Norðurslóð


Norðurslóð - 29.01.1997, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 29.01.1997, Blaðsíða 8
TímamóT Skírnir 15. desember var Steinar Darri skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Helga Steinunn Hauksdóttir og Þorgils Garðar Gunnþórs- son, Karlsrauðatorgi 26, Dalvík. 29. desember var Friðrik Hreinn skírður í Urðakirkju. Foreldrar lians eru Amfríður Friðriksdóttir og Sigurður Helgi Hreinsson (Jónssonar), Hálsi, Dalvík. 29. desember var Dagur skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Magnea Helgadóttir og Halldór Kristinn Gunnarsson, Hrigtúni 6, Dalvík. 29. desember var Lilja skírð á heimli sínu að Karlsbraut 19. Dal- vík. Foreldrar hennar eru Bryndís Bjömsdóttir (Elíassonar) og Gestur Matthíasson (Jakobssonar) 31. desember var Salína skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Sigríður Inga Ingimarsdóttir (Lámssonar) og Valgeir Vilmund- arson, Karlsbraut 16, Dalvík. Hjónavígslur Þann 28. desember voru gefin saman í hjónaband í Upsakapellu Jón Emil Gylfason og Sigríður Kristinsdóttir. Heimili þeirra er að Arhóli, Dalvík. Þann 28. desember voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Sigtryggur Hilmarsson og Ragnehiður H. Eiríksdóttir. Heimili þeirra er að Brimnesbraut 35, Dalvík. Þann 31. desember voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Valgeir Vilmundarson og Sigríður Inga Ingimarsdóttir, Karls- braut 16, Dalvík. Afmæli Þann 19. janúar varð sjötug Sigríður Hafstað húsfreyja Tjörn. Norðurslóð árnar heilla Andlát 30. desember lést á Akureyri Sveinn Vigfús- son, Skíðabraut 13, Dalvík. Sveinn fæddist á Þverá í Skíðadal 30. mars árið 1917, næst yngstur af 6 bömum hjónanna Vigfúsar Bjömssonar og Soffíu Jónsdóttur er bjuggu á Þverá. Arið 1950 gekk Sveinn í hjóna- band með eftirlifandi eiginkonu sinni Þórdísi Rögnvaldsdóttur frá Dæli og bjuggu þau á Þverá til ársins 1975. Jafnhliða búskap vann Sveinn mikið við smíðar en hann var hagur bæði á tré og jám. Eftir að hann kom til Dalvíkur smíðaði hann marga góða gripi sem bám hagleik hans fagurt vitni. Arið 1975 fluttu Þórdís og Sveinn til Dalvíkur og hafa átt heim- ili að Skíðabraut 13 upp frá því. Hóf hann þá störf hjá Dalvíkurbæ og starfaði þar lengst af sem aðstoðar verkstjóri, og einnig var hann húsvörður í Ráðhúsinu um árabil. Böm Þórdísar og Sveins eru fjögur: Elstur er Ingvi Eiríksson, þá Vignir, síðan kemur Soffía og yngst er Ragna. Utför Sveins var gerð frá Dalvíkurkirkju 4. janúar s.l. Þann 14. janúar lést Sigríður Anna Stefáns- dóttir til heimilis að Karlsbraut 24, Dalvík. Anna var fædd þann 7. desember 1911 á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Foreldrar hennar voru hjónin Rannveig Jónsdóttir og Stefán Rögnvaldsson. Anna var elst átta systkina. Bræðumir Sigvaldi og Gunnar Anton drukkn- uðu af vélbátnum Val árið 1963 en hin systkin- in eru: Jón Skagfjörð, Alda, Þórir Hreggviður, Agnar og Alma. Þá átti Anna uppeldisbróður, Gylfa Jóhannsson sem ólst upp hjá foreldrum Önnu til fermingar. Anna flutti ung með foreldram sínum í Skeggstaði í Svarfaðar- dal en þaðan var faðir hennar. Hún hóf snemma störf utan heimilis- ins og var komin í vist á Hrafnsstöðum áður en hún fermdist. Næstu árin vann hún ýmis störf, m.a. á Akureyri og Hjalteyri og við síldarstörf á Siglufirði. Árið 1945 giftist Anna Gunnlaugi Tryggva Kristinssyni frá Hjalla á Dalvík og bjuggu þau lengst af í Karlsbraut 24. Gunn- laugur lést árið 1945 en eftir það bjó Anna þar áfram ásamt einka- dóttur þeirra hjóna, Jóhönnu. Síðustu mánuðina dvaldi hún á Dal- bæ þar sem hún lést. Utför Önnu fór fram frá Dalvíkurkirkju 24. janúar sl. og var hún jarðsett í Dalvíkurkirkjugarði. Messur Sr. Jón Helgi Þórarinsson messar í Urðakirkju sunnudaginn 9. febrúar kl. 14 og kveður söfnuðinn. Sunnudaginn 16. febrúar kl. 14 verður kveðjumessa í Tjarnarkirkju Kveðjumessa á Dalbæ verður auglýst á dvalarheimilinu og í götu- auglýsingum. FréttahorN Valva við teikningu sína af Stútungsleikara sem er grunsamlega líkur tann- lækninum á Dalvík. Iþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkur útnefndi Björgvin Björgvinsson, skíðamanninn unga, íþróttamann ársins 1996 30. desember sl. Björg- vin varð sem kunnugt er bikar- meistari SKI í flokki 15-16 ára og í 3ja sæti í flokki fullorðinna. Hann stundar nú nám við skíðamennta- skóla í Noregi. Völvu Gísladóttur flautuleikara m.m. er ýmislegt til lista lagt. S.l. föstudag opnaði hún mynd- listarsýningu á Café Menningu. Þar sýnir Valva teiknaðar skop- myndir sem hún gerði af persónum Stútungasögu sem Leikfélagið sýndi fyrir áramót. Má þar kenna allflesta leikara verksins og era þeir æði skrautlegir sumir. Við opnunina afhenti Valva Leikfélagi Dalvíkur myndimar til eignar. Sýningin mun standa fram yfir mánaðamótin. Café menning býður sem fyrr upp á fjölbreytt menningar- efni. Frá áramótum hefur staðið yfir sýning á verkum Brimars heit- ins Sigurjónssonar. Verkin eru öll í eigu Dalvíkurbæjar frá ýmsum tím- um og margbreytileg í stfl. Ein- hvemtíma munu listfræðingar upp- götva þennan makalausa dalvíska listamann og hefja til skýjanna. Og enn af veitingarekstri. Ámi Júlíusson hefur fyrir hönd Ferðaþjónustu Dalvíkur ehf. sótt um leyfi til rekstrar veitingastofu að Skíðabraut 4 þar sem Café Menning var áður til húsa en þar áður Pizza 67 og Lúbarinn. Bygg- inganefnd samþykkti rekstrarleyf- ið en vísaði umsókn um áfengis- veitingaleyfi til félagsmálaráðs. S Iásetningsskýrslum frá ásetnings- mönnum Dalvíkurbæjar kemur fram eftirfarandi um búfjáreign og heyjaforða bænda og hestamanna innan bæjarmarkanna. Búfjáreign Hross 318 (þar af 68 á lögbýlum) Kýr 77 Kvígur 43 Kálfar 20 Kindur 385 Heymagn er 720.188 rúmmetrar sem er 328.054 rúmmetrar umfram fóðurþörf. Jarðasjóður ríkisins hefur keypt jörðina Hreiðarsstaði. Sölvi Hjaltason bóndi þar og eigandi ásamt Sigtryggi Jóhannssyni hafa gengið til samninga við Jarða- kaupasjóð um kaup á jörðinni Bæjarstjóm Dalvíkur afgreiddi fjárhagsáætlun fyrir árið 1997 á fundi fyrsta fundi sínum á árinu. Jafnframt var á þeim fundi þriggja ára áætlun sveitarfélagsins lögð fram og rædd. Hún gerir ráð fyrir svipuðum ramma og áætlunin fyrir yfirstandandi ár, það er að rekstr- argjöld verði 79% af tekjum og til fjármagskostnaðar og fjárfestinga verði 21% árlega. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar verði 175 milljónir króna á þessu þriggja ára tímabili þar af vegna skólamannvirkja 100 milljónir. Lántaka á tímabilinu er áætluð 50 milljónir króna en vegna afborgana á núverandi lánum verð- ur í heild sinni 20 milljóna króna lækkun skulda á tímabilinu þrátt fyrir allar þessar framkvæmdir. / Utgerðarfélagið Njörður hf. sem er í eigu Snæfellings hf. í Ól- afsvík og Utgerðarfélags Dalvík- inga hf. hefur sent skip sitt Snæfell SH 640 til rækjuveiða í lögsögu Namibíu. Skipið lagði af stað frá Reykjavík á sunnudaginn fyrir rúmri viku. Reiknað hefur verið með því að það komi til Kanarí- eyja nú í þessari viku og geri þar stuttan stans en þaðan er 18 sólar- hringa sigling til hafnar í Namibíu. Gert hefur verið ráð fyrir að skipið stundi síðan rækjuveiðar í 60 daga sem tilraunaveiðar og á þeim tíma ráðist hvort framhald verði á verk- efninu. Ef allt gengur að óskum er skipið með að minnsta kosti tveggja ára leyfi í Namibíu. Tveir Dalvíkingar era um borð. Jóhann Gunnarsson er 1. stýrimaður á skipinu og einnig er Guðjón Ingvason þar. Valdimar Bragason er framkvæmdastjóri Utgerðarfé- lagsins Njarðar hf. en félagið hefur aðsetur á Dalvík en heimahöfn Snæfellsins er Ólafsvík. Sólfell EA sem er í eigu Ut- gerðarfélags Dalvflcinga hf. er hætt á sfldveiðum í bil og verður á loðnuveiðum á næstunni. Utgerð- arfélagið keypt skipið á síðasta ári kvótalaust af Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Útgerðarfélagið átti einn síldarkvóta sem það setti yfir á skipið en hafði ekki yfir loðnukvóta að ráða. Nú hefur verið fest kaup á loðnukvóta svo skipið er að halda á loðnu. Séra Jón og séra Birgir Snæbjörnsson prófastur ganga tii vígslu nýja safnaö- arheimilisins. „Jón á brott úr bænum fer“ Séra Jón kvadd- ur og safnaðar- heimilið vígt Jón Helgi Þórarinsson liélt kveðjumessu í Dalvíkurkirkju þann 12. jan sl. fyrir fullri kirkju. Að lokinn messu þakkaði Friðþjófur Þórarinsson formað- ur sóknarnefndar samstarfið og færði prestshjónunum niynd af Dalvík að gjöf. Einnig tók Rögn- valdur Friðbjörnsson bæjar- stjóri til máls og þakkaði þeim hjónum fyrir hönd bæjarins. Að lokinni messunni var gengið til safnaðarheimilisins þar sem hófst vígsluathöfn þeirrar bygg- ingar. Búið er að leggja síðustu hönd á innréttingar á efri hæð og er nú safnaðarheimilið fullbúið. Birgir Snæbjömsson prófastu blessaði húsið og alla þá starfsemi sem þar mun fara fram. Friðþjófur Þórar- insson þakkaði öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn við bygg- ingu hússins en líklega eru það all- flestir iðnaðarmenn á Dalvík og í nágrannabyggðum að sögn Frið- þjófs. Elísabet Eyjaólfsdóttir færði presthjónunum myndverk að gjöf frá kirkjukómum og þá var öllum boðið upp á veitingar. Sérstaka at- hygli vöktu terturnar skreyttar vís- um Bjöms Þorleifssonar: Jón á brott úr bænumfer. Byrjar hryggðarsöngur. Verst mun þetta þykja mér um þorrablót og göngur Mörgum svíður sárt það tjón að sjá þig burtu ganga. Sittu í friði séra Jón í sókn við holtið langa. Jón Helgi er þó ekki alfarinn enn. Hann mun halda kveðjumessu að Urðum þann 9. febrúar og í Tjamarkirkju þann 16. febrúar. Margrét og drengimir verða hér fram á sumarið og sömuleiðis Jón sjálfur, svona með annan fótinn.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.