Norðurslóð - 25.09.2002, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð
Norðurslóð
IJtgefandi: Rimar ehf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga-
steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is
Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is
Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555.
Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is
Heimasíða: www.Nordurslod.is
Prentvinnsia: Alprent, Glerárgötu 24, Akureyri, sími: 462 2844.
Indjánasumar
Eftir eitthvert blautasta og rysjóttasta sumar í manna
minnum kom blessaður septembermánuður með sól og
hlýindi og meiri sól og meiri hlýindi. Dag eftir dag hefur
veðrið leikið við okkur íbúa Norðurhjarans og núna
finnst okkur allt eins líklegt að svona muni það haldast
fram eftir öllu hausti. Jafnvel getur manni allt eins dottið
í hug að svona verði haustin framvegis. Hefur nokkur
maður neitt á móti því? Núna erum við alla vega svo
sannarlega búin að vinna fyrir töluverðum sumarauka
með því að þreyja þorrann og góuna í bleyturosanum í
allt sumar.
Ameríkumenn kalla svona sumarauka að hausti
„Indian summer“ sem við getum útlagt annað hvort
indverskt sumar eða indjánasumar. Það Iéttir óneitan-
lega mannlífíð hjá okkur þegar veðurguðirnir dekra við
okkur, þá sjaldan það gerist. Berjatínslufólk hefur nýtt
sér indjánasumarið til hins ítrasta og látið greipar sópa
út um holt og móa dag eftir dag eins og hver dagur væri
sá síðasti. Frostnæturnar sem alla jafnan hafa dunið á
nokkrar um þetta leyti árs láta enn á sér standa, enn eru
berin ófrosin og hægt að tína þau. Sjaldan hafa búrhillur
og kæliskápahillur hér um sióðir svignað annað eins af
hvers kyns berjamauki, berjasultum, berjahlaupi,
berjasaft og berjavíni. Sumir hafa nýtt indjánasumarið
til að fara í fjallgöngur og skoða sitt nánasta umhverfí.
Oft notar fólk sumarfríin sín til að skoða landið fjarri
heimahögum eða fara jafnvel til útlanda. Haustblíðan er
því kærkomin til að opna augu okkar fyrir þeirri stór-
brotnu náttúrufegurð sem við erum svo lánsöm að búa
við hér allan ársins hring. Það eru fá fjöll á landinu sem
skákað geta Böggvisstaðafjalli að litadýrð og gróðurang-
an um þessar mundir. Skólarnir hafa verið óvenju veit-
ulir á göngufrí og útivistardaga enda vafalust að mörgu
leyti uppbyggilegra að fara með krakkana út í ferska
loftið og hlýjuna en að láta þau kúldrast yfir skólabók-
um þegar svona stendur á.
Svo komu göngur og réttir sem alla jafna lyfta gleði
og gæðum mannlífsins upp í æðri víddir. En þegar svo
við bætist önnur eins veðurblíða og núna nálgast gleði
gangnamanna og annarra sem á einhvern hátt tengja sig
við sauðkindina og réttarstemmninguna alsælumörk.
Það er nóg atvinna í bænum, fyrirtækin blómstra hvert í
kapp við annað og raunar fátt sem gefur okkur tilefni til
að vera með einhvern barlóm. Vegagerðarmenn vinna
alla daga hörðum höndum að því að bæta vegina og þó
áætlanir hafí ekki allar staðist þá fer ekki hjá því að
verkinu Ijúki einhvern tíma í fyrirsjáanlegri framtíð og
þá verður ennþá meira gaman að fara um byggðina ak-
andi, hjólandi eða ríðandi eftir nýjum reiðvegi.
Það er sem sagt allt í fínu standi í Dalvíkurbyggð nú á
þessu indjánasumri í september og Norðurslóð sem
verður 25 ára í næsta mánuði sendir öllum lesendum sín-
um nær og fjær bestu sumarkveðjur.
hjhj
Riðuþolin lömb
í Ingvarir
Nú hefur það spurst að sauðtjáreign Svarfdælinga inuni bætast ein
hjörð. Árni bóndi á Ingvörum sem hefur verið fjárlaus undanfarin 5
ár samkvæmt samningi við Sauðfjárveikivarnir fær nú í byrjun
októbermánaðar sendar 94 gimbrar frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi.
Þessar gimbrar eru sérstaklega valdar eftir arfgengi og eru að sögn
riðuþolnari en annað fé.
Lömbin eru sérstaklega valin úr hjörð Guðbjarts Gunnarssonar á
Hjarðarfelli og hefur Sigurður Sigurðarson dýralæknir haft þar hönd í
bagga.Tekin voru blóðsýni úr foreldrum þeirra í vor og aftur verða að
öllum líkindum tekin sýni úr lömbunum í haust til að tryggja að þau
allra þolnustu fari norður að sögn Árna. Þetta er ný aðferð við að
stemma stigu við riðuveikinni og í fyrsta sinn sem hún er notuð hér í
hinum riðuplagaða Svarfaðardal. Þetta þykir sveitamönnum að sönnu
mikil gleðitíðindi og engir gleðjast meir en afréttarmenn því Árni hef-
ur jafnan rekið fé í Afréttina og mun vafalaut halda því áfram. hjhj
Göngur og réttir
Hvítar
lalla
hjarðir
Göngur og réttir voru í Dalvík-
urbyggð helgina 6.-8. september
sl. Þá sömu helgi létu veðurguð-
irnir af þrálátri vætutíð og gerði
blíðskaparveður sem haldist
hefur linnulítið síðan með 15-20
gráðu hita upp á hvern dag. Fé
var víða í efstu göngum og gekk
báglega að reka það bæði fyrir
sakir hitans og eins hinu að
kindur í Svarfaðardal er ekki
lcngur þau hjarðdýr sem þær
voru á hinum sælu árum þegar
þúsundir fjár var rekið til réttar
á hverju ári.
I Krosshólsfjalli krappt er hall.
Hvítirfalla lœkir.
Hoppa snjallir stall afstall.
Strákar allvel sprœkir.
í Krosshólsfjalli krappt er hall.
Hvítar lalla hjarðir.
Hoppa um stalla Stefán kall
og strákar ballarharðir.
þh
Á Tungurétt var að vanda
saman komið fjölmenni en ekki
að sama skapi margt fé. Var þar
sungið og skálað eins og lög gera
ráð fyrir og einstaka kviðlingar
flugu.
Veðurblíðan og fjallasýnin í
Skíðadalnum varð tilefni þessar-
ar vísu:
Fjallahringsins hamrastál
hjúpar mjallardúkur.
Eins og bolli í undirskál
unir Gloppuhnjúkur.
hjhj
Um Afréttarlýðinn orti einn
fjærstaddur gangnamaður eftir-
farandi:
I Afréttinni yrkja þeir
undursnotur Ijóðasöfn.
Illskœldinn er enginn meir
því Árni er í Kaupinhöfn.
Sjónarsteina unun ein
eru þeirra smáu Ijóð
um bjarta mey og blíðan svein
og birtast öll í Norðurslóð.
áh
I öðrum göngum um síðustu
helgi var enn meiri veðurblíða
en í fyrstu göngum og ekki var
leikurinn auðveldari við féð
þannig að enn er töluvert af
kindum á fjalli sem ekki hefur
tekist að handsama. Ekkert fé er
þó í afréttinni og var raunar full-
smalað þar í fyrstu göngum eins
og fram kemur í þessum vísum:
Um Fjallið geng égfrír við synd
fjarri heimsins erjum.
Ekki sé ég eina kind
en ógrynni afberjum.
Hrannast upp í huga mér
hellingur afmyndum.
Ég vildi að öll þau vœnu ber
vœr‘ orðin að kindum.
hjhj
Margt fleira var ort í göngum
á þessu hausti og margt snjallt
en af ýmsum ástæðum verður
það ekki birt hér að þessu sinni.
Samherji
Framhald af forsíðu.
samvinnu við Síldarvinnsluna á
Neskaupstað um veiðar á næst-
unni því það þarf fleiri en tvo
togara til að veiða það hráefni
sem til landvinnslu fer hjá fyrir-
tækinu. Togararnir hafa mikið
landað fyrir austan og þá á
Stöðvarfirði. Þeir hafa verið á
veiðum austur af landinu enda
hráefnið oft betra þar en annars
staðar og gjarnan næst betri nýt-
ing í vinnslunni.
Aðalsteinn hefur haft bæki-
stöð í Dalvíkurbyggð frá því
hann gerðist yfirmaður starf-
seminnar hér. Hann segist vera
með skrifstofu á Árskógsströnd
en fyrr eða síðar reiknar hann
með að verða með starfsaðstöðu
í húsnæði vinnslunnar á Dalvík.
Hann segir að það sé rökrétt að
yfirmaður landvinnslunnar sé
með sína starfsstöð hér á Dalvík
því hér sé fjölbreyttust starfsem-
in. Aðalsteinn segir að vinnslan
á Dalvík og starfsfólkið hér sé
einstakt í sinni röð, það sýni ekki
hvað síst það orð sem fer af
framleiðslunni héðan á erlend-
um mörkuðum. Á undanförnum
dögum hafa erlendir kaupendur
verið í heimsókn og hann segist
vera ákaflega stoltur fyrir hönd
starfsfólksins af þeim orðum
sem þeir létu falla.
Það er mjög merkilegt, segir
Aðalsteinn, að horfa á hve fisk-
vinnsla hér á Dalvík blómstrar á
sama tíma og því er öðruvísi far-
ið víðast annars staðar. Það er
vafalaust margt sem spilar þarna
saman. Hér hafa verið til öflugir
einstaklingar sem tekið hafa for-
ystu fyrir fyrirtækjum. Vinnslu-
hefð virðist vera rík og náð að
þróast hér í höndum manna sem
ýmist hafa haft mikla reynslu
eða góða menntun. Svo hefur
líka náðst að byggja upp þjón-
ustu á ýmsum sviðum svo sem
löndunarþjónustu með ísaf-
greiðslu, fiskmarkað og flutn-
ingsþjónustu svo eitthvað sé
nefnt. Það er mikið happ fyrir
stóran aðila í vinnslu eins og
Samherja að hafa við hlið sér
öfluga vinnslu í höndum annarra
aðila eins og raunin er á Dalvík.
Nú er unnið frá klukkan 3 að
nóttu til klukkan 3 á daginn eða
ein og hálf vakt. í vinnslusalnum
er eingöngu unnin þorskur og
ýsa. Nærri 10% afurðanna eru
sett fersk í smápakkningar en
annað er fryst og pakkað þann-
ig. Stefnt er að því að auka hlut
ferskra afurða í 15% á þessu ári
og að í framtíðinni verði þær urn
20% framleiðslunnar. Neytand-
inn er tilbúinn að greiða meira
fyrir ferska vöru en frosna og því
er betri afkoma í slíkri vinnslu.
í pökkunarsalnum er fram-
leiðslunni úr vinnslusalnum
pakkað og auk þess karfaflökum
frá Stöðvarfirði og laxabitum.
Einnig hefur Norðurströnd á
Dalvík framleitt steinbítsbita
sem pakkað er í stöðinni. Á
þessu ári hefur verið pakkað yfir
70 tonnum af streinbítsbitum.
Aðalsteinn segist vonast eftir
enn frekari viðskiptum við aðra
fiskverkendur hér á Dalvík.
Nú er verið að leggja af salt-
fiskverkun hjá Samherja og seg-
ir Aðalsteinn að allt hráefni sem
til landvinnslu berst fari í smá-
pakkningavinnslu. Hins vegar
hefur hausaþurrkun verið aukin
verulega. Hausaþurrkunin á
Dalvík hefur verið endurbyggð
á þessu ári og er nú reiknað með
að vinna úr 6.000 tonnum af hrá-
efni í stað um 3.000 áður. Störf-
um fjölgar í þurrkuninni úr 10 í
15. Þess má geta að við vinnsl-
una í fiskiðjuverinu starfa í senn
80 manns og þegar tekið er tillit
til vakta má segja að þar séu allt
að 120 störf. Húsið er núna full-
mannað og hefur reynst auðvelt
að ráða fólk í stöður sem hafa
losnað. Nýlega var opnað mötu-
neyti þar sem fólk fær súpu,
brauð og pasta í hádeginu. Þetta
er fólki að kostnaðarlausu og
mælist afar vel fyrir. JA