Norðurslóð - 25.09.2002, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 25.09.2002, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Gömul augnablik Hér eru þeir Hrafnsstaðakotsfeðgar við Dalvíkurrétt haustið 1957, Mangi og Mummi með Jóni á Böggvis- stöðum sem þá var bóndiþar. Algengast var að kenna menn við bœi eða hús sem þeir bjuggu í ogþannig var það með Jón kennara. Eitt sinn var hann kenndur við Velli, svo við Gröf þá Böggvisstaði og eftir að hann var kominn til Dalvíkur var hann Jón í Sólgörðum. Pað er eðlilegt að birta nú í septemberblaðinu gamlar myndir sem teknar hafa verið bæði í Dalvíkurrétt svo og í Tungurétt. Þeir bræður Jón og Dengsi (Loftur Baldvinsson) tóku sinn helminginn hvor af þessum myndum. Dengsi var á ferðinni 1957 með sína myndavél. Tvær mynda hans eru teknar við Dalvíkurrétt og tvær framfrá. Jón var hins vegar á Tungurétt um tuttugu árum síðar eða 1978. Stebbi Röggur í Brúarlandi og Mummi í Hrafnsstaðakoti standa hér á spjalli við réttarvegginn. Stebbi gat oft verið hnyttinn í tilsvörum og ef marka má svipinn á Mumma lœknastúdent hefur eitthvað gott komið frá honum á þessu augnbliki. Jonni á Sigurhœðum og Sœvaldur í Runni skiptast á orðum en Laugi á Atlastöðum fylgist með um leið og hann fær sér sígarettu til hátíða- brigða. Hœgramegin við Sœvald standa Addi á Sandá og Fribbi á Hóli. Gaman vœri að eiga á bandi hvað þessum hefurfarið á milli á Tungu- rétt haustið 1978. Jonni á Sigurhœðum til vinstri á tali við Manna á Tungufelli. í sláturtíðinni á Dalvík. Hér koma Sveinn sparisjóðsstjóri og Eyja á Brimnesi út úr sláturhúsinu og þœr Árhólssystur Rósa og Kaja standa til hliðar við dymar. Engu er líkara en hér séu að hefjast átök á milli tveggja hópa á Tungurétt. Menn standa þétt að baki Dúdda á Jarðbrú en at- hyglinni beinir hann að föður sínum Jónsa á Jarðbrú. En auð- vitað eru það gamanmál sem menn láta fjúka. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Villi Þórar- ins, Jónsi á Jarðbrú, á bakvið hann er Tryggvi í Brekkukoti, strákurinn við hliðina á þeim er Kalli í Brautarholti sem var þá í sveit hjá Tryggva. Síðan kemur Daníel í Garðshorni og Dúddi á Jarðbrú og að baki honum eru Villi á Bakka, Gulli í Hofsár- koti og síðan Beisi á Ingvörum. Inni á milli má sjá Ævar á Hvarfi og Jóa Dan í Syðra Garðshomi. Gulli á Þorsteins- stöðum situr á hestinum og snýr baki í myndasmiðinn. Friðjón í Kjötbúðinni (stundum kenndur við Sœgrund) og Lilli í Bjamarhóli sitja hér hesta. Þeir hafa ekki látið sig vanta á rétt- irnar enda tengdust þeir dalnum með ýmsum hœtti. Á þessum tíma var Friðþjófur mjólkurbíl- stjóri og Friðjón kjötbúðarstjóri og síðar sláturhússtjóri. Það er Símon á Þverá sem stendur við hlið hestsins sem Soffi á Hóli situr. 7. íforgrunni á þessari mynd eru Tryggvi í Brekkukoti og Jóhann Daníelsson. Börnin þarna hjá þeim eru Jón Amar Helgason og Guðbjörg dóttir Stebba Friðgeirs. Hnjúksfólkið er til vinstri á myndinni: Kristinn, Erna og Kristjana og síðan Snorri bakatil við Tryggva. Alli í Hlíð er hœgra megin við Jóhann og ef vel er rýnt í myndina má þekkja Tóta á Bakka og Reimar á Steindyrum lengst til hœgri.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.