Norðurslóð


Norðurslóð - 29.01.1997, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 29.01.1997, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Sameinaða fyrirtækið BGB hf. Nýr Bliki EA 12 afhentur í vikunni - Stefnt að auknum aflaheimildum í uppsjávarfiski Eins og komið hefur fram í frétt- um og sagt var frá í Norðurslóð á síðasta ári hafa Bliki hf. á Dal- vík og G.Ben sf. á Árskógssandi sameinast undir merkjum BGB hf. I lok síðasta árs var stofnað nýtt fyrirtæki BGB hf. og 1. jan- úar sl. sameinuðust gömlu fyrir- tækin Bliki hf. og G.Ben sf. þessu nýja fyrirtæki. Um leið yfirtók nýja fyrirtækið allar eignir og skuldbindingar gömlu félaganna og allan rekstur. Stjóm nýja fyrirtækisins skipa Ottó Jakobsson formaður og Her- mann Guðmundsson og Hörður Gunnarsson meðstjómendur. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er Þór- ir Matthíasson og hóf hann störf um síðustu áramót um leið og fé- lögin sameinuðust. Skrifstofa og þar með höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Árskógssandi. Nýja fyrirtækið gerir út einn frystitogara, eitt nótaveiðiskip, ver- tíðarbát sem er á rækjuveiðum og dragnótarbát. Fiskvinnsla er á Dal- vík og á Árskógssandi. Hlutafé hins nýja félags er 300 milljónir króna og er efnahagur fyrirtækisins mjög traustur. Rekstur gömlu fyrirtækj- anna sem sameinuðust hafði geng- ið mjög vel. Hvort félagið hafði starfað í áratugi en eigendur þeirra vilja með sameiningunni efla þá starfsemi sem verið hefur. Við sam- eininguna var Bliki hf. metinn á 40% en G.Ben sf. 60% í hinu nýja félagi. I samtali við Norðurslóð sagði Þórir Matthísson framkvæmda- stjóri að rekstur nýja félagsins hefði um síðustu áramót verið í flestu beint framhald af rekstri görnlu félaganna. Utgerð og vinnslu verð- ur hagað með sama hætti og áður. Togarinn sem keyptur hefur verið frá Grænlandi mun heita Bliki EA 12 eins og sá gamli en hann verður seldur til Noregs. Nýi togarinn er talsvert stærri en sá gamli og af- köst um borð meiri, m.a. tvær vinnslulínur fyrir rækju. Þórir áætl- ar að skipið verði tilbúið til veiða um miðjan febrúar. Nýi togarinn kom til Akureyrar rétt fyrir ára- mótin síðustu og hafa seljendur verið að undirbúa skipið til af- hendingar í Slippstöðinni. Reiknað er með að afhendingin verði nú í vikunni og eftir það verður farið að undirbúa skipið til veiða. Gamli Bliki er í sinni síðustu veiðiferð. Þórir sagði að nýja skipið verði í framtíðinni gert út á rækju allt ár- ið og rækjan unnin um borð. Auka þarf í framtíðinni aflaheimildir skipsins innan landhelginnar og það verður gert með tilliti til nýt- ingar á aflaheimildum fyrirtækis- ins sem nú eru á öðrum skipum þess. Amþór EA er gerður út á loðnu nú en hefur í haust og vetur verið á sfld. Það er stefna félagsins að auka aflaheimildir skipsins í uppsjávarfiskum. Skipið er með tvo sfldarkvóta í dag og hefur auk þess fengið úthlutað úr norsk-ís- lenska sfldarstofninum. Hins vegar skortir loðnukvóta og ef hann fæst verður skipið með verkefni á nóta- veiðum allt árið og er það mark- mið fyrirtækisins að svo verði. Sæþór EA er á rækjuveiðum eins og áður og landar afla sínum á Dalvík til vinnslu hjá Samherja hf. Stefnt er að svipuðum útgerðar- háttum á Sæþóri áfram. Borgþór EA er á dragnót og verður svo áfram. Þórir segir að mikill tími hafi farið í skipakaupin að undanfömu en þegar þau verða yfirstaðin verð- ur landvinnslan á vegum félagsins skoðuð. I dag er hefðbundin salt- fiskverkun á Árskógssandi og þurrkun á Dalvík bæði á saltfisk og á skreið. Húsnæðið á Árskógs- sandi og á Dalvík býður upp á ýmsa möguleika og verða þeir skoðaðir í vetur. I húsnæðinu á Ár- skógssandi er nú verið að innrétta starfsmannaaðstöðu og nýja skrif- stofu fyrir fyrirtækið. Þórir segir að mjög vel gangi að samræma reksturinn í nýja félag- inu og hann sé bjartsýnn á að markmiðið með sameiningunni náist, það er að segja að efla og styrkja þá starfsemi sem var á veg- um gömlu félaganna. J.A. Kristján við bjargið sem snjóflóðið velti úr sessi. Myndin er tekin 1995. Jöklamælingar í Sveinsstaðaafrétt Þann 14. september 1996 voru fyrstu göngur í Sveinsstaðaafrétt í Skíðadal. Hlýtt var í veðri og svo hafði verið allan mánuðinn. Leysing var í jöklum og háfjalla- fönnum. Ár voru skollitar, sum- ar mórauðar og vatnsmiklar. Snjór frá fyrra vetri mjög á hverfanda hveli og fannir og ís afar dökk yfirlitum. Árni og Kristján Hjartarsynir og Steinar Steingnmsson smöluðu Litladal og þá var Gljúfurárjökull mældur í leiðinni. Mælt er frá ákveðnu fastmerki skammt neðan við jökulinn. Mælingin segir til um hvort skriðjökulstungan hafi geng- Halastjarnan Hale-Bopp - verður sýnileg fram til 1. apríl - Talin vera ein bjartasta halastjarna aldarinnar Seinnipartinn í janúar má búast við því að halastjarna fari að láta ljós sitt skína á næturhimn- inum. Margir telja að þetta verði ein bjartasta halastjarna aldar- innar og tölvert aðsópsmeiri en Hyakutake, stjarnan sem sást síðastliðinn vetur. Halastjömumar snúast um sól- ina eins og jörðin og hinar reiki- stjömumar en eru á mjög aflöng- um brautum. Mestan aldur sinn ala þær í ystu byggðum sólkerfisins utan við braut Plútós, öllum ósýni- legar. Af og til koma þær þó í heimsókn til okkar, sem búum í grennd við sól, og þá verða þær sýnilegar í nokkrar vikur eða mán- uði áður en þær hverfa til útgeims- ins á ný. Nýja stjaman, sem nefnist Hale- Bopp, uppgötvaðist fyrir tveimur árum, en þá var hún enn langt fyrir utan Júpíter. Aldrei fyrr hefur hala- stjama uppgötvast í svo mikilli fjarlægð. Það þótti strax benda til að hún yrði mjög björt þegar hún kæmi nær sól og jörðu. Áhuga- menn um stjömuskoðun hafa beð- ið milli vonar og ótta því hala- stjömur hafa oft valdið vonbrigð- um og orðið daufari en búist var við. Fjöragar umræður hafa verið um stjörnuna á alnetinu undan- fama mánuði og þar hafa líka gengið tröllasögur um torkenni- lega hluti í grennd við hana, jafn- vel geimskip. Sumir segja að hún hafi breytt um stefnu fyrir jól og stefni nú beint á jörðina. Allt eru þetta hugarórar þeirra sem hafa horft mikið á Ráðgátur í sjónvarp- inu. Stjaman kemur aldrei nær jörðu en 170 milljón kílómetra en það er meiri vegalengd en til sólar. Halastjaman Hale-Bopp er að byrja að verða sýnileg með berum augum. Hún sést best snemma kvölds og er í stjömumerkinu Ern- inum. Hún mun síðan hækka á himni og skína skærast í mars og aprfl ef spádómar ganga eftir. Næst sólu verður hún 1. aprfl. Horfið til himins í vetur, þar eru hlutimir að ske. áh. ið fram eða hopað. í hittifyrra höfðu Oddur Sigurðsson, jökla- mælingamaður á Orkustofnun og Kristján ákveðið nýtt fastmerki við jökulinn, stórt, auðþekkt, hauskúpu- lagað bjarg, sem stóð í urðinni skammt frá árgilinu að austan. Nú kom í ljós að bjargið var ekki traustara en svo að snjóflóð hafði velt því úr sessi og hrifið það niður að á. Farið eftir það sást þó glögg- lega svo hægt var að mæla í jökul- inn með viðunandi nákvæmni. Menn höfðu gert ráð fyrir að jök- ullinn hefði hopað eftir snjóléttan vetur og hlýtt sumar en svo var ekki heldur hafði hann gengið fram um 10 m. Ef mælingin er rétt er hann enn að spila úr þeim snjó- birgðum sem söfnuðust á hann veturinn 1994-1995. Snjóflóðið við Gljúfurárjökul var ekki eina snjóflóðið sem um- merki sáust um í Afréttinni. Annað og mun stærra flóð hafði hlaupið úr Fjallinu skammt framan við Stekkjarhús. Það virðist hafa átt upptök sín í 800 m hæð utanvert við Nónskál- arlæk. Það hefur kastast niður í dal, yfir Skíðadalsá og upp í mýr- amar innan við Holárkot. Vega- lengdin er um 1400 m. Breidd hlaupsins er um 500 m í hlíðinni innan við Stekkjarhús. Grjótdreif, upprifnar torfur og lyngviskir sýna flóðfarið. Stórir og smáir steinar liggja um mýrar og móa. Stærðar steinn er t.d. í reiðgötunni þar sem farið er yfir Nónskálarlækinn. Vél- sleðamenn sem komu að snjóflóð- inu í fyrravetur töldu að það hefði fallið í Flateyrarveðrinu. áh. Úr saltpæklinum í síðasta blaði fórum við af stað með kvæðaþátt, þ.e.a.s. kveð- skap og sagnir héðan úr byggð- inni. Þá leituðum við í smiðju Söltunarfélagsins og mununi ef- laust gera það aftur. Það sem nú birtist er þó úr annarri átt. Sein kunnugt er var lið Dal- víkinga sigursælt í fótboltanum á síðasta ári og hóf sig upp í aðra deild í lok sumarsins. Einn dygg- asti stuðningsmaður liðsins og raunar ötulasti forvígismaður ung- mennafélags- og íþróttalífs hér um slóðir á síðari ámm; Vilhjálm- ur Bjömsson tók sig til og orti baráttusöngva fyrir hvem leik sem Dalvíkingar spiluðu í sumar og voru þeir sungnir af stuðn- ingsmönnum liðsins á leikjum með augljósum árangri. Birtum við hér nokkur sýnishorn: Lag: Yfir kaldan eyðisand. Sýnið dugnað diifsku og kapp drengiv nú í stríði. Eflaust verður ykkar happ orustan við Víði. Látið ganga lipurt spil laust við alla galla. Vissulega verum til. Vaska hvetjum skalla. Verið strákar vaskir enn og vinnið þessa karla. Setjið loku á Leiftursmenn liðið kempusnjalla. Lag: Siggi var úti. (Sungið á leik við Þrótt á Neskaupstað) Farið t leikinn með ferlegum hraða. Finnið þið leiðina möskvana í. Sýnið þið leikni sem gerir menn glaða. Gefið að sjálfsögðu Guðmundi frí. Spark, spark, spark sparkar Jón okkarBrúi. Símanum hringir nú sveittur - ég trúi. Sálin í angist, hann langar svo heim. Lag: Sveinar kátir syngið. (Sungið á leiknum við Gróttu (Örvar setti tvö!!)) Lútið eigi í lyngið látið eflast hag. Svo þið glaðir syngið sigurlag í dag. Setur Ón’ar eitt, eða ekki neitt. Setur Örvar eitt eða ekki neitt. Lag: Nú sefur jörðin sumargræn. (Sungið á leiknunt við Ægi) Nú taka völdin vaskir menn og vinnið þessa karla senn. Þið látið sjá að liðsins heild lyfti ykkur upp um deild Þið œtlið sigur efalaust Nú enginn spari sína raust. Þið gœtuð líka gáð að því að gefa Sidda gamla frí. hjhj Ný bók: Smásögur eftir Sigfús Þorsteinsson í nóvember s.l. kom út bókin, Litið til lands og sjávar eftir Sig- fús Þorsteinsson frá Rauðuvík á Árskógsströnd. í bókinni eru 10 smásögur sem byggja á endur- minningum höfundar og ýmsar frásagnir sem Sigfús hefur skráð, ýmist studdar af munnlegum heimildum eða rituðum. Efni bókarinnar allt á það sammerkt að fjalla um mannlíf og atburði við Eyjafjörð, og þá einkum á Árskógsströnd fyrr á öldinni. Höfundur fjallar jöfnum hönd- um um sjósókn og sveitastörf og hann gerir það af kunnáttu þess manns sem reynt hefur á sjálfum sér það sem um er fjallað, og frá- sögnin öll einkennist af þeirri ljóð- rænu hlýju og lágstemdu gaman- semi sem svo vel kom fram í ljóða- bók Sigfúsar, I alvöru og án. Frá Ferðafélaginu: Ferðafélagið minnir á næstu ferð. Lagt verður upp kl. 13.00 laugar- daginn 1. febrúar, frá Koti og gengið sem leið liggur upp að Skeiðs- vatni. Reikna má með eins og hálfs - tveggja tíma rólegum gangi upp að vatninu. Niðurferðin ætti ekki að taka langan tíma.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.