Norðurslóð - 25.09.2002, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 25.09.2002, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 26. ÁRGANGUR MrÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 Gljúfrárjökull í september 2002. Eins og sjá má hefur hann dökknað mikið og hopað um 11 metra. Jöklar á undanhaldi Elstu menn hér um slóðir muna vart minni snjó í fjöllum en nú í hausl. Gangnamenn og göngu- fólk hefur einnig orðið þess vart á ferðum síiiiim í haust að jöklar og fannir hafa bráðnað langt umfram það sem venja er. Við reglubundna mælingu á Gljúfr- árjökli í haust reyndist tunga hans hafa hopað um eina 11 metra frá því í fyrra. Þrjár göngukonur úr Ferðafé- lagi Svarfdæla sem gengu í Tungnahryggsskála nú um miðj- an mánuðinn urðu heldur en ekki undrandi þegar í ljós kom að á Tungnahryggsjökli og öðr- um jöklum sem honum tengjast er nánast engin jökulfönn lengur heldur eingöngu blár ísinn, sprunginn og skítugur, illur yfir- ferðar og raunar ófær víðast hvar. Víða bullar vatn upp úr sprung- um og hvarvetna heyrist eins og þungur árniður undir ísnum. Göngukonur máttu því lengst af ganga urðina í jökuljaðrinum úr Barkárdal alla leið upp í skálann og síðan aftur niður í Kolbeins- dal í Skagafirði. Upphaflega var meiningin að ganga úr skálanum niður í Skíðadal en sú leið er orðin svo torfær að göngukonur lögðu ekki í að fara hana. hjhj Samherji: Aukin framleiðsla á Dalvík - Stolturfyrir hönd starfsfólksins, segir Aðalsteinn Helgason yfirmaður landvinnslu á Dalvík Á nýliðnu fiskveiðiári var unnið úr um 6.000 tonnum hráefnis í frystihúsinu á Dalvík. Aætlanir fyrir þetta fiskveiðiár gera ráð fyrir 7.000 tonnum. Hér er um verulega aukningu að ræða ef miðað er við nokkur undan- gengin ár þegar unnið var úr 4.500 tonnum að meðaltali. Aukningin sem hér hefur orðið varð við það að frystihúsið varð liluíi af Samherja hf. en þá jukust möguleikar á hráefnis- öflun til iiiuna. Tíðindamaður Norðurslóðar hitti Aðalstein Helgason yfirmann landvinnslu Samherja að máli til að fræðast um hvernig málefni vinnslunnar standa hér í Dalvíkurbyggð. Við sameiningu Snæfells og Samherja varð Aðalsteinn yfir- maður allrar landvinnslu og eðli málsins samkvæmt yfirmaður mestallrar starfsemi fyrirtækis- ins á Dalvík. Við byrjuðum því fyrst á að komast að því hver Aðalsteinn Helgason er. Hann er 53 ára viðskiptafræðingur ætt- aður frá Húsavík. Aðalsteinn er sonur Helga Bjarnasonar sem nú er látinn og Jóhönnu Aðal- steinsdóttur en þau eru mörgum kunn úr verkalýðsbaráttu fyrri ára. Aðalsteinn hefur búið á Ak- ureyri nær samfellt frá 1985. viðhald ísfisktogaranna er í al- mennri skipaumsjón félagsins en að öðru leyti heyrir hin daglega stjórnun undir hann. Nú gerir Samherji út tvo ísfisktogara, það er Björgúlfur héðan frá Dalvík og síðan Hjalteyri sem áður var rækjuvinnslutogarinn Snæfell og þá gerður út frá Ólafsvík. Aðal- steinn segir að gert sé ráð fyrir að minnsta kosti tímabundinni Framhald á bls. 2. Þeir sem kunnugir eru í Hóla- mannaskarði geta vitnað um að aldrei áður hefur skarðið litið svona út. Þar sem áður lá þykk snjóhella yfir því er nú bláber ísinn og þannig er ástatt um all- an jökulinn. I forgrunni er Sig- ríður Gunnarsdóttir en Ósk Jór- unn Árnadóttir tók myndina. Með þeim íför var Guðný Ólafs- dóttir. Islandsfugl Aftur á fullum afköstum Aðalsteinn Helgason yfirmaður landvinnslu Samherja hf. Hann byrjaði að starfa þar hjá iðnaðardeild SÍS sem síðar varð Álafoss. Árið 1992 réðst hann til K. Jónssonar sem þá rak rækju- vinnslu og niðursuðuverksmiðju á Akureyri sem síðar varð Strýta hf. og sameinaðist 1997 Sam- herja hf. Aðalsteinn segir að hann hafi ekkert með mjölvinnslu að gera hjá félaginu en að öðru leyti heyri landvinnslan undir hann og raunar dagleg stjórnun ísfisk- togaranna einnig. Veiðarfæri og Framleiðsla á kjúklingi hjá ís- landsfugli er nú aftur komin upp í það sem hún var áður en halla fór undan fæti í ársbyrjun. Nú er slátrað um 15 tonnum á viku en það samsvarar um 1.000-1.200 kjúklingum. Nemur sú fram- leiðsla um 15% af íslenska kjúk- lingamarkaðnum um þessar mundir. Varphænur sem keyptar voru fyrr í sumar eru nú byrjaðar að verpa en enn sem komið er anna þær ekki aftirspurn svo kaupa þarf áfram töluvert magn af frjóvguð- um eggjum annars staðar frá til að standa undir framleiðslunni. Fljót- lega þarf þó að huga að nýjum varphænum því blómaskeið hverrar hænu er ekki nema 64 vikur að sögn Rögnvaldar Skíða Friðbjörnssonar fjármálastjóra. Framkvæmdum við nýtt varp- hænsnahús á Árskógsströnd er að ljúka og er stefnt að því að flytja inn í helming hússins 2.000 hænur og 240 hana þann 25. október nk. Annar eins hópur fer f hinn helm- ing hússins nokkrum vikum síðar. Varphænurnar eru sem fyrr ætt- aðar frá Svíþjóð en bornar og barnfæfddar á Hvanneyri. fslandsfugl auglýsti á dögun- um eftir starfsfóki og er nú búið að ráða í þær stöður. Er þá starfsmannahald orðið nokkurn veginn það sama og í ársbyrjun nema hvað fækkað hefur í stjórnunarstöðum. Nú vinna við fyrirtækið um 45-50 manns og er það því einn allra stærsti vinnu- veitandi í Dalvíkurbyggð. Um fjárhagsstöðuna sagði Rögn- valdur að enn væri ötullega unn- ið að því að ná utan um rekstur- inn og miðaði því verki ágæt- lega. Menn horfa vissulega til þess að geta aukið framleiðsluna og hefur í því sambandi verið rætt um samstarf við fleiri aðila, þ.e.a.s, að aðrir tækju að sér að ala upp kjúklinginn í sláturstærð rétt eins og í öðrum búgreinum. Á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var í lok ágúst voru kosnir í stjórn þeir Sigmundur Ófeigsson formaður, Kristján Ólafsson varaformaður, Jónas Pétursson ritari, Aðalsteinn Helgason og Kristján Eldjárn Jóhannesson meðstjórnendur. Enn er óráðið í stöðu fram- kvæmdastjóra íslandsfugls. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200 STÓRMARKADUR

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.