Norðurslóð - 29.01.1997, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3
tíma að komast endanna á milli.
Jólahald héma er, eins og svo
margt annað, öðruvísi en heima á
Islandi. Hérna er komið hásumar
núna og um jólin eru margir í sum-
arfríinu sínu. Fólk fer á ströndina, í
útilegur og heldur villt partý.
Reyndar er frekar erfitt að lýsa
dæmigerðum áströlskum jólum
því hér, allavega í Melbourne, býr
fólk frá öllum heimsins homum.
Það fer í sjálfu sér lítið fyrir há-
tíðleika finnst mér, lítið jólaskraut
og ekki jólalög í útvarpinu. Sjón-
varpið er hins vegar annað mál.
Vikurnar fyrir jól voru auglýsinga-
hlé á tíu mínútna fresti og allar
búðirnar voru að sjálfsögðu með
bestu jólatilboðin. Strax á jóladag
var svo komin jólarýmingarsala
Hjólað um þjóðveg Viktoríu
I_______________i'fiWHnrx-_____i ittBTrtag-'fllr^.i'hir.^táiriM^TrríBHBmm
Edda með Clancy kengúruungi á næsta bæ við kamelbæinn. Mamma hans 61g km að baki Melbourne-center - hið langþráða takmark.
var skotin og þau fóstra hann þar til hann verður nógu stór til að bjarga sér
sjálfur.
/ S
- Annað Astralíubréf frá Eddu Armannsdóttur
Kœra Norðurslóð!
Tíminn flýgur áfram, og núna er
komið nýtt ár. Síðan ég skrifaði
síðast hefur aldeilis margt drifið á
daga mína. Ég hef staðið andspæn-
is ýmsum áskorunum og þrautum
bæði af náttúmnnar og manna
völdum, og þar sem eina leiðin
fram hjá þeim var hreinlega að
ráðast til atlögu og leysa þær þá
gerði ég það og hvað sem segja má
um þetta allt, þá er ég ánægð með
árangurinn. Já þó svo þessi tiltekt í
ferðalagsplani mínu hafi verið erf-
ið þá var kominn tími til og ég hef
núna kynnst fjölda fólks og eignast
nokkra góða vini.
Svo ég byrji nú þar sem frá var
horfið, þá var það þannig að svona
um það bil sem síðasta bréf birtist í
Norðurslóð þá fékk ég, eins og
systurnar tvær úr Tungunum forð-
um, hundleið á hænsnunum og
fleiru í sveitinni, og dreif mig burt.
Þó ekki til höfuðborgarinnar, held-
ur til Melboume. Að vísu var þetta
ekki beint nein skyndiákvörðun,
ég var að fara í hjólreiðaferðina
Great Victorian Bike Ride. Ég
ákvað samt að þessi ferð yrði eins
konar prufa og tækifæri til að
hugsa um og meta stöðu mála í ró
og næði.
Ég fór fyrst til þýskrar vinkonu
minnar, Rike, en hún er að læra
arkitektúr í háskólanum héma í
Melboume. Hún er yndisleg mann-
eskja og við áttum tvo góða daga
hér fyrir hjólatúrinn. Hún býr á
góðum stað, leigir hús ásamt fjór-
um öðrum einstaklingum, rétt við
miðborgina. Hún fékk svo foreldra
sína í heimsókn og fór í ferðalag
með þeim, svo ég fékk að leigja
herbergið hennar þegar ég kom til
baka úr ferðinni og fram í byrjun
janúar.
Hjólaferðin var sérkafli útaf
fyrir sig. Ég á hálf erfitt með að
ftnna orð til að lýsa henni, svo stór-
kostleg upplifun var hún. 9 dagar á
þjóðvegi Viktoríu, um blómleg
sauðfjárræktarhérað, skóglendi og
meðfram stórkostlegri ströndinni.
Þetta ver erfitt, 70-90 km á dag og
brattar brekkur suma dagana.
Veðrið var að vísu ekki nógu gott
og það var galli. Það rigndi helm-
inginn af leiðinni og mér var kalt
því ég tók ekki regnfatnað með
mér frá Islandi. Ég hélt nefnilega
að það væri heitt í Astralíu. Svo er
nú aldeilis ekki alltaf því þó það sé
orðið mjög gott núna þá var sum-
arið fulllengi að komast í gang. Ég
er nú ýmsu vön auðvitað og ís-
lenska aðferðin, að bölva og bíta á
jaxlinn virkar bara vel. Að sjálf-
sögðu gleymast þessar neikvæðu
hliðar fljótt og þótt ég hafi átt
ósköp bágt meðan á þessu öllu
saman stóð þá gleymdi ég allri
eymdinni strax og sólin fór að
skína og fötin þomuðu.
Ferðin var mjög vel skipulögð.
Farangurinn var fluttur fyrir okkur
í stórum trakkum, í öðrum bílum
voru klósett og sturtur og í enn
öðrum skyndibitastaðir og sjopp-
ur. I stærðar tjöldum var viðgerð-
arþjónusta, verslanir, kaffihús,
mötuneyti og fleira. Maturinn var
ótrúlega góður miðað við hvað
mötuneytið var stórt. en að vísu
getur maður líklega étið næstum
hvað sem er eftir 80 km á hjóli. A
tjaldstæðunum var lið lækna og
hjúkrunarfólks og einnig nuddara,
góður punktur þar. Ibúar í bæjun-
um sem við stoppuðum í buðu upp
á ýmsa þjónustu svo sem skoðun-
arferðir á landi, sjó og lofti fyrir þá
sem áttu pening auðvitað og bar-
inn var alltaf opinn. A tjaldstæðinu
voru svo bíósýningar öll kvöld og
stundum ball. A leiðinni voru með
reglulegu millibili stoppistöðvar
þar sem við gátum fengið hreint
vatn og aðstoð ef með þurfti og við
höfðum lögreglufylgd og sjúkra-
bíla til taks og auk þess rútu fyrir
þá sem af einhverjum ástæðum
treystu sér ekki til að hjóla.
Þetta vora í alit 620 km, ferðin
byrjaði 30. nóvember en þá fór ég
með rútu frá Melboume til bæjar-
ins Dunkeld, og hjólaði svo þaðan
til Hamilton sem er ullarhöfuðborg
heimsins. Þó vegalengdin væri
stutt þennan dag (bara 32 km) þá
var dagurinn samt alveg nógu
erfiður því það var ansi hvasst og
ég var víst ekki alveg í formi held-
ur. Um kvöldið var ég heppin að fá
að tjalda inni í fjárhúsinu ef ég get
notað það orð því byggingin líktist
einna helst hesthúsunum í Hrings-
holti og ekki sá ég eitt stakt lamba-
sparð á gólfinu. Annan daginn lá
leiðin til Portland. Þar fór ég í
skoðunarferð um höfnina en hún
er stærsta kom- og timburútflutn-
ingshöfn Viktoríu og þótt víðar
væri leitað. Sú er aldeilis stór og
flott. I nágrenni Portland var mikil
umferð stórra trukka sem fluttu
kindur á þrem hæðum til Portland.
Þaðan eru þær fluttar á fæti til Mið-
austurlanda, því þar má ekki borða
kjötið nema slátrað sé á sérstökum
tíma dags og kindumar horfi til
Mekka á meðan. Þriðja daginn var
áfangastaðurinn Port Fairy. Leiðin
var falleg en rigningin og kuldinn
spillti fyrir eins og daginn á undan.
Fólk var nú farið að spyrja mig
hvort ég fengi ekki heimþrá í
svona veðri. Ég ullaði þá bara
framan í það og sagði að það væri
alltaf sól á Islandi. En fjórða dag-
inn fór sólin loksins að skína. Þá
hjóluðum við 94 km til bæjarins
Port Campbell það var langt, en
leiðin þangað var svo stórkostlega
falleg að því geta orð varla lýst. í
Port Campbell búa bara 200 manns
svo eins og nærri má geta breytti
bærinn heldur betur um svip þegar
hjólafylkingin settist þar að. Um
kvöldið fór ég í heimsókn til vin-
konu minnar, sem heitir Susan, en
hún dvaldi á kamelbænum eina
viku í vor. Það var gott að sitja í
alvöru sófa og drekka te úr alvöru
bolla. Næsta dag lá leiðin áfram
eftir ströndinni (eins og nærri má
geta samkvæmt síðustu þremur
bæjamöfnum). Sólin heiðraði okk-
ur með nærvera sinni og fyrstu 30
km voru bara fínir en þá fór landið
að halla í vitlausa átt og eftir 20
km bratta brekku upp í móti þá var
hún Edda litla ekki lengur alveg
með sjálfri sér, en mikið var gam-
an að brana niður aftur. Ég söng
hástöfum „Ég er frjáls eins og
fuglinn, flogið næstum ég gæti...“
og fleiri íslensk lög, en þegar ég
kom að fjalli númer tvö þá gerði ég
mér grein fyrir því að annað hvort
yrði ég að fóma fjallinu eða
skemmtuninni um kvöldið svo ég
fór með rútunni síðustu 20 km til
Apollo Bay. I Apollo Bay hvíldum
við okkur í einn dag, ég lá á
ströndinni, sem var alveg við tjald-
stæðið, og hafði það gott. Það er
svo fallegt í Apollo Bay, flóinn er
skeifulaga, ströndin næstum hvít
og þennan dag sást ekki ský á
himni og sjórinn svo blár að það
var lyginni líkast. Um kvöldið var
mjög skemmtileg hæfileikakeppni
þar sem fólk sýndi listir sínar, já
list er svo ákaflega afstætt hugtak.
Svo var farið á barinn. Jæja en
veðurguðimir gátu nú ekki verið
að ofdekra okkur neitt, svo næsta
dag var annað uppi á teningnum.
Slíka og þvílíka úrhellisrigningu
hef ég bara varla séð, foj! Ég blotn-
aði að sjálfsögðu inn að beini en
þraukaði samt 45 km en ekki
lengra takk fyrir. Það hefði þurii
mjög myndarlegan mann til að
tæla mig lengra. Ég sat svo og
skalf heila eilífð í rútunni og loks-
ins þegar hún komst á áfangastað
komst ég að því að farangurinn
minn var sá eini sem ekki var undir
plastábreiðunni. Ég leit til himins
og spurði: „Hvað meinarðu?“,
tjaldaði og fór að sofa. Dagur átta.
Þá hjóluðum við frá Torquay til
Lara. Leiðin var falleg að venju og
veðrið var bara mjög gott líka.
Dagurinn hefði sjálfsagt verið
alveg frábær ef hnjaskið hefði ekki
átt sér stað. Strákgutti svínaði
beint fyrir mig með þeim afleið-
ingum að ég flaug af hjólinu. A,
það var vont. Ég sá fyrir mér
sjúkraflutning heim á klakann en
brölti svo á fætur og komst að því
að hjólið var of laskað til að halda
áfram. En eins og í öllum góðum
ævintýrum þá kom prinsinn á Ijós-
bláa hjólinu, lagaði hjólið og hug-
hreysti prinsessuna svo hún hjól-
aði áfram á rósbleiku skýi það sem
eftir lifði daginn þann. Og nú var
síðasta kvöldið allt í einu komið
og það var hálfsorglegt en ekki
gátum við verið að velta okkur
neitt upp úr því svo við skelltum
okkur bara á barinn og eyddum
síðustu dollurunum. Það var fjör.
Eftir alltof lítinn svefn brunuðum
við svo áfram og nú var ég komin í
svo gott form að þrátt fyrir mitt
bláa læri var ég ekki nema 4 tíma
að komast síðustu 80 km til Mel-
bourne. Já öll þessi hreyfing, frels-
istilfinningin og allt fólkið sem ég
hitti. Það er eitthvað svo villt að
vera svona lengi úti og hreyfa sig
svona mikið, komast svona vel í
snertingu við náttúruna. Það er svo
frískandi og hreinsandi og líka
stutt í rómantíkina. Það er þetta
sem lifir í minningunni ekki nei-
kvæðu hliðamar. Ég væri vel til í
að gera þetta aftur en þá fer ég líka
með regngalla og vatnsþéttan bak-
poka!
Eftir tvo daga í rólegheitum í
Melboume keyrði Rike mig til
Mansfield að sækja dótið mitt og
helgina eftir fór ég á jólaball hjá
íslendingafélaginu hér í Mel-
boume. Það var reglulega gaman
því þar kynntist ég ákaflega ind-
ælu fólki sem vildi endilega ráða
mig í vinnu. Þau eru íslensk og
eiga litla laxverksmiðju héma í
Altona sem er eitt úthverfið. Þar er
búinn til graflax, reyktur lax og
sósur með og allt voða fínt enda
selt í mestu snobbbúðunum hér í
borg. Þó þetta hljómi ekki eins
ævintýralega og kameldýrabú-
garðurinn þá er þetta mjög gott og
mér líkar vel við Melboume og vil
helst vera hér sem lengst. Það er
svo fjarri því að borgin sé eins og
milljónaborgimar í Evrópu. Loftið
héma er mjög hreint því sporvagn-
ar og lestir eru aðal almenningsfar-
artækin og leigubílar og sendibílar
ýmiskonar ganga margir fyrir gasi.
Svo er oft frísklegur vindur utan af
sjó. Húsin eru flest tveggjahæða
með smá garði, nema í miðborg-
inni, enda teygir borgin sig yfir
ógnarflæmi og það tekur langan
allsstaðar. Það get ég sagt að
margir eru duglegir að auglýsa á
Islandi en þetta hér var of mikið.
Astralir halda upp á jólin á jóladag
og 26. des er líka frídagur sums-
staðar, kallaður Boxing Day. Ég
hélt upp á jólin mín með vinnu-
veitendum mínum.Við fórum í
matarboð hjá hálfíslenskri fjöl-
skyldu á aðfangadag, það var mjög
huggulegt kvöld, ég fékk símtal að
heiman og pakka frá jólasveinin-
um. A jóladag fórum við á strönd-
ina og grilluðum. Til að halda upp
á nýja árið fara margir í bæinn eða
bara á hverfiskránna. Ég fór í tryllt
partý hjá brunaliðinu. Ein vinkona
mín er nefninlega slökkviliðsmað-
ur. Það var bara mjög gaman að
vísu sáum við enga flugelda því
partýið var haldið inni í Centrum
og þar eru skýjakljúfamir svo háir
að ekkert sést.
Það er heitt og búið að vera síð-
ustu vikur. Þrátt fyrir að Mel-
bourne sé einn syðsti staðurinn í
Astralíu þá var næstheitast hér í
dag, bara Alice Springs var heitara
og það er inni í miðju landi. Já, 37
sitg í skugganum og jörðin svo
heit að ég gat ekki einu sinni legið
í sólbaði, það er ekki sopið kálið
þótt í ausuna sé komið. Skógareld-
ar geysa hér og þar, að vísu ekki
ennþá hérna nálægt (7,9,13). A
meðan held ég mig bara hérna í
hættulausri borginni.
Annars get ég svo sem haldið
áfram að skrifa, en þetta er nú samt
fullnóg í bili. Hafið það sem allra
best og munið að fyrst kemur
vorið þá sumarið og svo kem ég og
þá verður sko gaman.
Kærar kveðjur úr sólinni, bless
bless,
Edda Björk Armannsdóttir
í Melbourne 5.janúar 1997.
Frá Menningar-
sjóði Svarfdæla
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr
Menningarsjóði Svarfdæla.
Samkvæmt 2. grein skipulagsskrár sjóðs-
ins er tilgangur hans að veita styrki til
hvers konar menningarmála á starfs-
svæði Sparisjóðsins en það er Dalvík,
Svarfaðardalur, Árskógsströnd og Hrísey.
Umsókn skal skilað til formanns sjóðs-
stjórnar, Þóru Rósu Geirsdóttur, Húsa-
bakkaskóla Svarfaðardal fyrir 23. febrúar
1997.
Stjórn Menningarsjóðs Svarfdæla