Norðurslóð - 25.09.2002, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 25.09.2002, Blaðsíða 6
Tímamót Þann 3. ágúst voru gefin saman í Lystigarðinum á Akureyri, Guðrún K. Björgvinsdóttir (Gunnlaugssonar) og Arni Grant, Fögrusíðu 3 Akureyri. Sr. Svavar A. Jónsson gaf brúðhjónin saman. Þann 14. september sl; voru gefin saman í hjónaband í Stærri-Árskógskirkju Elín Ása Hreiðarsdóttir og Ári Jón Kjartansson. Heimili þeirra er að Grundargötu 15, Dalvík. Sr. Elínborg Gísladóttir gaf brúðhjónin saman. Skírnir Sunnudaginn 30. júní var Bríet skírð í Langholtskirkju. Foreldrar hennar eru Sigurlaug Elsa Heimisdóttir og Sigurjón Sveinsson til heimilis að Kvisthaga 15 í Reykjavík. Sr. Jón Helgi Þórarinsson skírði. Þann 1. september var skírður í Urðakirkju Sigfús Fannar. For- eldrar hans eru Anna Sóley Herbertsdóttir og Gunnar Örn Sig- fússon, Hafnarbraut 16, Dalvík. Þann 15. september var skírð í Dalvíkurkirkju ísabella Ósk. For- eldrar hennar eru Linda Rós Magnúsdóttir og Finnur Þór Gunn- laugsson, Sunnubraul 4, Dalvík. Þann 15. september var skírð að Frostafold 14 Reykjavík, Anialía Nanna, foreldrar hennar eru Hólmfríður Amalía Gísla- dóttir og Júlíus Baldursson til heimilis að Hólavegi 17, Dalvík. Þórsteinn Ragnarsson skírði. Brúðkaup Þann 28. júní s.l. voru gefin saman í Akureyrarkirkju Rannveig Guðna- dóttir og Snorri Kristinsson frá Hnjúki í Skíðadal, nú til heimilis að Skarðs- hlíð 9 b, Akureyri. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir gaf brúðhjónin saman. Afmæli Þann 8. september s.l. varð 70 ára, Sigurður Jóhannsson, Skíðabraut 15 Dalvík. Þann 10. september s.l. varð 70 ára, Örn Sigurðs- son, Klapparstíg, Hauga- nesi, nú til heimilis að Dalbæ, Dalvík Norðurslóð árnar heilla. Frfttahorin / Afundi sínum 19. september sl. samþykkti bæjarráð að tillögu fræðsluráðs að leita eftir samningi við Kaffihúsið Sogn um að taka að sér gerð skóla- máltíða fyrir Dalvíkurskóla. Þá samþykkti bæjarráð að niður- greiða máltíðir og næmu niður- greiðslur um 2 milljónum króna á ári. Kostnaður nemenda verð- ur 250 krónur á máltíð fyrsta ár- ið. Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur tekið tæknina í sína þjónustu eftir að honum var af- hent að gjöf tölva og tölvubún- aður sem tengist beint við veð- urstöð á þaki heimilisins og fylg- ist með veðurfari, hitastigi, vind- átt og vindstyrk, raka ofl. Það voru Búnaðarbankinn og Olís sem gáfu klúbbnum tölvuna og afhentu hana við hátíðlega at- höfn föstudaginn 13. september. Ef til vill má kenna það þessari djarflegu dagsetningu en þegar ræsa átti tölvuna við umrædda athöfn fór hún ekki af stað og reyndist harði diskurinn hruninn þegar betur var að gáð. Því var þó fljótt kippt í liðinn og nú geta klúbbfélagar nýtt sér tölvuna til að skoða gervitunglamyndir og verið í netsambandi við aðra veðurklúbba víðs vegar um heim. Júlíus Júlíusson talsmaður klúbbsins tók þó fram í samtali við blaðið að eftir sem áður not- aði klúbburinn sínar eigin að- ferðir við að spá fyrir um veðrið. Metaðsókn hefur verið að byggðasafninu Hvoli á Dal- vík í sumar. Um 5.000 manns hafa sótt safnið og segir íris Ólöf Sigurjónsdóttir safnstjóri að vafalaust megi þakka það sjón- varpsþætti Óskars Þórs Halldórs- sonar um Jóhann Svarfdæling sem sýndur var í sjónvarpinu um áramótin og síðan endurtekinn nú í sumar. Safninu var lokað í byrjun september en opnað verð- ur fyrir hópa eftir samkomulagi við safnstjóra í vetur. Sameiginlegur fundur félags- málaráða/nefnda sveitarfé- laganna Hríseyjarhrepps, Dal- víkurbyggðar, Ölafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar sem haldinn var 27. ágúst sl. sam- þykkti viljayfirlýsingu þess efnis að stofnað yrði til sameiginlegr- ar barnaverndarnefndar fyrir sveitarfélögin. Skal að því stefnt að leggja drög að samningi fyrir félagsmálanefndirnar eigi síðar en 1. október 2002. Ekki eru allir sammála um hvort gamla Hreiðarsstaða- brúin yfir Svarfaðardalsá eigi að fara eða vera eftir að sú nýja er komin í gagnið. Hestamannafé- lagið Hringur hefur sýnt því áhuga að taka að sér rekstur og viðhald gömlu brúarinnar og gerir bæjarráð Dalvíkurbyggðar ekki athugasemd við það þrátt fyrir að Sölvi Hjaltason bóndi á Hreiðarsstöðum hafi í bréfi farið þess á leit við bæjarstjórn að hún sjái til þess að Vegagerðin standi við sín fyrri áform um að rífa brúna. Kristín Björk Gunnarsdóttir garðyrkjustjóri hefur látið af störfum frá og með 1. septem- ber. Mun hún að sögn vera horf- in til annarra starfa hjá Blóma- vali sem nýlega hefur opnað verslun á Akureyri. Ekki hefur enn verið auglýst eftir nýjum garðyrkjustjóra í Dalvíkur- byggð. Knattspyrna Spennunni létti í Kópavogi Leiftur/Dalvík bjargaði sérfyrir horn og hélt sœti sínu í 1. deildinni Það er lokastaðan sem gildir, gætu liðsmenn hins samcinaða keppnisliðs Leifturs og Dalvíkur sagt að lokinni fyrstu leikfíðinni í 1. deild. Eftir ansi skrautlegt gengi í sumar tókst þeim að hrista af sér falldrauginn í næstsíðustu umferð. Fyrst mætti liðið að vísu Stjörnunni sem var í bullandi slag um sæti í Úrvalsdeildinni og náði naumum sigri á Dalvík. En í 17. umferð lá leiðin í Kópa- voginn þar sem leikurinn vannst raunar í fyrri hálfleik. Þá skoruðu markakóngar liðsins, Þor- leifur K. Árnason og Jón Örvar Eiríksson sitt markið hvor í 2:1 sigri á Breiðablik. Lokaleikn- um er bara best að gleyma. Hvorki Leiftur/Dalvík né Aft- urelding höfðu eftir neinu að sækjast í síðuslu umferð, gestirn- ir á lygnum sjó og heimamenn búnir að bjarga sér. Það var því kannski ekki við miklu að búast. Mosfellingar brugðu hins vegar á flugeldasýningu og skoruðu fimm mörk eftir að Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson hafði komið heimamönnum yfir í byrjun leiks. En það var allt í lagi, Leiftur/ Dalvík var búið að ná markmiði sínu sem var að halda sér í 1. Lokastaðan í 1. deild: Röð L U J T Mörk Stig 1. Valur 18 12 3 3 34:12 39 2. Þróttur Rvík 18 10 3 5 40:21 33 3. Stjarnan 18 10 3 5 38:28 33 4. Afturelding 18 7 6 5 30:29 27 5. Víkingur 18 7 4 7 29:28 25 6. Haukar 18 6 6 6 26:22 24 7. Breiðablik 18 7 2 9 29:31 23 8. Leiftur/Dalvík 18 4 6 8 25:34 18 9. IR 18 4 4 10 15:39 16 10. Sindri 18 3 3 12 14:35 12 i eru tiltölulega hjá liðinu því Gunnar Guð- ánægðir með lífið eftir þessa leiktíð þótt auðvitað hefði verið hægt að gera sér lífið léttara og draga heldur fyrr úr spennunni hjá stuðningsmönnunum. Nú er ljóst að breytingar verða mundsson þjálfari verður ekki lengur við stjórnvölinn. Það er verið að leita að nýjum þjálfara sem vonandi finnst fljótt og vel. En leiðin hlýtur að liggja upp á við því þangað er stefnt. -ÞH Leikfélag Dalvíkur Æfir „Kverkataku með hópi unglinga Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vilni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. Iris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru mynd- ir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Nr. 1645. Nálhús Gefandi: María Jónsdóttir, Akureyri. Nálhús þetta var úr búi Rósu og Karitasar Krist- insdætra frá Árhóli Dalvík. í því eru 3 nálar gróf- ar sem voru líklegast notaðar við skinnsaum, svo- kallaðar skónálar. Nálhús voru til á öllum heimil- um, oft gerð úr beini, leggir voru notaðir sem nál- hús og þá settur stoppari í endann. Menn gátu verið rómaðir fyrir að gera falleg nálhús og var eftirsóknarvert að eiga þau sem fallegust. Þetta nálhús er rennt úr tré og hefur verið hægt að hengja það um hálsinn. Mynd 5. Hvað er þetta? Sakamála- og draugaleikritið „Kverkatak“ er vinnuheitið á nýju leikriti eftir Júlíus Júlíus- son seni fyrirhugað er að frum- sýna 2. nóvember hjá Leikfélagi Dalvíkur með hópi unglinga í Dalvíkurbyggð. Leikstjóri og höfundur verks- ins Júlíus Júlíusson sagði í sam- tali við blaðið að leikritið væri því sem næst í fullri lengd og alls væru hlutverkin 18. Urn sögu- þráðinn vildi höfundur lítið tjá sig. Þó dróst það upp úr honum að leikurinn gerðist í gamalli verbúð þar sem hópur unglinga væri í útilegu. Sagnir um válega atburði og reimleika tengdust þessari verbúð og fyrr en varði færu ófyrirséðir hlutir að gerast. Júlíus hefur ekki setið auðum höndum þetta árið frekar en fyrri daginn. Leiklistargyðjan hefur fengið í ríkum mæli að njóta krafta hans. Fyrr í sumar stóð hann fyrir leiklistarnám- skeiði meðal unglinga í Dalvík- urbyggð, tvö örleikrit eftir hann voru sýnd og margendurtekin á Menningarnótt í Reykjavík og þann 13. september sl. var haldin í kaffihúsinu Sogni styrktarsýn- ing fyrir Sigrúnu Maríu Oskars- dóttur sem slasaðist í bflslysi í Danmörku í sumar og fjölskyldu hennar. Þar voru sýnd sjö örleik- rit eftir Júlíus og eitt eftir Ár- mann Guðmundsson sem Dal- víkingum er að góðu kunnur. Sem kunnugt er fékk Júlíus verðlaun og frábæra umfjöllun um einþáttung sem hann samdi, leikstýrði og flutti á Egilsstöðum í vor og nú eru einhverjar þreif- ingar í gangi um að leikarar í Borgarleikhúsinu spreyti sig á því verki undir stjórn Júlla. Leikfélag Dalvíkur hélt aðal- fund sinn í síðustu viku. Þar mættu um 30 manns og var hug- ur í mannskapnum. „Kverka- tak“ verður fyrsta verkefni fé- lagsins á vetrinum en 4. janúar er meiningin að fara af stað með annað verkefnið. Enn hefur verkefnið ekki verið ákveðið en fundurinn samþykkti að fela Júlla leikstjórnina. hjhj

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.