar þá var
Rögnvaldur í Dæli búinn að koma
tvisvar út í Y-Hvarf að ræða við
Tryggva um að ýta á það að bíllinn
færi a.m.k. fram í Dæli að sækja
mjólk úr dalnum. Það var ekkert
þægilegt að komast yfir Hvarfið
með hesta heldur. Það var svo bratt
og ófærð í skaflinum sunnan í því.
Þennan dag kom ég þarna í kaffi
og Rögnvaldur líka og ég ætlaði að
reyna við Hvarfið. Þá sagði
Tryggvi: „Ég kem með”. Og
Rögnvaldur stóð úti á bretti. Þá var
vegurinn upp Hvarfið niðri á ár-
bakkanum. Ég man að ég bakkaði
dálítið þama uppá, það var auður
hryggurinn, og lét svo vaða suður
af, það gekk dálítil snjógusa út frá
bílnum og Rönvaldur missir af sér
húfuna. Ég ætlaði þá að stoppa.
„Nei, við skulum ekki stoppa”
sagði Tryggvi, „við skulum ekki
láta hann ná húfunni”, svo ég hélt
bara áfram og alla leið fram í Dæli.
Við fórum út og Tryggvi sagði.
„Hvað, ertu búinn að missa húf-
una?”. „Já, hún hvarf, en það gerir
ekkert fyrst bíllinn komst í Dæli,
komið inn og fáið ykkur koníak.”
Tryggvi fór líka frameftir með
mér einu sinni fyrripart sumars.
Svo þegar við komum fram í Dæl-
ishólana sjáum við Rögnvald þar
útfrá og á fjórum fótum. Tryggvi
biður mig að stoppa. „Hvað ætli
helvítis karlinn sé að gera”. Hann
fer svo út og kallar og spyr hvað
hann sé að gera. „Ég er að gróður-
setja”. Þetta fannst Tryggva ólík-
legt og spurði hvað hann meinti
með því, þetta yrðu nú varla tré.
„Ég er að gera þetta fyrir barna-
bömin”. En hvað varð, nú eru
bamabömin þarna öll sumur.“
Halldór: „Fagriskógur var fast-
ur viðkomustaður hjá okkur. Þar
komum við oft við og fengum okk-
ur kaffi á veturna. Gestrisni þar var
mikil. Við tókum oft mjólkina í
Fagraskógi, þó við ættum ekki að
gera það, ef þeirra bfll hafði ekki
komið.”
Gunnar: „Ég man við komum
eitt sinn sem oftar þar við í blind-
stórhríð. Bflamir stóðu þar á hlað-
inu og veðrið svifti þeim hálfpart-
inn til á svellinu. Við fórum í kaffi.
Stefán bóndi þurfti þá að komast
suður á þing og spurði hvort hann
fengi pláss hjá okkur. Það fékk
hann. Maður sá oft lítið út um
framrúðuna á bílnum fyrir hríð og
svelli og þurfti að hafa hliðarrúð-
una opna. Hann var farþegi hjá
mér, Stefán. Ég hafði hausinn út
um rúðuna og var ekkert að yrða á
hann. Það var nú kannski ekkert of
heitt þama. Þegar við komum inn í
Brekkumýrar fór heldur versnandi
veðrið. Ég man mér varð þá litið á
Stefán og þá er þetta bara snjókarl
þama við hliðina á mér, allur bar-
inn í snjó. Svo komum við inn að
Hörgárbrúnni. Þá reisti Stefán sig
upp, hann gat ekki reist sig mikið
en aðeins, hristi af sér snjó og
sagði: „Ég dáist að ykkur Dalvík-
urþílstjórum að hitta á Hörgár-
brúna.““
Akureyrarveiki - sóttkví
Enn heldur Gunnar áfram og talar
nú um Akureyrarveikina sem lagð-
ist hér að haustið 1948, skæð
taugaveiki sem gat valdið löntun.
sá vetur var erfiður og snjóþungur.