Norðurslóð


Norðurslóð - 29.01.1997, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 29.01.1997, Blaðsíða 1
o Svarfdælsk byggð & bær 21. árgangur Miðvikudagur 29. janúar 1997 1. tölublað Salurinn tilbúinn til þorrablóts með sæti fyrir 228 inanns. Innfelld mynd: Húsið séð austan frá. | Tf.ttíA, © §> © —CT"' r r r AL ‘ ii®-TV! m ■ \ “Cl : ; 1- 1 jiilP :-T ~ WhTi' V'i/, > nrr- • j|| !;; li! , //J- i i r „v : /// lí' n Wn Séra Magnús G. Gunnarsson kjörinn sóknarprestur Séra Magnús Gamalíel Gunn- arsson hefur verið valinn sókn- arprestur í Dalvíkurprestakalli. Meirihluti kjörnefndar skipuð 28 sóknarnefndarmönnum kaus Magnús á kjörfundi sem haldinn var í safnaðarheimili Dalvíkur- kirkju sl. mánudagskvöld. Sem kunnugt er sóttu fimm um stöðuna: Arnaldur Bárðarson, sóknarprestur á Raufarhöfn. Bára Friðriksdóttir guðfræðingur, Magn- ús G. Gunnarsson sóknarprestur á Hálsi í Fnjóskadal, Stína Gísla- dóttir sóknarprestur í Bólstaða- hlíðarprestakalli og Sveinbjörg Pálsdóttir guðfræðingur. Umsækj- endur mættu á fund kjömefndar sl. laugardag þar sem lagðar voru fyr- ir þá spurningar og þeir vegnir og metnir. Kjörfundur átti að fara fram á sunnudagskvöld en frestað- ist vegna veðurs fram á mánudags- kvöldið. Prófastur, sr. Birgir Snæ- bjömsson, stjórnaði kjörfundi. Félagsheimilið á Húsabakka Vígsluhátíð 8. febrúar Hvað á barnið að heita? Félagsheimilið og íþróttahúsið á Húsabakka verður formlega vígt þann 8. febrúar n.k. kl. 14.00. Eins og fram hefur komið voru verklok við húsið áætluð um mánaðamót jan/feb og mun það ganga eftir. Nefnd sem skipuð hefur verið til að undirbúa vígslu- athöfn er tekin til starfa og má búast við að eitt og annað verði haft til hátíðabrigða á þeirri langþráðu samkomu, fluttar ræð- ur, kórsöngur og þá hefur heyrst að einhverjir skipulagðir leikir verði fyrir börnin á meðan hinir fullorðnu skoða húsakvnnin og gæða sér á kaffi og bakkelsi. Að sögn Oskars Gunnarssonar formanns undirbúningsnefndar em allir hjartanlega velkomnir til þess- arar samkomu, bæði Svarfdæling- ar og utansveitarmenn. Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um nafn á húsið og skulu tillögur hafa borist til Kristjáns Hjartar- sonar á Tjörn fyrir 5. febrúar nk. Tillögur skulu merktar dulnefni en fullt nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Urskurður dómnefndar um besta nafnið verð- Sameining sveitarfélaga: Skriður að komast á málin Á fundi nefndar um sameiningu sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð sem haldinn var fyrri hluta janúar lá fyrir að Hrísey, Árskógshreppur, Svarfaðardal- ur og Dalvík hafa samþykkt að taka þátt í tillögugerð um sam- einingu hér á svæðinu. Miðað er við að á þessu ári verði kynning á málinu meðal íbúa og kosning um tillögu. Á fundinum kom fram að bæj- arstjóm Olafsfjarðar hafði sam- þykkt að fara mun hægar í þessum efnum. Þeirra samþykkt hafði gert ráð fyrir skoðanakönnun meðal íbú- anna við næstu bæjarstjómarkosn- ingar og að síðan verði unnið eftir þeirri skoðanakönnun á næsta kjör- tímabili. Á fundinum í janúar vildu Olafsfirðingar fá að skoða betur tímasetningar og þá miðað við að tillögur um sameiningu verði til- búnar í vor og kynning málsins miði við að kosið verði um sam- einingu í haust. Á fundi bæjarstjómar Dalvíkur þar sem fjallað var um fundargerð sameiningamefndarinnar kom fram eindreginn vilji bæjarstjóm- armanna á Dalvík að málum verði hraðað og kosið verði í vor en mál ekki látin bíða haustsins. Það eru ýmis mál til úrlausnar hjá sveitar- stjómunum sem tæplega verður ráðið til lykta fyrr en ljóst verður hvort sveitarfélögin sameinast. Til dæmis á sér stað undirbúnings- vinna vegna hönnunar skólamann- virkja bæði á Dalvík og á Árskógs- strönd. Það gefur auga leið að ef þetta verður eitt sveitarfélag munu skipulagsmál skóla skoðast í heild. Siglfirðingar komu að sameining- armálunum í haust en þar sem ljóst er að jarðgöng verða ekki gerð milli Olafsfjárðar og Siglufjarðar næstu 10 árin eða svo þá eru þeir úr leik í bili. J.A. ur kveðinn upp á vígsluhátíðinni og höfundi heitið verðlaunum. Svarfdælir bíða spenntir eftir þorrablótinu en nýjustu fregnir herma að það verði haldið í saln- um nýja, þann 15. febrúar nk. Þá er þess einnig beðið með óþreyju að íþróttakennsla geti hafist í salnum en bömin í Húsabakka hafa mátt sætta sig við kennslu undir berum himni mestmegnis það sem af er vetrar. Þá má gera ráð fyrir að ým- is önnur starfsemi skólans færist yfir í nýja húsið, t.a.m. tónlistar- kennslan. Væntanlega verðurfljót- lega byrjað að leigja út aðstöðu í húsinu s.s. fyrir íþróttastarf og fundi en ekki er þó gert ráð fyrir að ráða húsvörð til starfa fyrst í stað að sögn Atla Friðbjömssonar odd- vita. hjhj Séra Magnús hefur undanfarin ár þjónað Ljósvetningum og Fnjósk- dælingum og þekkir því vel til hér nyrðra. Magnús hlaut meira en helming atkvæða og þar með lögmæta kosningu. Magnús Gamalíel er fæddur 1958 í Wuppertal í Þýskalandi en var ættleiddur tveggja ára gamall af hjónunum Gunnari Magnússyni (Gamalíelssonar á Olafsfirði) og Guðrúnu Hrönn Hilmarsdóttur. Magnús er alinn upp í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Sund og útskrifaðist úr Guðfræðideild Háskóla Islands 1989. Sama ár hlaut hann vígslu og þjónaði fyrst sem safnaðar- prestur á Isafirði og Hnífsdal og var auk þess fræðslufulltrúi kirkj- unnar á Vestfjörðum en síðar var hann kosinn til að þjóna Háls- prestakalli (Síðar Ljósavatns- prestakalli) í Þingeyjarprófasts- dæmi og hefur þjónað þar síðan. Kona Magnúsar er Þóra Olafs- dóttir Hjartar, leikskólakennari og eiga þau tvo syni: Gunnar Öm (1988) og Svavar Þór (1992). Norðurslóð býður Magnús og fjöl- skyldu hans hjartanlega velkomna í byggðina og bæinn og óskar þeim til hamingju með kjörið. hjhj Fuglatalning Hettumávar í jólaskapi Venju samkvæmt fóru fuglatalningarmenn á stúfana 29. des sl. og svipuðust um eftir fiðurfénaði til lands og sjávar. Veður var hið ákjósanlegasta til fuglatalningar, sunn- angola og hiti við frostmark, léttskýjað og óvenju bjart miðað við árstíma. Ár og vötn voru ísi lögð og jörð alhvít. Eins og oft áður gekk Haraldur Guðmunds- son ströndina frá Sauðanesi að Karlsá, Stein- grímur Þorsteinsson kannaði sandinn frá ósurn Svarfaðardalsár að ósi Brimnesár og Kristján Hjartarson fór hringferð um láglendið í neðan- verðum Svarfaðardal. Uppskera þremenning- anna var sem hér segir: Haraldur Steingrímur Kristján 23 Rjúpur Toppönd Sendlingar Silfurmávar Stomimávar Svartbakar Álkur Langvíur Teistur Músarrindlar Skógarþrestir Snjótittlingar Auðnutittlingar Toppskarfar Hávellur Æðarfuglar Fýlar Straumendur Hrafnar Hvítmávur Hettumávur Stokkendur 2 2 3 1 1 2 11 4 67 45 1 16 2 8 (ungfugl) 1 5 24 1 43 76 14 62 6 17 63 Fjöldi hettumáva vekur athygli. Að sögn Steingríms Þorsteinssonar hafa hettumávar sjaldan fundist við fuglatalningu í desember, í mesta lagi einn eða tveir. Nú voru þeir 62 og virtust una hag sínum bærilega. Þá Segir hann athyglisverða aðra breytingu sem hefur verið að gerast hér í þó nokkurn tíma. Áður fyrr var svarlbakur (veiðibjalla) yfirgnæfandi og varla þverfótað fyrir honum mörgunt manni til mik- illar armæðu. Nú sést afar lítið af honum en þess í stað hefur silfuiTnávur, sem ekki sást áð- ur, orðið allsráðandi hér og er hann litlu skárri vargfugl, sent hámar í sig æðarunga engu síður en veiðibjallan, segir Steingrímur. Og talandi unt breytingar í náttúrunni þá gerðist það í vatnavöxtum í fyrravetur að Svarfaðardalsá ruddi sér nýja braut lil sjávar þannig að ós hennar lá allmiklu austar en fyrr. Hún hefur síðan smátt og smátt verið að þoka sér til baka í sitt fyrra horf og er nú svotil hálfnuð með það verk. Áin hefur raunar stund- urn áður verið óstabíl í þessum efnunt og hefur ós hennar átt það lil að flytja sig um set í miklum brimum eða vatnavöxtum.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.